Morgunblaðið - 01.10.1983, Page 47

Morgunblaðið - 01.10.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 47 Tekst Víkingum að finna svar við hörðum leik Norðmannanna? Víkingar þurfa að sigra með 3 marka mun til að komast áfram VÍKINGAR leika síðari leik sinn í Evrópukeppni félagsliða í Laug- ardalshöllinni á sunnudagskvöld- ið kl. 20.00. Fyrri leik liðanna lauk með sigri norska liðsins, 20—18, þannig að Víkingar eiga mikla möguleika á að komast áfram í keppninni. Forsala aögöngumiöa á leikinn hefst í dag kl. 13.00 ( Laugardalshöll. Þá verða miðar seldir frá kl. 17.00 á morgun, sunnudag. Fyrri leikur liðanna úti i Noregi þótti vera mjög harður, enda eru leikmenn norska liösins þekktir fyrir aö vera haröir og sterkir varn- armenn fremur en góöir í hand- knattleik. Þaö má því búast viö hörkuviðureign á sunnudagskvöld- iö, því aö Víkingar ætla sér ekkert aö gefa eftir i baráttunni og ætla sér áfram í keppninni. viö skulum líta á umsögn eins norska blaösins eftir fyrri leikinn sem fram fór ytra. „Gífurlegur hraöi — návígi þar sem ekkert var gefið eftir — siagsmál og munnsöfnuöur. Viöur- eign Víkings frá íslandi og Kol- botns var hrein orusta. Kolbotn notfæröi sér slæman kafla íslenzka liösins í lok fyrri hálfleiks og náöi forustu, sem heföi átt aö nægja í 2. umferö. En þeir náöu ekki aö halda hinu góöa forskoti og ferö- ast til íslands meö tvö vesæl mörk til aö reiða sig á,“ skrifaði norska Dagbladed eftir viöureign Víkings og Kolbotns í Osló. Gunnar Helgevold, þjálfari Kol- botns, sagöist ekki muna eftir jafn höröum leik. Aöeins viöureignir Sovétmanna stæöust samanburö viö þann haröa handknattleik, sem hann heföi upplifaö gegn Víkingi. Hér má sjá hluta þess mikla bréfafjölda sem okkur hefur borist í verðlaunagetrauninni. Síðasti skiladagur er nnsti mánudagur — 3. október. Nú er því síðasti möguleiki á að senda inn úrlausnir. „Norömenn höpnuðust á dómgæslunni i Noregi" „LEIKUR Víkinga og Kolbotn í Noregi var mjög haröur og högn- uðust Norömenn mjög á dóm- gæslunni. Dómarar litu framhjá grófum brotum þeirra á sama tíma og þeir ráku Víkinga útaf fyrir svipuð brot. Þannig komst Hörður Haröarson einn upp í hraðaupphlaup, stökk inn og Valur vann VALUR sigraöi KA í 1. deildínni í handbolta fyrir noröan í gœr- kvöldi 23:18. Staöan ( hálfleik 14:9. KA haföi forystu til aö byrja meö en um miöjan hálfleikinn komst Valur yfir og hélt forystu til leiksloka. Jóhann Einarsson og Erlingur Kristjánsson voru markahæstir hjá KA meö 4 mörk. Jón Pétur Jónsson skoraöi 7 mörk fyrir Val. Nánar veröur sagt frá leiknum á þriöjudaginn. Þór Vestmannaeyjum sigraöi Breiöablik aö Varmá f 2. deild, 24:18. Gylfi Birgisson var marka- hæstur Þórsara meö 8 mörk en Kristján Gunnarsson gerði 7 mörk fyrir UBK. — SH. hugöist skjóta með aöeins markvörðinn fyrir framan sig. Þá greip sænski leikmaöurinn í liöi Kolbotn í hönd hans, svo Höröur féll aftur fyrir sig. Mjög gróft brot, sem verðskuldaöi rauöa spjaldið og víti, en því var ekki aö heilsa. Dómararnir dæmdu aðeins frf- kast,“ sagöi Viggó Sigurðsson, landsliðsmaðurinn snjalli í Vík- ingi, en hann var tekinn úr um- ferð ásamt Sigurði Gunnarssyni í fyrri leik liöanna. „Þaö má búast viö því, aö viö Siggi veröum teknir úr umferð í Höllinni. Viö munum æfa taktikar fyrir þaö og þetta á aö opna fyrir Hörö og Steinar. Þeir eru báöir góöir gegnumbrotsmenn auk þess sem þeir geta skoraö fyrir utan meö þrumuskotum. Þaö má búast viö hörkuleik í Höllinni og meö góöum stuöningi áhorfenda þá eigum viö alla mögu- leika á aö komast áfram. Undir venjulegum kringumstæöum eig- um viö aö sigra norska liðið. Kol- botn er þekkt í Noregi fyrir aö leika fast — jafnvel gróft. Liðiö er sterkt og Lars Christian Hanneborg er aðalmarkaskorari liösins, mjög góð skytta.“ Þú hefur veriö í góöu formi aö undanförnu, en hverja telur þú möguleika Víkings í vetur? Evrópukeppnin: DREGIÐ hefur verið í Evrópukeppninni í knattspyrnu og drógust eftirtalin lið saman: Evrópukeppni meistaraliða: Olympiakos, Grikklandi — Benfica, Portúgal Liverpool, Englandi — Atletico Bilbao, Spáni Dinamo Bucharest, Rúmeníu — Hamburger S.V., Þýskalandi Bohemians Prag, Tékkóslóvakíu — Rapid Vienna, Austurríki Raba Eto Györ, Ungverjalandi — Dynamo Minsk, Sovétríkjunum Standard Liege, Belgíu — Dundee United, Skotlandi CSKA Sofia, Búlgaríu — A.S. Roma, Ítalíu Dynamo Berlín, A-Þýskalandi — Partisan Belgrad, Júgóslavíu Evrópukeppni bikarhafa: Ujpest Dosza, Ungverjalandi — 1. FC Köln, V-Þýskalandi Beveren, Belgíu — Aberdeen, Skotlandi Hammarby, Svíþjóð — Haka Valkeakoska, Finnlandi Shakhtior Donets, Sovétríkjunum — Servette, Sviss Paris St. Germain, Frakklandi — Juventus, Ítalíu Nijmegen, Hollandi — Barcelona, Spáni Glasgow Rangers, Skotlandi — F.C. Oporto, Portúgal Spartak Varna, Búlgaríu — Manchester United, Englandi UEFA-keppnin: Antwerpen, Belgíu — Lens, Frakklandi Spartak Moskvu, Sovétríkjunum — Aston Villa, Englandi Sparta Rotterdam, Hollandi — Carl Zeiss Jena, A-Þýskalandi Widzew Lodz, Póllandi — Sparta Prag, Tékkóslóvakíu PSV Eindhoven, Hollandi — Nottingham Forest, Englandi Anderlecht, Belgíu — Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu Sporting Lissabon, Portúgal — Glasgow Celtic, Skotlandi Austria Vienna, Austurríki — Laval, Frakklandi Verona, Ítalíu — Sturm Graz, Austurríki Honved Budapest, Ungverjalandi — Hajduk Split, Júgóslavíu Feyenoord, Hollandi — Tottenham Hotspur, Englandi Lokomotív Leipzig, A-Þýskalandi — Werder Bremen, V-Þýskalandi Levski Spartak, Búlgaríu — Watford, Englandi Radnicki NIS, Júgóslavíu — Inter Bratislava, Tékkóslóvakíu PAOK Þessaloníku, Grikklandi — Bayern MUnchen, V-Þýskalandi Groningen, Hollandi — Inter Milan, Ítalíu • Viggó Sigurösson. Veröur hann tekinn úr umferö er V(k- ingar leika gegn Kolbotn f Evrópukeppninni á sunnudag? „Við misstum marga góöa leik- menn í vor, en erum engu aö síöur meö mjög góöan mannskap — valinn mann í hverri stööu, en þaö tekur hins vegar tíma aö ná upp samæfingu í liöiö — aö skapa sterka heild. Hvaö sjálfan mig áhrærir, þá finnst mér ég vera í betra formi en í fyrra. Það styöur þá kenningu, aö maöur þurfi eitt ár til þess aö laga sig aö boltanum og aöstæöum. Ég var valinn í lands- liöshópinn, en því miöur get ég ekki gefiö kost á mér í landsliöið. Ég stend i húsbyggingu og er aö byggja upp fyrirtæki. Þaö er svo tímafrekt aö leika meö landsliöinu — ég hreinlega hef ekki tíma til þess,“ sagöi Viggó Sigurösson. Sigra ÍR-ingar? Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik lýkur um helgina. Lið ÍR er nú efst í mótinu, en Valur er líka með fjögur stig en ekki eins hagstæöa stigatöflu. í dag leika ÍR og KR kl. 14 og Valur-IS kl. 15.30. A morgun leika KR og Fram kl. 14 og ÍR-Valur kl. 15.30. Keppni í kvennaflokki lýkur einnig. ÍR og ÍS leika kl. 17 í dag og ÍR og KR á sama tíma á morg- un. Allir leikirnir fara fram í Haga- skóla. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 - 101 REYKJAVÍK óskar eftir tilboöum í eftirtaldar bifreiöar er veröa til sýnis í dag, laugardag 1. okt. kl. 13.00—18.00, viö bensínstöö OLÍS viö Álfheima, gengt Glæsibæ. R—13101 Tegund Ford Econoline árgerð 1979 Bensín R—13102 Ford Econoline 1977 Bensín R—13103 Ford Econolinee 1978 Bensín R—13106 Datsun E-10 1980 Bensín R—13107 Mazda B-1800 pick-up 1981 Bensín R—13108 Ford Escort sendibifreiö 1974 Bensín R—13110 Ford D-810 yfirbyggöur 1971 Diesel R—13117 Ford D-910 yfirbyggöur 1977 Diesel R—13120 Ford D-910 yfirbyggöur 1974 Diesel R—13122 Mazda 323 fólksbifreiö 1982 Bensín R—13128 Ford Escort sendibifreiö 1974 Bensín R—13129 Lada fólksbifreiö 1980 Bensín R—13160 Lada-sport 1979 Bensín R—47904 Chrysler Le-Baron 1981 Bensín 0-4843 Ford D-910 yfirbyggöur 1977 Diesel Tekið verður á móti tilboðum á staðnum. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.