Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
BJÖRN HILDIMUNDARSON,
Tangagötu 9, Stykkishólmi,
andaöist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 29. september.
Elísabet Magnúsdóttir og börn.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
JÓNA HELGADÓTTIR,
Sogavegi 24, Reykjavík,
lóst í Borgarspítalanum, fimmtudaginn 29. september.
Helgi Guómundsson, Katrín Gunnarsdóttir,
Margrét Helgadóttir, Guöný Helgadóttir.
t
Faöir okkar.
ÞORLEIFUR JÓNSSON,
fyrrv. sveitarstjóri é Eskifiröi,
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 29. september.
Börnin.
t
Móöursystir mín,
SIGRÍÐUR R. JÓNSDÓTTIR
frá Svínafelli í örœfum,
Austurbrún 6,
andaöist í Borgarspitalanum aö kvöldi 29. september.
Fyrir hönd vandamanna,
Ragnar Þórhallsson.
t
Eiginmaöur minn,
HILMAR KRISTJÁNSSON,
Ljósheimum 16,
lést í Landakotsspítala 30. september.
Anna Ólafsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ADALSTEINN JOCHUMSSON,
Meistaravöllum 29,
veröur jarösettur þriðjudaginn 4. október.
Anna Ólafía Árnadóttir,
Grétar Aóalsteinsaon.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum sem vottuöu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför systur okkar,
STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Borgarbraut 47, Borgarnesi.
Systkinin
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför bróöur okkar,
GUNNARS E. GUDMUNDSSONAR,
málara,
Bræöraborgarstíg 53.
Systkini hins látna.
BrϚraminning:
Þórður og Sigfús
Markússynir frá
Eyrarbakka
Þórður
Fæddur 29. nóvember 1953
Dáinn 7. september 1983.
Sigfús
Fæddur 2. ágúst 1958
Dáinn 7. september 1983
Miðvikudaginn 7. september sl.
bárust þær sorgarfréttir út, að vb.
Bakkavík ÁR 100 hefði orðið fyrir
áfalli í innsiglingunni til hafnar á
Eyrarbakka. Tveir ungir menn,
bræður, þeir Þórður og Sigfús
Markússynir, hefðu farist og
þriðji bróðirinn og þeirra yngstur,
Vigfús, hefði bjargast eftir mikla
þrekraun í nærri klukkustundar
baráttu við öfl Ægis konungs.
Þegar þessi harmafregn náði
eyrum mínum stóð ég magnþrota.
Var mér þá hugsað til foreldra
drengjanna þeirra Aðalheiðar Sig-
fúsdóttur og Ása Markúsar Þórð-
arsonar. Undir slíkum kringum-
stæðum sannast orð Ritningarinn-
ar — „Líði nokkrum yðar á meðal
illa, þá biðji hann.“ Þá er bænin
það eina er svalar og gefur okkur
samband við Hinn Alvalda, sem
gefur og tekur. „Eru ekki tveir
spörvar seldir fyrir smápening?
Og ekki fellur einn þeirra tii jarð-
ar án vitundar Föður yðar. Á yður
eru jafnvel höfuðhárin talin.“ Jes-
ús Kristur í Matt. 10. 29.
Hver getur deilt við Guð? Ást-
vinamissir og sorgardauði eru og
líka í hendi hins Alvalda. Þegar
Hann tekur sitt, þá er lífsins
æðsta kúnst að geta samþykkt það
og tekið undir með Job: „Lofað
veri nafnið Drottins.“
í sorg og harmi gefur sú trú
huggun og von.
Ása Markús Þórðarson hefi ég
þekkt síðan á barnsárunum í Vest-
mannaeyjum. Hinn 1. mars árið
1942 fórst faðir hans, Þórður
Þórðarson, með skipi sínu Ófeigi í
aftakaveðri við suðurströnd ís-
lands með áhöfn sinni aðeins 49
ára gamall. Maður sem var gegn
borgari og ein af stoðum síns
byggðarlags. Hann hafði lifibrauð
sitt af sjónum og var skipstjóri
um árabil í Eyjum.
Þegar drengirnir hans höfðu
aldur til fóru þeir einnig til sjós.
Sjómennsku og útgerð hefir Ási
stundað nær alla sína starfsævi.
Drengirnir hans þrír voru ekki
gamlir er sjórinn fangaði huga
þeirra, fyrst við leik í fjörunni á
Eyrarbakka. Sigfús var aðeins
fjögurra ára er hann fór með föð-
ur sínum austur í bugtir. Bestu
menntunar og réttinda til ábyrgð-
arstarfa á skipi öfluðu bræðurnir
sér allir, til skipstjórnar eða vél-
stjórnar. Auk sérhæfingar í
froskköfun, sem kom sér vel fyrir
Vigfús á örlagaríkri stund.
Vel var haldið um stjórnvölinn
á Bakkavík og hvorki skipi né bún-
aði um kennt að svo fór sem fór.
Fyrir nokkrum árum, þegar vb.
Ver fórst voru bræðurnir einnig á
sjó og komu austan að. í nátt-
myrkri sáu þeir lítið ljós. Vakandi
hugur þeirra beindist þangað og
stefna tekin á ljósið. Þar var þá
gúmbátur frá Veri og björguðu
þeir bræður því sem bjargað varð
til lífs og færðu sjóhrakta menn
til hafnar. Þar áður hafði Þórður
lent í slysi, sem furðuleg björgun
varð lífi hans til heilla, eftir langa
legu í umsjá færustu lækna. Það
var ekki gefist upp heldur áfram
haldið merkinu á lofti, er afi
þeirra og síðar faðir þeirra hófu á
loft.
Nú drúpa fánar í hálfa stöng um
Eyrarbakka og Árnesþing. Hetjur
af þjóðinni eru fallnar. Við frá-
hvarf þeirra drúpir sorg í bæ og
byggð. En hvergi meira en hjá
fjölskyldunni í Ásgarði á Eyrar-
bakka. Þangað eru sendar innileg-
ustu bænir og samúð um bræð-
urna tvo, er í bióma lífsins voru
kvaddir á Herrans fund með
hreinan skjöld. Með innilegustu
samúð.
Einar J. Gíslason
í dag fer fram frá Eyrarbakka-
kirkju jarðarför og minningarat-
höfn um bræðurna Þórð Markús-
son skipstjóra og Sigfús Markús-
son vélstjóra, sem fórust er bát
þeirra mb. Bakkavík ÁR 100
hvolfdi í innsiglingunni á Eyrar-
bakka miðvikudaginn 7. septem-
ber sl.
Foreldrar þeirra bræðra eru
hjónin í Ásgarði á Eyrarbakka,
þau Aðalheiður Sigfúsdóttir og
Ási Markús Þórðarson.
Bræðurnir voru fæddir og upp-
aldir á Eyrarbakka. Þeir dvöldu
báðir í foreldrahúsum og voru
ókvæntir og barnlausir, Þórður
fæddur 29. nóvember 1953 en Sig-
fús 2. ágúst 1958.
Ég varð harmi lostinn er ég
hlustaði á kvöldfréttir í útvarpinu
miðvikudaginn 7. september og
heyrði að mb. Bakkavík, skip
þeirra bræðra, hefði hvolft með
þeim hörmulegu afleiðingum að
bræðurnir Þórður og Sigfús fór-
ust, en jafnframt barst sú góða
frétt, að þriðja bróðurnum, Vig-
fúsi, hefði verið bjargað.
Mín fyrstu viðbrögð voru bæn
um að bræðurnir sem fórust
fengju góða heimkomu tii nýrra
heimkynna og jafnframt þakkaði
ég almættinu fyrir líf bróðursins
sem bjargaðist.
Þessi sorglegi atburður sannar
okkur enn á ný að við öll ráðum
litlu um það hve lengi við dveljum
hér á jörð meðal ástvina og sam-
ferðamanna. Þótt við mennirnir
vitum harla lítið fyrirfram hver
örlög bíða okkar á langri eða
skammri lífsgöngu, þá er okkur
öllum ljóst að dauðinn er í raun og
veru sá eini þáttur í tilveru okkar
sem er öruggur og viss.
Þrátt fyrir þá staðreynd kemur
dauðinn okkur oftast nístandi á
óvart, ekki síst þegar við heyrum
um andlát ungs fólks í blóma lífs-
ins. Á slíkum örlagastundum
skortir okkur oft hugmyndir um
tilgang lífsins. Hví er ungt fólk
sem svo miklu á ólokið kvatt á
brott á sama tíma og hinir öldnu
og þjáðu, sem þrá oft hvíldina fá
ekki að deyja.
í gegnum tíðina hefur Ægir
konungur krafist mikilla fórna af
föðurætt þeirra bræðra. Hvers
vegna? spyrjum við ráðþrota, en
við þeirri lífsgátu kunnum við
engin svör.
Það er alkunna að ástvinir
þeirra sem falla í hina votu gröf
Ægis eiga þær síðustu óskir um
harmabót að lík ástvina megi reka
á land og finnast, þannig að þeim
gefist kostur á að búa hinar jarð-
nesku leifar til hinstu hvíldar og
að hlúa að leiðum ástvina.
Öllum þeim fjölmörgu, sem
fórnað hafa kröftum sínum og lagt
fram búnað í hinni umfangsmiklu
leit að jarðneskum leifum þeirra
bræðra eru færðar alúðarþakkir.
Sú dýrmæta hjálp hefur létt ást-
vinunum sorg þeirra. Leitin hefur
borið þann árangur, að lík Þórðar
hefur fundist og enn er haldið
áfram að leita að jarðneskum leif-
um Sigfúsar. Við höfum beðið
þeirrar bænar, að bræðurnir sem
aldrei skildu í leik né starfi megi
hvíla hlið við hlið að leikslokum.
Bræðurnir í Ásgarði ólust upp í
hinu aðlaðandi umhverfi iandbún-
aðar- og sjávarþorpsins á Eyrar-
bakka í skjóli ástríkra foreldra,
móðurafa og föðurömmu, auk
fjölda frændsystkina og vina.
Æskuárin liðu í leik og starfi. Þeir
tóku snemma þátt í störfum með
foreldrum sínum og hjálpuðu afa
sínum, Sigfúsi Árnasyni, við bú-
skapinn. Nokkru eftir fermingu
hófu þeir ævistarf sitt, sjó-
mennskuna.
Það sem einkenndi fjölskylduna
í Ásgarði var mikil, einlæg vinátta
og samheldni sem ríkti á milli
sona og foreldra. Vegna þess hve
kærleiksríkt samband var á milli
þeirra allra verður minningin um
góða drengi kærari og söknuður-
inn enn sárari.
Þótt sjávarguðinn eigi sjálfsagt
enn eftir að krefjast nýrra fórna
úr fylkingu íslenskra sjómanna þá
munu nýir menn, hraustir og
hugdjarfir, lyfta merki þeirra sem
féllu, lyfta merki stéttarinnar í
sigursælli baráttu fyrir sér og sín-
um og til almennra framtíðar-
heilla.
Orð eru til lítils í dýpstu sorg,
þá er það trúin ein sem gefur
styrk. í þeirri trú kveð ég frændur
mína og bið góðan Guð að styrkja
ástvini í sorg þeirra.
Eyþór Þórðarson
í dag, laugardaginn 1. október
1983, verður gerð útför Þórðar
Markússonar frá Eyrarbakka-
kirkju. Þá fer einnig fram minn-
ingarathöfn um bróður hans, Sig-
fús Markússon.
Minning:
• •
Steingrímur Orn
Björnsson skipstjóri
Fæddur 1. febrúar 1913
Dáinn 17. september 1983
Steini frændi lést þann 17. sept-
ember eftir stutta sjúkrahúslegu
en langt veikindastríð.
Hann var sonur hjónanna
Björns Þ. Finnbogasonar og Láru
K. Guðjónsdóttur, sem iifir son
sinn 97 ára gömul. Steini var
ókvæntur og barnlaus og bjó alla
tíð á Kirkjulandi með foreldrum
sínum meðan bæði lifðu og síðan
með ömmu eftir að afi dó, til árs-
ins '73 er eldgosið braust út í Eyj-
um. Síðan bjó hann þar einn til
dauðadags.
Frá 1937 var hann skipstjóri,
fyrst á Emmu VE 219, til 1941.
Éftir það var hann með Jökul sem
hann átti með Ársæli Sveinssyni
o.fl. Síðan eignaðist hann ásamt
bræðrum sinum o.fl. Hugrúnu og
Sigrúnu og var formaður með Sig-
rúnu í nokkrar vertíðir. Eignaðist
síðan Gnoðann og var með þann
bát til 1968.
Við viljum gjarnan minnast
Steina eins og við mundum hann
sem ungan djarfan sjómann,
elskulegan frænda og vin. Þann
sem gerði við og gaf leikföng, þann