Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
25
Þýskt stórfyrirtæki í húsgagnaiðnaði:
Hefur hafið fram-
leiðslu á klappstól
íslensks arkitekts
EITT AF stærri fyrirtækjum í húsgagnaiönaði í Vestur-Þýska-
landi, Krusch-verksmiöjurnar, hefur gert samning viö Valdimar
Harðarson arkitekt um framleiðslu á klappstól sem byggir á
nýjum hugmyndum. Fyrirtækið leggur greinilega mikla áherslu á
þennan stól og hefur sótt um heimseinkaleyfi á framleiðslunni
og hefur þegar fengið slíkt leyfi á Þýskalandsmarkaði.
Á hinni þekktu húsgagnasýn-
ingu, sem haldin er í Köln í janúar
ár hvert, verður stóll Valdimars
aðalsýningargripur þessa fyrir-
tækis ás næstu sýningu. Krusch
fyrirtækið hefur 400 manns í
vinnu og selur framleiðslu sína
um allan heim. Auk Mið-Evrópu
er fyrirtækið sterkt í Bandaríkj-
unum og Japan. Fyrirtækið er
meðal hinna 10 stærstu í sinni
grein í Þýskalandi og sérhæfir sig
í framleiðslu húsgagna fyrir
opinberar stofnanir.
Krusch-fyrirtækið hefur á síð-
ustu 15 árum nær eingöngu keypt
hönnun af tveimur dönskum arki-
tektum. Fyrir utan Valdimar
Harðarson hefur aðeins einn ann-
ar arkitekt komist að hjá fyrir-
tækinu á þessu tímabili. Fyrirtæk-
ið hefur engan fastráðinn arkitekt
í sinni þjónustu.
Stóll Valdimars er úr stálgrind
með formbeygðu baki. Hann má á
auðveldan hátt fella saman þann-
ig að hann verði aðeins 5 cm á
þykkt. Fellibúnaðurinn þykir ein-
faldur og öruggur og hefur ýmsa
eiginleika fram yfir þá klappstóla
sem eru á markaðinum. Stóllinn
er nýtískulegur, jafnvel framúr-
stefnulegur, og ætlaður til notk-
unar jafnt úti sem inni. Hann þyk-
ir vel fallinn til notkunar á
veitingastöðum, mötuneytum,
söfnum og einnig á heimilum eða
hvar sem þörf kann skyndilega að
vera á viðbótarstólum.
Valdimar Harðarson hefur
staðið í viðræðum við ráðamenn
þýska fyrirtækisins frá því í janú-
ar á þessu ári. í gær kom hann
heim frá Þýskalandi, en á fundi á
mánudaginn voru línurnar end-
anlega lagðar um framleiðslu á
stólunum. Valdimar rekur teikni-
stofu í Reykjavík og meðal verk-
efna sem hann vinnur nú að eru
ýmsar breytingar á Hótel Sögu,
meðal annars á Mímisbar. Á síð-
astliðnu ári hannaði hann endur-
bætur á húsnæði Samvinnuferða
við Austurstræti.
Morgunbladið/RAX.
Benedikt Stefánsson, forseti nemendafélags MH, ræðir við Örnólf Thorlacius, rektor, á nemendafundinum í gær, þar
sem undirskriftalistarnir voru afhentir.
Nemendur MH krefjast aðgerða í lyftumálum fatlaðra:
Málið er strand
anum — ekki
Valdimar Harðarson arkitekt
NEMENDUR Menntaskólans við
Hamrahlíð hafa skorað á skólayfir-
völd þar að hefja nú þegar fram-
kvæmdir við hjólastólalyftu í skólan-
um og gagnrýnt sömu yfirvöld fyrir
aðgerðarleysi í þvf máli. Segja nem-
endur, að það hafi ekki verið fyrir
tregðu í „kerfinu“ sem dregist hafi
úr hömlu að koma upp lyftu fyrir
fatlaða nemendur skólans, heldur sé
það sök skólastjórnarinnar, sem hafi
fengið aukafjárveitingu fyrir lyft-
unni sl. vor. I samtali við Morgun-
blaðið nýlega sagði Örnólfur Thor-
lacius, rektor MH, að lyftumálið
væri týnt í kerfinu og að sú væri
ástæðan fyrir því, að framkvæmdir
við uppsetningu lyftunnar væru ekki
hafnar.
Frásögn Mbl. af erfiðleikum fatl-
aðra nemenda við að komast leiðar
sinnar í skólanum og seinagangi í
að koma upp hjólastólalyftu varð
til þess, að nemendafélagið gekkst
fyrir undirskriftasöfnun í skólan-
um, þar sem skorað var á yfirvöld
að hefja þegar í stað uppsetningu
hjólastólalyftunnar. Á fundi nem-
enda í skólanum í gær skýrði Bene-
dikt Stefánsson, forseti nemenda-
félagsins, frá því að þegar fulltrúar
nemenda hefðu ætlað að afhenda
1
Undirskriftalist-
ar ætlaðir mennta-
málaráðuneytinu
höfnuðu hjá rektor
undirskriftalistana í mennta-
málaráðuneytinu, hefði komið í ljós
að það stæði á engum í þessu máli
nema skólayfirvöldum sjálfum.
„Við söfnuðum undirskriftunum
með fullri vitund allra hér í skólan-
um, bæði uppi og niðri, og bjuggum
okkur undir það að taka strætis-
vagn niður í ráðuneyti með þessa
snepla undir höndum og hugðumst
afhenda þá þar með kröfu um að
lyftan yrði sem skjótast losuð út úr
kerfinu," sagði Benedikt á nem-
endafundinum í gær. „En gott er að
hafa varann á og því fóru fulltrúar
okkar af örkinni til að leita ná-
kvæmari upplýsinga um það hvar í
hinu illræmda kerfi sæti möppudýr
með heila hjólastólalyftu falda í
skrifborðsskúffunni. Það voru
sneyptir menn, sem sneru aftur úr
þeirri frægðarför. Allir, sem talað
var við, vissu mætavel um þessa
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
í skól-
kerflnu
Gerði það sem ég taldi réttast
og m.a. hagkvæmt ÍVrir ríkissjóð
umræddu lyftu, enda Morgunblaðið
víða lesið, en hinsvegar var frásögn
ráðuneytismanna nokkuð frá-
brugðin því, sem við bjuggumst við.
Aukafjárveitingin hafði verið lögð
inn á rekstrarreikning Mennta-
skólans við Hamrahlíð og þarmeð
var málið afgreitt af þeirra hálfu
og komið inn á skrifborð skóla-
stjóra og aðstoðarmanna hans. En
lyftan hafði aldrei verið pöntuð og
ekkert um hana spurt," sagði Bene-
dikt.
Harin sagði að nú hefðu nemend-
ur ákveðið að leita ekki langt yfir
skammt heldur leggja traust sitt á
yfirvöld skólans og afhenda rektor
undirskriftalistana með áskorun
um að framkvæmdir við hjólastóla-
lyftu í MH verði hafnar þegar í
stað. Benedikt sagðist hafa upplýs-
ingar um að í skólanum væru nú til
um 650 þúsund krónur í reiðufé,
þ.e. aukafjárveitingin og um tvö
hundruð þúsund krónur, sem nem-
endur öldungadeildar hefððu safn-
að á sínum tíma.
Örnólfur Thorlacius, rektor, tók
við undirskriftalistunum og kvaðst
vilja koma á framfæri við nemend-
ur skýringum sínum. „Erindi um
lyftuna var sent frá skólanum í
ráðuneytið, eins og lögformlega er
rétt,“ sagði hann. „Það var óskað
eftir að ákveðin lyfta yrði pöntuð
og því kemur það mér mjög á óvart
nú að þessi svör skuli gefin af hálfu
byggingadeildar menntamálaráðu-
neytisins. Nú er okkur skyndilega
sagt að við eigum að panta lyftuna
sjálfir, um það höfum við aldrei
fengið neitt að vita. En ef það reyn-
ist rétt, að okkur hér í skólanum sé
ætlað að panta lyftuna og annast
þetta mál alfarið, þá munum við að
sjálfsögðu gera það,“ sagði Örnólf-
ur Thorlacius.
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá forsætisr-
áðherra, Steingrími Hermannssyni:
„Með tilvísun til síendurtek-
inna árása Þjóðviljans vegna bif-
reiðakaupa minna vil ég taka
fram eftirfarandi:
Samkvæmt lögum og reglu-
gerðum greiðir ríkissjóður
rekstrarkostnað af bifreið vegna
ráðherra. Tvær leiðir eru heimil-
ar til slíkra bifreiðakaupa.
Annars vegar er heimilt að
ríkissjóður eigi bifreiðina og
greiði þá að sjálfsögðu innflutn-
ingsverð hennar (verð án að-
flutningsgjalda). Bifreiðin er
hins vegar ásamt bifreiðastjóra
til allra þeirra afnota sem ráð-
herra þarf og reyndar vegna eig-
inkonu hans einnig.
Hins vegar er heimilt að ráð-
herra eigi bifreiðina sjálfur og
greiði þá innflutningsverð. Sú
heimild gildir í 10 mánuði eftir
að ráðherra lætur af störfum.
Slík heimild hefur oftast verið
nýtt, annað hvort í upphafi ráð-
herrastarfs eða að því loknu.
Ég hygg að þessar tvær leiðir
hafi verið farnar nokkuð jöfnum
höndum. Upplýst er að um fjöru-
tíu sinnum að minnsta kosti síð-
an 1970 hafa ráðherrar fest kaup
á bifreið sjálfir og þá ekki greitt
aðflutningsgjöld, og sumir oftar
en einu sinni.
Það eru ráðherrar úr öllum
þeim flokkum sem setið hafa í
ríkisstjórn undanfarin 12 ár.
M.a. hafa þegar fimm ráðherrar
úr síðustu ríkisstjórn keypt bif-
reið með þessum hætti, þar af
fjórir eftir að þeir létu af störf-
um.
Ég er ekki í nokkrum vafa um,
að það er rétt sem fjármálaráð-
herra segir í Morgunblaðinu í
dag, 30. þ.m., að það er stórum
kostnaðarminna fyrir ríkissjóð
að ráðherra eigi bifreiðina sjálf-
ur. Staðreyndin er einnig sú, að
flestar þær ráðherrabifreiðir
sem hafa og eru í eigu ríkissjóðs
hafa ekki verið seljanlegar nema
fyrir lítið verð enda mikið eknar
og margar farnar að láta á sjá.
Mér þótti rétt, fyrst og fremst
til sparnaðar í rekstri, að losa
mig við þá stóru bifreið sem ég
ók áður en fá í staðinn aðra, sem
væri minni og sparneytnari. Á
meðan ríkissjóður rekur bifreið-
ina er það að sjálfsögðu hann
sem hagnast á því.
Fullyrðingar Þjóðviljans þess
efnis, að ég muni fá afskriftir af
fullu verði bifreiðarinnar eru
varla svaraverðar. Mér hefur
aldrei dottið slíkt í hug. Að
sjálfsögðu verða ekki aðflutn-
ingsgjöld sem ég hef ekki greitt,
afskrifuð. Meðjiví getur Þjóðvilj-
inn fylgst ef hann óskar.
Að um sé að ræða einhverja
sérstaka „lúxus“-bifreið vísa ég á
bug. Þetta er lítill og sparneytinn
jeppi. Sem slíkur hefur hann
þann kostinn umfram þá stóru
en jafnframt ýmsa ókosti eins og
hverjum manni má vera ljóst.
1 þessum bifreiðaskiptum hef
ég gert það sem ég hef talið rétt-
ast og m.a. hagkvæmt fyrir ríkis-
sjóð. Með þau hef ég ekki farið í
neinar felur enda engu að leyna.
Ég hef í öllu farið að þeim lögum
og reglum sem gilda, og mun
gera það áfram."
Ökumaður-
inn náðist
ÖKUMAÐURINN sem Búöi af
slysstað á horni Njálsgötu og
Frakkastígs í fyrrakvöld náðist í
gærmorgun á heimili sínu. Grunur
leikur á að hann hafi verið ölvaður
þegar slysið varð.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaðurinn virti ekki stöðvun-
arskyldu á horni Frakkastígs og
Njálsgötu, ók þar á bíl og kastaði
honum á þriðja bílinn, hélt áfram
og endaði á grindverki. Allir þrír
bílarnir enduðu upp á gangstétt á
Frakkastígnum neðan við Njáls-
götu. Talsvert tjón varð á eignum,
en engin slys á mönnum.