Morgunblaðið - 28.10.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Áttræður á morgun:
Otto Þorvaldsson
frá Svalvogum
„Fjör kenni oss eldurinn
frostið oss herði,
fjöll kenni oss torsóttum gæðum að ná
bægi sem Kerúb með sveipandi sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap frá.“
í slíkum skóla skilst mér að
Ottó Þorvaldsson hafi alist upp og
skólastjóri þess skóla; faðir hans,
Þorvaldur, sýnt í lífi og starfi
árangur slíkra uppeldisskilyrða.
Kunnugur lýsir Þorvaldi Krist-
jánssyni svo, í tveim af 5 erindum:
„Fækkar hetjum fyrri tíma,
fallin kempa er í valinn,
dregst að sjónum dánargríma,
dauðinn hefur mundað falinn.
Ellin gat þig ekki bitið
árið varð þér sólarhringur,
fólk, sem augum fékk þig litið,
fann, að þar var íslendingur."
„Hafið var þér ætíð yndi,
eins þó blæddi úr lófa sárum.
Framar enginn forma myndi
að fara lengra á tveimur árum.
Bæri að höndum bráður vandi
brotnaði hann á þreklundinni,
og þú náðir ætíð landi,
einnig nú í hinsta sinni.“
Mase
Multi
rafsuða/ rafstöð
Spenna: 2000 wött, 220
volt, 50—130 amper
rafsuða.
Vél: 8 hestafla, bensín.
Eyösla: 1,2 Itr. á klst.
Vegur 50 kg.
Eldsneytistankur: 4,2
Itr.
Handhæg og þægileg.
Verö kr. 45.872.-
Benco
Bolholti 4,
símar 91-21945/ 84077.
Um móður Ottós Þorvaldssonar,
Sólborgu Matthíasdóttur, segir í
öðru ljóði:
„Um Sólborgu það segja mætti
hún sjálf var bóndans önnur hönd.
Á jólum fædd að fornum hætti
og framtíðinni broshýr mætti
að Haukabergi á Barðaströnd"
Afmælisbarnið, sem fullu nafni
heitir Sveinbjörn Kristján Ottó
Þorvaldsson, er fæddur að Neðra-
Miðhvammi í Dýrafirði 29. októ-
ber 1903.
Meðai kunnugra er hann sjald-
an nefndur nema Ottó frá Sval-
vogum, hvar hann segist muna
fyrst eftir sér, er móðuramma
hans var að kenna honum bænir
og vers. Viti var byggður að Sval-
vogum 1920 og tók Ottó við vita-
varðarstöðunni af föður sínum
1943.
Ef við lítum í minningabók
Ottós er kom út 1980, sjáum við að
hann var ekki einn að búi að
Svalvogum. Magnea Símonardótt-
ir kona hans hefur sjáanlega þurft
að halda vel á sínum hluta með
tólf börn auk annars heimafólks
og oft ferðlúinna gesta.
Þau grýttu spor þess tíma og
þessa staðar eru svo ólík nútíma
og staðháttum að ég er alveg viss
um að fleirum en mér sem hafa
alist upp og dvalið mest á venju-
legu siéttlendi, væri fengur í að
lesa þá minningabók ijóða og
mynda. Sjálfur kveður Ottó svo:
„Þarna oft ég þreyttur vann.
Þrýsti kambi í Lárinn,
lífs i þráðinn iíka spann
liðug fimmtíu árin.
Auk þeirra sterku ættarstofna
og uppeldis hefur meðfæddur
kjarkur og léttlyndi verið hans
sterki iífsþráður, félagsvilji og fé-
lagsstarfs eðlisáhugi, að láta ekki
erfiðar aðstæður á afskekktum
vegleysustað draga úr sér kjark né
áræði til úrbóta. Til stælingar sál-
arorku sér og öðrum til handa
hafði Ottó líka spilað á harmoniku
á yngri árum til að auka skilyrði
annarra til gleðskapar.
Um baráttuvilja og þor þessa
ættleggs í Svalvogum í 70 ár, segir
Guðmundur Ingi Kristjánsson í
hinu sterka ljóði sínu (sem er í
minningabók Ottós):
„Svalvogar áttu enga leið,
sem ekin væri á landi.
Það stöðvuðu hamrabeltin breið
og bjargið var ósigrandi.
Sú mótaða sterka hamrahöli
var harðger á öllum sviðum.
Hún stóð eins og gamalt steingert tröll
og storkaði nýjum siðum.“
„Allir veganna valdamenn
með verkfræðings hyggju ríka,
þeir töldu það vera óráð enn
að eiga við hamra slíka,
en vitinn ætti að vera kyrr
og vernda hann gæslumaður,
það yrði að haldast eins og fyrr
hinn afskekkti nesjastaður."
„Og síðar segir þar: f Svalvogum
urðu aldaskil er undrið í berginu
skeði." Þetta var á bernskuárum
ýtuvéia tækninnar og þar sem
helst er að sjá að hugur ýtumanns
hafi verið sterkari en ýtan, var
það bergið er smá lét undan þeirri
látlausu hörðu sókn, og vegarleið-
in, heiðursmerki þeirra er að
þessu stórátaki stóðu.
Hörmulegt sjóslys 1938 er ensk-
ur togari lenti í stórviðri uppí urð-
ina vestanvið Hamarslendinguna í
Svalvogum og fórst með allri
áhöfn.
Enn meiri hrollvekja mun það
lengi hafa verið í hug margra, þar
sem heimamenn munu hafa séð
einn skipverja uppistandandi um
borð, rétt í því er brimið svalg tog-
arann með öllu.
Þótt erfitt væri um samgöngur
kunni a.m.k. Ottó því ilia, að ekki
skyldi vera starfandi þar nein
deild frá slysavarnasamtökunum
á nesinu.
Árið 1939 þoldi hann það ekki
lengur aðgerðarlaust, boðaði til
fundar til stofnunar slíkrar deild-
ar og á níunda tug manna mætti
og stofnaði deild er hlaut nafnið
Vinabandið. Erfitt mun hafa verið
með allt félagsstarf þá, flestir
slíku óvanir, ferðaiög erfið og ekk-
ert stórslys orðið og kveikjuvald-
urinn bæði af æskuskeiði og flutt-
ist burt fáum árum síðar, Ekki dó
samt þetta út í huga hans og átti
hann eftir að senda þeim mörg
heillaskeyti vestur, a.m.k. á 30 ára
afmæli starfsins þessa stöku:
„Alit mitt sanna eigió hrós
ykkar framtak virði.
Heill sé bæði hal og drós
heima í Dýrafirði."
Þá höfðu þeir glatt hann mjög,
er þeir höfðu stækkað starfssvið
sitt. Kynni okkar Ottós hófust
fyrst er hann kom í Kvæðamanna-
félagið Iðunni og hefur ekki fallið
skuggi á síðan og langt því frá,
enda naumast skilyrði þar til slíks
við mann sem elur þann hugsun-
arhátt er birtist í þessari stöku
hans:
Gefðu oss Drottinn gæfuár,
gleði vektu sanna,
linaðu þjáðra sviða sár,
svæfðu fólsku manna.
f einni af hinum árlegu sumar-
ferðum Iðunnar í Þórsmörk kvað
Ottó:
„í sæludalnum svaf ég vel
söngvahljómum undir,
aldrei lifað, að ég tel
unaðslegri stundir."
og;
„Með Iðunni ég fyrstu ferð
fór að þessu sinni,
þar er merk og mannleg gerð,
mild ég þakka kynni.“
Á „kvenna-árinu" kvað hann
svo:
„Sértu fár um formanns val
fiest í ár má kanna.
Forkur knár þar falla skal
fyrir klárum svanna.“
Ég get líka af nokkurri reynd á
þessum hátíðisdegi Ottós, sam-
glaðst honum og þeim hjónum, að
niðjar þeirra sem ég þekki til,
njóta sjáanlega góðra erfða og
kunna ljóslega að meta gott upp-
eldi og sýna foreldrum sínum í
verki þakklæti sitt. Niðjatalan er
komin á annað hundraðið.
Vel hefur þessi stóra fjölskylda
staðið saman og sýna myndir í bók
Ottós það. Oft er stór hópur við
sumarbústaðinn er þau öldnu hjón
byggðu sér í stæði Hafnarbæjar-
ins.
Börnin og skylduliðið gleyma
ekki stórhátíðisdögum foreldr-
anna, né að gefa þeim ferðir utan
lands og innan og ætla nú í tilefni
áttræðis afmælis föðursins að
bjóða til veitinga kl. 5 til 7, í
Matstofu Miðfells í Funahöfða 7 á
afmælisdeginum, laugardaginn 29.
október.
Þótt sá, sem á að baki ævistarf
sem Ottó, kenni veilu til daglegs
strits, skyldi engan undra, og öll
munum við samgleðjast honum
áttræðum með þann dýrmæta auð
sálarinnar, að njóta gleði hverrar
lífsstundar svo lengi kostur er.
Við hann vil ég segja að lokum:
Alltaf gleðst við okkar fund,
ei þig slitið hrelli.
Heill sé þér með létta lund,
lengi haltu velli.
Ingþór Sigurbjörnsson
Eggjadreifingarstöð:
Eggjaverð
á ao lækka
— segir í yfirlýsingu frá Framleiðsluráði
VEGNA FRÉTTA og umræðna í fjölmiðlum um stofnun og starfrækslu
eggjadreifingarstöðvar á Reykjavíkursvæðinu, þykir Framleiðsluráði land-
búnaðarins rétt að eftirfarandi kemi fram:
1. Heildsöluleyfi það, sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins hefur
veitt Sambandi eggjaframleið-
enda er bundið því skilyrði, að
dreifingarstöð á Reykjavíkur-
svæðinu fullnægi sanngjörnum
kröfum markaðsins um góða
vöru og þjónustu. Jafnframt
leggur Framleiðsluráð landbún-
aðarins áherslu á að framleið-
endur sameinist um rekstur
slíkrar stöðvar.
2. Könnun sú, er ráðgjafarfyrir-
tækið Hagvangur hefur gert á
stofnun og rekstri eggjadreif-
ingarstöðvar bendir til þess, að
kostnaður við aðflutninga að
stöðinni og flokkun og dreifingu
eggjanna verði 3% af heildsölu-
verði í stað þeirra 10% sem nú
eru í verðinu samkvæmt verð-
skráningu stjórnar Sambands
eggjaframleiðenda. Eggjaverð á
því að lækka.
3. Með stofnun eggjadreifingar-
stöðvar sem hefur fullkomna
gæða- og heilbrigðisskoðun á
eggjum, á að vera hægt að
tryggja neytendum betri vöru,
koma í veg fyrir að gömul og
göiluð egg komi á markað og
geyma iðnaðaregg óskemmd
milli árstíma. Þá á að vera
mögulegt að tryggja jafnara
framboð og draga úr óeðlilegum
verðsveiflum.
4. Ekkert hefur komið fram sem
bendir til þess að eggjafram-
leiðsla sé hagkvæmari á mjög
stórum búum heidur en fjöl-
skyldubúum. Nýting fjárfest-
ingar og vinnuafls á að vera
sambæriieg, enda búnaður yfir-
leitt sambærilegur í búi með
4.000 varphænur og 40.000
varphænur.
5. Engar ráðagerðir hafa verið
uppi um það hjá Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins að þrengja
kosti stærri búanna sérstaklega.
Hins vegar þolir eggjamarkað-
urinn ekki framleiðsluaukningu
umfram það sem aðstaða er nú
fyrir á hænsnabúum iandsins og
er þess vegna ekki talin ástæða
til stækkunar þeirra eggjafram-
leiðslubúa sem til eru eins og nú
standa sakir.
6. Ekkert hefur komið fram, sem
bendir til þess að eggjaverð
hækki tii bakara og annarra
sem kaupa egg í miklum mæli.
Sú staðhæfing sem fram hefur
komið um hækkað brauðverð við
stofnun dreifingarstöðvar fyrir
egg er því algjörlega úr lausu
lofti gripin.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Aðstoð
Aðstoð óskast til starfa á tannlækningastofu
nú þegar. Um er að ræða heilsdagsstarf.
Umsóknir er greini menntun og starfsreynslu
sendist augld. Morgunblaðsins fyrir mánu-
dagskvöld 31. október merkt: „Aðstoð —
110“.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslustarfa.
Uppl. á staðnum frá kl. 1—3 í dag og næstu
daga.
Álfheimabakaríiö,
Hagamel 67.
Stúlka óskast
eftir að komast í hárgreiöslunám. Mjög
áhugasöm.
Upplýsingar í síma 96-41428.
Snyrtistofa
óskar eftir nema.
Umsókn sendist augl.deild Mbl. fyrir 5. nóv.
merkt: „S — 0505“.
Loðnuskipstjórar
— Útgerðarmenn
Gerum viö kraftlakkið, fiskidælur og yfirför-
um vökvakerfi, áratugsreynsla.
Véltak vélaverkstæöi,
Véltak vélaverslun,
Hvaleyrarbraut 3,
Hafnarfiröi.
Sími: 52160, 50236 og 54315.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Heimili óskast
Óskum eftir að komast í samband við fjöl-
skyldu í Reykjavík eöa nágrenni sem er
reiðubúin að taka að sér 15 ára dreng og
veita honum stuðning og aðhald.
Nánari upplýsingar í síma 74544.