Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
22
Erl. stuttfréttir
Náðu bátsfarmi af
hassi
Brest, 30. oeptember. AP.
Franskir tollverðir tóku
fastan bát, sem sigldi undir
fána Panama, og gerði upptæk
„fleiri tonn af hassi". Ostað-
festar fregnir hermdu að um
borð í bátnum hefðu verið
a.m.k. fimm tonn af hassi,
sem tekið var um borð í
Marokkó.
Skírður í höfuðið
á skútu
Melbourne, 30. september. AP.
Dianne og Jim Forbes voru
svo yfir sig hrifin af frammi-
stöðu áströlsku siglaranna í
Ameríkubikarnum að þau létu
skíra vikugamlan son sinn í
höfuðið á skútunni, skipstjóra
hennar og hönnuði. Heitir
pilturinn þannig Charles
Ástralía II John Bertrand Ben
Lexcen Forbes.
Öldrun eykst í
Bandaríkjunum
Wmshington, 30. september. AP.
Eftir hálfa öld verður
fimmti hver Bandaríkjamaður
„aldraður" og innan þriggja
áratuga verða Bandaríkin
öldrunarþjóðfélag, samkvæmt
opinberri skýrslu, sem birt
var í dag.
Þar er því spáð að fjöldi
þjóðfélagsþegna 65 ára og
eldri muni tvöfaldast fyrir ár-
ið 2020. Nú hækkar sú tala ör-
ar en sem fjölgun þjóðarinnar
nemur. Árið 1980 voru 11,3%
þjóðarinnar, eða 25,5 milljón-
ir, 65 ára og eldri. Sú tala
verður komin í 14% 2010 og
21% árið 2020.
Siðbætur í Kína
Peking, 30. september. AP.
Skrifstofumönnum og kon-
um í höfuðborg Kína hefur
verið skipað að hressa upp á
útlit sitt, svo það samræmist
siðareglum kommúnista-
flokksins. Verða karlmenn að
láta skera hár sitt og yfirvar-
arskegg og konur, sem eru
með axlarsítt hár eða Iengra
verða að binda það eða hnýta,
það má ekki vera slegið.
Að sama skapi hafa verið
gefin út fyrirmæli um klæða-
burð í anda flokkslaganna, og
launþegum hefur verið gert að
temja sér iðni og kurteisi, auk
þess sem þeim hefur verið
bannað að skyrpa á almanna-
færi.
Reagan stendur
sig verr
New York, 30. september. AP.
Skoðanakönnun á vegum
New York Times og CBS-sjón-
varpsstöðvarinnar sýnir að
meirihluti Bandaríkjamanna
er óánægður með aðgerðir
Ronald Reagans forseta á
sviði utanríkismála, í fyrsta
sinn frá því hann tók við af
Jimmy Carter í Hvíta húsinu.
Samkvæmt könnuninni
voru 47% óánægðir með
stefnu forsetans miðað við
36% í júní og 40% fyrr í þess-
um mánuði. Ánægðir með
störf forsetans nú voru 38%
aðspurðra. Tveir þriðju að-
spurðra óttuðust að Banda-
ríkjamenn myndu dragast
frekar inn í átökin í Líbanon
og sögðu að líkja mætti þátt-
töku þeirra í átökunum nú við
það hvernig þeir urðu aðilar
að bardögunum í Víetnam.
Dyrnar opnuðust óvænt
Fokker F-28 farþegaþota Vestur-Ástralíuflugfélagsins
varð að nauðlenda á flugvellinum í Perth, þar sem
framdymar opnuðust óvænt og fyrirvaralaust skömmu
eftir flugtak þar á dögunum.
Áður en þotan gat lent varð hún að hringsóla
yfir Perth í hálfa þriðju klukkustund til að eyða
eldsneyti. Farþegar um borð voru 58.
í lendingunni myndaðist mikið neistaflug þegar
trappan nam við flugbrautina, en engan sakaði.
Með öllu er óljóst hvað olli því að dyrnar hrukku
upp, þar sem víst þykir að þeim hafi verið læst á
venjulegan hátt fyrir flugtak, og ljósmerki þar að
lútandi birtist í stjórnborði þotunnar.
Sprengjuherferð
IRA á N-írlandi
Dungannon, 30. Meptember. AP.
Morðum og
glæpum í
Englandi
fjölgar
London, 30. september. AP.
MORÐTILFELLI voru fleiri í
Knglandi og Wales á síðasta ári en
næstu tíu ár þar á undan, sam-
kvæmt opinberum skýrslum.
Samtals voru framin 576 morð
árið 1982 í Englandi og Wales,
eða 25 fleiri en 1980, sem var
metár áttunda áratugsins.
Hryðjuverkamenn myrtu 11 og
sex hinna myrtu í fyrra voru lög-
regluþjónar.
Samkvæmt sömu skýrslu voru
framin 2.600 vopnuð rán í Eng-
landi og Wales í fyrra, en það er
um einn tíundi allra rána, sem
þar voru framin. Fjölgaði vopn-
uðum ránum í fyrra um 700 frá
1981.
Alvarlegum glæpum, þar sem
skotvopn voru notuð, fjölgaði um
fjóra hundraðshluta frá 1981 í
8.400 árið 1982. Samtals var til-
kynnt um 3,25 milljónir glæpa-
verka til lögreglu í fyrra. Talið er
að aðeins sé tilkynnt um helming
innbrota og þjófnaða í Englandi
og Wales á ári hverju.
Þá er talið að tilkynnt sé að-
eins um fjórðung allra líkams-
árása og tólftapart allra líkams-
meiðinga. í ljósi þessara upplýs-
inga er við því búist að hart verði
lagt að Leon Brittan innanríkis-
ráðherra á þingi íhaldsflokksins,
sem hefst 10. október nk., að
grípa til hertra aðgerða á sviði
löggæzlu.
Tveir bræður fcllu, faðir þeirra og
þriðji bróðirinn særðust alvarlega í
skotbardaga við lögreglu í nótt.
Tveir lögreglumenn liggja einnig al-
varlega særðir eftir bardagann, sem
talinn er hafa brotist út fyrir mis-
skilning, og er öðrum þeirra ekki
hugað líf.
Hryðjuverkamenn hins ólöglega
írska lýðveldishers (IRA) eyðilögðu
verzlanir, benzínstöðvar, skrifstofu-
húsnæði og bjórstofur er þeir
sprengdu hverja sprengjuna af ann-
arri í nótt, að sögn lögreglu.
lögreglumennina óeinkennis-
klæddu vera óvini sína. Þar sem
ekki hefur verið unnt að yfirheyra
feðgana særðu liggur ekki fyrir
hvers vegna þeir hófu skothríð á
lögreglumennina. Fjölskyldan
hefur aldrei átt í útistöðum við
lögregluna eða komið við sögu
hennar.
Engan sakaði í árásinni en tjón-
ið er verulegt, m.a. eyðilögðust ull-
arvöruverzlun, tvær benzínstöðv-
ar, stórmarkaður og birgða-
geymsla skóverksmiðju er sex
sprengjur sprungu um miðnætti í
féllu
Bræðurnir sem féllu voru 19 og
20 ára, sá særði 17 ára og faðirinn
fertugur. Hann á nýlenduvöru-
verslun í Augsburg. Fjölskyldu-
faðirinn er ítalskur ríkisborgari
en kvæntur þýskri konu, sem flutt
var á sjúkrahús vegna taugaáfalls,
sem hún fékk er henni voru færð-
ar fregnirnar um skotbardagann.
bænum Dungannon, 60 km vestur
af Belfast.
Mikið tjón var unnið á annarri
stórverzlun í nágrannaborginni
Cabragh. Þá var unnið talsvert
tjón á sýsluskrifstofubyggingu í
borginni Strabane við írsku landa-
mærin í nótt, en íbúar borgarinn-
ar eru langflestir kaþólskir.
Þrír lögreglumenn slösuðust I
hverfi kaþólskra í Londonderry er
um 100 manna skríll réðst á þá.
Vandræðin upphófust er lögreglu-
mennirnir reyndu að loka bjór-
stofu, sem full var af hávaðasöm-
um drykkjumönnum klukkan tvö
að nóttu, þremur stundum eftir
lokunartíma. Tókst lögreglumönn-
unum að komast undan með því að
skjóta af byssum sínum í rúmlega
höfuðhæð yfir skrílinn.
Tvær bjórstofur í Londonderry,
önnur eign kaþólikka en hin mót-
mælanda, brunnu til kaldra kola
eftir að skemmdarverkamenn
helltu benzíni inn um bréflúgur
þeirra og báru eld að.
Tveir bræður
í skotbardaga
Augsburg, 30, september. AP.
Skotbardaginn braust út um
miðnættið er óeinkennisklæddir
lögregluþjónar í ómerktri lög-
reglubifreið stöðvuðu bifreið, sem
þeim fannst grunsamleg vegna
falsaðra númeraspjalda. Er þeir
hugðust kanna skilríki fjórmenn-
inganna, sem í bílnum voru, vissu
þeir ekki fyrr en hafin var á þá
skothríð úr bílnum.
Lögreglumennirnir særðust en
tókst að gera viðvart gegnum
talstöð og er tvær lögreglubifreið-
ir, önnur ómerkt, komu úr næsta
nágrenni héldu fjórmenningarnir
áfram skothríðinni. Var skothríð-
inni svarað og lágu tveir bræðr-
anna fljótt í valnum og faðirinn og
þriðji bróðirinn óvígir vegna skot-
sára.
Talið er að feðgarnir hafi verið
á leið til að gera upp ágreining við
mann í Augsburg er lögreglan
stöðvaði bifreið þeirra. Einn
bræðranna lenti í slagsmálum
fyrr um daginn, og er talið að
feðgarnir hafi í misgripum talið
■ ■■
\f/
ERLENT,
Marcos skipar nýjan rann-
sóknarnefndarformann
— óeirðir víða um Manillaborg í gær
Manilla 30. sept. AP.
FERDINAND Marcos, forseti Filippseyja, skipaði í dag Arturo
Tolentino, fyrrv. öldungadeildarforseta, formann nefndarinnar
sem á að rannsaka morðið á Benigno Aquino. Hann kunngerði
einnig að hann hefði veitt Enrique Fernando, hæstaréttardómara,
formlega lausn frá því starfi. Fernando hafði fyrir fáeinum dög-
um lýst því yfir að hann myndi ekki taka við útnefningu vegna
gagnrýni sem fram var sett og meðal annars vegna tengsla hans
við forsetaembættið. í AP-frétt segir, að nefndin sem í bili er
óstarfhæf vegna veikinda a.m.k. tveggja fulltrúa, muni koma
saman til fundar þann 10. október.
Síðasta sólarhring hefur
víða dregið til tíðinda á
Filippseyjum, þar sem menn
láta í ljós óánægju með stjórn
Marcosar, og hefur filippeyska
lögreglan staðfest að allmargir
hafi verið handteknir. 1 Mak-
ati í Manilla réðust nokkur
hundruð verkamenn inn í stór-
verzlun, og stöðvuðu þar öll
viðskipti með gauragangi og
látum að sögn lögreglu.
Óeirða-lögreglumenn mættu á
staðinn og sigu þá saman fylk-
ingar með þeim afleiðingum að
allmargir voru handteknir.
Lögreglan er sögð hafa beitt
táragasi og kylfum, en allt
kom lengi vel fyrir ekki og í
næsta nágrenni safnaðist sam-
an hópur manna og lét ófrið-
lega. Samtímis því héldu stúd-
entar mótmælafund fyrir
Marcos
framan aðalpósthúsið í Man-
illa og héldu á spjöldum þar
sem fordæmd er harðræðis-
stjórn Marcosar og víða voru
einnig áletranir sem beindust
gegn Bandaríkjamönnum.