Morgunblaðið - 18.10.1983, Side 5

Morgunblaðið - 18.10.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 5 Hallgrímskirkja: Lúthersminning á morgun HALLGRÍMSKIRKJA á Skóla- vörðuhæð er nú mjög í sviðs- Ijósinu. Kirkjuþing hófst þar Ríkisstjórnin: Tekur viðræðu- tilboði Sambands lífeyrissjóða RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að taka tilboði Sambands almennra lífeyr- issjóða um viðræður um kaup lífeyr- issjóðanna á skuldabréfum fjárfest- ingarlánasjóða á næsta ári til fjár- mögnunar húsnæðislánakerfisins. Framkvæmd viðræðnanna er að sögn Magnúsar Torfa ólafssonar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar af hálfu hennar í höndum þriggja ráðherra, fjármálaráðherra, heil- brigðis- og tryggingaráðherra og félagsmálaráðherra. með guðsþjónustu sl. sunnudag 16. þ.m. kl. 14.00 og stendur yfir í 10 daga. Á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju var opnuð sýning á verkum Leifs Breiðfjörð glerlistamanns laugardaginn 15. október sl. Lúthersminning verður í kirkjunni 19. þ.m. í tengslum við hinn nú hefðbundna mið- vikudagsnáttsöng í kirkjunni. Á 309. ártíð sr. Hallgríms Péturs- sonar, 27. okt. nk., verður hátíð- arguðsþjónusta í kirkjunni að kvöldi þess dags. Hér er um 40 ára hefð að ræða í Hallgríms- söfnuði. Hallgrímskirkja hefur verið umtöluð í fjölmiðlum að undan- förnu í tilefni fjárlagafrum- varps ársins 1984, sem fram var lagt á Alþingi sl. þriðjudag, en í frv. er gert ráð fyrir aukningu á framlagi til kirkjubyggingar- innar á næsta ári og tilsvarandi er að vænta á fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1984. Byggingu kirkjunnar mið- ar jafnt og þétt áfram og sér nú senn fyrir endann á gerð 9 mik- illa gotneskra hvelfinga kirkju- skipsins og verður þá hægt að klæða þakið og loka skipinu, þannig að innivinna geti hafist þar. í sumar hefur „gamla kirkjan" fengið nýja, ljósa ytri múrhúðun, eins og kórbygging- in og turninn. Stefnt verður að því að fullgera kirkjuna fyrir 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar árið 1986. Myndin er tekin á þaki Templ- arahallarinnar á Skólavörðu- hæð einn góðviðrisdaginn nú í október, er þeir þrír, sem dag- lega standa í meiri og minni stjórnun við kirkjubygginguna (Örn Steinar, verkfr. hjá Sig. Thor., Álbert Finnbogason, byggingameistari — í miðið — og Hermann Þorsteinsson form. byggingarnefndarinnar), fóru þangað upp til að virða fyrir sér viðfangsefnið mikla, sem nú nálgast fullkomnum hið ytra. (Frétt frá Hallgrínukirkju.) Ný smurstöÓ OLIS eins og smurstöóvar eiga að vera. Hefuröu prófað að láta smyrja bílinn þinn á nýju OLÍS smurstöðinni við Knarrarvog? Það er smurstöð eins og þær gerast bestar. Fljót og góð afgreiðsla. Lipur og örugg þjónusta fagmanna. Góðar bílalyftur og stór smurgryfja fyrir stærri bílana. — Og auðvitað bestu smurolíurnar frá Mobil og BP. r ^ Smurstööin Vogar vid Knarrarvoc Sími: 32205

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.