Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Peninga- markadurinn GENGiSSKRÁNING NR. 207 — 03. NÓVEMBER 1983 Kr. Kr. Toll- Kin. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 27,960 28,040 27,940 1 Si.pund 41,597 41,717 41,707 1 Kan. dollar 22,680 22,745 22,673 1 Doiukkr. 2,9327 2,9411 2,9573 1 Norsk kr. 3,7762 3,7870 3,7927 1 Sa-n.sk kr. 3,5611 3,5713 3,5821 1 Fi. mark 4,9104 4,9245 4,9390 1 Fr. franki 3,4732 3,4831 3,5037 1 Belg. franki 0,5201 0,5216 0,5245 1 8». franki 12,9956 13,0328 13,1513 1 Holl. gyllini 9,4319 9,4589 9,5175 1 V-þ. mark 10,5699 10,6001 10,6825 1 ÍLlíra 0,01740 0,01745 0,01754 1 Austurr. sch. 1,5020 1,5063 1,5189 1 Port escudo 0,2222 0,2228 0,2240 1 Sp. peseti 0,1825 0,1830 0,1840 1 Jap. ven 0,11945 0,11979 0,11998 1 írskt pund 32,849 32,943 33,183 SDR. (Sérst. dráttarr.) 02/11 29,5549 29,6393 1 Belg. franki 0,5140 0,5155 Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. október 1983 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjoösbækur.............32,0% 2. Sparisjóðsreikningar. 3 mán.1).34,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. '*... 36,0% 4. Verötryggöir 3 mán. reikningar.0,0% 5. Verðtryggöir 6 mán. reikningar.. 1,0% 6. Ávisana- og hlaupareikningar. 11,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum...... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0% c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir... (27,5%) 30,5% 2. Hlaupareikningar ... (28,0%) 30,5% 3. Afuröalán, endurseljanleg (25,5%) 29,0% 4. Skuldabréf .........(33,5%) 37,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstimi minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstimi minnst 2% ár 2,5% c. Lánstimi minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán..............4,75% Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphaeö er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir október 1983 er 797 stig og er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavisítala fyrir október—des- ember er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf i fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. % |Her inn á lang -I- flest heimili landsins! 2 Sjónvarp kl. 22.20: „Fórnarlambið“ Drengur fremur sjálfsmorð í fangaklefa — var hann saklaus? Bíómynd kvöldsins, „Fórnar- lambið", hefst á því að lögreglan er á hælum Jack Barretts, sem er á flótta eftir að hafa stolið 2.300 pundum (taeplega 100.000 krón- um) úr fjárhirslum fyrirtækis þess, sem hann vann hjá. Jack er ósköp venjulegur 23ja ára gamall, löghlýðinn og vel lið- inn drengur. Þegar hann er hand- tekinn, er hann gersamlega aura- laus. I Ijós kemur að hann hefur ekki eytt peningunum í föt, kven- fólk, né heldur næturlíf og vekur það upp spurningu um hvað hafi orðið um alla seðlana. Eina svar- ið við þeirri spurningu, telja rannsóknarlögreglumennirnir, var, að drengurinn hafi verið beittur fjárkúgun. Á meðan Jack var á flótta kynntist hann vel virtum og vel giftum málafærslumanni, að nafni Melville Farr. Er rannsókn- arlögreglan kemst á snoðir um samband þeirra, vill hún vita hvernig standi á vináttu svo mik- ilsmetins manns og drengsins Jack. Melville neitar alfarið að kannast við drenginn. Hann er viss um að hann ætli að beita sig fjárkúgun. Jack reynir árangurslaust að ná sambandi við Melville, sem neitar að tala við hann, eða hitta hann. Lokst fer svo að veslings drengnum er stungið í steininn og þar fremur hann sjálfsmorð I fangaklefa sínum. Er Melville fréttir af dauða Jacks, gerir hann sér loks grein fyrir sakleysi hans og því að Jack hafi í raun verið fjárkúgaður. Þá hefur hann mikla leit að þeim mönnum, sem kynnu að hafa haft ástæður til að kúga út úr honum fé. Sú leit kost- ar Melville mikla vinnu og kann auk þess að hafa afdrifaríkar af- leiðingar fyrir hjónaband hans og framtíð hans sem málafærslu- manns. Fyrir vikið verður myndin sennilega stórskemmtileg og þó nokkuð spennandi. Melville verður mikið um er hann fréttir af dauða Jacks. Hann ákveður að láta hendur standa fram úr ermum og finna mennina sem eiga sök á dauða hans. „Ekta glæpé“ kl. 22.20 í kvöld. Útvarp kl. 22.35: TRAÐIR nýr tónlistarþáttur „Ég held að ég geti ekki, með góðri samvisku, sagði að þáttur- inn fjalli um þjóðleg efni, þó að nafnið gefi það kannski til kynna," sagði Gunnlaugur Ingvi Sigfússon, og hló að fjarstæðu- kenndum hugmyndum viðmæl- anda síns um efni þáttarins. „Hér er nefnilega tónlistarþáttur á ferðinni,“ sagði hann. „Þessi þátt- ur verður á dagskránni annað hvert föstudagskvöld og verður þessi númer tvö í röðinni. Ég hef hugsað mér að spila tónlist sem heyrist lítið í útvarpinu. Það er að segja, að þetta verður ekki klass- ísk tónlist, né heldur diskótónlist, eða þau lög, sem eru á vinsældar- listum á hverjum tíma. Ég ætla að reyna að koma sem víðast við. í þessum þætti spila ég til dæmis lög með hljómsveitunum Public Image, Undertones, The Glove, Depech Mode og Richard Thomp- son. Þetta er fyrsti útvarpsþáttur- Gunnlaugur I. Sigfússon inn, sem ég sé um, en ég hef verið viðloðandi tónlist í gegnum tíðina. Ég vann í hljómplötuverslun í nokkur ár og var til dæmis fyrsti maðurinn sem ráðinn var til starfa hjá Steinum hf., en þú þarft nú ekkert að taka það fram... Svo hef ég skrifað hljómplötugagnrýni í Helgarpóst- inn síðastliðin þrjú ár. Hvernig hefur þú hugsað þér að byggja þáttinn upp í framtíðinni? „Þátturinn er ekki fastmótaður enn, en ég er þó ákveðinn í einu,“ sagði hann, „og það er að spila enga þá tónlist, sem ég get ekki hugsað mér að hlusta á sjálfur og hana nú!“ Og með þessum orðum var Gunnlaugur þotinn út í vetr- arkuldann á leið í Búnaðarbank- ann, þar sem hann vinnur öllu jöfnu. Útvarp Reykjavík FÖSTUDIkGUR 4. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Ilaglegt mál. Gndurt. þáttur Erlings Sigurð- arsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Birna Friðriks- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að vagnhjóli“ eftir Meindert DeJong. Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sína (26). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn (RIJVAK). 11.05 „Allt er betra en einlífi" smásaga eftir Jórunni Ólafs- dóttur. Höfundur les. 11.40 Edith Piaf syngur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Dagurinn, þegar Stalín dó“, smásaga eftir Knud Sör- ensen. Nína Björk Árnadóttir les þýðingu sína. 14.30 Miðdegistónleikar. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur þátt úr Ser- enöðu op. 22 fyrir strengjasveit eftir Antonín Dvorak; Neville Marriner stj./ Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur „Nótt á Nornagnýpu“ tónverk eftir Modest Mussorgský; Leo- pold Stokowski stj. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiríksdóttir kynnir ný- útkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Aldo Ciccolini og Parísarhljóm- sveitin leika Píanókonsert nr. 4 í c-moll op. 44 eftir Camille Saint-Saéns; Serge Baudo stj./ Sinfóníuhljómsveit franska út- varpsins leikur „Ljósgyðjuna", hljómsveitarverk eftir Paul Dukas; Jean Martinon stj. 17.10 Síðdegisvakan. KVÖLDIÐ 18.00 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Vísnaspjöll. Skúli Ben fer með lausavísur og greinir frá til- drögum þeirra. b. Hleiðrargarðsskotta. íslensk þjóösaga. Áskell Þórisson les. c. „Stökkið" smásaga eftir Þóri Bergsson. Kristín Waage les. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Hljómskálamúsík. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyrar. Um- sjón: Óðinn Jónsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig- fússon. 23.15 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. SKJftNUM FÖSTUDAGUR 4. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Umsjónarmaður Edda Andrés- dóttir. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn Ingvi V. Hrafn Jónsson og Ögmundur Jónasson. 22.20 F'órnarlambið (Victim) Bresk bíómynd frá 1962. Iæikstjóri: Basil Dearden. Aðalhlutverk: Dirk Bogarde, Sylvia Syms og Dennis Price. Málafærslumaður nokkur kennir sjálfum sér um dauða pilts sem fyrirfer sér í fanga- klefa. Hann ásetur sér að finna fjárkúgara þá, sem neyddu pilt- inn til að gerast þjófur, þótt það kosti hann sjálfan míklar fórn- ir. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.05 Dagskrárlok 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.