Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
19
snert lægsta punkt þeirrar hag-
sveiflu niður á við er ríkt hefur
undanfarin ár. það er einnig sorg-
legt til þess að vita að við Tslend-
ingar skyldum ekki bera gæfu til
að stjórna okkar efnahagsmálum
betur, og safna til mögru áranna,
því þegar halla fór undan fæti hjá
iðnríkjum 1979/80 voru góðæri
hér á landi og ekki hægt að segja
að við sem matvælaframleiðendur
fyndum strax fyrir þessari kreppu
umheimsins. Hún var hins vegar
öllum ljós, og því eðlilegt að gera
ráðstafanir til að milda áhrif
hennar hér á landi með aðhaldi og
leggja til hliðar þar til áhrif henn-
ar yrðu sterkari. Þannig hefði
mátt hugsa sér að við hefðum aft-
ur náð í þá uppsveiflu sem nú er
að koma í ljós erlendis. Eins og
áður sagði, stóð yfir hér á landi
mikil veisla og lauk henni ekki
fyrr en í ár. Nú standa eftir timb-
urmennirnir.
Ástæða er til að ætla að verðlag
í utanríkisviðskiptum mælt í doll-
urum hækki um nokkur prósent á
næsta ári. Þar skiptir okkur hins
vegar mestu máli verð á matvæla-
hráefni helstu markaðslanda.
Sjávarafurðir vega um 75% af út-
flutningi mælt í dollurum, þar af
freðfiskur um 40%. Þótt spáð sé
verðhækkun á innfluttum mat-
vælum til Bandaríkjanna og
magnaukningu iðnaðarvara, er
mikil óvissa um okkar vörur eins
og ljóst er af verðstríði á fisk-
markaði, en verðið ræðst af fram-
boði og eftirspurn. Á sama hátt
mun innflutningsverð hækka að
undanskilinni olíu sem nemur um
14% af heildarinnflutningi okkar.
Af fyrirliggjandi upplýsingum er
ekki ástæða til að ætla viðskipta-
kjarabata, en á sama hátt eru litl-
ar líkur á að þau versni að svo
stöddu. Hins vegar má gera ráð
fyrir magnaukningu útflutnings-
framleiðslu á næsta ári. Aukning
Brynjólfur Bjarnason
ætti að geta átt sér stað á ýmsum
iðnaðarvörum ef raungengi næsta
árs hækkar ekki mikið frá því sem
nú er.
Stöðugt gengi
Nokkuð erfitt er að gera sér
grein fyrir þróun gengis. Hér á
landi hefur verið mörkuð stefna
um stöðugt gengi. Innbyrðis
breytingar gjaldmiðla hafa þar þó
áhrif. Almennt er talið að DM,
SFR og £ styrkist gagnvart $.
Hins vegar er ekki búist við að
aðrar Evrópumyntir fylgi þessum
gjaldmiðlum.
Ýmislegt bendir til, i það
minnsta fyrst um sinn, að hægt sé
að halda stöðugu gengi. Það er að
sjálfsögðu mikilvægt atriði í efna-
hagsstefnunni, því markmiðið um
hallalaus utanríkisviðskipti bygg-
ir m.a. á því að eftirspurn aukist
ekki um of. Ljóst er þó að gengi
breytist, þó ekki væri nema eins
og áður sagði innbyrðis breytingar
erlendra mynta, auk þess sem
halda verður sem jöfnustu raun-
gengi. Ekki verður hér gerð nein
spá um hvert verð á erl. myntum
verður um mitt næsta ár, aðeins
bent á, að vandi útgerðarrekstrar
er enn óleystur.
Þegar velt er fyrir sér spurning-
unni um hvort von sé á frekari
samdrætti, verður svarið einfald-
lega já. Við verðum að gera okkur
grein fyrir að hagsveiflan hefur
ekki náð lágmarki. Frekari sam-
drátt verður að bera saman við
6% samdrátt þjóðarframleiðslu í
ár, 9% samdrátt í einkaneyslu og
10% minnkun fjárfestinga frá ár-
inu áður. Að gefinni forsendu um
engar auknar erlendar skuldir og
þar af leiðandi hallalaus utanrík-
isviðskipti, verður neyslan að
minnka, svo og almennur vöruinn-
flutningur. Stærðir í þessum efn-
um eru þó væntanlega minni en á
yfirstandandi ári, til að mynda
4—5% samdráttur einkaneyslu og
5% minnkun fjárfestinga. Þjóðar-
framleiðsla gæti dregist saman
um 1—2%.
Það skiptir miklu máli í sam-
drætti eins og þeim sem fyrir-
sjáanlegur er, hvernig til tekst
með hlutdeild heimamarkaðarins,
raungengi og það atvinnustig sem
hér á landi verður. Augljóst er, að
einmitt atvinnustigið skiptir
miklu máli um hvernig til tekst í
væntanlegum kjarasamningum.
Af áður sögðu er svigrúm til kaup-
máttaraukningar ekkert.
Allt veltur á aðhaldi
í þeim forsendum, sem heyrst
hefur að fjárlög séu miðuð við, er
gert ráð fyrir meðallaunahækkun
á næsta ári um 6% miðað við des-
emberlaun. Þessa meðallauna-
hækkun má hugsa sér með ýmsum
hætti, t.d. að hún dreifist jafnt yf-
ir allt árið, að minni hækkun verði
fyrst á árinu en meiri seinna á
árinu og svo framvegis. Mikilvæg-
ast í þessum efnum hlýtur þó að
vera að aðilar vinnumarkaðarins
beri gæfu til að taka tillit til
þeirra aðstæðna í þjóððfélaginu,
sem við nú eigum við að etja, en
því miður hefur þar oft skort mik-
ið á. Ógerningur er að gera sér
grein fyrir hvernig væntanlegir
kjarasamningar munu fara. Hitt
er ljóst, að átök geta átt sér stað
og verður þá tekist á um áfram-
haldandi aðhald og festu í efna-
hagsstefnu eða brugðið verður á
skeið undanlátsseminnar sem hér
hefur ríkt á undanförnum árum,
eins og áður hefur verið vikið að.
í þessu stutta erindi hefur af
veikum mætti verið reynt að gera
grein fyrir hagþróuninni. Jafn-
vægi er hins vegar ekki á næsta
leiti, en við eygjum nú von um að
ná því, þó það verði ekki fyrr en
eftir eitt til eitt og hálft ár, svo
margir þættir hafa farið úrskeið-
is. Vara ber hins vegar við að álíta
að hægt sé að fastsetja alla hluti,
allt er breytingum háð, á sama
hátt og stjórnendur fyrirtækja
verða að endurmeta stöðu sína á
fjölmörgum sviðum eftir aðstæð-
um. Hér gildir þó það, að sam-
staða náist um að auka fram-
leiðslu og framleiðni, því óráðsíu
síðustu ára verður að greiða með
framleiðslu næstu ára.
Við höfum hugvit, við höfum
sýnt áður getu til að vinna okkur
út úr erfiðleikum, en til þess þarf
aðhaldsstefnu f stað undanláts, á
því veltur allt.
Þakka gott hljóð.
Þjóðleikhúsið:
Síðasti
söludagur
aðgangs-
korta
SÍÐASTI söludagur afsláttarkorta
Þjóðleikhússins er í dag, 1. októ-
ber, en með afsláttarkortunum
fæst 20% afsláttur á aðgöngumið-
um og ennfremur á sýningar sem
verða í vetur á Litla sviðinu og er
það í fyrsta sinn.
Rétt er að minna á hvaða
verkefni leikhússins eru í
áskrift, en það er Skvaldur, nýr
breskur farsi eftir Michael
Frayn, sem reyndar er þegar bú-
ið að frumsýna, annað verkefnið
er Eftir konsertinn, eftir Odd
Björnsson, sem frumsýnt verður
12. október, þriðja verkefnið er
Návígi, eftir Jón Laxdal, sem
verður frumsýnt í nóvember og
fjórða verkefnið er Tyrkja-
Gudda, eftir Jakob Jónsson frá
Hrauni, sem verður frumsýnt
26. desember. Eftir áramót
koma síðan Svejk í seinni
heimsstyrjöldinni eftir Bertolt
Brecht, leikrit sem byggt er á
sögunni um Góða dátann Svejk,
eftir Jaroslav Hasek, ballettinn
Öskubuska við tónlist eftir
Serge Prokofév og loks söngleik-
urinn Guys & Dolls eftir Loess-
er, Swerling og Burrows, byggð-
ur á sögu eftir Damon Runyon.
t’r rrélUtilkynningu.
Evrópukeppni meistaraliöa
VÍKINGUR - KOLBOTN
Sunnudag kl. 20.00 í Höllinni.
Komiö og sjáiö
skemmtilegan leik
Forsala í Höllinni í dag frá kl. 13—16 og sunnudag frá
kl. 18.00.
Bestu kaupin
SG 17
hljómtækja-
samstæðan
Verö kr. 15.730
HLJOMBÆR
HLJÐM'HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103