Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 35 mjög í óhag. Kanadamenn vilja hafa meira samstarf við íslend- inga til að draga úr skaðlegri sam- keppni á markaðnum vestra, því Kanadamenn og íslendingar eru stærstir á markaðnum. Coldwater Seafood Corp. hefur þverskallast við þessum óskum, en Iceland Sea- food Inc. hefur sýnt mun meiri skilning á gildi slíks samstarfs. Mér finnst þetta vera svo athygl- isvert mál, sérstaklega aðhalds- leysi viðskiptaráðuneytisins gagn- vart sölusamtökunum, að um það eigi að fjalla á síðum Morgun- blaðsins. Viðskiptaráðuneytið á að vera andlit þjóðarinnar útávið í fiskmarkaðsmálum og móta stefn- una, ekki þeir sem eru í forsvari fyrir sölusamtökunum. Þriðja atriðið er ég vildi nefna í sambandi við greinar Björns er það, að ástæðan fyrir ríkisafskipt- um af stóru útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjunum eiga rót sína að rekja til þess að hið opin- bera gat ekki sætt sig við það hvernig þau höguðu sér. Starfsemi auðhringa hentar alls ekki að mínu mati í strjálbýlum fiskveiði- héruðum þar sem atvinnulíf er einhæft. Fyrirtækin á Nýfundna- landi færðu nefnilega fjárfest- ingarnar á milli staða eftir þvi hvernig veiðarnar gengu í hverj- um landshluta í hvert skipti. Þeg- ar fært var út í 200 mílur árið 1977 var vitað að sú aflaaukning er af útfærslunni leiddi myndi fyrst og fremst koma fram á austur- og norðurströnd Nýfundnalands því þar höfðu erlend veiðiskip veitt mest áður. Fram til þess tíma voru flestar togarahafnirnar á suðurströndinni, en eftir 1977, eða þar um bil, létu fyrirtækin útgerð- miða að því að halda öðrum at- vinnugreinum á floti, t.d. hveiti-. rækt og námugreftri. Ágóðanum af undirstöðugreinum Kanada- manna má því dreifa til smærri atvinnugreinanna og bæta þeim þannig sambúðarfórnina, líkt og gert er með landbúnað á íslandi. Orsakir beinna ríkisstyrkja til sjávarútvegs á Nýfundnalandi ber að líta á í þessu ljósi. Til viðbótar þeim er um annars konar ríkis- framlag að ræða. Þegar um tap- rekstur er að ræða, t.d. vegna birgðasöfnunar, of hárra vaxta eða óhagstæðrar gengisskrán- ingar, loka fyrirtækin og ríkið greiðir fólkinu ríflegar atvinnu- leysisbætur á meðan. Á íslandi myndi hins vegar verða gengisfell- ing og hjól atvinnulífsins myndu snúast áfram. ísland — Nýfundnaland Ibúafjöldi Nýfundnalands, að Labrador frátöldu, er rúmlega tvisvar sinnum meiri en íbúafjöldi íslands, en flatarmál beggja land- anna er mjög svipað. Undirstöðu- atvinnuvegir Nýfundlendinga eru til muna fjölbreyttari en hjá ís- Iendingum. Hlutdeild sjávarút- vegs í heildarverðmætasköpun at- vinnuveganna (erfitt er að mæla þjóðarframleiðslu Nýfundna- lands) er því mun meiri hér á landi. Mikil félagsleg vandamál eru í öllum tilraunum yfirvalda til uppbyggingar i sjávarútvegi á Nýfundnalandi, vegna þeirra þús- unda sjómanna er búa á víð og dreif meðfram allri ströndinni og stunda veiðar á grunnslóð á sumr- in. Vegna skorts á menntun, verk- Sólþurrkun á saltfiski sl. sumar í Baker’s Brook á vesturströndinni. ina og fiskvinnsluna á suður- ströndinni drabbast niður og not- uðu gróðann er þau höfðu rakað saman þar um árabil til að fjár- festa á austur- og norðurströnd- inni. Stjórnvöld geta ekki horft upp á svona lagað og mælinn fyllti þegar háir vextir og önnur rekstrar- vandamál leiddu til þess að flest- um frystihúsum á suðurströndinni var lokað seint á árinu 1982 eða í ársbyrjun 1983. Þau voru ekki opnuð aftur fyrr en nú í ágúst sl. eftir að ríkisstjórnin hafði gripið inn í atburðarásina. Deilur ríkis- stjórnarinnar í Ottawa og fylkis- stjórnarinnar á Nýfundnalandi um hvernig skyldi gripið inní eru bara venjulegar deilur stjórn- málamanna úr sitthvorum flokkn- um, frjálslyndra í Ottawa og íhaldsflokks á Nýfundnalandi. Stjórnmálamenn þar vestra eru þvi miður á sama plani og kollegar þeirra á íslandi, því sá glundroði sem nú hefur skapast er jafnvel verri en ástandið var áður. Nú er hið nýja ríkisfyrirtæki kallað manna á meðal Chaos Unlimited. Að lokum má geta þess, að í greinum Björns kemur ekki fram sú merkilega staðreynd að Ný- fundlendingar geta ekki fellt gengi kanadíska dollarans þegar illa árar í sjávarútvegi líkt og ís- lendingar fella gengi krónunnar. Sjávarútvegur þeirra geldur þess að sumu leyti að starfa í hagkerfi þar sem gengisskráning og aðrar almennar efnahagsráðstafanir menningu, fjármagni, auk haffss við stóran hluta landsins á vetr- um, hefur reynst erfitt að lyfta þeim á hærra tæknistig við veið- arnar eða beina þeim yfir í önnur störf. Riflegar atvinnuleysisbætur til þessa fólks lama einnig fram- faraviðleitni þess. Hvað almenna menntun og verkmenningu snertir, bæði í sjáv- arútvegi og annars staðar, eru ís- | lendingar .töluvert á undan Ný- fundlendingum. íslendingar hafa líka borið gæfu til þess að byggja upp sitt land sjálfir á meðan stór hluti þeirra er sitja í best launuðu stöðunum á Nýfundnalandi eru aðfluttir. Áður en Nýfundlend- ingar fengu tækifæri til þess að byggja upp sitt atvinnulíf sjálfir var farið í að dæla í þá alls kyns velferðargreiðslum frá ríkis- stjórninni í Ottawa. Af þessari upptalningu má sjá að þrátt fyrir svipaðar aðstæður og töluvert líkt atvinnulíf eru Ný- fundnaland og ísland um margt frábrugðin. Að mínu mati er hálf- gerð skömm að því fyrir íslend- inga að hafa ekki tekið upp meira samstarf við þessa vinaþjóð í vestri og jafnvel boðið þeim tækniaðstoð í sjávarútvegi. Ég hef víða farið um heiminn en hvergi orðið orðið var við jafn mikla að- dáun á dugnaði og framtakssemi Islendinga og á Nýfundnalandi. Dr. Sigfús Jónsson er landfræðing- ur að mennt og kennir rið MR og Háskólann. Brídge Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Mánudaginn 31. okt. var spiluð 4. umferð í barometerkeppni fé- lagsins. Stigatala átta efstu para í keppninni er nú þessi: Ása Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 325 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 308 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 280 Júlíana ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 275 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 252 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 230 Lovísa Eyþórsdóttir — Ester Valdimarsdóttir 218 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir213 Næst verður spilað mánudag- inn 7. nóvember. Bridgefélag Hveragerðis Fimmtudaginn 27. okt. var spiluð þriðja og síðasta umferð í aðaltvímenningi félagsins og varð röð efstu para þessi: Einar Sigurðsson — Þráinn Svansson 373 Axel Magnússon — Sigurlína Gunnlaugsd. 372 Guðmundur Þórðarson — Jón Guðmundsson 363 Birgir Pálsson — Skafti Jósefsson 362 Þórður Snæbjörnsson — Kjartan Kjartansson 360 Sturla Þórðarson — Kristján Theodórsson 344 Guðmundur Jakobsson — Björgvin Ólafsson 343 Ragnheiður Guðmundsd. — Lars Nielsen 340 Hans Gústafsson — Guðmundur Baldursson 339 Bóel Sigurgeirsdóttir — Jóna Guðjónsdóttir 333 Hraðsveitakeppni félagsins hófst fimmtudaginn 3. nóv. Bridgeklúbbur hjóna Þriggja kvölda tvímennings- keppni Bridgeklúbbs hjóna er lokið. Lokaúrslit í keppninni ur- ðu þau að jöfn í 1. og 2. sæti urðu Erla Eyjólfsdóttir og Gunnar Þorkelsson, Dröfn Guðmunds- dóttir og Einar Sigurðsson með samtals 364 stig. I 3. sæti varð Ólöf Jónsdóttir og Gísli Hafliða- son með 361 stig. Efstu skor síðasta kvöldið fengu: Erla og Kristmundur 148 Sigríður og Ingólfur 139 Erla og Gunnar 135 Næst hefst hraðsveitakeppni og er þegar fullbókuð þátttaka í hana. Bridgefélag Sauðárkróks Spilaður var tvímenningur hjá félaginu mánudaginn 24. okt. og urðu úrslit þessi: A-riðill Einar Svansson — Skúli Jónsson 127 Geirlaugur Magnússon — Bragi Halldórsson 118 Þórdís Þormóðsdóttir — Soffía Daníelsdóttir 110 Jón Tryggvi Jökulsson — Steingrímur Sigfússon 108 B-riðill Laila Angantýsdóttir — Þór Björnsson 126 Haukur Haraldsson — Erla Guðjónsdóttir 121 Páll Hjálmarsson — Garðar Guðjónsson 115 Bjarki Trggvason — Halldór Tryggvason 113. Spilaður verður tveggja kvölda tvímenningur dagana 7. og 14. nóv. 8ESJI <£? HJALPAMOKKURINN KENWOOD chef Verð kr. 8.430.- (Gengi, 13.10'83) með þeytara, hrærara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval auka- hluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýðari, dósahnífur ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF RAFTÆKJADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.