Morgunblaðið - 01.10.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
21
Akureyrarpistill
Guðmundur Heiðar Frímannsson
„Listasagan er
eins og boðhlaup“
Guðmundur Heiðar Frímannsson rabbar við Kristján
Steingrím Jónsson myndlistarmann
Það er oft erfitt að átta sig á
því hvað er að gerast í listaheim-
inum. Sérstaklega á þetta við um
myndlistina. Það er eins og ægi
öllu saman. Það sem mörgum
finnst oft erfiðast að átta sig á
er myndlist ungu mannanna.
Það hendir oft þá sem eldri eru
að örvænta um unga fólkið, hver
er nýjasta firran hjá því. Til að
skilja ögn betur hvað unga fólkið
er að fara í myndlistinni um
þessar mundir og fræðast um
viðhorf ungra málara fékk ég
einn þeirra til að koma á minn
fund.
Við Kristján Steingrímur
Jónsson tókum tal saman eitt
síðdegi í september. Hann er
ungur málari héðan frá Akur-
eyri og er nú við Hochschule fúr
bildende Kunst í Hamborg.
Hann hélt sýningu í Rauða hús-
inu í vetur og nú hélt hann
ásamt þremur öðrum ungum
myndlistarmönnum fyrstu sýn-
inguna sem haldin var í fþrótta-
höllinni. Allir sýndu þeir myndir
sem falla undir það sem nefnt er
„nýja málverkið".
Við fengum okkur kaffi. Krist-
ján sagði að það væri sér-
kennilegt hvað menntun í mynd-
list væri áfátt hér á landi. Fjöldi
manns hefði skoðanir og áhuga á
myndlist og vildi fræðast en færi
á mis við það. Skólar á íslandi
hefðu brugðist í þessu efni. Þótt
kennd væri teikning eða mynd-
mennt í öllum grunnskólum
landsins fengju menn aldrei
bakgrunn að því sem þeir væru
að gera, fræddust ekki um
myndlistarsögu. En þekking á
sögunni væri nauðsynleg til að
geta myndað sér skynsamlegar
skoðanir á stefnum, hræringum
og myndum sem verið væri að
sýna þessi árin. Langflesta
skorti slíka þekkingu.
Ég spurði Kristján hvað átt
væri við þegar talað væri um
„nýtt málverk".
„Það er svolítið erfitt að gera
grein fyrir því,“ sagði Kristján.
„Það sem gerðist áður á heilu ári
gerist nú á nokkrum vikum eða
mánuðum. Hjólið snýst hraðar
núna. Þetta „nýja málverk" er
óhjákvæmilegt uppgjör við eldri
stefnur. Við erum að mála fyrir
tímann sem nú líður og þess
vegna þurfum við að finna okkur
tjáningarmáta. Hann er hvorki
betri né verri en það sem áður
hefur verið. Hann hæfir bara
okkur og okkar tíma.
Við höfðum áður konsept-list
og afstrakt. í afstraktinu var
ekkert nýtt lengur og konseptið
snérist allt í kringum einn
hugmyndafræðilegan punkt. En
í dag stefnir myndlistin í allar
áttir. „Nýja málverkið" er ekki
ein samræmd heild heldur hafa
listamennirnir hver sín sér-
kenni. En stefnur koma og fara.
Tíminn sker úr um gildi þeirra."
Við ræddum áfram um kon-
sept-listina en margir ungir
myndistarmenn hafa unnið und-
ir merkjum hennar sl. tíu til
fimmtán ár. Það sem átt er við
er mjög margbrotið. Það er ekki
nein ein aðferð við að gera
myndir. En hún sker sig þannig
frá öðrum greinum myndlista að
megináherslan er ævinlega á
hugmyndinni að baki verkinu en
minni áhersla á tæknina við úr-
vinnsluna. Þetta er í andstöðu
við allt hefðbundið mat á því
hvað er gott og hvað er slæmt í
myndlist jafnt sem öðrum list-
um.
„Það er erfitt að ræða „nýja
málverkið“,“ sagði Kristján þeg-
ar ég innti hann frekar eftir
þessu. „Þótt málverkið hafi lifn-
að verulega við þá má ekki alveg
leggja það sem við erum að gera
að jöfnu við það sem á undan er
komið. Fígúran sem finna má í
mörgum þessara verka þarf ekki
að vera af neinu sérstöku. Mynd-
in er nánast hlutur. Þess vegna
er þetta „nýja málverk" mitt á
milli afstraktsins og fígúratívra
verka.
En „nýja málverkið" tengist
eldri stefnum. Frumkvöðlar þess
hafa jafnframt unnið annars
konar myndir. Helgi Þorgils
Friðjónsson, sem er einn af guð-
feðrum „nýja málverksins" hér á
landi, hefur unnið að konsept-
list jafnframt því sem hann hef-
ur málað. Það hefur reyndar ver-
ið svo með þá íslensku listamenn
sem hafa unnið að konsept-list,
menn eins og Magnús Pálsson,
Kristján og Sigurð Guðmunds-
syni og Hrein Friðfinnsson, að
þeir hafa fremur gert ljóðrænar,
hugmyndafræðilegar stemmur
en mjög hörð konseptverk."
En hvenær kom þetta „nýja
málverk" fram?
„Það var á sýningu í London
sem var þar 1981, að því er mig
minnir, og nefndist Zeitgeist.
Þessi sýning var mikill viðburð-
ur í listaheiminum og kom róti á
marga. Af þeim sem þar komu
fram má nefna Þjóðverjana
Hödige og B. Köperlink, en ég
ætla einmitt að nema hjá honum
í Hamborg næstu árin.
„En „nýja málverkið" á rætur
að rekja til þýska expressjón-
ismans og einnig til myndlistar
á ítalú. Það sem helst einkennir
það er hröð vinnsla og gróf
áferð. Myndefnin og myndmálið
er mun persónulegra en til dæm-
is í konsept-list. En okkar mál-
verk eru máluð fyrir nútímann,
núið. Þau eru svolítið hrá. Það er
nokkuð stór hópur sem segja má
að falli undir þessa stefnu. Hann
er innbyrðis ólíkur og mun ólík-
ari en virðist oft utanfrá. Það er
jafnvel svo að sumir nálgast
hefðbundna list með áherslu á
vinnubrögð og umhugsun við
gerð verkanna.
Kristján var í Nýlistadeild
Myndlista- og handíðaskólans.
Hann ber deildinni gott orð. Hún
hafi verið stofnuð til að vera
opin deild. Þegar hún byrjaði var
konseptið efst á baugi og ein-
kenndi að sjálfsögðu deildina.
„Nýja málverkið" hefur komið í
gegnum hana líka.
Kristján dró enga dul á að
Nýlistadeildin hefði verið um-
deild. En hann vildi hafa það til
marks um að hún hefði heppnast
að nemendur úr henni hefðu
skilað sér vel í hóp listamanna.
„Deildin á fullan rétt á sér. Hún
hefur orðið að berjast fyrir til-
veru sinni, sem er kannski ekki
óeðlilegt. En hún hefur sannað
gildi sitt,“ sagði Kristján.
„Akureyri er með betri bæjum
í Evrópu til að halda málverka-
sýningar þegar til alls er tekið,"
sagði Kristján þegar ég spurði
hann hvernig væri að sýna hér.
„Maður hleypur ekki inn hvar og
hvenær sem er erlendis. Það
ræðst af galleríeigendum, hvort
maður fær að sýna. Það er engin
ástæða til að kvarta hér og það
hefur verið alveg þokkalegur
áhugi á þessari sýningu.
Það vildi raunar svo til hér
fyrir okkur að húsnæðið hér í
íþróttahöllinni hentar okkur al-
veg sérstaklega vel. Ég var einn
af þeim sem tóku þátt í Gull-
ströndinni sl. vetur í Reykjavík.
Þá kom í ljós, eins og hefur kom-
ið á daginn hér, að það er mjög
gott að búa til umhverfi fyrir
þessar myndir. Þær henta líka
ágætlega grófu, óunnu umhverfi
eins og er í íþróttahöllinni. Ég
get ekki betur séð en að sýn-
ingaraðstaðan hér sé góð. Það
sem vantar hins vegar tilfinn-
anlega hér í bæinn er listasafn.
Listir eru eins og gróður: þær
veita mönnum skjól til að rækta
gott mannlíf."
Við ræddum lengi um listir,
stefnur, listasögu, hlutverk lista-
manna; og drukkum kaffi. Þá
sagði hann: „Stefnur deyja aldr-
ei, þær ganga bara úr sér. Lista-
sagan er eins og boðhlaup. Hver
kynslóð hleypur með keflið til
þeirrar næstu. En þetta er alltaf
sama keflið."
Það var tekið að rökkva þegar
við slitum talið. September var
enn þá hlýr þegar hann hvarf á
braut.
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
CT/CpDA
O Inlrvnn
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
FLJÚGANDI VÍKINGUR
Um flugferö Ahrenbergs til
íslands
ELISABETH PRINSESSA
AF TOTO
Amín snýst gegn utanríkis-
ráöherra sínum
í FÖR MEÐ BÍL 13
HUNDAR
BASHEVIS SINGER
Nóbelsskáldiö í viötali
LEOPOLD III
BELGÍUKONUNGUR
ÁSTAÐA
MÉR FANNST MIG VERA
AÐ DREYMA
Um för Shady Owens meö
popphljómsveitinni Police
UNDIR HAUSTHIMNI
Hafliöi Jónsson ritar um
garöyrkju
KÖLLUM SOVÉT-
STJÓRNINA TIL
ÁBYRGÐAR
Rætt viö Max Kampelman
SPRENGISANDUR
YTZAK SHAMIR
— svipmynd á sunnudegi
ÞAÐ ER VEL FYRIR
ÖLLU SÉÐ
Spjallað viö Jón Sigurgeirsson
í Hafnarfiröi
MILLJÓNAMÆRINGUR-
INN MARCH RICH
POTTARÍM
REYKJAVÍKURBRÉF
Á FÖRNUM VEGI
VELVAKANDI
Á DROTTINS DEGI
ÚTVARP
SJÓNVARP
MYNDASÖGUR
STJÖRNUSPÁ
Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans