Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Rumsfeld í stað McFarlaine Washington, 3. nóvember. AF. RONALD RKAGAN Bandaríkja- forseti tilkynnti í dag, að hann hefði skipað Donald Rumsfeld sérstakan sendimann sinn í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Rumsfeld tekur við af Robert McFarlane, sem fyrir skömmu tók við stöðu öryggis- ráðgjafa forsetans. Sagðist for- setinn ekki geta hugsað sér nokkurn mann betri fyrir þessa stöðu en Rumsfeld, sem áður hefði gegnt stöðu varnarmála- ráðherra, átt sæti á Bandaríkja- þingi og verið yfirmaður starfs- mannahalds Hvíta hússins. Þá sagði forsetinn ennfrem- ur, að hernaðaraðgerðum væri lokið á Grenada og að banda- ríska herliðið myndi hefja brottför þaðan innan fárra daga og halda til Líbanon. For- setinn hrósaði bandaríska herliðinu á Grenada fyrir frammistöðu þess og sagði, að það hefði ekki bara bjargað „okkar eigin þegnum", heldur einnig íbúum Grenada „frá kúgun“. „Hver getur gert sér grein fyrir hvílíkum voða fólk- inu frá Grenada var forðað frá,“ sagði forsetinn. Schapiro látinn l»ndon, 3. nóvember, AF. LEONARD SCHAPIRO, einn helzti fra'ðimaður Vcsturlanda um sovézk málefni, lézt i gær 75 ára að aldri. Blaðið Times í London lýsir honum sem „snjallasta fræðimanni Bret- lands um sögu og stjórnmál Sovét- ríkjanna og einhverjum áhrifamesta fra'ðimanni sinnar kynsióðar varð- andi málefni Sovétríkjanna í öllum hinum heiminum utan Sovétríkj- anna“. Schapiro fæddist í Glasgow í Skotlandi, en fjölskylda hans var af ættum rússneskra gyðinga. Hann dvaldist mikinn hluta æsku sinnar í Riga í Lettlandi, sem þá var hérað í Rússlandi, eins og það var fyrir byltinguna og síðan í Pétursborg, sem nú heitir Len- ingrad. Framhaldsmenntun sina hlaut Schapiro í Ixjndon og hóf þar störf fyrst sem lögmaður en tók síðan að starfa við erlendu fréttadeild- ina hjá BBC. í heimsstyrjöldinni síðari vann hann í brezka her- málaráðuneytinu og síðan hjá brezku Ieyniþjónustunni í Þýzka- landi 1945-1946. Eftir stríð starfaði Schapiro lengst af sem prófessor í stjórn- málafræði við London School of Economics með Sovétríkin sem sitt sérsvið. Hann skrifaði margar bækur um Sovétríkin og má þar nefna „The Communist Party of the Soviet Union“. Þá skrifaði hann einnig bækur um rússneskar bókmenntir, þar á meðal bók um rússneska skáldið Ivan Turgenev, sem ber heitið „Turgenev: His Live and Times“. Bandaríkjaher býst á brott frá Grenada W jLshington, l»ndon, Sameinudu þjóóunum, 3. nóvember. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, aö allt væri nú með kyrrum kjörum á Grenada og að brottflutningur herliðsins hæfist eftir nokkra daga. Utanríkisráðherra Breta segir, að stjórnin sé hlynnt því að samveldislöndin taki að sér gæslu á eyjunni þegar Bandaríkjamenn eru farnir þaðan. Allsherjarþing SÞ samþykkti í gær ályktun um að erlendur her yrði á brott frá Grenada. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagði í ræðu, sem hann flutti í dag, að markmiðunum með íhlut- uninni á Grenada hefði verið náð og að eftir fáa daga yrði farið að flytja fyrstu hermennina frá eyj- unni. Kvaðst Reagan tilbúinn til að grípa til sams konar aðgerða annars staðar ef „aðstæður væru þær sömu“ og var þá spurður hvort þær væru nú fyrir hendi í Nicaragua. Sagði hann svo ekki vera. Kallaði hann íhlutunina á Grenada „björgunaraðgerð", sem best sýndi sig í því, að Grenada- búar sjálfir væru himinlifandi og frelsinu fegnir. Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Breta, sagði í dag stjórn sína hlynnta því, að gæslulið frá samveldislöndunum yrði sent til Grenada í kjölfar brottflutnings Bandaríkjamanna. Tók Howe fram, að Scoon, landstjóri, væri ekki fulltrúi bresku stjórnarinnar á Grenada en hins vegar væri stjórnin fús til að aðstoða hann við að koma á fót bráðabirgða- stjórn í landinu. Kanadamenn og Ástralíumenn hafa þegar fallist á að taka þátt í gæslustörfum Allsherjarþing SÞ samþykkti í gær ályktun þar sem hvatt er til þess, að allur erlendur her verði á brott frá Grenada. 108 þjóðir voru henni samþykkar, níu á móti og 27 sátu hjá. Nicaragua og Zimbabwe stóðu að baki ályktuninni en Jeane Kirkpatrick, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, varði aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Sagði hún, að „þúsundir skjala" hefðu komið í ljós eftir landgönguna og meðal þeirra skjöl, sem sýndu samninga um „vopnasendingar fyrir milljón- ir og aftur milljónir dollara. 20.000 einkennisbúninga, 4.500 hálfsjálfvirkar vélbyssur, 58 brynvarða bíla og 7.000 jarð- sprengjur". Walesa vill að eigin- konan sæki verðlaunin Varsjá, 3. nóvember. AP. LECH WALESA tilkynnti í dag, að hann hefði farið þess á leit við eiginkonu sína, Danutu, að hún sækti friðarverðlaun Nóbels, sem afhent verða við hátíðlega athöfn þann 10. desembær næstkomandi. Walesa tilkynnti þessa ákvörðun sína eftir að hafa ráðfært sig við vin sinn og ráðgjafa, séra Henryk Jank- owski, og norska sendiráðs- starfsmenn, sem heimsóttu hann til Gdansk. Jafnframt sagðist Walesa óska þess, að sonur þeirra hjóna, Bogdan, verði með í förinni. Að sögn talsmanns Sam- stöðu, Tadeusz Mazowiecki, kom þessi ákvörðun Walesa honum nokkuð á óvart. Sjálfur sótti Mazowiecki um vega- bréfsáritun til írlands fyrir nokkru, en hefur enn ekki feng- ið svar við beiðni sinni. Talið er, að Danuta muni sækja um vegabréfsáritun á næstu dög- um. Suður-Afríka: Nýja stjórnarskrá- in hlaut mikið fyigi Fretoríu, 3. nóvember. AP. MIKILL meirihluti hvítra manna í Suður-Afrfku greiddi atkvæði með nýrri stjórnarskrá, sem heimila mun fólki af Asíuuppruna og kynblend- ingum að taka þátt í kosningum til þjóðþingsins þar í landi. Er talið hafði verið í 13 kjördæmum af 15 skiptust atkvæði þannig, að 1.127.958 höfðu greitt atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni, en 526.411 voru á móti. Kosningabaráttan var ein- hver sú harðasta sem um getur síðan Þjóðernisflokkurinn komst til valda í Suður-Afríku 1948. Er haft eftir stjórnmála- sérfræðingum, að sá meirihluti, sem fylgjandi er breytingunni, hafi reynzt miklu meiri en búizt hafði verið við. Eru úrslitin tal- inn mikiil sigur fyrir P. W. Botha forsætisráðherra og veita þau honum umboð til þess að halda fast við áformaðar breyt- ingar á stjórnarskrá landsins. Samkvæmt stjórnarskrár- frumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum þingdeildum fyrir fólk af Asíuuppruna og kyn- blendinga, enda þótt hvítir menn muni eftir sem áður skipa mikinn meirihluta þingsæta á þinginu í heild. Stjórnarskrárfrumvarpið virðist njóta stuðnings jafnt á meðal þeirra sem tala afrík- önsku (hollenzku) og hinna sem tala ensku, en dyggustu stuðn- ingsmenn Þjóðernisflokksins eru einkum taldir koma úr röð- um hinna fyrrnefndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.