Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 * Alyktun Iðnþings um efnahags- og atvinnumál: Lausafjárstaða ýmissa greina iðn- aðar afar bágborin — úrbóta er þörf FERTUGASTA Iðnþing íslendinga var haldið í Reykjavík dagana 27., 28. og 29. október sl. Á Iðnþinginu voru m.a. flutt 14 framsöguerindi, þar sem gerð var grein fyrir ástandi og horfum í hinum ýmsu iðngrein- um innan vébanda Landssam- bands iðnaðarmanna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðn- greinum. f lok þeirrar umfjöllunar var samþykkt sérstök ályktun um efnahags- og atvinnumál, sem ber yfirskriftina: „Efling iðnaðar. Ný sókn í atvinnumálum." í ályktun þingsins segir meðal anars: Verðbólga undanfarinna ára hefur haft margvísleg og miður æskileg áhrif á iðnaðinn. Hefur hún m.a. ásamt ónógri rekstrarlánafyrirgreiðslu orðið til þess, að lausafjárstaða ýmissa greina iðnaðar er orðin afar bágborin, einkum þeirra, sem ekki njóta endurkaupalána Seðlabankans. Hafa fyrirtækin fleytt sér áfram á skammtíma- lánum, sem sífellt hafa farið vax- andi. Einungis mikil og sívax- andi umsvif þessara fyrirtækja á síðastliðnum áratug hafa gert það að verkum, að þau hafa hald- ið velli. Um leið og þensluáhrifa gætir ekki lengur, að ekki sé vik- ið að samdrætti, verður ekki lengra haldið á þessari braut. Er svo komið, að allmörg iðnfyrir- tæki eiga nú við veruleg vanda- mál að stríða af þessum sökum. Ríkisstjórnin og einstakir stuðningsmenn hennar hafa lýst því yfir, að til þess að vega upp á móti kjararýrnun og samdrætti í eftirspurn, þurfi að gera ráðstaf- anir til þess að auka framleiðslu og framleiðni atvinnuveganna, ekki síst í iðnaði. Iðnþing fslend- inga fagnar þessum markmiðum ríkisstjórnarinnar og lýsir stuðn- ingi sínum við þau. Ekki verður þó hjá því komist að benda á, að þessum yfirlýstu markmiðum ríkisstjórnarinnar samrýmist ekki: — Að byggingar- og verktaka- iðnaður og viðgerðar- og þjónustuiðnaður margs konar búi við allt önnur og lakari starfsskilyrði en framleiðslu- iðnaður og aðrar atvinnu- greinar landsins. — Að vinnuaflsfrekur iðnaður beri í raun þyngri skatta en fjármagnsfrekur iðnaður eða þær atvinnugreinar, sem þurfa minna vinnuafl. — Að rekstrarlánafyrirgreiðsla til þeirra iðngreina, sem óumdeilanlega eru viðkvæm- astar fyrir samdrætti í efna- hagslífinu, skuli vera algjör- lega ófullnægjandi. — Að möguleikar iðnfyrirtækja á áhættufé til vöruþróunar og endurskipulagningar á starf- semi sinni, ásamt styrkjum til skipulegra hagræðingarað- gerða, skuli í raun skornir niður við trog í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1984. Ennfremur segir í ályktuninni: Iðnþing íslendinga ítrekar og leggur ríka áherslu á, að ýmsar iðngreinar eiga nú við sérstök vandamál að stríða vegna mark- aðsaðstæðna, sem ýmist eru bundnar við sérstök landsvæði eða landið í heild. Þessar iðn- greinar eru fyrst og fremst innan vébanda Landssambands iðnað- armanna. Á stjórnendum og starfsmönnum iðnfyrirtækja hvílir sú ábyrgð, þegar rekstur tekur að þyngjast, að huga að möguleikum til að létta hann. Getur það ýmist gerst með að- gerðum á sviði vöruþróunar og rekstrarhagræðingar eða með al- gjörri endurskipulagningu, sem leiðir til annars konar fram- leiðslu eða þjónustu. Mörg iðn- fyrirtæki vinna í slíkum aðgerð- um nú, með aðstoð skipulagðra þróunarverkefna á vegum hags- munasamtaka sinna. A hinu op- inbera hvílir hins vegar sú ábyrgð, að sjá svo til, að fyrir- tækjum sé unnt að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Hafi fyrirtæki í þeim iðngreinum, sem hér er einkum til umfjöllunar, mótað sér áætlanir varðandi það, hvernig þau vilja leysa vandamál sín, ætti þeim að standa til boða þrenns konar fyrirgreiðsla: 1. Lán til nokkurra ára til að lagfæra lausafjárstöðuna. 2. Skuldbreyting vanskilaskulda og lenging lána við fjárfest- ingalánasjóði. 3. Lán og styrkir til vöruþróunar og hagræðingar, til þess að fyrirtækin geti aðlagað starf- semi sína breyttum aðstæð- um, og bætt markaðsstöðu sína. í þessu sambandi leggur Iðn- þing íslendinga til, að á næstu árum skuli Byggðasjóður leggja áherslu á að taka að sér það hlut- verk að skapa æskiiegt svigrúm til umþóttunar í rekstri iðn- fyrirtækja með því að bæta lausafjárstöðu þeirra. Jafnframt er afar brýnt, að framlög á fjár- lögum til hagræðingar og vöru- þróunar í iðnaði verði aukin verulega, og að strax verði tekin af öll tvímæli um það, að tryggt verði framhald slíkra verkefna, er Iðnrekstrarsjóður hefur hingað til annast. Einnig verði tryggt, að þau fyrirtæki, sem ráðast vilja í markaðsleit erlend- is og hafa hingað til notið til þess styrkja frá Iðnrekstrarsjóði, hafi möguleika á slíkri fyrirgreiðslu áfram, hvort heldur fyrirtækin sinni þessum markaðsmálum á eigin spýtur eða með aðstoð ann- arra. Kristinn Kristinsson formaður Meistarafélags trésmiða: Einyrkjafyrirkomu- lagið verði lagt af Ingólfur Jónsson (t.v.) og Kristinn Kristinsson á Iðnþingi. „AÐALVANDI byggingariðnaðarins hér á Keykjavíkursvæðinu er smæð þeirra fyrirtækja sem í greininni starfa. Hér er einyrkjafyrirkomulag- ið, sem ég kalla svo, allsráðandi. Lóð- um er að langmestu leyti úthlutað til einstaklinga, sem fá þannig í sínar hendur stjórnun og framkvæmdir í heilu hverfunum. Þetta er bæði sein- virkt og dýrt fyrirkomulag. Eina vitið er að úthluta nýjum byggingarsvæð- um til fyrirtækja, sem tækju jafnvel að sér að annast heildarskipulag í stórum hverfum. Þannig væri stuðlað að því að fyrirtækin í greininni stækkuðu og hefðu því fremur bol- magn til að nýta sér hagkvæmustu tæknina og lækka með því bygg- ingarkostnaðinn. Við náum bygg- ingarkostnaðinum ekki niður nema með aukinni hagræðingu, og því verða fyrirtæki að fá skilyrði til að stækka og auka umsvif sín,“ sagði Kristinn Kristinsson, formaður Meistarafélags trésmiða, í spjalli við blm. Mbl. á Iðnþingi. Kristinn rekur fyrirtækið Markhoít hf., en það fyrir- tæki hefur starfað í 21 ár. „Það er langur tími.“ sagði Krist- inn, „einkum ef við höfum það í huga að meðallíftími fyrirtækja í byggingariðnaði á Reykjavíkur- svæðinu er þrjú til fimm ár. Sú staðreynd speglar kannski betur en margt annað það ástand sem hér ríkir. Fyrirtækin ná ekki að vaxa og dafna." Á Akureyri kveður við annan tón að þessu leyti. Þar eru fyrirtæki í byggingariðnaði almennt stærri og færri. A árinu 1977 voru t.d. starf- andi á Akureyri 7 byggingarfyrir- tæki með starfsmenn á bilinu 70 til 100 manns. Flest þeirra hafa þó dregið saman seglin að verulegu leyti, ekki vegna lóðaskorts, heldur vegna minnkandi eftirspurnar. Ingólfur Jónsson, sem rekið hefur Trésmiðjuna Reyni sf. í 30 ár, lýsti ástandinu á Akureyri svo: „Við höfum búið við fullkomna aðstöðu í sambandi við lóðamál. Bæjaryfirvöld hafa séð til þess að fyrirtækk hafi fengið úthlutað lóð- um fram í tímann. Þetta fyrir- komulag hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa stækkað og tekið að sér viðameiri verk. Á hinn bóginn hefur það gerst undanfarin ár að markaðurinn er að mettast. Okkar vandi er sá að það er engin fólks- fjölgun að ráði á Akureyri, þörfin fyrir húsnæði er ekki eins mikil og í Reykjavík. Þess vegna hafa bygg- ingarfyrirtæki á Akureyri minnkað umsvif sín verulega síðastliðin ár. Á síðustu tveimur árum hefur orðið samdráttur í byggingariðnaði á Akureyri upp á 30 til 35 prósent. Og það stefnir í 10 prósent sam- drátt til viðbótar í vetur, ef ekkert verður að gert. Menn eru mjög ugg- andi um atvinnuástandið í þessari grein. Atvinna hefur nokkurn veg- inn haldist uppi í sumar, en það er viðbúið að stór hópur manna missi vinnu í greininni í vetur." En hvernig er atvinnuástandið í byggingariðnaðinum á Reykjavík- ursvæðinu? Kristinn er í meðallagi bjartsýnn: „Atvinnuástandið var ískyggi- legt síðastliðinn vetur og fram á mitt sumar. Margir af mínum fé- lagsmönnum, til dæmis, höfðu sáralítið umleikis. En það urðu þáttaskil um mitt sumar og í dag hafa flestir nóg að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.