Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Sameinuðu þjóóirnar: Innrásin hörmuð — ísland greiddi þvf atkvæði ÍSLANI) var í hópi 108 ríkja, sem greiddu atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna með tillögu, þar sem hörmuð var innrás Bandaríkjamanna og sex ríkja í Karíbahafi á Grenada. Níu ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni, þ.e. Bandaríkin, fsrael og karabísku ríkin sex auk E1 Salvador. 27 ríki sátu hjá, þeirra á meðal fjögur NATO-ríki, Bret- land, V-Þýskaland, Kanada og Luxemborg. Önnur ríki banda- Spurningar og svör á landsfundi: Ráðherraval á valdi þingflokks Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæöisflokksins, kvað það í valdi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hverju sinni, hverjir væru ráðherrar, er hann var spurður á landsfundi í gærkvöldi, hvort ekki væri eðlilegt, að nýr formaður flokksins yrði ráð- herra. Hann kvaðst vilja bæta því við, að núverandi ráðherrar hefðu verið kjörnir til þeirra starfa þar til stjórnarsamstarf- inu lyki og hann taldi ekki líkur til, að þar yrði breyting á. Á móti því aö Ieggja Framkvæmda- stofnun niður Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, kvaðst vera á móti því að leggja Framkvæmda- stofnun niður, er hann svaraði fyrirspurn þessa efnis á lands- fundi í gærkvöldi. Hinsvegar sagðist hann vilja standa að því, að sníða núverandi vankanta af lögum um stofnunina. Ekki launalækkun hjá þingmönnum og ráðherrum Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, svaraði neit- andi fyrirspurn á landsfundi um, hvort ekki ætti að lækka laun þingmanna og ráðherra um 10%, til að koma til móts við verka- lýðshreyfinguna. Albert kvað störf þessi erfið og krefjandi og síst of vel launuð, eins og nú væri háttað málum. FramboÖ minna en eftirspurn Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði framboðið minna en eftir- spurnina, ef eftirspurnin væri einhver eftir því að hann byði sig fram til varaformannsembættis í Sjálfstæðisflokknum. Fyrirspurn þess efnis kom til Davíðs, en ráðherrar flokksins og borgar- stjóri sátu fyrir svörum lands- fundarfulltrúa í gærkvöldi. lagsins greiddu atkvæði með til- lögunni og eins öll Norðurlöndin. Tillagan var í fimm liðum. f hinum fyrsta var innrásin alvar- lega hörmuð („deeply deplored") og hún m.a. sögð brot á alþjóða- lögum. Harmað var að saklausir óbreyttir borgarar hafi látið lífið; hvatt er til þess að öll ríki virði sjálfstæði Grenada; hvatt til að öll erlend ríki verði á brott með hersveitir sínar og loks var aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna falið að gefa þinginu skýrslu um stöðu mála á Grenada innan 72 stunda, skv. þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Ingva S. Ingvarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu, í gærkvöldi. Atvinnuleysisskráning í Reykjavík: 100% aukning frá í fyrra SKRÁÐIR atvinnulausir í Reykja- vík í gær, 3. nóvember, voru 265, 129 karlar og 136 konur. Til sam- anburðar voru á sama tíma á síð- astliðnu ári skráðir 124 atvinnu- lausir í Reykjavík, 82 karlar og 42 konur. Aukningin milli ára er meiri en 100% og áberandi er hvað aukning atvinnuleysis er meiri meðal kvenna en karla. Húsavík: .“’Œlírfll Morgunblaðið/ Sigurgeir Guðrún GK gerir klárt til að kasta á háhyrning á sfldarmiðunum austan við Vestmannaeyjar. Sighvatur Bjarnason með gott kast í nótinni. Á innfeildu myndinni má sjá háhyrning dóla utan við nótina og bíða eftir sfld. Háhyrningaveiðar ganga treglega vegna brælu „ÞETTA gengur ekkert eins og er enda er bræla og við höfum ekkert kastað ennþá. En það er fullt af háhyrningum hér — ætli háhyrningastofninn sé ekki eini stofninn, sem er vannýttur," sagði Jón Gíslason, skipstjóri á Guðrúnu GK, sem nú stundar háhyrninga- veiðar við Ingólfshöfða. Jón sagði að Sædýrasafnið í Hafnarfirði, sem stendur að veiðunum, hafi fengið leyfi til að veiða fimm dýr á þessari vertíð. Ellefu manna áhöfn er á Guðrúnu. „Við fórum út á þriðjudaginn og höfðum verið einn dag úti áður,“ sagði Jón Gíslason. „Það hefur verið leiðindaveður og það hefur hamlað veiðum — en eins og ég sagði er nóg af skepnum hérna, enda vaðandi síld, þótt hún sé mjög blönd- uð, að minnsta kosti á vissum svæðum." Jón sagðist ekki ætla sér að koma í land aftur fyrr en veiðarnar hefðu borið árangur, það ættu ekki að þurfa að verða margir dagar. 150 manns sagt upp vegna hráefnisskorts FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hef- ur sagt um 150 starfsmönnum í frystihúsi sínu vegna hráefnisskorts. llppsagnirnar taka gildi á fimmtu- daginn eftir viku. Togarinn Kol- beinsey kom inn með 60 tonna afla nýverið, en ekki er gert ráð fyrir að sá afli endist nema fram á mánudag. „Júlíus Hafstein, sem verið hef- ur í Slipp, kemur hingað um helg- ina og fer svo á veiðar. Hvoru megin við næstu helgi hann kemur inn aftur, veit ég ekki, það fer eft- ir veðri og vindum, en ég vonast til að fólkið verði endurráðið sem fyrst,“ sagði Hermann Larsen, hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. „Þetta er ekkert einsdæmi að það hafi verið hráefnisskortur á þessum tíma, þó þetta sé ef til vill óvenju snemma, en við höfum misst út báta, tveir eru á síld og Tvær sölur erlendis TVÖ SKIP seldu afla sinn erlendis í gær. Ársæll Sigurðsson frá Hafnarfirði seldi 59,3 tonn í Grimsby fyrir tæpar 1,8 milljónir. Meðalverð var 30,31 króna. Engey seldi í Cuxhaven 132 tonn fyrir tæplega 3,6 milljónir króna. Með- alverð var 27,13 krónur. verið er að skipta um vél í einum og Júlíus var heldur lengri tíma í slipp en gert var ráð fyrir í upp- hafi. En það er ekki óvenjulegt að það hafi verið gæftaleysi á þessum tíma og frekar lítið um hráefni," sagði Hermann ennfremur. I október voru ríflega 40 á at- vinnuleysisskrá á Húsavík, sem er lakara ástand en var á sama tíma í fyrra, að sögn Snæs Karlssonar, starfsmanns verkalýðsfélags Húsavíkur. Það fólk sem sagt hef- ur verið upp störfum fer á at- vinnuleysisskrá. „Maður verður bara að vona að þetta ástand ríki sem allra, allra styst," sagði Snær ennfremur. Dr. Kristján Eldjárn á nýju frímerki NYTT frímerki með mynd af dr. Kristjáni Eldjárn, fyrrum forseta ís- lands, kemur út á fæöingardegi hans, 6. desember, en þá hefði dr. Kristján orðið 67 ára. Krabbameinssjúklingar í meðferð til annarra landa? — Stöðvun framkvæmda við K-álmu blasir við — 4% af áætlaðri þörf í fjárlagafrumvarpi 1984 MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá læknaráði Landspít- alans: „Allt frá árinu 1980 hefur Al- þingi veitt fé til undirbúnings byggingar svonefndrar K-álmu Landspítalans. I K-álmu Landspítalans er m.a. ætlað að koma upp aðstöðu fyrir krabbameinslækningar, bæði geisla- og lyfjameðferð. Geislameðferðartæki er nú að- eins eitt og svarar alls ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar um ná- kvæmni meðferðar. Húsnæði fyrir nýtt geislameð- ferðartæki, svonefndan línuhrað- al, er ekki til og kann því svo að fara að senda verði krabbameins- sjúklinga í meðferð til annarra landa í verulega auknum mæli. í K-álmu er einnig ætlað að koma fyrir skurðstofum, en fjöldi skurðaðgerða á Landspítala er nú um 4 þúsund á ári og hefur fjölgað um 40% á síðasta áratug og eru nú mun stærri og flóknari en áð- ur, en aðstaða hins vegar lítið sem ekkert breyst síðustu tvo áratugi. Þá er rannsóknastofum og stoð- deildum ætlað húsnæði í K-álmu, en þær eru nú í mjög þröngu og óhentugu húsnæði á mörgum stöðum í spítalabyggingunni. Hönnun K-byggingar er nú langt á veg komin og útboðsgögn fyrir 1. hluta hennar, svokallaðan lagnagang, tilbúin. Áætlað hafði verið í samráði við stjórnvöld að hefja framkvæmdir nú í haust fyrir fé það sem veitt hafði verið til þessa verks. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 er hins vegar áætlað 2,3 milljónum króna til verksins, eða aðeins rúmum 4% af áætlaðri þörf og mun það óhjákvæmilega leiða til stöðvunar framkvæmda. Stjórn læknaráðs Landspítalans varar við þeim afleiðingum sem það kann að hafa að stöðva nú framkvæmdir við K-álmu Land- spítalans og skorar á viðkomandi stjórnvöld að beita sér fyrir því að fjárveiting fáist til þess að hefja megi framkvæmdir á þessu ári eins og áætlað hafði verið.“ Frímerkið verður i tveimur verðgildum, rautt sjö króna merki og blátt merki að verðgildi 6,50 krónur. Teiknari var Þröstur Magnússon. Skýrslan um freð- fiskbirgðir: Frá viöskipta- ráðuneyti, ekki Seðlabanka TÖLUR þær sem Mbl. birti í gær um birgðaaukningu freðfisks á Bandaríkjamarkaði, og í öðrum helstu viðskiptalöndum okkar, eru samkvæmt skýrslu frá viðskipta- ráðuneytinu, en ekki Seðlabanka íslands, eins og ranglega var sagt í fréttinni. Mbl. biður alla þá er hlut eiga að máli velvirðingar á þessu ranghermi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.