Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Hreggviður Jónsson formaður Skíðasambands íslands: „Skíðamenn leggja mest allra á sig“ • Landsliöshópurinn á skíðum sem œfði í Austurríki á dögunum. Fólk framtíðarinnar. Frá vinstri: Árni Þór Árnason, Guömundur Jóhannsson, Hafsteinn Sigurösson, þjálfari, Daníel Hilmarsson og Nanna Leifsdóttir. Myndin er tekin í Austurríki fyrir stuttu. „í VETUR á að reyna að koma á almenningskeppnum um allt land, sem reyndar eru þegar á dagskrá í sumum héruöum, og í framtíöinni er stefnt aö því aö koma á bikarkeppni fyrir almenn- ing,“ sagöi Hreggviöur Jónsson, sem var endurkjörinn formaöur Skíðasambands Islands á Húsa- vík um helgina, í samtali viö Morgunblaöíö. „Hér er fyrst og fremst átt viö göngu, en alpa- greinar munu örugglega fylgja á eftir, og um það var einnig rsstt á þinginu." Eins og fram hefur komiö í blaö- inu kom sú hugmynd upp á þinginu aö ræöa viö menntamálaráöherra um þá hugmynd aö koma upp skíöabraut í einhverjum mennta- eöa fjölbrautaskóla. Sagöi Hreggviöur þetta vera til á hinum Noröurlöndunum, margir sem væru í skóla heföu áhuga á skíö- um, og ef þeir færu í skóla þar sem skíöin væru fag í hinu almenna kerfi gæfist þeim meira tími til aö sinna íþróttinni. .Þetta væri hugs- anlega hægt í Menntaskólanum á ísafiröi og Menntaskólanum á Ak- ureyri. ísafjöröur kemur þó frekar til greina þar sem skólinn á Akur- eyri er fullsetinn," sagöi Hreggviö- ur. Þá minntist hann á aö í Verk- menntaskólanum á Akureyri væri hugsanlegt aö koma upp slíkri braut. Reynt að ýta undir áhuga almennings Sérstök trimmnefnd starfar inn- an SKÍ og hefur hún aösetur á Ak- ureyri. Hún mun gangast fyrir hér- aöakeppni fyrir fjölskyldur í vetur og sagöist Hreggviöur vona aö sú keppni ýtti yndir áhuga almenn- ings. Mótaskrá SKÍ var samþykkt á þinginu, og veröur fyrsta mótiö 28. janúar: Bikarkeppni í aipagreinum í Reykjavík. Lava Loppett veröur haldiö ööru sinni i vor og sagöi Hreggviður aö búist væri viö mun fleiri erlendum þátttakendum en í vor, eitt til tvö hundruö talsins. Mótiö veröur haldið á Reykjavík- • Hreggviöur Jónsson ursvæðinu, sennilega í Bláfjöllum eins og ráögert var í fyrra, en þá var veður mjög leiöinlegt sem kunnugt er og varö aö færa keppnina. Skíöamót íslands verö- ur á Akureyri og unglingameistara- mótiö veröur á Siglufirði. Á ísafiröi veröur sérstök ólympíuhelgi 10. til 11. mars. „Þar veröa þeir sem þá hafa keppt í Sarajevo meðal kepp- enda og ólympíuhugsjónin situr í fyrirrúmi." Hreggviöur sagöi aö vel væri staöiö aö stökkinu i „stökkbæjun- um" Ólafsfirði og Siglufirði. Þar væri búiö aö koma upp lýsingu og lyftum viö stökkpallana þannig aö æfingaaöstaöa heföi veriö bætt mjög. „Hér viö Reykjavík æfir yfir- leitt enginn stökk, því miöur er hér engin aöstaöa. Þetta veröur aldrei fjöldaíþrótt og til þess aö vel sé veröa stökkpallar aö vera föst mannvirki. Þaö gengur ekki aö þurfa aö vinna viö aö ýta upp pall í marga klukkutíma áöur en fariö er aö stökkva." Fræðslumálin Mikiö var rætt um fræöslumál á þinginu og sagöi Hreggviður menn vera ánægöa meö uppbyggingu þeirra síöastliöin tvö ár. „Þaö verð- ur haldiö áfram á sömu braut. Viö veröum meö B-námskeiö í göngu og jafnframt í alpagreinum. Þaö veröur kennaranámskeiö á Akur- eyri eftir áramót. Þaö hefur greini- lega komið í Ijós aö meö betur menntuöum kennurum kemur upp betra skíðafólk, þaö er betra tæknilega séö,“ sagöi Hreggviöur. Hvaö varðar landsliösmálin voru menn yfirleitt ánægöir með megin- stefnuna, aö sögn Hreggviðar. „Þaö hefur veriö nokkuð vel aö þeim staöiö og greinilegt aö viö höfum veriö á réttri leiö. Menn eru ánægöir meö störf Hafsteins Sig- urössonar, þjálfara liösins, og viö stefnum aö svipaöri uppbyggingu í norrænu greinunum. Norrænu- greinanefndin er nú öll staösett á Isafiröi og auöveldar þaö mjög störf hennar. Þaö er ýmislegt sem vantar, þó aöallega peningar," sagöi Hreggviöur. „En landsliðiö er ungt og sterkt og annaö yngra er á leiöinni, bæöi í göngu og alpa- greinum." Skíðafólk leggur mikið á sig Einar Ólafsson, göngukappi, er nú staddur í Kiruna í Svíþjóö, en undanfarið hefur hann dvaliö í Geilo í Noregi. Þar var ekki nægi- legur snjór þannig aö hann fór til Kiruna, þar sem hann æfir meö sænska landsliðinu. Gottlieb Kon- ráösson, Ólafsfirði, fer sennilega utan fljótlega til æfinga, annaö hvort til Noregs eöa Svíþjóöar, en þessir tveir göngukappar eru þeir sem til greina koma sem keppend- ur á Ólympíuleikunum. I alpagrein- um eru þaö þau fjögur sem æföu í Austurríki sem til greina koma: Nanna Leifsdóttir, Daníel Hilm- arsson, Árni Þór Árnason og Guö- mundur Jóhannsson. „Þessir landsliöshópar hafa æft sérstak- lega fyrir leikana síöastliöin tvö ár og staðið sig vel. Þetta fólk leggur rnikiö á sig, og ég er á þeirri skoö- un aö skíðamenn leggi mest allra á sig. Á sama tíma og þetta fólk greiöir aö hluta til úr eigln vasa þaö sem þessu er samfara, fá knattspyrnumenn okkar sumir hverjir greitt fyrir aö leika lands- leiki! Þaö er ekki hægt aö líkja þessu saman." Hreggviöur sagöi aö þingið heföi veriö mjög vel og vandlega undirbúiö af hálfu Húsvíkinga og heföi starf allt gengiö vel. — SH. Vinnuaflið ódýrara á haustin — því er unnið þá af hagkvæmnisástæðum, segir formaður ÍR ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur (ÍR) sem lengi haföi aðalstöðvar á Túngötunni, hefur fyrir nokkru flutt starfsemi sína í Breið- holtiö þar sem félagið er nú aö koma sér fyrir í Mjóddinni á um 6 hektara landi. Miklar framkvæmdir voru þar í fyrrahaust, en nú í sumar hefur öll vinna þar legið niöri. Til að forvitnast um hvernig stæði á því að ekkert hefur verið unnið þar í sumar, höföum viö samband viö Þóri Lárusson, formann ÍR, en því starfi hefur hann nú gegnt í sjö ár. • Séð yfir íþróttasvæöi ÍR í Mjóddinni í Breiöholtinu. MorgunMa«M/sus „Viö erum aö setja malarlagiö á allt svæöiö núna og vonumst til aö yfirlagiö á malarvöllinn veröi sett á í vor. Ástæöan fyrir því aö lítiö hef- ur veriö unniö í sumar, er aöallega sú, aö á haustin er vinnuafliö held- ur ódýrara og má því segja aö þetta sé aöallega af hagkvæmnis- ástæöum." Hann kvaö ÍR-inga hafa keyþt húsnæöi til aö koma upp búnings- og snyrtiaðstööu á svæöinu og heföi húsiö veriö keypt frá Hraun- eyjafossvirkjun þar sem þaö heföi veriö notaö sem mötuneyti. Ætlun- in væri hins vegar aö koma upp þarna íþróttahúsi, en slíkt tæki bæöi tíma og fjármagn. Á hinu nýja svæöi á aö koma upp malar- og grasvöllum auk íþróttahúss. Aðspuröur hvaö Þórir fram- kvæmdirnar sem nú væri lokiö viö, vera komnar upp í um 3 milljónir króna og ættu eftir aö veröa enn meira. — Nú var ÍR einu sinni stór- veldi á íþróttasvióinu hér á landi, en lítið hefur borið á félaginu undanfarin ár. Er félagið eitthvaö á uppleið aftur? „Ég mundi ekki vilja segja aö þetta væri svona slæmt, þvi okkur hefur gengiö vel í frjálsum og í • Húsið sem ÍR-ingar keyptu frá Hrauneyjafossvirkjun fyrir búnings- og snyrtiaðstöðu. MorgunMa«M/SUS. skíöaíþróttinni hefur okkur gengiö mjög vel. Körfuknattleikurinn stendur sig einnig sæmilega en handboltinn er einna helst þaö sem miður hefur fariö hjá okkur á undanförnum árum. En ég minni á aö stúlkurnar okkar uröu Reykja- víkurmeistarar ekki alls fyrir löngu. Ég á von á aö handknattleikurinn eigi eftir aö ná sér á strik aftur, þaö er komin ný stjórn hjá deild- inni, sem ég vænti mikils af og vonandi eiga þeir eftir aö draga handboltann uppúr þeirri lægö sem hann hefur veriö í hjá okkur. — Að lokum, Þórir. Nú ert þú búinn að vera formaöur í 7 ár, ert þú ekkert orðinn leiður og langar þig ekki til að fara að hætta því mikla starfi sem þessu fylgir? „Þegar maður vill gera vel, en finnst maöur ekki hafa nógan tíma til þess, þá fer þaö í taugarnar á manni. Ég er oröinn nokkuö þreyttur núna, ég var lengi í for- ustu hjá skíöadeildinni og síöan er ég búinn aö vera formaöur félags- ins í 7 ár og nú langar mig til aö hætta. Viö ætlum aö reyna aö halda aðalfund fyrir jól og þá von- ast ég til aö geta hætt." — sus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.