Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 5 Hljóðvarp kl. 16.35 Bertha von Suttner Fyrsta konan sem fékk friðarverðlaun Nóbels „Þe8si hugmynd, að gera þstti um þá sem störfuðu dyggilega í þágu friðar, fékk ég á liðnum vetri og gerði þá nokkra slíka þætti,“ sagði séra Árelíus Niels- son, en í dag verður á dagskrá erindi hans um Berthu von Suttn- er, sem varð fyrsta konan til að hljóta friðarverðlaun Nóbels. .Bertha von Suttner fæddist 1843 inn í fjölskyldu sem hafði hernað að hugsjón, en faðir hennar var herforingi. Hún varð snemma frábitin hernaði og átti mjög erfitt með að heyra presta í Praag, þar sem hún ólst upp, tala um óvinahermenn sem einskonar djöfla. Bertha yfirgaf heimili sitt, fór til Parísar og gerðist þar vinnukona um tíma. Komst hún ekki i samband við fjölskyldu sína fyrr en mörgum árum síðar, eftir að hún hafði verið rekin frá Síberíu, ásamt eiginmanni sínum, þar sem þau bjuggu um tíma. Bertha von Suttner, sem oft var nefnd „Friðar-Bertha" sat friðarráðstefnuna í Haag, árið 1899 og var þar ein kvenna. Hún starfaði allt sitt líf í þágu friðar og undir yfirskriftinni „niður Sjónvarp kl. 22.15 Marx- isminn í brenni- depli Á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.15 í kvöld er bresk heim- ildamynd sem ber heitið „Marxisminn í brennidepli". Nú í ár er liðin öld frá láti Marx og er í myndinni gert grein fyrir áhrifum kenninga Marx á heiminn í dag, en nú býr um þriðji hluti mann- kyns við þjóðskipulag sem grundvallast á þeim. Karl Marx Þýðandi myndarinnar er Bogi Arnar Finnbogason. Hljódvarp kl. 22.35 „Nornagestur Norðurlanda“ Séra Árelíus Níelsson með vopnin". Árið 1905 voru henni síðan veitt friðarverðlaun Nóbels og var hún fyrsta konan til að taka við þeim.“ „Nornagestur Norðurlanda", svo hljómar fyrsta línan í Ijóði sem Matthías Jochumsson orti um norska prestinn Grundtvig. Á dagskrá útvarpsins kl. 22.35 er fyrri hluti erindis séra Sigurjóns Guðjónssonar sem ber sömu yfir- skrift. „Erindið er fyrri hluti erindis sem ég flutti i Norræna húsinu þann 8. september síðastliðinn, en þann dag var voru liðin 200 ár frá fæðingu Grundtvigs," sagði séra Sigurjón. „Erindið er nokkuð langt, 50 minútur og varð að skipta því í tvo hluta fyrir flutning í útvarpi. Verður seinni hlutinn fluttur á sama tíma að viku liðinni. í erindinu rek ég æviferil Grundtvigs, sem var prestsson- ur frá Suður-Sjálandi. Grundtvig var bráðþroska, tók stúdentspróf aðeins fimmtán ára gamall og varð einn mesti mælskumaður í ríki dönsku kirkjunnar. Þá var hann stór- skáld og ber danska sálmabók- in vott um það, en í henni eru um 1.500 sálmar eftir Grundt- vig, eða um fjórði hluti allra sálma í bókinni. Þá var Grundtvig skólafrömuður mik- ill og er hugmyndin um lýð- háskóla frá honum komin. Erindið snýst að mestu um trúarbaráttu Grundtvigs, en í æsku var hann ekki trúmaður mikill, en gerðist trúaður mjög í seinni tið og frömuður á þeim sviðum sem hann hafði mætur á,“ sagði séra Sigurjón að lok- um. Hljóóvarp kl. 20.00 Forvitnast um Reykja- vík og sitthvað fleira Frá RÚVAK kl. 20.00 í dag er þátturinn „Útvarp unga fólksins" í umsjón Helga Baróasonar og er það í síðasta sinn sem hann hefur umsjón með þættinum. „Þaö verð- ur nú víða komið við í þættinum,“ sagði Helgi, „við bregðum okkur í heimsókn í æhngarhúsnæði hljómsveitarinnar Vil, spjöllum við hljómsveitarmeðlimi og spilum lagstúf með þeim. Þá tala ég við tvo 17 ára gamla áhugaleikara, sem fóru í ágúst til Færeyja á leik- listarnámskeið sem haldið var þar fyrir unglinga. Að vanda spjöllum við við þá sem verða á vegi okkar og skruppum að þessu sinni í bæinn og spurðum unga Akureyringa hvað þeir vissu um Reykjavík. Voru svörin með ýmsum hætti. Oftast hef ég hringt út á land og spurst frétta, en þar sem við vor- um að forvitnast um Reykjavík, þótti tilhlýðilegt að slá á þráðinn á höfuðborgarsvæðið. Verður spjallað við tvær stúlkur, aðra í Breiðholti og hina í Mos- fellssveitinni. Síðan verða að vanda spiluð ný og gömul lög inn á rnilli," sagði Helgi Már Barða- son að lokum. Helgi Már Barðason Tvær Amsterdam - Paris Vikuferö 30. sept. Nú sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin- landsins og kynnumst þvi besta sem hvor um sig hefur upp á að bjóða. Verökr. 16.550.- miðaö við gistingu i 2ja manna herbergi. Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam, gisting í 3 nætur á Victoria hóteli í Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í París, skoðunarferðir um París og til Versala, rútuferö Amsterdam-París-Amsterdam og fslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000.- Samvinnuferdir - Lsndsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 2to??

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.