Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 13 trúar, aö ekkert skiptir meira máli í starfi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum, en að hann standi trúan og traustan vörð um þessa grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- og öryggismálum. Frelsið teljum við æðra öllum veraldleg- um gæðum og erum reiðubúin til að leggja hvað sem er í sölurnar til að halda því. Það var á grundvelli frelsishugsjónar okkar sem við íslendingar á sínum tíma gerð- umst stofnaðilar að Atlantshafsbandalag- inu. Og það var til að tryggja frelsi hinnar íslensku þjóðar, sem við sjálfstæðismenn höfðum á sínum tíma forystu um það að varnir landsins yrðu tryggðar með varn- arsamningnum við Bandaríkin og þeirri dvöl bandarískra hermanna sem af því leiddi. Sú stefna sem við höfum fylgt í varnar- og öryggismálum hefur sannað gildi sitt. Við höfum horft upp á hvert hlutlausa og varnarlausa smáríkið af öðru verða að bráð alræðis- og kúgunarafla. Við skulum tryggja að það verði aldrei örlög íslands. Glæsilegur árangur í landhelgisbaráttu í annan stað nefni ég útfærslu fiskveið- ilögsögu okkar í 200 mílur. í landsfundar- ræðu minni 1977 sagði ég um þetta efni: „Á landsfundi fyrir fjórum árum, í maí 1973, lýstum við sjálfstæðismenn því yfir í ályktun okkar að fela bæri fulltrúum Is- lands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna „að vinna ötullega að fullri við- urkenningu ríkja heims á rétti strandríkis til að stjórna og nytja lífræn auðæfi land- grunns hafsins allt að 200 mílum". 30. ágúst 1973 mörkuðu síðan miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þá ákveðnu stefnu, að fiskveiðilögsagan yrði færð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árs- lok 1974. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá því í ágúst 1974 var svo samkomulag um að færa fiskveiðiland- helgi íslands út í 200 sjómílur 1975 og hefja þegar undirbúning þeirrar útfærslu. Nú er þessi yfirlýsing orðin að veruleika og allar þjóðir hafa viðurkennt yfirráð okkar yfir þessu svæði. Þessi stefnumótun var byggð á bjartsýni og raunsæi í senn. Þegar við færðum fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómílur 15. október 1975 gerðum við okkur grein fyrir, að barátta fór í hönd og víst er að fáir létu í ljós það álit þá, að aðeins rúmum sex mánuðum síðar hefðu Bretar viðurkennt útfærsluna. Það er ekki síst fyrir frumkvæði okkar íslendinga, að 200 mílna lögsagan er staðreynd í alþjóða- lögum. Allar strandþjóðir við Norður- Atlantshaf hafa lýst yfirráðum sínum yfir svo víðáttumikilli lögsögu. Þótt baráttan fyrir viðurkenningu á 200 mílum hafi ekki verið eins löng og við mátti búast, þegar ákvörðunin um útfærsluna var tekin, varð hún engu að síður ströng ... Það er eindregin skoðun mín, að við hefðum aldrei náð með svo skjótum hætti þeim árangri, er við nú gleðjumst yfir nema með aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu." Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda, ekki síst eft.ir síðustu svörtu skýrslu fiskifræðinga hver staða okkar væri á fiskimiðunum í dag, ef við hefðum ekki náð þessum glæsilega árangri, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði alla forystu um í land- helgisbaráttunni á þessum tíma. Mestu vonbrigðin — efnahagsmálin I þriðja lagi hlýt ég í þessu sambandi að fjalla um efnahagsmálin og baráttuna við verðbólguna. Sú barátta hefur staðið svo lengi, að menn eru orðnir leiðir og skella jafnvel skollaeyrum við, þegar á hana er minnst. í landsfundarræðu minni 1975 vitnaði ég til ræðu Bjarna Benediktssonar á lands- fundi 10 árum áður eða 1965, er hann sagði: „Okkur hefur ekki tekist að leysa allan þann vanda, sem við vildum leysa. Verðbólgan hefur haldið áfram að vaxa meira en góðu hófi gegnir. Sú þraut verður ekki leyst nema því aðeins, að allur al- menningur vilji í raun og veru leysa hana. Ef almenningur, hin öflugu almannasam- tök, Alþingi og ríkisstjórn leggjast á eitt þá verður hóf haft á. En þó að þetta hafi enn ekki tekist eins og skyldi, þá hefur samt mikið áunnist." Við sjáum að viðfangsefnin eru hin sömu nú og fyrr. Að sumu leyti er það eðlilegt, því að mannleg vandamál í sam- skiptum, stjórnsýslu og fjármálum breyt- ast lítið í tímans rás. Að öðru leyti eru orð Bjarna Benediktssonar fyrir nær 2 áratug- um vitnisburður um það, að við höfum lært minna en skyldi af reynslunni. Mönn- um verða sömu mistökin á aftur og aftur, þótt reynslan ætti að vera þeim hollur skóli. I þessari sömu ræðu á landsfundi fyrir Geir Hallgrímsson veifar til landsfundarfulltrúa, sem risu úr sætum og hylltu hann að lokinni setningarræðu hans. Landsfundarfulltrúar rúmum 8 árum gerði ég svofellda grein fyrir viðskilnaði fráfarandi stjórnar, sem þá blasti við og sagði: „Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði samstjórn með Fram- sóknarflokknum 28. ágúst sl. var íslensk- um efnahagsmálum sennilega verr komið en dæmi þekkjast í samtíðarsögu okkar. Verðbólga geysaði með svo miklum hraða að leita verður 57 ár aftur í tímann, til ársins 1917, til að finna jafn örar verð- lagsbreytingar hér á landi. Fjármál opin- berra aðila voru í hinum megnasta ólestri. Ljóst var, að mikill greiðsluhalli yrði á árinu hjá ríkissjóði og nær öllum sveitar- félögum landsins. Hallarekstur ríkisfyr- irtækja var jafnan mikill og blasti greiðsluþrot við hjá mörgum þeirra. At- vinnureksturinn í landinu var á heljar- þröm og rekstrarstöðvun útflutnings- greina virtist vera á næsta leiti. Samfara ótryggu atvinnuástandi var mikill og vax- andi halli á viðskiptajöfnuði við útlönd og stórlega hafði gengið á gjaldeyrisforða landsins." Þegar ég flyt landsfundi nú ræðu á árinu 1983, nokkrum mánuðum eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á ný gerst aðili að ríkisstjórn, gæti ég lýst viðskilnaði fráfar- andi ríkisstjórnar og þeim vandamálum, sem við tökum við mjög á sömu lund, en því miður þyrfti að nota langtum sterkari orð en í landsfundarræðu minni 1975. Það er ekki nægilegt að fara aftur til ársins 1917, þegar lýst er viðhorfum á sl. vori. Ég kann ekki dæmi þess að verðbólga hafi hér verið meiri, eða erlendar skuldir okkar hærri, staða ríkisfyrirtækja og at- vinnufyrirtækja verri, en þegar núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Þetta bendir því miður til þess að við höfum ekki frekar en fyrr lært af reynsl- unni. Það er verðugt umhugsunarefni, að vinstri stjórnir á íslandi hafa síðasta ald- arfjórðung ávallt gefið upp öndina áður en kjörtímabil Alþingis var á enda runnið, og það hefur síðan fallið í hlut Sjálfstæðis- flokksins að taka við þrotabúi vinstri stefnu. Ég nefni árin 1958—59, 1974 og 1983. Það voru vissulega mestu vonbrigði mín á formannsferli að björgunarstarf Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum 1974—78 náði ekki tilætluðum árangri, þótt tækist að rétta þjóðarskútuna við. Ég rifja ekki upp í mörgum orðum skemmdarverk kommúnista og ólögmæt verkföll verkalýðsforustu þeirra til að hrinda ráðstöfunum stjórnvalda í baráttu gegn verðbólgu 1978. Eg tel það Sjálfstæðisflokknum til gildis og mér sem formanni hans að missa aldrei sjónar á markmiðinu í baráttunni gegn verðbólgu á þessum árum þrátt fyrir kosn- ingaósigur 1978 og ófullnægjandi árangur í kosningum 1979. f báðum þessum kosn- ingum svo og í kosningabaráttunni á sl. vori lögðum við fyrst og fremst áherslu á baráttu gegn verðbólgunni þótt fórna kynni að krefja af kjósendum. Sú staðfesta var metin af kjósendum á sl. vori og leggur sjálfstæðismönnum þá skyldu á herðar að bregðast ekki því trausti, sem þeim var þá sýnt. Sú atlaga, sem nú er gerð að verð- bólguófreskjunni verður að takast. Allir þjóðhollir íslendingar verða að leggjast á eitt og sameinast um það. Efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði okkar er í veði. Eldraun sjálfstæðismanna í fjórða lagi er mér nú ofarlega í huga sú eldraun, sem Sjálfstæðisflokkurinn og sjálfstæðismenn hafa gengið I gegnum nokkur hin síðustu ár og hér þarf ekki að lýsa með mörgum orðum. Á síðasta landsfundi komum við saman við þær aðstæður að við völd var í landinu ríkisstjóm sem nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins áttu aðild að en flokkurinn sjálfur var í andstöðu við og óneitanlega varpaði þessi staðreynd skugga á fundar- haldið og allt starf Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. I setningarræðu minni á síð- asta landsfundi sagði ég m.a.: „Ég er reiðubúinn til að ganga fram fyrir skjöldu og ná sáttum og samstöðu sjálfstæðismanna. Ég er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til þess að við get- um náð samstöðu um málefnasamþykktir og stefnumótun. Ég vil vinna að því að engum dyrum verði lokað með breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins — en ég spyr ykkur á móti: Hvað eruð þið tilbúnir til að gera til að sameina megi alla sjálfstæðismenn á þessum landsfundi?" Og þeirri fyrirspurn beindi ég til þeirra er studdu þáverandi ríkisstjórn. Á síðasta landsfundi fluttu ungir sjálfstæðismenn tillögu um breytingu á skipulagsreglum flokksins á þá leið, að „þingmenn flokksins, sem taka sæti í eða lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn, sem mynduð er í andstöðu við flokksráð, teljast með því hafa sagt sig úr Sjálfstæðis- flokknum“. Ég lýsti andstöðu minni við þessa tillögu og ræddi við flutningsmenn og fulltrúa úr skipulagsnefnd, sem fékk tillöguna til meðferðar. Mér er minnisstætt, þegar einn af eldri forystumönnum i þeim hópi, sagði við mig, að ég kæmist ekki upp með það, að stöðva samþykkt slíkrar tillögu. Að lok- inni umfjöllun var tillögunni engu að síður vísað til miðstjórnar nánast samhljóða samkvæmt minni tillögu og lýstu tillögu- menn stuðningi við þá málsmeðferð. Jafnframt var samþykkt tillaga ólafs G. Einarssonar um að þingflokkurinn setji sér starfsreglur, sem flokksráð staðfesti. Það var gert 2. desember í fyrra og regl- urnar staðfestar á flokksráðsfundi nokkr- um dögum síðar með samhljóða atkvæð- um. Saga sundrungar á því ekki að þurfa að endurtaka sig. Á síðasta landsfundi náðist og full sam- staða um allar samþykktir og álitsgerðir fundarins nema um þann kafla í stjórn- málaályktun fundarins er fjallaði um af- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.