Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
27
Athugasemd frá Kenn-
arasambandi íslands:
Leita verð-
ur til dóm-
stóla, náist
ekki sættir
VEGNA blaðaskrifa um ráðningu
Ormars Snæbjörnssonar að Þela-
merkurskóla, vill Kennarasamband
íslands koma eftirfarandi á fram-
færi:
Deilt er um hvort fyrrverandi
menntamálaráðherra, Ingvar
Gíslason, hafi á fullnægjandi hátt
gengið frá ráðningu Ormars Snæ-
björnssonar. Ekki er vitað um
hliðstæða deilu áður og stjórn KÍ
getur ekki dæmt um hvort fullyrð-
ing fyrrverandi menntamálaráð-
herra um að hann hafi gengið frá
ráðningu Ormars stenst.
Náist ekki sættir í deilu þessari
er augljóst að leita verður úr-
skurðar dómstóla. Það er skylda
Kennarasambandsins að gæta
réttar félagsmanna sinna og þurfi
úrskurð dómstóla til þess að mati
stjórnar KÍ, er það gert þótt því
fylgi jafnan fyrirhöfn og kostnað-
ur.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Mbl. í gær af ríkis-
stjórnarfundi þar sem Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráðherra
gerði grein fyrir mótmælum Sovét-
manna var ranglega sagt, að Sovét-
menn hefðu áskilið sér skaðabóta-
rétt gagnvart íslendingum.
Hið rétta er að sendiherra ís-
lands 1 Moskvu var greint frá því
um leið og mótmælin voru borin
fram við hann, að Sovétmenn
hefðu áskilið sér skaðabótarétt á
hendur þeim þjóðum, sem þeir
hafa reglulegar flugsamgöngur
við. ísland er ekki í þeim hópi.
Breytingar á dagskrá leiklistardeildar útvarpsins:
Færri leikrit, en fleiri
leikarar í hveriu verki
Nokkrar breytingar eru í vændum
hjá leiklistardeild Rikisútvarpsins
varðandi útvarpsleikrit. Til þessa hafa
að jafnaði verið þrjár útsendingar á
nýjum leikritum á mánuði, en verður
nú fækkað í tvær. „Þessi breyting er
ekki gerð af sparnaðarástæðum," sagði
Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri út-
varpsins, „heldur vegna þeirrar
reynslu sem við höfum af þremur nýj-
um útsendingum á mánuði. Æfingar-
tími hefur verið nokkuð stuttur og með
því að hverfa frá fiutningi leikrits I
hverri viku verður hægt að lengja hann
og að sama skapi taka til flutnings fjöl-
mennari leikrit. Það hefur hingað til
sett leiklistardeild útvarpsins þröngar
skorður, sem ég tel að hafi bitnað á
verkefnavali. Þessi breyting er þó ein-
ungis tilraun."
I vetur sendir leiklistardeildin
væntanlega frá sér 16 nýjar leikrita-
upptökur, þar með talið leikritið
Nashyrningarnir, sem var á dagskrá
í síðustu viku. Jólaleikrit Ríkisút-
varpsins verður í ár leikrit Jóhanns
Sigurjónssonar „Mörður Valgarðs-
son“ í nýrri leikgerð sem Bríet Héð-
insdóttir hefur gert fyrir útvarps-
flutning. Hún er einnig leikstjóri. Þá
er í ráði að flytja verk Tsjekhovs
„Ivanov" í þýðingu Geirs Kristjáns-
sonar og verður það frumflutningur
á íslandi.
Að vanda verða erlend leikrit i
meirihluta á verkefnaskrá, en af ís-
lenskum leikritum verða flutt, eftir
Andrés Indriðason leikritin „Fiðr-
ildi“ og „Fimmkóngavit", „ódauð-
leiki" sem Þorgeir Þorgeirsson gerði
eftir smásögu Heinesens og leikritið
„Tólfkóngavit" sem Páll H. Jónsson
samdi upp úr samnefndri sögu Guð-
mundar Friðjónssonar. Af erlendum
verkum er helst að nefna „Listamað-
ur fer niður stiga“ eftir Thomas
Stoppard, „Brunn dýrlinganna" eftir
írann J.M. Synge og „Evgeníu
Grandet", útvarpsleikrit sem Hein-
rich Böll hefur samið eftir skáldsögu
Frakkans Honoré de Balzac. Þá hef-
ur leiklistardeildin hug á að flytja
tvö ný leikrit, „Sumar“ eftir Edward
Bond og „Sendiherrann" eftir Slav-
omir Mrozek.
Stök leikrit verða flutt annað
hvert fimmtudagskvöld, en eldri
upptökur endurfluttar á mánu-
dagskvöldum í vetur. Þá verður
barnaleikritið „Tordýfillinn flýgur í
rökkrinu", framhaldsleikrit i tólf
þáttum, flutt á þriðjudagskvöldum
og hefst flutningur þess í október.
Nokkrar ötular félagskonur í Félagi einstæðra foreldra vinna við að setja upp
framhaldsflóamarkað félagsins sem verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, á
laugardag Og sunnudag. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson
Þú getur fengið þennan
frábæra bíl á ótrúlega
hagstæðu verði.
Verð aðeins frá kr. 245.000,-
og framhjóladrif að auki.
Tökum vel meö farna bíla upp í
þann nýja.
Opið í dag, laugardag, kl. 1—5.