Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 37 Afmæliskveðja: Ari Þorgeirsson Klausturhólum Ari Þorgeirsson er Austfirðing- ur að ætt og einnig kona hans, frú Guðný Bjarnadóttir. — Ari fædd- ist 3. nóv. 1913 á Norðfirði, þar sem Ari, móðurfaðir hans, bjó. — Ari Ásmundur heitir afmælis- barnið fullu nafni eftir báðum öf- um sínum. Bæði eru hjónin af Viðfjarðar- ætt. Ömmur þeirra voru systur Björns frá Viðfirði. Þau eru víð- lesin og vel að sér gjörð og sómi sinnar stéttar að öllu. Ari var aðeins tíu ára gamall, þegar hann fór að stunda sjó með föður sínum á opnum árabáti. Út- ræði var frá Nausta-Hvammi í Norðfirði, eins og nafnið bendir til. Hann var ungur maður í fimm vertíðir í Vestmannaeyjum hjá sama formanni á 17 tonna báti, síðar á togurum. Hann segist hafa lifað alla þróunina sem sjómaður. Fór á vertíð til Vestmannaeyja. Gerði út lítinn bát heima á sumrin. Hann gekk að eiga Guðnýju árið 1938. Þau settust fyrst að á Sveinsstöðum í Hellisfirði. Síðar bjuggu þau tvö ár í Seli í Sandvík, jörð, sem nú er komin í eyði. Sel hefur beit uppi á bakinu á Gerpi, þeim fræga, sem lengst nær til austurs út í sjó. Það mun vera um þennan út- vörð líkt og Látrabjarg vestra, að „öldubrjóturinn kargi" stendur sem þverhnípt bjarg á móti sjáv- arföllum og brimöldu. — Sá er þó munur á, að Látrabjarg er auðvelt uppgöngu landmegin, sækist hægt á brattann, þar til komið er á bjargbrún. En Gerpir, sem er með hæstu fjöllum á Austfjörðum, býður strax uppá bratta hjalla landmegin. Mjög loðnir eru þeir — og beitargott. Þegar upp er komið sér vítt yfir haf og byggðarlög, eins og frá Látrabjargi. Ari Þorgeirsson er maður „þétt- ur á velli og þéttur í lund, þraut- góður á raunastund". Hann er beinn í baki, liðlegur á velli, léttur í spori, blá augu, djarfmannleg og skír, svipsterkur, hressilegur og uppörvandi. Eg hygg, að Jón á Laxamýri hefði talið hann harðsækinn bú- mann. Ungur var hann sjósóknari. Hann mun hafa verið aflamaður og áræðinn. Tel ég víst, að hann hafi verið harðsækinn á hafi, óttalaus við „brimgný og tryllta vinda. Vanur beint fram í voðann að hrinda, halda sitt strik og hika ekki við,“ eins og kveðið var um séra Hálf- dán á Felli. En við galdra mun Ari aldrei fengist hafa, nema ef kalla mætti nokkurs konar hvíta-galdur að vera alltaf bjartsýnismaður. Það er einskonar safngler í sál- inni, sem dregur að sér alla geisla. Hins vegar dregur svartsýni að sér allar lægðir. Um skeið bjuggu hjónin í Gerð- isstekk, eftir að faðir Guðnýjar drukknaði. Þá fluttu þau þangað, móður hennar og heimili til styrktar. Síðar lá leið þeirra til Reykja- víkur. Þau hjón voru nærri miðjum aldri, þegar Ari tók sig upp frá Reykjavík og byrjaði aftur búskap í sveit. Litlu síðar, 1964, festu þau kaup á Klausturhólum í Gríms- nesi. Það er falleg jörð. — Þótt umhverfi þar sé ólíkt Austfjörð- um, þar sem jarðir liggja að sjó, þá höfðu hjónin áður stundað búskap og kunnu því vel til verka. Þau voru heppin með tímann að því leyti, að nokkur fyrirgreiðsla mun þá hafa verið um lán, er menn hófu búskap. Enn var þá sú trú í landi, að bóndi væri bústólpi og bú land- stólpi. Þótti þá um skeið farsæl- legra að búlöndin færu ekki í eyði. Ráðamenn voru þá ekki orðnir of afskiptasamir að hringla með bændastéttina. Vissulega var það happ fyrir Grímsnesið góða að fá þau ágætu hjón að Klausturhólum. Þar hafði lengi prýðisfólk búið. Heimili þeirra Ara er löngu frægt orðið fyrir snyrtimennsku jafnt úti sem inni — og gestrisnin eftir því. Ég er hrædd um, að Ari í Klausturhólum hafi engin próf tekið í landbúnaðargreinum. — Hins vegar kann hann að búa. — Grímsnesið nýtur þess, að ekki stóðu höft fyrir, þegar hann vildi hefja landbúnað að nýju. Nú eru íslendingar smátt og smátt farnir að drepa allt í dróma eftir útlendum óheillafyrirmynd- um. — Frelsið var hollara, ásamt því að vera l«es bókmenntaþjóð. Ari Þorleifsson er hiklaus fram- kvæmdamaður og markviss á sinni lífsferð. Hann er fljótur til aðstoðar og úrræða, ef hann veit annars manns þörf. — Ekki sú manngerð, sem segir: Ver sjálfum þér nægur, — og skeytir ekki um aðra; heldur er hann samferðamönnum sinum hjálparhella. Ekki veit þar vinstri hönd hvað hin hægri gjörir. — Þessi hjón eru því vinsæl mjög, höfðingjar i lund. Eina dóttur, Dóru Mariu, eiga þau hjón á lífi. — Þau voru á ung- um aldri slegin þeim sára harmi að missa þrjú lítil böm, einn son og tvær dætur. Dóra María, sem heitir mæðra- nöfnum foreldra sinna, var elst og sólargeislinn í sorg þeirra, er þau misstu hin börnin. — Hún varð ung ekkja, en hjónin eignuðust fimm börn, einn son og fjórar dætur. Öllum var þeim það mikið happ, frú Dóru og börnunum, að foreldrar hennar settust að á Klausturhólum. — Klausturhólar hafa verið þeirra annað heimili. Börn unna að jafnaði frjálsu útilífi sveitarinnar, ekki síst ef þau njóta ástríkis um leið. Einnig stunduðu þau sem unglingar nám að Laugarvatni bæði í Héraðs- skóla og Menntaskóla Laugar- vatns. — Elsta stúlkan er stúdent þaðan. Öll eru þau vel gefið efnis- fólk. Frú Guðný og maður hennar hafa fengið að sanna það, sem Þorsteinn Gíslason sagði: Reisa býlin, rækta löndin, ryðja um urðir braut, sértu viljug, svo mun höndin sigra hverja hverja þraut. í þessum anda hefur bjartsýnis- maðurinn starfað. Þau lágu nátt- úrulega ekki á liði sínu. — Ýmsum þótti í mikið ráðist, þegar maður, sem kominn var á miðjan aldur, tók sig upp úr borg til þess að setja saman bú, og ekki talinn fjársterkur, miðað við það sem þarf, er kaupa skal jörð og bú- stofn. Það er að því leyti erfiðara að flytja úr borg í sveit, heldur en úr sveit í borg, að miklu meira þarf í höndum að hafa, þegar sest er að í sveit og stofnað bú. Margt verða menn þá líka að annast sjálfir, sem séð er fyrir í fjöl- menni. Betur una menn oft löngum vinnutíma hjá sjálfum sér en gott þykir hjá öðrum. — Ekki er hent- ugt að reka búskap, eins og verk- smiðjuvinnu. — Sá maður, sem ræður við það að vera bóndi, hefur í mörgu frjálsmannlegt líf og mik- ið sjálfstæði. Þeim ágætu hjónum í Klaust- urhólum heppnaðist það fyrirtæki vel, sem á sinni tíð þótti djarft og bjartsýni þurfti til. Er það gleðilegt, þegar dreng- lyndra manna áform ná farsæl- lega fram að ganga. Hermann Bjarnason, bróðir Guðnýjar, kom austur með þeim hjónum, einstakt ljúfmenni og prúðmenni. Það er alltaf ómetan- legt að hafa samhentan mann til aðstoðar við bú, því að margt er handtakið, sem vinna þarf. Austfirðingarnir komu strax og styrktu kirkjulíf kirkju sinnar að Stóru-Borg. Sönglistin er eitt af því, sem þeim hjónum er vel gefið. Ari hef- ur sérlega mikla, bjarta og fallega tenórrödd. Þurfti aldrei að óttast um kirkjusöng, þegar þau öll frá Klausturhólum voru komin. Ari hefur það einkenni góðra bú- manna, að geta leyft sér og sínu fólki að sækja kirkju á messudegi. — Aldrei hef ég heyrt hann tala um, að skaðast hafi hann á því. — Enda munu þeir menn, sem halda hvíldardaginn heilagan, hljóta af því höpp en ekki tjón. Meðal ann- ars sýnir það, að maðurinn hefur góða stjórnartauma á tíma sínum og hrekst ekki fyrir hverjum vindi. Ari var fljótlega kosinn í sókn- arnefnd Stóru-Borgarkirkju. Góð- ur liðsmaður þar sem annarsstað- ar. Hann hefur einnig verið safn- aðarfulltrúi og mætt á héraðs- fundum. Það er löngun okkar hjóna að þakka nú þessum elskulegu vinum öllum í Klausturhólum fyrir kirkjulegt samstarf og alla vin- áttu. Mér þótti einkennilegt, þegar hjónin sögðu mér, að þau hefðu búið alveg hjá Gerpi. Ég minntist eitthvað á þetta fræga fjall, að mig hefði alltaf langað að sjá það. Guðný hló þá skemmtilega og sagði, að það hefði verið þeirra næsti nágranni á Seli í Sandvík. „Þú hefðir átta að vera komin þangað til okkar." — Mér þótti þetta merkilegt að hafa eignast vini, sem eitt sinn bjuggu svo nærri þessu nafnfræga þjargi. Oft hef ég hugleitt hvað ungu hjónin í nágrenni Gerpis hljóta að hafa verið falleg, eins og blómin, sem hittast á fáförnum stöðum. Þá er nú ekki að efa, að skemmtilegt viðtal og góðar mót- tökur að öllu — með lífi og sál æskunnar — hefði verið upplifun á þeim stað, sem nú saknar glaðra radda og sálmasöngs um jól. — Þetta segi ég því enn eru hjónin glæsileg, skemmtileg og höfðingj- ar heim að sækja. En hinu verður ekki á móti mælt: Að „Himinninn var svo heiður í gamla daga.“ — Ó hve fögur er æskunnar stund. óska afmælisbarninu til ham- ingju með langan og strangan vinnudag í farsæld. Blessun yfir barnahjörð, hús og heimili. Kveðja frá húsi mínu, Rósa B. Blöndals. Afmælisbarnið tekur á móti gest- um í Félagsheimilinu Borg kl. 20 í kvöld, föstudag, 4. nóv. SVONA ERU DÝRIN „Svona eru dýrin“ — ný barna- og unglinga- bók SETBERG hefur gefið út barna- og unglingabókina „Svona eru dýrin“ eftir Joe Kaufman í þýðingu Örnólfs Thorlacius. Áður hafa koraið út f þessum bókaflokki „Svona er Uekn- in“, „Svona er heimurinn" og „Svona erum við“. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Þessi nýja bók, „Svona eru dýrin“ fjallar um dýr og fugla, villt dýr og tamin, lífs- hætti og hegðun, líkamsgerð og útbreiðslu. Hvaða dýr er stærst? Hvaða farfugl flýgur lengst? Hvað átu stóreðlurnar? Hve langt getur kengúra stokkið? Hvenær var far- ið að temja hesta? Hvað er belt- isdýr? Hvaða dýr hefur andarnef, sundfit og loðin feld? Húsavíkur jógúrt i cký í Skeifunni 15. 0,5 1 á aðeins kr. 29.- 5 bragðtegundir: Jarðaber, blandaðir ávextir, sveskjur, trefjaog mandarínur OPIÐ í DAG FRÁ KL. 9-22 HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.