Morgunblaðið - 18.10.1983, Side 13

Morgunblaðið - 18.10.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 13 Fri leiklistarstarfsemi skólans. „Hafði gengið frá setningu Ormars Snæbjörnssonar“ — segir Ingvar Gíslason um ráðningu kennara við Þelamerkurskóla „ÞAÐ ER alveg rétt að ég hafði gengið fri setningu Ormars Snæ- björnssonar í kennarastöðu við Þelamerkurskóla rétt iður en ég lét af störfum sem menntamálarið- herra. Ég fékk bréfið í hendur 18. eða 19. maí að mig minnir, velti þvi fyrir mér og ákvað það síðan og árit- aði umsóknina, sem staðfestingu á að ég væri samþykkur því að Ormar yrði settur til ársins,“ sagði Ingvar Gíslason, alþingismaður og fyrrver- andi menntamálaráðherra, en eins og komið hefur fram (fréttum, hefur Kennarasamband (slands í hyggju fyrir hönd Ormars Snæbjörnssonar að höfða mál á hendur núverandi menntamálaráðherra, sakir þess að ekki hafi verið staðið við ráðningu Ormars í kennarastöðu við Þela- merkurskóla. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra segir í sam- tali við Morgunblaðið fyrir um hálfum mánuði síðan, að hún hafi fengið málið óafgreitt inn á sitt borð í júlí. Ráðning Ormars hafi þvi verið i hennar verkahring og bæri hún lagalega ábyrgð á henni. „Þetta var nánast eins og fyrir- skipun um það að bréf yrði sent Ormari um ráðninguna. Þetta var mín ákvörðun, en af einhverjum ástæðum hefur hún ekki verið framkvæmd. Hvaða ástæður liggja til þess vil ég ekkért dæma um og þekki ekki. Eg fór úr ráðu- neytinu viku eftir þetta og það hefur eitthvað það gerst sem var ekki í samræmi við minn vilja, en þetta verður maður að búa við,“ sagði Ingvar Gíslason að lokum. kennarar og nemendur úr eldri árgöngum. Fyrrverandi nemendur og kennarar annast skemmti- atriði, og m.a. koma fram Pétur Jónasson, gitarleikari, og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Til- kynna þarf þátttöku í síma 42756. Á þessum tímamótum hefur öll aðstaða til stuðnings- og hjálpar- kennslu verið stórbætt, og ný og fullkomin lyfta fyrir fötluðu börn- in verður tekin í notkun. Kennarar skólans eru nú 32 og annað starfs- fólk 16. Skólinn sendir öllum fyrrver- andi nemendum sínum nær og fjær, kennurum og starfsfólki bestu kveðjur i tilefni aldarfjórð- ungsafmælisins. Skólastjóri hefur frá upphafi verið Vilbergur Júlíusson og yfir- kennari er Hallgrímur Sæmunds- son. Skagafjörður; Hólaskóli fullsetinn Snjór víða í sýslunni Bæ á Höfðaströnd, 17. október. FOSTUDAGINN 14. þessa mánaðar var Hólaskóli settur. Þar var nú sem áður full setið og þurfti að neita mörgum um skólavist vegna pláss- leysis. Fjörutíu eru alls skráðir til náms, en yngri deild er tekin í tveimur önnum: Tíu í fyrri námsönn sem byrjar 20. september og 10 í síðari önn sem byrjar 20. janúar. Fimmtán stúlkur eru nú skráð- ar til náms, og sagði skólastjóri að sér litist ágætlega á allt þetta fólk. Sjö kennarar verða við skól- ann í vetur, en fimm þeirra eru í fullu starfi. Fokheldur er nú orðinn þriðji áfangi að hesthússbyggingu og verið er að ljúka við hús yfir loð- dýrarækt. En nú eru þar um 250 minkar og 50 refir. Búskapur hef- ur gengið vel á árinu og var mjög margt tvílembt á síðastliðnu vori. Fjörutíu og þremur lömbum var lógað, með 16,9 kg meðalvigt. Nokkur snjór er nú í Hjaltadal eins og víðar í Skagafirði, og nokk- uð harðindalegt eins og er. Björn í Bæ. Fundur um réttarsögu FRÆÐAFUNDUR í Félagi áhuga- manna um réttarsögu verður haldinn þriðjudaginn 18. október, í dag, í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans, og hefst hann kl. 20.15 í stofu 103. Þar flytur dr. Páll Sigurðsson, dósent, erindi, er hann nefnir: „Dönsku og Norsku lög í 300 ár — þriggja alda afmæli hinna dönsku og norsku lögbóka Kristjáns kon- ungs V“. Að loknu framsöguerindi verða almennar umræður. DAD ER HtRÖTAD Sli í áMSIERD4M Hún er borq andstæðnanna - ævaforn nútímaborq, risastór smábær Og einmitt þessar undarlegu andstæður gera hana svo spennandi, og svo tilvalinn áfangastað stuttrar skemmtiferðar til útlanda. Fortíðin blasir við í sölum hinna 40 safna í borginni og í húsagerðarlist- inni einstöku. En mannlífið á litríkum götunum, stemmningin á allra þjóða veitingastöðunum, og fjörið á skemmtistöðunum óteljandi - það tilheyrir 20. öldinni. Amsterdam er milljónaborg með öllu því lífi og krafti sem einkennir stórborgir. En samt er miðbærinn svo lítill að á einum mildum vetrardegi ferð þú auðveldlega um hann allan fótgangandi, og hefur samt nægan tíma til að kíkja í verslanir og á markaðina fjölskrúðugu. Þessveqna eru stuttar ferðir til Amsterdam svo upplaqðar Helgar- og vikuferðir. Brottför þriðjudaga og föstudaga VERD ER/^ KR. 10.908 Barnaafsláttur kr. 4.800. Innifalið: Flug og lúxusgisting með morgunverði. Flugfélag með ferskan blæ TafARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 64477 Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.