Morgunblaðið - 18.10.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 18.10.1983, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 + Móðir okkar og tengdamóöir, INGVELDUR ÓLAFSDÓTTIR, í andaöist i Landspítalanum 16. þ.m. Kriatín Kjartanadóttir, Ragnar Kjartanaaon, Katrfn Guómundadóttir. t Eiginmaöur minn, GUOMUNDUR ÁGÚSTSSON, bakarameiatari, \ andaöist aö heimili sinu, Vesturgötu 52, aöfaranótt 17. október. Þurfóur Þórarinadóttir. + LEIFUR JÓNSSON fró Stykkiahólmi, andaöist á Kópavogshæli 4. október. Jaröarförin fer fram miövikudaginn 19. október kl. 15 frá nýju Fossvogskapellu. Jarösett veröur i Gufuneskirkjugaröi. Vandamenn. + Móöir okkar, INGUNN S. TÓMASDÓTTIR, Hátúni 8, lést laugardaginn 15. október. Ragnar Guómundaaon, Margrét G. Guðmundadóttir, Inga Dóra Guómundadóttir, Guólaug Guömundadóttir og fjölakyldur. + Faöir okkar, JÓN SIGURÐSSON, Laugavegi 136, fyrrum verkatjóri f Hampiöjunni, andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 15. október. Þorgeir H. Jónaaon, Grímur Jónaaon. + Elskulega litla dóttir okkar, HELGA PÁLSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. október kl. 13.30. Edda Birna Kriatjánsdóttir Kjartansson, Páll Kári Pálason. + Faöir minn, JÓN FERDINAND BJÖRNSSON, fyrrverandi tollfulltrúi, Bólstaöarhlíö 68, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 19. október kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Esther Jónadóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR ÁSGEIRSSON, foratjóri, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. október kl. 13.30. Oddur Eiríksson, Katrfn Finnbogadóttir, Hildur Eiríksdóttir, Magnús Pátursson, Halldór Eirfksson, Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Kristrún Davfðsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra er vottuöu okkur vinarhug viö andlát og útför föðurbróður okkar, HELGA HELGASONAR frá Súluholti. Helga Guómundsdóttir, Siguróur Guðmundsson, Ingibjörg Guömundsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Helgi Guómundsson. Minning: Björgvin Alfreð Guðna- son bifreiðasmiður Fæddur 15. janúar 1934 Diinn 9. október 1983 Ég kynntist hjónunum Alla og Nínu fyrir nokkrum árum suður á Ítalíu eða nánar tiltekið á Lign- ano. Þau voru þar f sumarleyfi ásamt börnunum sínum þremur, þeim Ásu, Sigurbjörgu og Gústav. Við hjónin höfðum íbúð andspæn- is þeim og ekki leið á löngu að tækjust með okkur góð kynni, sem haldist hafa allar götur síðan. Alli var maður rólyndur að eðlifari og lítt fyrir að trana sér fram, eða skyggja á aðra. Hann átti þó létt með að gleðjast með glöðum og bryddaði þá oft á græskulausri gamansemi. Ekki var annað hægt en veita eftirtekt þessari sam- heldnu fjölskyldu. Við nánari kynni kom brátt í ljós að Alli bar hag fjölskyldunnar fyrir brjósti fyrst og síðast. Þau hjónin höfðu með sameiginlegu átaki komið sér upp fallegu heimili að Kópa- vogsbraut 41, en þangað var ætíð gott að koma. Björgvin Alfreð, en svo hét hann fullu nafni fæddist í Varma- dal á Stokkseyri þann 15. janúar 1934. Var hann einkasonur og yngsta barn foreldra sinna, hjón- anna Sigurbjargar Guðlaugsdótt- ur og Guðna Guðnasonar, er bjuggu á Stokkseyri til æviloka. Móður sína missti Alli árið 1974 en föður sinn fyrir rúmu ári og náðu þau bæði hárri elli. Systur Alla voru fjórar, en sú elsta lést f blóma lífsins aðeins tæplega tví- tug að aldri. Alli lærði bílasmfði f Iðnskólan- um á Selfossi og útskrifaðist það- an 23. mars 1957. Vann síðan á bifreiðaverkstæði kaupfélagsins á Selfossi þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1960. En þá hafði hann kynnst tilvonandi eig- inkonu sinni er hún árið áður vann sumarlangt á barnaheimili, sem þá var rekið að Kumbaravogi á Stokkseyri. Alfreð kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Gústavsdóttur, þann 10. des. 1960. Byrjuðu þau búskap á heimili for- eldra hennar, en fluttu fljótlega f eigin íbúð að Gnoðarvogi 88. Al- freð var afar verklaginn og vand- virkur og vann því nær hvert handtak sjálfur við íbúðina. Fór hann dag hvern til vinnu við íbúð- ina að loknu dagsverki f Bfla- smiðjunni og var þá lítt skeytt um þreytu og vökur. Var sfðan sami háttur hafður á er þau hjón fluttu nokkrum árum síðar í stærri íbúð að Kópavogsbraut 41, en þá hafði fjölskyldan stækkað og börnin orðin þrjú, en þau eru Ása Kol- brún f. 19. apríl 1960, Áslaug Sig- urbjörg f. 28. mars 1964 og Gústav f. 10. desember 1965. Yngri börnin tvö eru enn í foreldrahúsum, en Ása hefur stofnað sitt eigið heim- ili með sambýlismanni sinum, Robert McKee, handmennta- kennara. Til marks um handlagni Alfreðs má geta þess að flest hús- gögnin í íbúð þeirra hjóna, sem öll eru í gömlum stíl hefur hann gert upp og eru sem ný og leynir hand- bragðið sér hvergi. Sjaldan kom maður svo á Kópavogsbrautina að Alli væri ekki að dytta að ein- hverju varðandi heimilið, var enda sérlega heimakær og hafði gaman af að fegra og bæta heimili sitt og umhverfi. Fyrstu árin eftir að Alli flutti til Reykjavíkur starfaði hann f Bílasmiðjunni, sem þá var að Laugavegi 176, en stofnaði síðan sitt eigið verkstæði þar sem hann vann æ síðar. Alli fylgdist vel með öllu því er snerti iðngrein hans, gekk undir sveinspróf f bílamálun árið 1968, en meistararéttindi í bifreiðasmíði hlaut hann árið 1961. Þá hafði hann nýlokið nám- skeiði f ljósastillingum er hann féll frá. Það var einnig í ráði að sonur hans Gústav hæfi nám hjá föður sínum í bifreiðasmíði á næsta ári, en atvikin hafa hagað því á annan veg. Ég votta fjölskyldunni allri innilega samúð okkar hjónanna og vona að tíminn muni græða þau sár sem myndast við fráfall ást- vinar. Valborg S. Böðvarsdóttir Hvernig get ég beðið fyrir manni sem hefur valdið mér miklu tjóni? Þetta er mér sérlega erfítt, vegna þess að ég elskaði þennan mann og dáði hann, áður en hann særði mig. Ein mesta blessun þess að vera í „réttri afstöðu til Guðs“ er sú, að við getum litið á „óvini" okkar eins og þeir eru og ekki frá huglægu sjónarmiði. Þegar gert hefur verið á hlut okkar förum við ekki að kenna í brjósti um okkur sjálf, heldur látum okkur umhugað um þann, sem kom illa fram við okkur. Við hugsum um þá ógæfu og hugarkvöl, sem hann hefur valdið, ekki fyrst og fremst okkur, heldur sj'álfum sér. Ef við biðjum fyrir þeim, sem sýna okkur fyrir- litningu í orði og verki, losnum við ekki aðeins við beiskjuna úr sál okkar, heldur nálgumst við þann, sem braut af sér gagnvart okkur. Booker T. Washington sagði einu sinni: „Engum manni læt ég haldast uppi að lítillækka sál mína með því að vekja með mér hatur í sinn garð.“ Þeir, sem sýna okkur illgirni, eru venjulega að refsa okkur fyrir eitthvað. Þegar þeir sjá, að sár þeirra hafa kallað fram kærleika í stað haturs, hætta þeir að ráðast á okkur. Kærleikur í hjörtum okkar vekur kærleika í hjört- um annarra. Kærleikurinn er því besta ráðið til að hnýta á ný þau bönd, sem tengdu yður við manninn, er þér unnuð hugástum. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi". í dag fer fram útför ástkærs föður míns. Við systkinin eigum erfitt með að trúa því að hann sé svo skyndilega horfinn úr lífi okkar. Þó er okkur huggun að eiga margar dýrmætar endurminn- ingar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Koma þá fyrst í hugann allar sögurnar og ævintýrin, oft frum- samið, sem hann var ólatur að segja okkur þegar við vorum í bernsku. ósjaldan sofnaði faðir minn á undan okkur börnunum og var þá óðara hnippt i hann og spurt hvað kæmi svo. Þá er mér ógleymanleg um- hyggja föður míns fyrir öllum sem bágt áttu, mönnum og málleys- ingjum. Oft bar við áður en hann fór til vinnu að hann bað móður mína að láta sig fá korn og matar- afganga handa fuglunum sem héldu sig í nánd við vinnustað hans, t.d. var hrafn þar lengi við- loðandi og kunni vel að meta allt sem til féll. Mér er afar minnisstætt að eitt sinn er við Róbert heimsóttum pabba á verkstæðið bað hann okkur að standa kyrr í sömu spor- um til að flæma ekki burt endurn- ar sem hann var að gefa. Alltaf komu endurnar á hverjum degi til að heimsækja þennan hugulsama vin sinn. Við systkinin erum þakklát fyrir þau ár er við nutum föður okkar og erum þess fullviss að Guð mun styrkja okkur systkinin og móður okkar á þessum tíma- mótum í lífi okkar. Ása Kolbrún Alfreðsdóttir Hjartkær tengdasonur minn, Alfreð, lést sunnudaginn 9. októ- ber og fæ ég vart lýst tilfinningum mínum og þeirri miklu sorg sem slík fregn veldur, enda enginn að- dragandi þar sem Alli, en svo var hann ætíð nefndur meðal vina og vandamanna, hafði aldrei kennt sér neins meins. Hjartað hafði gefið sig og spyr þá enginn að leikslokum. Alfreð Guðnason fæddist á Stokkseyri 15. janúar 1934, sonur sæmdarhjónanna Sigurbjargar Guðlaugsdóttur og Guðna Guðna- sonar, sem þar bjuggu allan sinn búskap. Þau hjón reyndust mér alla tíð afar vel eftir að fjölskyld- ur okkar tengdust. Þeim hjónum Sigurbjörgu og Guðna varð 5 barna auðið og eru þau í aldursröð: Theódóra er lést um tvítugsaldur frá eiginmanni sínum óskari Jónssyni og ungum syni, Theódóri, Rósa gift Guðbirni Guðmundssyni, rafvirkjameist- ara, Ingveldur ekkja Bjarna Jónssonar, verslunarmanns, Agn- es gift Þórði Sigurgeirssyni, kaup- manni, og yngstur var tengdason- ur minn, Alfreð. Sigurbjörg og Guðni eru nú bæði látin, Sigur- björg lést fyrir 9 árum 82 ára að aldri, en Guðni á síðastliðnu ári 89 ára gamall. Þeim hjónum var því hlíft við þeirri þungu sorg að sjá á bak einkasyni sínum og auga- steini, en hann var um langt skeið eina barnið í foreldrahúsum, þar sem systur hans allar voru all- nokkru eldri og þvi löngu búnar að stofna sín eigin heimili. Ég hef sjaldan kynnst annarri eins um- hyggju og tengdasonur minn bar fyrir foreldrum sínum alla tíð og þá ekki síður umhyggju þeirra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.