Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 28

Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 t Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS ÞORGEIRSSON, forstjóri, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aö kvöldi miövikudags 26. október. Ingibjörg Kaldal, Leifur Magnúeeon, Kristmann Magnúaeon. t Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir, INGVELDUR GYÐA ÁSTVALDSDÓTTIR, Krókatúni 4a, Akranesi, lést í Landspitalanum þann 27. október. Sigurður Magnúaaon, Sigríóur Siguróardóttir, Erik Jeppeaen. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HÖRDUR SIGMUNDSSON, Flúðaaeli 18, andaöist miövikudaginn 26. október. Þórlaug Guómundadóttir, Þórný Harðardóttir, Helga Haróardóttir. t Bróöir okkar, ÓLAFUR SIGURBERGUR SIGURGEIRSSON, Hl(ó, Eyjafjöllum, lést í Landakotsspítala 26. þessa mánaöar. Syatkini hina látna og fjölakyldur þeirra. t Konan mín, HÓLMFRfOUR MAGNÚSDÓTTIR, Uxahrygg, Rangárvöllum, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands, þriöjudaginn 25. október. Fyrir hönd vandamanna, Guómundur Gíslason. t Sonur minn og bróöir okkar, JÓN BIRGIR DUNGAL, lést 20. þ.m. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Elísabet Dungal, Elín Dungal, Ásta Dungal. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR HELGASON, rafvirkjameiatari, Stykkiahólmi, andaöist í St. Franciskuspitala, Stykkishólmi, mánudaginn 24. október. Útförin fer fram laugardaginn 29. október kl. 14.00 frá Stykkishólmskirkju. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö St. Franciskuspít- ala í Stykkishólmi. Sætaferö veröur frá BSÍ sama dag kl. 8.00. Fyrir hönd vandamanna, Unnur Jónadóttir. Minning: Bóas Valdórsson Ytri-Njarðvík Fæddur 16. aprfl 1911. Dáinn 23. október 1983. { dag fer fram frá Njarðvíkur- kirkju útför Bóasar Valdórssonar, bifreiðavirkja. Hann var fjórða barn af tíu þeirra hjóna Valdórs Bóassonar frá Stuðlum í Reyðar- firði og Herborgar Jónasdóttur frá Hlíðarenda í Breiðdal. Þessi stóri systkinahópur fæddist á að- eins 12 ára tímabili þó ekki væru tvíburar í fjölskyldunni. Það má því ljóst vera að hér var í uppvexti enginn smá meiður af Stuðla-ætt. Sum þessara systkina urðu síðar, má segja, landsþekkt fyrir dugnað og áræði í störfum sínum enda uppvaxtarárin býsna harður en dýrmætur skóli. Þetta heimili á Stuðlum í Reyð- arfirði, en þar var Bóas fæddur, var ekki neitt frábrugðið fjöl- skylduformi þess tíma ef heilsu og atorku naut við hjá foreldrum. En oft var líka vinamissirinn sár þeg- ar skæðir sjúkdómar herjuðu, s.s. barnaveiki, berklar o.s.frv., sem ekkert varð við ráðið á fyrri tím- um. En hver var annars félags- og lífsaðstaðan til að koma upp slík- um barnahóp, sem nálgast að vera eitt „barnaheimili" — í minni sveitarfélögum í dag? Það er tilgangslaust að ætla sér að svara því nú eftir heilan mannsaldur, þannig að börn og barnabörn fái af því rétta mynd, svo er breytingin alger frá þeim tíma. Ekki voru lífsþægindi þá sem þykja sjálfsögð í dag, s.s. raf- magnið, sjálfrennandi vatn, kalt eða heitt, eða vélvæðingin — svo eitthvað sé nefnt. En breytingin mikla, vélaöldin, var skammt und- an og Bóas tók svo sannarlega þátt í henni bæði austur þar og á vertíðum í Vestmannaeyjum og víðar. Það þótti vel skipað í skip- rúm þar sem hann var, sama hvaða vandi var á ferðum. Hann vissi að lífsbaráttan var hörð og óvægin á hans unglingsárum. Félagsleg samhjálp í formi löggjafar, er við þekkjum nú í dag, var fjarlægur draumur. Það var engum „félagsmála- pakka" dreift til barnmargra heimila í bæ eða byggð. Litli jólapakkinn var það eina sem börn þeirra tíma gátu hlakk- að til að fá þegar best lét með heimilishaginn. En sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, stendur þar. Bóasi hlotn- aðist sú gæfa að fá í vöggugjöf hið dýrmætasta frá sínum foreldrum. í honum bjuggu eðliskostir feðr- anna sem komu að ómetanlegum notum í lífsbaráttunni, og siðar kom í ljós að þrek hans og jafnað- argeð varð honum stórkostleg lyftistöng í langvarandi heilsu- leysi í um 30 ár. Þrátt fyrir þessa erfiðleika var það hann sem gaf ætíð styrk og gleði til samtíðar sinnar en þáði minna af henni. Bóas var með af- brigðum starfssamur og duglegur strákur frá æskuárum. Okkur sem gjörla þekktum til á hans yngri manndómsárum, kemur ekki á óvart þótt hann hafi ofgert heilsu sinni og þreki, svo var kappið mik- ið, ósérhlífni og hin órjúfandi hjálpfýsi við vini og ættingja. Fórnfýsi hans við að hjálpa ást- ríkri móður með uppeldi á yngri systkinum og fósturbörnum henn- t Útför eiginmanns mins, fööur okkar og tengdafööur, BJÖRNS HALLDÓRSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunnl, föstudaginn 28. október kl. 13.30. Marta Pétursdóttir, Pétur Björnsson, Guðrún Vilhjélmsdóttir, Svava Björnsdóttir, Kolbeinn Árnason. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, JÓNS J. INGIBERSSONAR, Brekkustíg 2, Njarðvík, fer fram frá Ytri-Njarövíkurklrkju, laugardaginn 29. október kl. 2. Hulda Einarsdóttir, Einar Jónsson, Hafdís Garðarsdóttir, Jón, Garðar og Hulda Einarsbörn. LOKAÐ Vegna jarðarfarar Björns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra, veröur skrifstofum og vörugeymslu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lokað eftir hádegi, föstudaginn 28. október 1983. Sölumiöstöö Hraöfrystihúsanna. Útför t PERLU HÖSKULDSDÓTTUR, Hélsasveit, Hellubæ, fer fram frá Reykholtskirkju, laugardaginn 29. október kl. 2 e.h. Sætaferöir veröa frá Umferöarmiöstööinnl að vestanveröu kl. 10.30 sama dag. Fyrir hönd vandamanna, Jens Pétursson og börn. Kveðjukaffi- Hlýleg salarkynni fyrír erfisdrykkju og ættarmót. Upplýsingar og pantanir í síma 11633. / KvoóinriL Catú Roaenbarg. ar verður vart metin, enda ætiað- ist hann áreiðanlega ekki til þess. Vinnugieði hans og létta lund meðal samtíðar sinnar verður ennfremur ekki þökkuð sem skyldi. Glettnin græskulaus, hlýj- an og bros á vör í leik eða vinnu gleymast þeim ei er nutu samveru hans. Þessir dýrmætu meðfæddu eðl- iskostir voru í svo ríkum mæli hjá Bóasi að allt fram á þennan dag minnast gamlir félagar hans frá vertíðarárunum í Vestmannaeyj- um þeirra þó nú sé yfir hálf öld síðan þeir störfuðu með honum þar. Aðeins 16 ára kemur Bóas úr afskekktri sveit á Austurlandi til að stunda sjósókn í Vestmanna- eyjum, meðal annars hjá hinum þekktu útgerðarmönnum Eyjólfi Gíslasyni frá Bessastöðum og Guðlaugi Brynjólfssyni frá Odda. Voru þessi ár hans í Eyjum hon- um mjög hjartfólgin og minnis- stæð. Náin tengsl héldust ætíð síð- an milli þessara sægarpa og Bóas- ar. Þeir lofuðu dugnað hans og kunnu að meta hans sérstöku ljúf- mennsku í harðri sjósókn. Það hlýtur að vera meira en lít- ið mannbætandi að kynnast slík- um mannkostum, sem gefa um- hverfi sínu hlýju og sjá fyrst og fremst bjartari hliðar sinnar sam- tíðar. Þeir sem bera gæfu til þess að brosa við tilverunni og hreinsa hið mannlega andrúmsioft af drunga og deyfð, gefa ómetanlega mikið til samfélagsins. Bóas var einn af þeim. En þó þessi góði drengur, sem nú er kvaddur, hafi mikið gefið á lífsleiðinni þá hefur hann einnig hlotið gæfu og gleði með gjöfum forsjónarinnar. Árið 1939, 19. september, kvæntist Bóas eftirlifandi konu sinni Margréti Eiríksdóttir, dótt- ur hinna vinsælu merkishjóna Eiríks Sigurðssonar, kennara, og Kristínar Sigbjörnsdóttur, ættuð- um af Fljótdalshéraði. Hjónaband Bóasar og Margrétar var farsælt og gæfusamt. Fyrstu búskaparárin voru að mestu austur á Reyðarfirði þar sem Bóas stundaði bifreiðaakstur en þó aðallega bifvélavirkjun. En sem áður getur fór heilsan að dvína fyrir um 30 árum og var þá fjölskyldunni talið rétt að flytja um set af heilsufars- ástæðum. Heimili hennar hefur því verið í Ytri-Njarðvík síðan. Þar hafa synirnir vaxið upp og notið ástúðar foreldra meðan þroski og mennt hefur búið þá undir lífshlaupið. Elstur er Eðvald, húsameistari, kona hans er Sigrún Albertsdótt- ir, þá Valdór, trésmiður, giftur Rósu Gústafsdóttur, yngstur er Eiríkur, garðyrkjufræðingur, gift- ur Matthildi Bjarnadóttur. Barna- börnin eru orðin 7. Það voru stór- ar gleðistundir fyrir afann og ömmuna að dvelja með þessum föngulega barnahópi, ekki síst í sumarbústað þeirra, Dalbrekku í Mosfellssveit, en þar eyddi Bóas tómstundum sínum æ oftar eftir því sem þrek og heilsa leyfði nú hin síðari ár. Við í hinum stóra vinahópi Bó- asar Valdórssonar og fjölskyldu hans sendum nánustu ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, og þökkum fyrir ljúfa og ógleymanlega samfylgd á liðnum árum. Blessuð sé minning hans. Eðvald B. Malmquist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.