Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 15 Nauðsynlegt er að láta nú hvergi deigan síga og ná því takmarki að verðbólgan verði innan við 10% á næsta ári. Jafnframt baráttunni gegn verðbólg- unni og til verndar lífskjörunum, verður í öðru lagi að styrkja atvinnulífið, auka fjöl- breytni þess og efla atvinnufyrirtækin í landinu og í þriðja lagi að koma á breyt- ingum á stjórnkerfinu til þess að losa ein- staklinginn undan viðjum kerfisins og gefa fólki svigrúm til athafna, framtaks og sjálfsbjargar. Ég heiti á landsfundarfulltrúa að standa fast að baki ríkisstjórninni, svo að þessum markmiðum verði náð. Hvetjandi og heillandi verkefni Eins og ykkur er kunnugt hef ég skýrt miðstjórn flokksins 11. október sl. frá því, að ég yrði ekki í kjöri sem formaður flokksins á þessum landsfundi. Ég gerði mér vel grein fyrir starfi for- manns Sjálfstæðisflokksins, áður en ég tókst það á hendur. Naut ég þar kynna, vináttu og stuðnings forvera minna, ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein. Ég minnist þess ávallt, þegar Bjarni Benediktsson sagði einu sinni á góðri stundu í hagstæðum byr: „Það er ekki mik- ill vandi að stjórna landi, en það er misk- unnarlaust starf að vera formaður Sjálf- stæðisflokksins." Og víst er formennska Sjálfstæðis- flokksins krefjandi starf en um leið hvetj- andi og heillandi verkefni. efna þá þegar til landsfundar og segja af mér formennsku. En ég tók þann kost að taka úrslitum prófkjörs eins og lýðræðis- sinna ber og efna ekki til landsfundar í ótíma fyrir kosningar áður en flokkurinn væri sameinaður. En taldi aftur á móti skyldu mína að leiða sjálfstæðismenn sameinaða tii sigurs. Þegar ég tók að mér formennsku ætlaði ég strax í upphafi að tíu ár væri sá tími, er til þess færi, ef Guð lofaði og ég reyndist traustsins verður. Ég hef hvað eftir annað greint frá því, að ég telji starf formanns Sjálfstæðisflokksins enga æviráðningu og það sé flokknum ekki aðeins heppilegt heldur lífsnauðsynlegt, að endurnýjun verði í forystu hans. I ræðu í Varðarferð á sl. vori komst ég svo að orði: „I máiefnum flokksins sjálfs er nú mik- ilvægt að kalla fulltrúa yngri kynslóða til aukinnar ábyrgðar og láta þá sýna, hvað í þeim býr og hvers þeir eru megnugir. Hlutverk þeirra eldri er að vera yngri kynslóðinni sá bakhjarl reynslu og þekk- ingar sem allir þurfa á að halda." Nú þegar meirihlutinn í borgarstjórn hefur unnist á ný, úrslit alþingiskosninga orðið Sjálfstæðisflokknum hagstæð og mál hafa skipast svo á Alþingi, að Sjálfstæðis- flokkurinn er sameinaður við stjórnvöl þjóðarbúsins, þá ættu þeir innri erfiðleik- ar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt við að stríða að vera endanlega að baki. Ég tel því að ég hafi sem formaður gegnt skyldum mínum við Sjálfstæðisflokkinn, sjálfstæðisstefnuna og þær tugþúsundir fslendinga, sem fylkt hafa sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, og geti nú látið af starfi formanns með góðri samvisku. málastefna .sem eru andstæðar grundvall- arviðhorfum sjálfstæðisstefnunnar. Ég á ekki von á, að starf formanns Sjálfstæðisflokksins verði auðveldara í framtíðinni en hingað til. Margt bendir til þess að jafnvel meiri kröfur og annars eðl- is verði hér eftir til hans gerðar en verið hefur. Varðveisla og viðgangur sjálfstæðisstefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á vaxandi valddreifingu í starfi og skipu- lagi flokksins sjálfs í samræmi við þjóð- málastefnu sína. Umræður innan flokks hafa verið opn- aðar almenningi, eins og þessi og síðasti landsfundur bera vitni um af frásögnum fjölmiðla. Þótt prófkjörum hafi oft verið beitt frá 1946 við val á frambjóðendum flokksins hefur það farið sífellt í vöxt. Leitast hefur verið við að færa flokksstarf- ið heim í héruðin og hér í Reykjavík út í hverfin til þess að gera fleiri virka í starfi. Á þessu tímabili hefur gerbreyting einn- ig orðið í fjölmiðlun. Ríkisfjölmiðlarnir jafnt og dagblöð eru opnari en áður en jafnframt á stundum ábyrgðarlausari. Fjölmiðlarnir halda stjórnmálamönnum og embættismönnum, þjónum almennings, við efnið, og það er af því góða. En hverjir veita fjölmiðlunum aðhald? Sumir segja lesendur, hlustendur og áhorfendur, en reynslan hefur þó sýnt að á skortir að vinnubrögð fjölmiðla séu viðunandi. Bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn mega sjálfsagt líta í eigin barm og gera með pappírsáætlunum á skrifborði stjórn- valda. Þáttur stjórnvalda verður fyrst og fremst að skapa skilyrði og svigrúm, svo að hugvit, framtak og dugnaður einstakl- inga og samtaka þeirra fái notið sín og leyst þann margvíslega vanda, sem við er að glíma. Við megum ekki festa okkur í vana- bundnum hugsunarhætti, heldur horfa hærra, lengra og víðar en áður. Við verð- um að eygja nýja möguleika og nýja mark- aði í atvinnulífinu, tileinka okkur ávinning örtölvubyltingar og beita nýjum vinnu- brögðum og ná betri árangri í stjórnun til þess að bæta mannlífið og njóta menning- ar og umhverfis. Um þetta allt verður fjallað á þessum landsfundi. Innan nokkurra vikna rennur upp nýtt ár. Þá kemur í hugann merk bók George Orwells, 1984. Sú bók kom út í íslenskri - þýðingu fyrir rúmum þrjátíu árum fyrir frumkvæði þáverandi og fyrrverandi Vökufélaga úr Háskólanum. Okkur þótti boðskapur bókarinnar tímabær aðvörun þá, en brýnni er aðvörunin nú. í þessari merkilegu bók bregður rithöf- undurinn upp mynd af framtíðarþjóðfé- lagi. Framtíðarþjóðfélagi, þar sem ein- staklingseðlið var horfið og frelsinu end- anlega útrýmt. Einstaklingarnir voru tannhjól í miskunnarlausri vél ríkisvalds- ins, sem laut forystu Stóra bróður. „Stóri bróðir hefur gætur á þér,“ stóð þar. Þegn- arnir voru mataðir á lognum upplýsingum, sögunni var breytt, ef á þurfti að halda, hver njósnaði um annan, börnum var att gegn foreldrum sínum, hjónum hvoru gegn öðru. Öllu var snúið við í þágu Stóra bróð- Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins. Brynhildur og Albert Guðmundsson ræða við Davíð Sch. Thorsteinsson. í slíku starfi skiptast á skin og skúrir. Mig hefur ekki skort aðhald, andstæðingar okkar sjálfstæðismanna hafa sýnt mér þann heiður að beina skeytum sínum að mér sem formanni flokksins og ráðlagt sjálfstæðismönnum að skipta um for- mann. Forverar mínir hafa og orðið slíks heið- urs aðnjótandi. Andstæðingar hafa sem sagt fyrr ætlað sér að fella formann en ekki tekist. Sjálfstæðismenn láta ekki and- stæðinga sína segja sér fyrir verkum. En þess eru dæmi í öðrum íslenskum stjórn- málaflokkum og það hefur ekki orðið þeim til fylgisaukningar. Metnaðarmál að sjálfstæðis- menn velji formann sinn Ég hef aldrei tekið nærri mér árásir andstæðinga, en mér hefur óneitanlega sárnað þegar sjálfstæðismenn hafa gengið í gildrur andstæðinganna og grafið undan eigin formanni. Formaður er auðvitað sem aðrir gagnrýni verður af eigin flokks- mönnum inn á við og uppgjör við hann á sér stað á landsfundi en þess á milli ber sjálfstæðismönnum að standa saman sem einn veggur til varnar og sem hvass oddbrjótur til sóknar í baráttu við and- stæðinga. Það hefur aldrei verið mér persónulegt keppikefli að vera formaður Sjálfstæðis- flokksins en það hefur verið mér metnað- armál, að sjálfstæðismenn veldu sinn eigin formann. Mér var það ofarlega í huga fyrir réttu ári, að afloknu prófkjöri í Reykjavík, að Ég met mikils samþykktir félagasam- taka innan Sjálfstæðisflokksins, áskoranir í bréfum, skeytum og samtölum um að gefa kost á mér áfram til formennsku, en ég veit að vinir mínir og samherjar skilja og virða ákvörðun mína, en hlýhugur sjálfstæðismanna er mér ómetanlegt vega- nesti. Ég hef ekki í hyggju að hætta afskiptum af stjórnmálum, meðan ég nýt til þess trausts. Ég mun áfram starfa að sigri Sjálfstæðisflokksins og hugsjóna hans af lífi og sál. Vald landsfundarfulltrúa — mikil ábyrgð Það er verkefni þessa landsfundar að skipa flokknum nýja forystu. Því valdi sem landsfundarfulltrúar hafa I því efni fylgir mikil ábyrgð, þar verður hver og einn fyrst og fremst að gera upp hug sinn í samræmi við það, sem hann telur að verði sjálfstæð- isstefnunni og Sjálfstæðisflokknum heilla- drýgst í framtíðinni. En umfram allt verða þó allir að vera á einu máli um það, að þegar talningu atkvæða í formannskjöri og eftir atvikum varaformannskjöri lýkur þá er kosningabaráttunni um þessi emb- ætti lokið, þá er fengin endanleg niður- staða, niðurstaða sem allir undantekn- ingarlaust virða og eiga að virða. Það má ekki undir neinum kringumstæðum kalla yfir Sjálfstæðisflokkinn togstreitu milli landsfunda vegna skipunar í æðstu trún- aðarstöður hans, slík togstreita leiðir aidr- ei til annars en ógæfu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og stuðlar að framgangi stjórn- meiri kröfur til sjálfra sín. Þeir mega ekki falla fyrir freistingum skammsýnna sölu- frétta og fyrirsagna og leggja meiri áherslu á umbúðir en efni máls. Sjálfstæðisflokkurinn verður að mæta þeim kröfum sem breyttir þjóðlífshættir skapa og nýta sér þá. Dreifing valdsins og opin umræða á að efla fylgi við sjálfstæð- isstefnuna og treysta þá festu, sem sjálf- stæðisstefnan felur í sér, en má ekki leiða til upplausnar, stefnuleysis og sýndar- mennsku í hraða nútímaiífshátta. Væntanlegum formanni er ekki síst fal- in varðstaða og forysta í þessum efnum, en umfram allt varðveisla og viðgangur sjálfstæðisstefnunnar sjálfrar. Um frelsið semjum við ekki Góðir landsfundarfulltrúar. Við höfum kosið að halda þennan lands- fund undir kjörorðinu: Fyrir framtíðina. Sú ákvörðun endurspeglar þá bjargföstu sannfæringu okkar sjálfstæðismanna, að flokkur okkar og stefna okkar séu flokkur og stefna framtíðarinnar. Margur vandinn bíður nú íslendinga bæði í bráð og lengd. Afkomuhorfur í sjávarútvegi eru afleit- ar, ekki síst vegna aflabrests og svartra skýrslna fiskifræðinga. Þrátt fyrir samdrátt í landbúnaðar- framleiðslu, safnast fyrir birgðir, sem ekki er unnt að selja á viðunandi verði. Stöðnun hefur orðið vegna skammsýni fyrri stjórnvalda í stóriðjuframkvæmdum og nýtingu orkulinda okkar, sem verða þó að brúa bilið, þegar aðrar auðlindir þrýtur. Víst er, að stjórnvöld verða að taka til hendinni, en vandinn verður ekki leystur ur, svo að slagorð hans: Stríð er friður, Frelsi er ánauð og Fáfræði er máttur, voru tekin góð og gild. Lýsing Orwells á lífi fólksins 1984 líkist engu meir en helvíti á jörðu. Fátt bendir sem betur fer til þess að örlög íslendinga árið 1984 verði svipuð og örlög fólksins, sem Orwell lýsir í bók sinni. En er sú þjóðfélagsgerð, sem rithöfund- urinn lýsir á svo snilldarlegan en ógnvekj- andi hátt langt frá okkur? Nei, það er hún því miður ekki. Hundruð milljóna manna eru nú i dag hlekkjuð í fjötra alræðis, kúg- unar og kommúnisma. Þar gín Stóri bróðir yfir öllu af fullkomnu miskunnarleysi, allar tilraunir til andófs brotnar niður og and- ófsmönnum komið fyrir á geðveikrahælum og ótöldum milljónum f Gulag-þræla- vinnubúðum, en löndunum lokað af með múr og gaddavír. Slík mega aldrei verða örlög Islands. En slíkt getur skeð, ef við erum ekki á verði. Sú varðstaða er ekki síst falin okkur sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðismenn eru og þurfa að vera reiðubúnir til þess að semja um margt við pólitíska andstæðinga, þangað til sú stund rennur upp að við fáum meirihluta meðal þjóðarinnar, en um frelsið semjum við ekki. Fyrir stofnendum Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðismönnum vonandi um alla framtíð vakir fyrst og fremst tvennt: Sjálfstæði íslands og frelsi einstaklings- ins. Þá eru okkur íslendingum líka allir vegir færir. Megi gæfa og gengi fylgja störfum þessa landsfundar, Sjálfstæðisflokki og sjálf- stæðismönnum, landi og þjóð um alla framtið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.