Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
5
Líftryggingafélag Sjóvá:
Sigurjón Pétursson
framkvæmdastjóri
ífTJÓRN Sjóvártryggingafélags ís-
lands ákvað á síðasta fundi sínum að
ráða Sigurjón Pétursson, fram-
kvKmdastjóra Líftryggingafélags
Sjóvá hf., frá og með næstu áramót-
um. Sigurjón verður einnig aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjóvártryggingafé-
Sigurjón Pétursson
lags íslands hf., frá sama tíma, en
eins og frá hefur verið skýrt í Morg-
unblaðinu hcfur Einar Sveinsson ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri þess fé-
lags, einnig frá áramótum, en þá læt-
ur Sigurður Jónsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri beggja félaganna, af
störfum.
Sigurjón Pétursson er fæddur 22.
júní 1950, sonur hjónanna Péturs
Guðjónssonar, framkvæmdastjóra,
og Báru Sigurjónsdóttur, kaupkonu.
Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1970 og lauk prófi
í viðskiptafræði frá Háskóla íslands
1974. Stundaði framhaldsnám í
rekstrarhagfræði við Graduate
School for Business Administration
við New York University og lauk
þaðan MBA-prófi árið 1977.
Sigurjón hóf störf hjá Sjóvá árið
1973, en hefur unnið þar samfellt
sem starfsmanna- og skipulags-
stjóri frá því hann kom frá námi
1977. Sigurjón er formaður Skýrslu-
tæknifélags íslands.
Sigurjón er kvæntur Þóru Hrönn
Njálsdóttur og eiga þau tvo syni.
Ríkisreksturinn á Nýfundnalandi:
Of snemmt að spá um áhrif
Eramkvæmdastjórar Coldwater og
Ireland Seafood, íslenzku fisksölu-
fyrirtækjanna í Bandaríkjunum, töldu
í samtali við Morgunblaðið of snemmt
að spá nokkru um áhrif ríkisrekstrar
fyrirtækja í sjávarútvegi á Nýfundna-
landi á samkeppni Kanadamanna og
okkar á fiskmörkuðum í Bandaríkjun-
um.
Sögðu þeir Þorsteinn Gíslason og
Guðjón B. Ólafsson, að enn væri
ekki ljóst hverjir yrðu stjórnendur
þessa samsteypufyrirtækis, rekstur
þess væri ekki hafinn og óljóst með
hvaða hætti hann yrði. Þá væri ekk-
ert hægt að segja til um áhrif þessa
á samkeppnisstöðu íslendinga og
Kanadamanna á fiskmörkuðum í
Bandaríkjunum. Hugsanlega yrðu
þau einhver, en langt væri þangað
til að þau yrðu ljós.
Ljósm. MM./KÖK.
Aðstandendur Pólýfónkórsins. Frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Guðmundur Guðbrandsson, Edda Magnúsdóttir,
Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi kórsins, Ólöf Magnúsdóttir, Friðrik Eiríksson og Tryggvi Eiríksson.
Tvö verk frumflutt á starfsári Pólýfónkórsins:
Stabat Mater Rossinis
og jólaóratoría Siitzs
„EETIR umfangsmikið starf 1982
má segja að kórinn hafi tekið lífinu
með ró, en nú erum við komin á
fullan skrið og hyggjum á öflugt
söngstarf í vetur,“ sagði Ingólfur
Guðbrand.sson, stjórnandi Pólý-
fónkórsins, á blaðamannafundi ný-
lega. Vetrarstarf Pólýfónkórsins og
Kórskólans er senn að hefjast og
eru skráðir félagar innan kórsins nú
um 100.
I ráði er að flytja jólaóratoríu
Heinrichs Sciitzs í desember og
Stabat Mater, eftir Rossini, með
hljómsveit og einsöngvurum
næsta vor. Verður í báðum tilfell-
um um frumflutning á Islandi að
ræða. Þá hefur Pólýfónkórinn leit-
að eftir aðild að Listahátíð '84, en
svar listahátíðarnefndar varðandi
það hefur ekki borist. Kórinn hef-
ur fengið tilmæli um þátttöku í
tónlistarhátíðinni í Granada 1984,
en þar söng kórinn á tónlistarhá-
tíð i fyrra. Fyrirsjáanlegt þykir þó
að ekki geti orðið af ferðinni vegna
fjárskorts. Hins vegar er stefnt að
flutningi H-moll-messu Bachs,
bæði á íslandi og á Ítalíu, árið
1985, en Evrópuráðið hefur ákveð-
ið að gera það að evrópsku tónlist-
arári í tilefni 300 ára fæðingar-
afmælis Bachs.
Kórskólinn verður að vanda
starfræktur í vetur og hefst
kennsla 10. október. Frá honum
koma flestir söngkraftar Pólý-
fónkórsins og hefur svo verið þau
tíu ár sem skólinn hefur starfað.
Fimm kennarar verða við Kór-
skólann í vetur og kenna þar rétta
öndun og raddbeitingu, nótnalest-
ur, taktþjálfun, tónheyrnaræf-
ingar og tilsögn í undirstöðuatrið-
um tónmennta. Verður bæði um
byrjendakennslu að ræða og fram-
haldsflokk, en á undanförnum ár-
um hafa um 100 manns árlega lagt
stund á tónlistarnám við skólann.
Kennt verður í tíu vikur á mánu-
dagskvöldum og er þátttökugjald
kr. 750 fyrir þann tíma.
BÍLASÝNING
Mazda 1984
Laugardag og sunnudag frá kl. 1 - B
Sýndar verða 1984 árgerðirnar af verð-
launabílunum MAZDA 626 og MAZDA
323 og MAZDA T 3000 vörubíll.
Ennfremur glæsilegt úrval af notuðum
MAZDA bílum í 1. flokks ástandi með 6
mánaða ábyrgð.
mazoa
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99