Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 224. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Megum ekki bregðast þótt reyni á þolrifin Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bret- lands, og Konald Reag- an, Bandaríkjaforseti, á fundi þeirra í fyrra- kvöld. Símamynd AP. — sagði Margaret Thatcher við fréttamenn í Washington Washington, 30. september. AP. MARGARET Thatcher, forsætisrádherra Breta, lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi sínum við varnarmálastefnu Bandaríkjamanna í ræðu, sem hún flutti f gærkvöldi. Hún sagði þá m.a.: „Þolrif okkar eru nú reynd til hins ýtrasta, við megum ekki bregðast nú.“ Er Thatcher drap á það, sem henni og Reagan fór á milli á tveggja stunda viðræðufundi þeirra, ítrekaði hún, að hún væri hlynnt takmörkun kjarnorku- vopna, en sagði jafnframt: „Það þarf tvo til að ná samningum." Sagði hún Reagan itrekað hafa lagt fram nýjar tiliögur og það sýndi öðru fremur vilja vestrænna ríkja til samninga. Þá lagði Thatcher á það ríka áherslu, að kjarnorkuvopn Breta og Frakka yrðu ekki tekin með í reikninginn í samningaviðræðum stórveldanna um takmörkun kjarnorkuvopna. Kjarnorkuvopn þessara tveggja þjóða næmu enda aðeins 2,5% allra kjarnorkuvopna Sovétmanna. Hins vegar kvað háttsettur bandarískur embættis- maður hana hafa sagt Breta reiðu- búna til að endurskoða þá afstöðu sína ef í ljós kæmi, að Sovétmenn féllust á verulega fækkun kjarnorkuvopna. „Þótt ekki náist samkomulag áður en fyrirhuguð staðsetning flauganna hefst er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að ná samn- ingum. Ég vona og það er einlæg trú mín að samningaviðræðurnar haldi áfram, þannig að hægt verði að komast að samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna, að því gefnu að Sovétmenn séu reiðubún- ir til viðræðna um fullkomið jafn- vægi,“ sagði Thatcher. Að sögn beggja leiðtoganna komu þau víða við í tveggja stunda viðræðum sínum. Auk vígbúnað- arkapphlaupsins ræddu þau m.a. ástandið í Miðausturlöndum svo og stöðu mála í Mið-Ameríku. „Nú sitjum við laglega í þvíu New York, London ojj Tókýó, 30. september. AP. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS skýrði frá því í fyrrakvöld, að Sovétmenn hafi allan tímann vitað, að kóreska flugvélin, sem þeir skutu niður við Sakhalin-eyju 1. þessa mánaðar hafi verið farþegafíug- vél. Að sögn varnarmálafréttarit- ara stöðvarinnar náðist eftirfar- andi tilkynning frá fjarskipta- stöð á Sakhalin-eyju: „Nú sitjum við laglega í því. Flugmaðurinn var að tilkynna að hann hefði skotið niður farþegavél." Frétta- maður CBS hafði eftir sama heimildarmanni sínum innan varnarmálaráðuneytisins bandaríska, að úr því flugmaður- inn hefði vitað nokkrum klukku- stundum síðar, að hann hafði skotið niður farþegavél, hlyti hann að hafa gert sér grein fyrir því á sama augnabliki og hann hleypti af. Alls fórust 269 manns með vélinni. Yfirvöld í Japan tilkynntu í dag, að þau hefðu hætt leit sinni að braki úr vélinni við strendur Hokkaido. Hins vegar yrði hald- ið áfram að svipast um eftir braki í Japanshafi undan strandlengju Sakhalin. Alþjóðasamtök flugmanna hvöttu í morgun til þess, að þeg- ar í stað yrði bundinn endi bann það er flugmenn nokkurra landa ákváðu og fól í sér niðurfellingu áætlunarflugs til Moskvu í 60 daga. Hvöttu samtökin til þess að banninu yrði aflétt frá og með miðnætti á sunnudag. Tólf NATO-ríkjanna 16 samþykktu jafnframt í kjölfar árásarinnar að meina flugvélum Aeroflot, flugfélagsins sovéska, lendingar í tvær vikur. Þrír menn frá Alþjóða flug- málastofnuninni voru í dag sagðir væntanlegir til Japan í næstu viku. Hlutverk þeirra er að rannsaka árás Sovétmanna á kóresku farþegaþotuna. Stofn- unin ákvað á nýafstöðnum fundi sínum í Montreal að gera eigin úttekt á málinu. Hvetja tíl lausnar leiðtoganna sjö V arsjá, 30. september. AP. SJÖTfll leiðtogar úr hópi Samstöðu hafa hvatt pólska þingið til að láta lausa þá 7 leiðtoga samtakanna, sem í haldi eru og eiga hugsanlega yfir höfði sér dauðarefsingu. Segja leiðtogarnir 70, að með því stígi yfirvöld stórt skref í átt til þjóðareiningar. Á sama tíma staðfesti Lech Walesa í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC, að hann ætti háar fjárupphæðir í erlend- um bönkum. Hann bætti því jafn- framt við að fé þetta væri ekki einkaeign heldur sameiginleg eign allra félaga Samstöðu. Um er að ræða verðlaunafé, sem honum hef- ÞJÓÐIR þriðja heimsins hafa kvartað sáran undan seinagangi efnaðri þjóðanna við ákvörðun um hversu mikið þær hyggjast leggja í lánasjóð Alþjóðabankans. Sjóður þessi sér um lán til uppbyggingar í vanþróaðri löndunum. Kvartanir þjóðanna hafa verið helsta um- ræðuefnið á sameiginlegum árleg- um fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans, sem nú er að Ijúka. A.W. Clausen, forseti Alþjóða- bankans, tók undir kvartanir þróunarlandanna og líkti ástand- inu í mörgum þeirra við tíma- ur hlotnast úr ýmsum áttum. Jafnframt ítrekaði Walesa þær ásakanir sínar á hendur stjórn- völdum, að þau hefðu falsað seg- ulbandsupptöku, þar sem hann var sagður fara þess á leit við bróður sinn að hann legði milljón dollara inn á bankareikning í Vatíkaninu fyrir fjölskyldu sína. sprengju. Ástandið væri alvar- legt og tíminn naumur. Hvatti Clausen Reagan Bandaríkjafor- seta til þess að beita þingið þrýstingi til að knýja fram auk- na fjárveitingu til þróunarað- stoðar. Efnaðri þjóðir heims, sér í lagi Bandarikin, segjast leggja fram alla þá fjármuni, sem þeim sé unnt. Álasa þau fátækari ríkjun- um fyrir að taka ekki efnahags- ástandið í heiminum með í reikn- inginn þegar þau bera fram kvartanir sínar. Segulbandsupptaka þessi var leikin í útvarpi fyrr í vikunni og virðist enn einn liðurinn í ofsókn- um stjórnvalda á hendur verka- lýðsleiðtoganum, sem staðið hafa yfir linnulítið að undanförnu. Frjósamur höggormur Madrid. 30. september. AP. HÓGGORMUR nokkur í dýra- garðinu í Madrid setti heims- met í gær, er hann eignaðist 71 afkvæmi á einu bretti. Hér var um baneitraða teg- und að ræða, kvikindi sem hefur lítið fyrir að deyða mann nái það að bíta. Venju- lega eignast þessi dýrategund um 20 unga í einu. Afrek ormsins í Madrid er því með ólíkindum. Ungarnir vógu um 70 grömm hver við fæðingu og 63 þeirra lifðu fæðinguna. Það tók dýrið 18 klukkustundir að koma ungaskaranum í heim- inn. Ungarnir dafna nú vel af kanínuungakjöti, en móðirin étur þó af mestu áfergjunni, því hún bragðaði ekki matar- örðu tvo síðustu mánuðina fyrir fæðinguna. Ramakvein þjóða þriðja heimsins W'ashington, 30. september. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.