Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Skuldir útvegs að megin- efni uppsafnaðir vextir — eftir dr. Magna Guðmundsson Svokallað pennastrik fjármála- ráðherra, sem fól í sér tillögu um útstrikun skulda í útvegi, kann á yfirborðinu að virðast fljótfærn- isleg, en er það hins vegar ekki, ef nokkru dýpra er kafað. Það er að vísu rétt, að skuldareftirgjöf getur verið ranglát gagnvart þeim, sem ekki skulda, svo og gagnvart þeim, sem skulda og standa í skilum. En á það verður að líta, hvernig skuld er til orðin. Á síðustu árum hafa nálega öll lán til útvegs, bæði fiskveiði- og fiskvinnslugeirans, verið verð- tryggð eða gengistryggð. Vegna sí- felldra gengisfellinga og verð- bólgu, sem þetta lánakerfi átti sjálft drjúgan þátt í að valda, hef- ir höfuðstóll þessara lána hlaðizt upp með ógnarhraða. Frétt, sem nýlega var birt í sjónvarpi, af lán- um Bæjarútgerðar Reykjavikur, gaf góða hugmynd um þetta. Ég ætla ekki að skrá neinar tölur frá einstökum fyrirtækjum, en einfalt dæmi getur skýrt þróunina. Frá miðju ári 1982 til sama tíma 1983 hækkaði lánskjaravísitala um nál. 85%. Hugsum okkur fyrirtæki, sem fær lán með þessum kjörum að upphæð kr. 10 millj. og greiðir áriega fastavexti (sem eru lágir), en getur ekki staðið skil á verð- bótaþætti — hvorki afborgun né þeim hluta verðbótaþáttar, sem leggjast á við höfuðstól lánsins. Ef svo heldur áfram í 2 ár, er skuldin orðin kr. 34,2 millj. (meira en þre- földun), eftir 4 ár kr. 117,1 millj. (nál. tólfföldun). Má af þessu sjá, hve óðfluga skuldarsöfnunin getur orðið með giidandi vaxtakerfi. Lánskjaravísitala hefir vissu- lega ekki alltaf verið svona há, en hún hefir líka náð hærra, t.d. frá sept. ’82 til sept. ’83, þegar hún óx um 96%. Aðalatriðið er það, að sjávarafurðir lúta verði, sem ræðst á heimsmarkaði. Fiskfram- ieiðendur verða að sætta sig við það verð. Þeir geta ekki hækkað það til að mæta auknum fjár- Dr. Magni Guðmundsson „Tillaga fjármálaráð- herra er raunhæf, ef lán til útvegs væru umreikn- uð frá þeim degi, sem til þeirra var stofnað, og til dagsins í dag með því sem kalla mætti normal vexti (8—9% p.a.).“ magnskostnaði. Það geta hins veg- ar aðrar atvinnugreinar, sem seija vöru eða þjónustu á innanlands- markaði. Þær geta velt vöxtunum út í verðlagið yfir á neytendur. Þegar útflutningsfyrirtækin eru orðin mjög skuldug, hjálpar gengislækkun ekki neitt, því að hún eykur skulda- og vaxtabyrð- ina að sama skapi. Það er vandséð, hvernig íslenzk- ur útvegur getur borið meiri fjár- magnskostnað en keppinautar okkar í t.d. Noregi. Skuldir útvegs- ins eru að meginefni uppsafnaðir vextir (okurvextir). Tillaga fjár- málaráðherra er raunhæf, ef lán til útvegs væru umreiknuð frá þeim degi, sem til þeirra var stofnað, og til dagsins í dag með því sem kalla mætti normal vexti (8—9% p.a.). Ég er hræddur um, að það, sem umfram er, verði að jafna með einum eða öðrum hætti fyrr eða síðar. Loks vil ég leyfa mér að segja, að engu heiðarlegra er að veita lán en taka með kjörum og skilmálum, sem ekki er unnt að standa við. Slíkt grefur undan fjármálalegu siðgæði. Dr. Magai Guðmundsson hagfræð- ingur hefur starfað sem sérfræð- ingur íýmsum ráðuneytum, nú síð- ast í forsætisriðuneytinu. „Hálft í hvoru“ á Norðurlandi Sönghópurinn „Hálft í hvoru“ mun kynna nýja breiðskífu sína „Áfram“ í tónleikaferð um Norður- land nú á næstu dögum. í þeirri ferð verður komið við á eftirtöldum stöðum: Föstudag 4. nóv. á Blönduósi, sunnudag 6. nóv. í Hrísey, mánudag 7. nóv. á Húsavík, þriðjudag 8. nóv. á Laugum, S-Þingeyjarsýslu, miðviku- dag 9. nóv. í Miðgarði, Skagafirði, fimmtudag 10. nóv. á Siglufirði, föstudag 11. nóv. á Sauðárkróki. Nýlega fór „Hálft í hvoru“ í ferð um Austurland og fékk góðar viðtökur. í desember hyggur sönghópurinn á tón- leikaferð til Noregs. TOMMI TOMMI 200 tonn af hamborgurum! Nú erum viö búin aö framleiöa hamborgara úr yfir 200 tonnumaf^^ UN nautakjöti sem er bezta nautakjöt sem framleitt er á íslandi en þaö er þaö sem viö notum eingöngu í okkar hamborgara. Til gamans má geta þess: aö 200 tonn af nautakjöti samsvara yfir 1200 NAUTUM, aö 200 tonn af nautakjöti er yfir 1.300.000 HAMBORGARAR, aö þar sem hver og einn hamborgari er rúmlega 12 cm í þvermál þá næöu þeir lagöir hliö viö hliö yfir 150 KM VEGALENGD, aö þaö er lengra heldur en allur Þingvallahringurinn og PÆLIÐI í ÞVÍ. 0) r And someiimes l just sta. f Kjötiðnaöarmaöurinn okkar Jónas Þór (Nasi), handleikur allt kjöt sjálfur og passar uppá gæðin sem eru hans stolt, hann borðað tvo „Tomma” á dag 5 daga í viku í tvö og hálft ár, geri aörir betur. I tilefni af þessu bjóðum við öllum upp á tvo frimiöa en hver þeirra virkar þannig að ef þú kaupir einn HAMBORGARA þá færðu annan eins ókeypis út á FRÍMIOANN hvort sem þú kaupir EIN- FALDAN, TVÖFALDAN eða ÞREFALDAN, einn eða fleiri það er ekkert takmark, klippið bara frímiöann út oa komiö með þá en þeir gilda á öllum TOMMAHAMBORGARASTOÐUM. iLiznn ií’ít:í:i Tommahamborgarar Grensásvegl 7. T ommahamborgarar Laugavegl 26. Tommahamborgarar Lækjartorgi. T ommahamborgarar Hafnarfiröi. Tommahamborgarar Fitjum Njarövík. Tommahamborgarar Keflavík. FRIMIÐI Ef þú kaupir einn TOMMAHAMBORGARA færóu annan eins frítt. Gildir út nóv. 1983. ANNAR AFSLÁTTUR EKKI i GILDI. FRIMIÐI. Ef þú kaupir einn TOMMAHAMBORGARA færðu annan eins frítt. Gildir út nóv. 1983. ANNAR AFSLÁTTUR EKKI I GILDI. T0M itmu] T0M Sunnlenzkar kon- ur safna fyrir són- artæki á laugardag MORGliNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétt frá Sambandi sunnlenskra kvenna: Að frumkvæði Sambands sunn- lenskra kvenna stendur nú yfir fjársöfnun til kaupa á sonar-tæki, sem gefa skal Sjúkrahúsi Suður- lands. Tækið er gefið til minningar um Guðmund Jóhannesson, lækni, en eins og öllum Sunnlendingum er kunnugt var Guðmundur einn að- alhvatamaður að stofnun krabba- meinsleitarstöðvar við Sjúkrahús Suðurlands og vann þar allt til dauðadags. Margir einstaklingar og félaga- samtök hafa þegar lagt þessu máli lið. Búið er að panta tækið og greiða inn á það, og mun það verða tilbúið til afgreiðslu nú í lok nóv- ember. Enn vantar nokkurt fjármagn til þess að hægt verði að inna lokagreiðsluna af hendi. Á formannafundi SSK, sem haldinn var í Brúarlundi í Landsveit sl. laugardag, var samþykkt, að laugardaginn 5. nóvember nk. skuli fara fram almenn söfnun á Suðurlandi til þess að ná settu marki. Munu kvenfélagskonur ganga í hús, hver á sínu félags- svæði, og gefa öllum tækifæri til þess að leggja þessu máli lið. Upp- hæðin þarf ekki að vera há hjá hverjum og einum, því að margt smátt gerir eitt stórt. Einnig munu formenn allra kvenfélag- anna veita framlögum i sjóðinn viðtöku. Þá er hægt að leggja fé inn á sparisjóðsbók nr. 16774 í Landsbanka íslands á Selfossi. Það er von söfnunarnefndar, að Sunnlendingar taki höndum sam- an nk. laugardag og leggi þörfu máli lið, um leið og þeir heiðra minningu Guðmundar heitins Jó- hannessonar læknis. Hér fer á eftir ávarp Daníels Daníelssonar yfirlæknis á Selfossi í tilefni af söfnuninni: Af hálfu nefndar þeirrar er annast kaup á sonar-tæki sem áformað er að afhenda Sjúkrahúsi Suðurlands sem minningargjöf um Guðmund heitinn Jóhannes- son, lækni, hefi ég verið beðinn að fara nokkrum orðum um eðii og notagildi slíks tækis. Tæki þessi sem eru einskonar bergmálsmælar byggja á hlið- stæðum grundvallaratriðum eins og dýptarmælar og asdic-tæki fiskiskipanna. Þannig eru hljóð- bylgjur af ákveðinni tíðni notaðar við þessar rannsóknir. I upphafi voru þessi tæki nær einvörðungu notuð til þess að greina fóstur í legi, ákvarða aldur þess, greina staðsetningu fylgju o.s.frv. Fljótlega gerðu menn sér þó ljóst að unnt var að nota þessi tæki til fjölmargra annarra rann- sókna og hefir notkunarsvið þess- ara tækja aukist gífurlega á síðari árum. Þannig koma sonar-tækin að mestum notum við ýmsar þær rannsóknir sem röntgen-tæki ná síður til. Svo sem flestir vita eru röntgen-tæki mjög heppileg til þess að rannsaka bein og aðra þá harða hluti, sem röntgen-geislarn- ir fara takmarkað eða ekki í gegn- um. Hins vegar eru röntgen-tækin mun síðri við athugun á mjúkum líkamshlutum. Einmitt við rannsóknir á slíkum líkamshlutum svo og ýmiss konar æxlum hafa sonar-tækin reynst gífurlega þýðingarmikil. Þannig eru þau mjög notuð við greiningar á ýmiss konar æxlum í kviðar- og grindarholi. Ómetanleg eru son- ar-tækin við rannsóknir á nýrum, briskirtli, lifur og gallvegum. Við rannsóknir á þessum líffærum tekur sonar-inn í mörgum tilfell- um langt fram röntgen-tækjum, þótt oft fáist bestur árangur með því að beita báðum tækjunum saman við slíkar rannsóknir. Ég vona að af þessum fátæklegu upplýsingum geri menn sér ljóst hversu mjög gæði þjónustu röntgen-deildar Sjúkrahúss Suð- urlands muni geta aukist við til- komu þessa nýja tækis. Daníel Daníelsson yfirlæknir. 278 lesta bátur til Neskaupstaðar NeskaupsUð, 1. nóvember. NÝLEGA var keyptur hingað 278 lesta stálbátur, Fylkir NK 102. Bát- urinn var smíðaður á Akureyri 1966 og hét áður Pálmi BA og var gerður út frá Patreksfirði. Báturinn verður gerður út á fiskitroll og síðar á rækju. Eigendur Fylkis eru feðgarn- ir Garðar Lárusson og Gísli Garð- arsson. Sigurbjdrg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.