Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið á hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boðiö að notfæra sér viötals-
tíma þessa.
Ert þú að leita að hillum í stofuna,
barnaherbergið, geymsluna,Jagerinn
eða verslunina? Þetta er lausnin.
FURUHILLUR
Hillustærðir: 30x80 og 50x80
Uppistöður: 61, 112 og 176 cm.
Utsólustaðir: REYKJAVlK: Liturinn, JL-Húsið. KÓPAVOGUR: BYKO, Nýbýla-
vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavikurvegi, AKRANES: Verslunin
Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, STYKKISHÓLMUR: Húsið,
PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, (SA-
FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga,
EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin
Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin
Þór, VlK I MÝRDAL Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldurog
Einar, SELFOSS: Vðruhús K.Á.
ptognii^liiblb
MetsölaNaó ú hverjum degi!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAGNÚS SIGURÐSSON
Shehu Shagari, forseti Nígeríu.
Lífid er enn frumsUett um margt i'
Nígeríu. Mynd þessi sýnir moldar-
hús í borginni Kano.
Tekst Shehu Shagari að
skapa einingu í Nígeríu?
SÁ YFIRBURÐASIGUR, sem Shehu Shagari, forseti Nígeríu, vann I
kosningunum þar fyrir skömmu, hefur á áhrifaríkan hátt breytt öllu
yfirbragði stjórnmála þar í landi. Shagari var fyrst kosinn forseti 1979 og
tók þá við völdum af herstjórn, sem verið hafði við lýði I Nígeríu 113 ár
og einkennzt af glundroða og spillingu. Herinn steypti fyrstu borgaralegu
stjórn landsins 1966, sex árum eftir að það hlaut sjálfstreði frá Bretum.
Þá hafði misferli stjórnmálamanna og embættismanna í kosningum kom-
ið af stað miklum óeirðum, svo að úti var um lög og reglu í Nígeríu,
einkum á meðal Yoruba-manna, sem búa í suðvesturhluta landsins.
Fáir hafa orðið til þess að
vefengja kjör Shagaris nú,
en hann hafði um 4 millj. at-
kvæða fram yfir næsta keppi-
naut sinn. Þá var sigur hans enn
meir sannfærandi sökum þess,
hve mikið fylgi hann hlaut á
meðal þeirra ættflokka, sem
tveir af helztu keppinautum
hans tilheyra. Kosningaúrslitin
sýna glöggt vilja Nígeríumanna
til þess að halda uppi borgara-
legu lýðræði. Kosningarnar fóru
samt ekki fram, án þess að
ofbeldi, svik og falsanir settu
sitt mark á þær. Það hvílir því
vissulega skuggi yfir þessum
kosningum, sem voru enn mik-
ilvægari fyrir þá sök, að þar var
ekki aðeins kosið um forseta
landsins heldur líka til beggja
deilda þjóðþingsins og þar að
auki til héraðsþinga og um hér-
aðstjóra í hinum einstöku héruð-
um landsins. Alls voru kosn-
ingarnar fimm og fóru fram á
tímabilinu frá 6. ágúst til 3.
september.
Fjölmennasta ríki Afríku
Það hefur ekki skort á harðar
ásakanir í garð Shagaris og
flokks hans, Þjóðarflokks Níg-
eríu, um að hafa misnotað
stjórnaraðstöðu sina i kosning-
unum. En fáir efast um, að
Shagari og fiokkur hans myndu
samt hafa sigrað í kosningunum
en þó sennilega ekki með jafn
miklum yfirburðum og raunin
varð. Sökum þess að Nígería er
fjölmennasta ríki Afríku með
um 100 millj. íbúa og stærsti
olíuútflytjandi álfunnar, þá hafa
allir meiri háttar atburðir þar
áhrif á það, sem gerist annars
staðar í Afríku. Fjórði hver Af-
ríkumaður býr í Nígeríu. Sú við-
leitni í átt til fjölflokkakerfis,
sem nú hefur staðið yfir í land-
inu í fjögur ár, kann því að hafa
mikil áhrif að lokum á stjórnar-
far annarra Afríkuríkja, sem
flest búa ýmist við einræði eins
flokks eða hersins.
Saga Nígeríu, frá því að landið
fékk sjálfstæði, hefur ekki verið
saga farsælla stjórnarhátta.
Fyrsta valdarán hersins 1966
leiddi til annars valdaráns og
síðan til hörmulegrar borgara-
styrjaldar, sem stóð í tvö og
hálft ár. Eftir það átti sér stað
enn eitt valdaránið í Nígeríu auk
blóðugrar valdaránstilraunar,
áður en landið tók að nýju upp
lýðræðislega stjórnarhætti.
Shagari er nú 58 ára gamall og
persónulega enn vinsælli en
flokkur hans, Þjóðarflokkur Níg-
eríu. Margir af frambjóðendum
flokksins — hvort heldur til
þjóðþingsins eða héraðs-
þinganna — nutu góðs af, er
stórsigur Shagaris í forsetakosn-
ingunum var orðinn ljós. Að
kosningunum loknum hefur
Þjóðarflokkurinn hreinan meiri-
hluta í báðum deildum þjóð-
þingsins en var áður í minni
hluta í báðum þeirra. Þá ræður
Þjóðarflokkurinn nú yfir emb-
ætti héraðsstjóra í 11 af 19 hér-
uðum landsins í stað 7 áður.
Naut stuðnings Ojukwu
Odumegwu Ojukwu, fyrrum
leiðtogi Biafra, sneri heim úr út-
legð fyrir einu ári, eftir að hafa
verið náðaður af forsetanum.
Ojukwu kann að eiga mestan
þátt í því, hve mikið fylgi Shag-
ari fékk á meðal ættflokks hans,
því að hann gekk í lið með Þjóð-
arflokki Shagaris og bauð sig
fram fyrir hann til öldunga-
deildar þjóðþingsins, en náði
ekki kjöri.
Kjósendur hafa greinilega
kunnað að meta þá hógværð,
sem þótt hefur einkenna stjórn-
arhætti Shagaris. Frambjóðend-
ur í forsetakosningunum voru
ekki færri en sex og því hefði
mátt búast við, að atkvæði ættu
eftir að dreifast nokkuð. Shagari
hlaut samt 12 millj. af 25,8 millj.
atkvæða eða 48%. Næsti keppi-
nautur hans, Awollowo, fékk 7,8
millj. atkvæða og flest þeirra
komu frá hinum þéttbýlu héruð-
um Yoruba-manna.
Samanlagt ná ættflokkar
Hausa-Fulani, Yoruba og Iboa
yfir 60% Nígeríumanna. Aðrir
landsmenn tilheyra ekki færri
en 250 ættflokkum, sem sumir
eru fámennir og ala með sér
stöðugan ótta við yfirráð stóru
ættflokkanna. Sigur Þjóðar-
flokksins í nýafstöðnum kosn-
ingum og mikil fjölgun þing-
manna hans á þjóðþinginu og
héraðsþingunum er augljós vitn-
isburður um, hve víðtækt fylgi
flokkurinn hefur nú. Það verður
þess vegna ekki framar litið á
flokkinn sérstaklega sem mál-
svara Hausa-Fulani, eins og gert
var við stofnun flokksins 1978.
Shagari er því í ólíkt betri að-
stöðu nú en áður til þess að
koma fram sem sannur þjóðar-
leiðtogi fyrir hönd Nígeríu-
manna. Það getur samt reynzt
honum örðugt að gera hinum
mörgu og ólíku ættflokkum
landsins til hæfis, ekki hvað sízt
á tímum efnahagserfiðleika og
lækkandi olíuverðs. Hvernig til
tekst, verður framtíðin að skera
úr um.
(HeimiMir: International Herald Tribune og
New Yorlt Timea.)
Magnús Sigurösson er bladamaður
á Morgunblaðinu og skrifar um
erlend málefni.