Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 43 Frímerki ’83 — Frímerkjasýning opnuð á fimmtudag FIMMTUDAGINN 22. sept. kl. 18 verður opnuð frímerkjasýning, FRÍ- MERKI '83, í sýningarsalnum Há- holti að Dalshrauni 9B í Hafnarfirði, og stendur hún til sunnudagskvölds 25. sept., segir í fréttatilkynningu frá LÍF. Fyrsta daginn verður sýningin opin til kl. 22 og á föstudag kl. 18—21, en á laugardag og sunnudag milli kl. 14—20. Þessi frímerkjasýning er í tengslum við þing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, sem haldið verður í Háholti laugardag- inn 24. sept. kl. 9. Hefur það verið venja um nokkur undanfarin ár að halda sérstaka frímerkjasýningu um sama leyti og frímerkjasafn- arar þinga um málefni sín. Á þann hátt vilja þeir kynna sem bezt þessa skemmtilegu og gagnlegu tómstundaiðju. Svo að sem flestir — og þá ekki sízt unglingar — geti kynnt sér frímerkjasöfnun og gildi hennar, er aðgangur ókeypis. Væntir sýningarnefnd þess, að skólanemendur í Hafnarfirði og eins úr nágrannabyggðum fjöl- menni á FRIMERKI ’83. Á sýningunni verða í samkeppn- isdeild mörg athyglisverð söfn og m.a. verðlaunasöfn frá norskum og finnskum söfnurum auk ís- lenzkra verðlaunasafna. Ánægju- legt er til þess að vita, að hópur íslenzkra frímerkjasafnara, sem taka þátt í sýningum, fer stækk- andi. Þeir, sem hljóta silfurverðlaun eða hærri verðlaun fyrir söfn sín á FRÍMERKI ’83 og hafa ekki áður fengið þau jafnhá, geta tekið þátt í samkeppnisdeild á NORDIU ’84 næsta sumar. íslenzkir dómarar verða á þess- ari sýningu. Þá kemur hingað til lands kunnur norskur safnari og dómari, Eivind Evensen, og mun hann leiðbeina við dómarastörfin. Þá er ætlunin, að hann haldi fyrir- lestur um dómarastörf almennt og kynni þær reglur, sem gilda í þeim efnum. Pósthús verður starfrækt á FRÍMERKI ’83 og notaður sér- stakur póststimpill með mynd af elzta húsi Hafnarfjarðar, sem Bjarni riddari Sívertsen reisti. Vill LÍF með þessu og raunar sýningarhaldi í Hafnarfirði minn- ast þess, að Hafnarfjarðarkaup- staður átti 75 ára afmæli fyrr á þessu ári. Til þess að standa undir óhjá- kvæmilegum kostnaði við sýning- una verða til sölu umslög til nota við póststimplun og eins sérstök sýningarblokk með mynd úr Al- þingishátíðarseríunni frá 1930. Oft hefur svonefndur veiðipott- ur verið hafður á sýningum og verið afar vinsæll, ekki sízt af ungum söfnurum. Nú hefur verið ákveðið að breyta hér til og selja „lukkubréf" með alls kyns frí- merkjum og frímerkjaefni. Verður reynt að vanda hér alveg sérstak- lega til og hafa verulega gott efni innan um. Metsölublad á hverjum degi! I FACIT DTC VIÐSKIPTATÖLVAN STRAX! FACIT LEYSIR VANDANN Viö köllum þaö viðskiptapakka þ.e.a.s., þú færð tölvuna og við- skiptaforritin í hendurnar og byrjar að nota búnaðinn strax Pakkinn inniheldur: • FACIT DTC TÖLVU • BIRGÐABÓKHALD • REIKNINGSÚTSKRIFT • FJÁRHAGSBÓKHALD • VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD • RITVINNSLU • LÁNADROTTNABÓKHALD Pakkinn er nú þegar í notkun í íslenskum fyrirtækum og hefur reynst afburða vel. Póllinn ísafirði notar nú eingöngu FACIT tölvur til stýringar Póls vogarkerfum sem nú þegar eru í notkun fjölda íslenskra frystihúsa. KANNIÐ OKKAR LAUSN. GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 8 - Kópavogi - Sími: 73111 Umboðsaðilar Skrifstofuval Akureyri s: 96-25004 Póllinn hf. ísafirði s: 94-3092 V. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.