Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
Starfsmönnum Slipp-
félagsins sagt upp
ÖLLUM starfsmönnum Slippfclags-
ins í Reykjavík hf., 77 að tölu, hefur
verið sagt upp störfum og miðast
uppsagnirnar við næstu áramót. f
frétt frá fyrirtækinu segir, að þær
séu liður í endurskipulagningu þess,
ísbjöminn:
Getum bætt
við okkur 30
til 40 konum
„SKIP okkar sigla ekki með afla
sinn og við erum í hreinum vand-
ræðum með fólk. Mér finnst því
yfirlýsing Framsóknar út í hött.
Við getum bætt hér við sjálfsagt
30 til 40 konum,“ sagði Vilhjálm-
ur Ingvarsson, framkvæmdastjóri
ísbjarnarins, í samtali við Morg-
unblaðið.
Vilhjálmur sagðist því ekki
skilja þá yfirlýsingum kvenn-
anna, að siglingar fiskiskip-
anna stefndu atvinnuöryggi
starfsfólks frystihúss ísbjarn-
arins í voða. Það væri yfirdrifið
að gera í fiskvinnslunni og
staðan væri raunar sú, að sum-
ir hefðu neyðzt til að láta skip
sín sigla með aflann vegna
skorts á starfsfólki í fiski-
vinnslunni. Það væri líklega
kjarni málsins, ekki hefði feng-
izt svo glæsilegt verð fyrir afl-
ann erlendis að undanförnu, að
girnilegt væri að sigla með
hann.
en stefnt sé að því að henni verði
lokið fyrir 1. desember nk.
„Hinir almennu erfiðleikar í efna-
hagsástandi þjóðarinnar hafa bitn-
að á Slippfélaginu í Reykjavík hf.,
ekki síður en öðrum atvinnufyrir-
tækjum í landinu, sérstaklega þeim
sem tengjast sjávarútveginum.
Til þess að tryggja hag Slippfé-
lagsins í Reykjavík hf. og starfs-
manna þess í framtíðinni hefur ver-
ið ákveðið að taka rekstur og allt
skipulag innan félagsins til gagn-
gerrar endurskoðunar. I framhaldi
af því hefur öllum starfsmönnum
félagsins verið sent uppsagnarbréf,
dagsett í dag, 30. september 1983, og
miðast uppsagnirnar við næstu ára-
mót. Stefnt er að því að endurskipu-
lagningu og endurráðningum verði
lokið fyrir 1. desember nk.,“ segir
orðrétt í frétt fyrirtækisins.
Jón Sævar Jónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Slippfélagsins,
sagði í samtali við Mbl., að gera
mætti ráð fyrir, að flestallir
starfsmenn fyrirtækisins yrðu
endurráðnir. Breytingarnar fram-
undan væru fyrst og fremst hugsað-
ar til að gera fyrirtækið samkeppn-
isfærara en það er í dag.
Þröstur Olafsson, framkvæmda-
stjóri Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, sagði í samtali við
Mbl., að félaginu hefði borizt bréf í
gærdag um uppsagnir starfsmanna,
en Dagsbrúnarmenn eru stærsti
starfshópurinn hjá Slippfélaginu.
„Okkur hefur ekki gefizt ráðrúm til
að ræða við okkar menn og fjalla
um málið, en það er ljóst af bréfinu,
að við munum óska eftir verulega
frekari skýringum, þegar eftir helg-
ina,“ sagði Þröstur ennfremur.
Morgunblaðið/ÖI.K.M.
Verkalýðsforingjar úr öllum stjórnmálaflokkum voru á ferð ura miðborg
Reykjavíkur í gær og hvöttu fólk tii að taka þátt í undirskriftasöfnuninni
gegn afnámi samningsréttarins. Dreifðu þeir bæklingum og undirskriftalist-
um undir kjörorðunum „Tryggjum samningsrétt — Treystum lýðræðið". Hér
eru þeir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, og Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, að verki í Austurstræti.
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra:
4% fiskverðshækkun 1. okt.
kallar ekki á gengislækkun
„ÉG VEIT ekki til þess að það sé nein
breyting á afstöðu ríkisstjórnarinnar
til afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Það
verður ekki meiri hækkun en 4% á
hinu almenna fiskverði 1. október, en
það er nákvæmlega fylgst með þessu.
Þjóðhagsstofnun hefur lagt fram sína
útreikninga og Seðlabankinn hefur
Þorleifur Jónsson
fv. bæjarstjóri látinn
Þorleifur Jónsson, fyrrum bæjar-
stjóri á Eskifirði og bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, er
látinn á 88. aldursári.
Þorleifur fæddist í Efra-Skála-
teigi í Norðfjarðarhreppi, S-Múl.,
16. nóvember 1896 og var bóndi þar
eitt ár eftir skólagöngu í Flens-
borg. Hann var síðan lögreglu-
þjónn í Hafnarfirði 1919—1930,
stundaði málflutningsstörf þar í
félagi við Gunnar E. Benediktsson
hrl. 1930-1939, veitti forstöðu ýms-
um útgerðarfélögum frá 1934 til
1961. Hann sat í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar 1930—1951 og
stofnaði vikublaðið Hamar og rit-
stýrði því um árabil. Hann rak
verslun í Hafnarfirði um hríð, var
einn af ábyrgðarmönnum Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar og sat lengi í
stjórn sjóðsins, vara-landskjörinn
þingmaður 1938, í fiskimálanefnd
og síðar stjórn fiskimálasjóðs
1935—1952, þar af formaður í níu
ár. Hann gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum í Hafnarfirði og
síðar á Eskifirði, þar sem hann var
bæjarstjóri frá 1961. Þar sat hann
í hreppsnefnd 1954—1958. Þorleif-
ur var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu 1967.
Fyrri kona hans var Margrét
Oddsdóttir frá Hóli í Garðahverfi.
Sambýliskona hans eftir það var
Hrefna Eggertsdóttir frá Hafnar-
firði, sem lést 1965.
einnig verið með þetta f athugun.
Byggt á þeim athugunum telur ríkis-
stjórnin að ekki eigi að þurfa að
breyta gengi þó þessi hækkun verði 1.
október nk.,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, er Mbl.
bar undir hann skrif Ólafs Gunnars-
sonar framkvæmdastjóra í Neskaup-
stað í Mbl. sl. miðvikudag, en þar seg-
ir hann m.a. að fiskverð verði að
hækka um rúmlega 21% í stað 4%, eigi
útgerðinni að takast að halda nokkurn
veginn í horfinu.
Steingrímur sagði einnig, að í vor
hefði sjávarútvegsfyrirtækjum ver-
ið búin viðunandi aðstaða og sagði
síðan: „Þetta er hins vegar smám
saman að fjara út. Það er alveg ljóst
og gerir það enn við hækkanirnar 1.
október á launum og fiskverði. Mér
er einnig fyllilega ljóst að skreið og
saltfiskur standa stórum verr held-
ur en frystingin. Ég er þeirrar skoð-
unar að erfiðleikum skreiðarfram-
leiðenda eigi að mæta með því, sem
reyndar allir koma til með að njóta,
að breyta afurðalánum í gengis-
tryggð lán með lágum vöxtum og
láta það ná aftur fyrir sig, til dæmis
um tvo mánuði.
Varðandi skrif Ólafs sagði
Steingrímur einnig: „Fyrirtæki eins
og Ólafs hafa átt í erfiðleikum en
það er með loðnuskip, en engin
loðna hefur veiðst. Ég vona, þó ég
geti ekkert fullyrt um það, að loðnu-
veiðar geti hafist að nýju, sem
myndi náttúrlega breyta öllu hjá
þeim. Þá vek ég athygli á því að
sumar tegundir útgerðar hafa geng-
ið mjög vel, til dæmis rækjuveiðar
og hörpudisksveiðar."
Steingrímur sagði í lokin að hann
vonaðist til að ekki þyrfti að koma
til gengislækkana í bráð vegna sjáv-
arútvegsins. Það yrði eingöngu til
þess að skerða lífskjörin verulega, ef
ekki kæmu til launahækkanir.
Skipaskagi og Haförn GK teknir í landhelgi:
Innsigli á
Skipaskaga
olíugjöf vélar
ekki til staðar
INNKIGLI, sem vera átti á olíugjöf vél-
ar Kkipaskaga AK 102, sem tekinn var
fyrir meinta ólöglega veiði á fimmtu-
dag, fannst ekki við rannsókn málsins
á Akranesi í gær. Innsigli þetta átti að
minnka afl vélarinnar úr 1.200 hestöfl-
um í 889. Ekki var í gær Ijóst hvort um
framhaldsrannsókn yrði að ræða eða
hvort gefin yrði út ákæra á hcndur
skipstjóra skipsins. Haförn GK 90 var
einnig tekinn sama dag fyrir meinta
ólöglega veiði og stendur rannsókn
þess máls yfir í Keflavík.
Landhelgisgæzlan færði skipin til
hafnar en þau voru að veiðum
skammt norður af Garðskaga. Ekki
hefur í rannsókn málanna komið
fram ágreiningur um staðarákvörð-
un skipanna heldur er hér um að
ræða hvort viðkomandi skip teljast
togarar eða ekki. í þeirri viðmiðun
er meðal annars ákvæði um vélar-
stærð og lengd. Vélarstærð skal vera
undir 1.000 hestöflum og lengd undir
39 metrum, eigi skipið ekki að teljast
togari. Sé svo er skipinu leyfilegt að
stunda veiðar inn að 4 mílum frá
landi en togarar mega ekki stunda
veiðar innan 12 mílna. Bæði þessi
skip eru undir 39 metrum en ágrein-
ingurinn er um vélarstærðina. Sam-
kvæmt skrá Siglingamálastofnunar
eru bæði skipin með 1.200 hestafla
vélar, en eigendur þeirra telja þær
minni en 1.000 hestöfl. Hefur verið
dregið úr afli vélanna með innsigli á
olíugjöf, en eins og áður sagði finnst
ekki slíkt innsigli á vél Skipaskaga.
Því er hér um að ræða svipuð mál
og áður hafa komið upp er skipin
Sjóli og Einar Benediktsson voru
tekin fyrir meintar ólöglegar veiðar,
en sýknuð af ákæru.
Valt með fullfermi af möl
IIRÁTTARBÍLL með malartengi-
vagn valt á horni Grjótháls og Hálsa-
brautar um miðjan dag í gær meó
fullfermi af möl.
Tildrög óhappsins voru þau að
bíliinn var á leið norður Hálsa-
braut, þegar ökumaður varð þess
var að bifreiðin var hemlalaus.
Þarna háttar svo til að það er
talsvert brött brekka niður að
gatnamótum Grjótháls og Hálsa-
brautar og jók bifreiðin jafnt og
þétt ferðina niður að gatnamótun-
um. Ökumaður tók það til bragðs
að reyna að beygja bifreiðinni til
vinstri inn á Grjóthálsinn. Við það
lagðist allur þunginn á hægri hlið
bifreiðarinnar enda bifreiðin á um
það bil 50 km ferð þegar hér var
komið sögu að þvf er talið er og
sprakk annað hjólið á aftari hás-
ingu hennar og fjaðrir brotnuðu
vinstra megin á sömu hásingu með
MorgunblaAið/Júlíus.
þeim afleiðingum að bíllinn valt.
Ökumaður slapp ómeiddur og ekki
er talið að miklar skemmdir hafi
orðið á bílnum. Ekki var kunnugt
um það í gær hvað olli bilun
hemtabúnaðar bifreiðarinnar.
Skaftárhlaup í
hámarki í dag
SKAFTARHLAIJP, sem hófst f gær-
morgun, mun Ifklega ná hámarki
seinnipartinn í dag eöa með kvöldinu,
að sögn Kigurjóns Rist, vatnamælinga-
manns. Kagðist hann giska á, að hlaup-
ið næði 700—800 teningsmetra rennsli
á sekúndu, en það væri nokkuð al-
gengt í Skaftárhlaupum. Það væri held-
ur meira en væri í Þjórsá að sumarlagi.
Böðvar Kristjánsson, bóndi í
Skaftárdal, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins í gærkvöld, að
vatnsmagnið í ánni væri eins og
meðal sumarvatn en þess bæri að
gæta, að mjög lítið vatn hefði verið í
ánni fyrir. „Það hefur vaxið nokkuð í
dag,“ sagði Böðvar, „og er æði dökk-
leitt og talsverð brennisteinsfýla af
því. En þetta er ekki orðið mikið
ennþá og ekki farið að fara yfir veg-
inn.“
Sigurjón Rist sagði að þetta hlaup
ætti ekki að koma á óvart, Skaftá
hlypi nokkuð reglulega á tæplega
tveggja ára fresti og síðasta hlaup
hefði verið í janúar 1982, fyrir 21
mánuði. „Þetta vatn kemur úr ketil-
sigum norðvestur af Grímsvötnum
en þar eru mikil sig í jöklinum og
hiti undir. Það er svo sem engin
hætta á ferðum en þó gæti komið til
þess að brýr yrðu fyrir skakkaföll-
um. Einkum þarf að huga vel að
brúnni á Ásakelduvatni rétt austan
við Eystri-Ása,“ sagði Sigurjón.
Hann kvaðst hafa verið við Skaftá
sl. miðvikudag og þá hefði áin ekkert
verið farin að yggla sig.
„Annars er þetta ágætt tækifæri
fyrir þá Suðurlínumenn, sem eru að
byrja á undirstöðum fyrir staurana
skammt ofan við Skaftárdal, til að
skoða umrótið, sem þarf að taka til-
lit til við þær framkvæmdir," sagði
Sigurjón Rist.