Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Neftid kannar möguleika á hjartaskurðlækningum — Gert að skila lokagreinargerð fyrir 1. apríl 1984 HEILBRIGÐIS- og tryggingamálarádherra, Matthías Bjarnason, hefur skip- aö nefnd, sem hefur þaö hlutverk aö gera læknisfræðilega og fjárhagslega úttekt á flutningi hjartaskurðlækninga til íslands. Nefndinni er falið að gera alhliða samanburð á því annars vegar, að þessar aðgerðir verði framkvæmd- ar hér á landi, og hins vegar, að þær verði um sinn framkvæmdar erlendis. I»á er nefndinni ætlað að fjalla um hvernig framkvæmd þessara aðgerða geti fluzt til landsins. Ráðherra tilgreinir sjö megin- atriði, sem kanna skuli sérstak- lega. í fyrsta lagi á að gera úttekt á rannsóknaaðstöðu vegna undir- búnings hjartaaðgerða, þ.á m. þræðingartæki. Gera á úttekt á væntanlegri þörf fyrir hjartaað- gerðir á næstu árum, greint niður eftir tegundum aðgerða. Gera á úttekt á því, hvað þarf til þess að framkvæma hjartaaðgerð- ir hérlendis, húsnæðisaðstöðu, tækjabúnaði, starfsfólki og þjálf- un þess. Sérstaklega verði athug- aðir möguleikar á þrepaskiptingu flutnings aðgerða til landsins. Þá á nefndin að gera kostnað- arsamanburð á útgjöldum ríkis- sjóðs annars vegar og einstaklinga hins vegar á framkvæmd hjarta- aðgerða hérlendis miðað við fram- kvæmd erlendis. Einnig verði litið á málið frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Gera á úttekt á því hvað búast megi við aö dánartíðni breytist við aðgerðir hérlendis miðað við nú- verandi ástand. Áhrif vegna byrj- unarörðugleika verði athuguð sér- staklega og áhrif fæðar aðgerða. Athugað verði hvernig brugðist verði við mögulegum óskum ein- staklinga um aðgerðir erlendis og hvort þetta atriði geti skipt máli fjárhagslega. Þá verði kannaðir möguleikar á sérsamningum við ákveðin sjúkra- hús erlendis með tilliti til fram- kvæmdar hjartaaðgerða þar, tímalengdar og kostnaðar. í nefndina hafa hafa verið skip- aðir Davíð Á Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, Árni Krist- insson, dósent við læknadeild HÍ og Björn Önundarson, trygginga- yfirlæknir. Nefndin skal skila áliti um rannsóknaaðstöðu vegna und- irbúnings hjartaaðgerða fyrir 1. desember nk., en lokagreinargerð eigi síðar en 1. apríl 1984. Um 2.000 tunnur af sfld til Hafnar Hofn, llornafírði, 2. nirember. Um tvö þúsund tunnur af síld bár- ust hingað til Hafnar í dag, en sfldin er að jöfnu milli Fiskimjölsverk- smiðju Hornafjaröar og Stemmu, eða um eitt þúsund tunnur á hvorn stað. Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU í gær brengluðust textar með kortum, sem fylgdu skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um ástand þorsk- stofnsins. Mbl. biðst velvirðingar á þessu. Á laugardaginn höfðu samtals verið saltaðar um 7.046 tunnur af síld hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar, en til samanburðar hafði verið saltað í 5.049 tunnur á sama tíma í fyrra. Hjá Stemmu hefur ástandið ekki verið eins gott. Þar hafði ver- ið saltað í 184 tunnur í gærdag, en alls um 5.600 tunnur á sama tíma í fyrra. Það sem hefur helzt valdið vandræðum er hversu lítil og léleg síldin er. það hefur komið fram í mun hægari söltun en ella. — Steinar. Kostnaður við nefndarstarfið og sérfræðikostnaður vegna kannana og úttekta, sem gera þarf, verður greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Þannig eru umbúðirnar utan um nýja Diletto-kaffið. Diletto — nýtt Kaaber-kaffi O. JOHNSON & Kaaber hefur sett á markað nýja kaffitegund, sem nefnist Diletto, sem er blanda af „völdum Arabica- kaffibaunum, en þær vaxa aðal- lega í hálendi Mið- og Suður- Ameríku, og þykja einstaklega mildar en þó bragðmiklar", eins og komist er að orði í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist. Fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á Diletto-kaffi í kjölfar könnunar, sem fyrir- tækið Hagvangur vann fyrir O. Johnson & Kaaber og gaf vís- bendingu um hvernig kaffi ís- lendingar vildu helst. Diletto- kaffi er selt í lofttæmdum um- búðum eins og aðrar kaffiteg- undir, sem O. Johnson & Kaab- er selur. „Einhverjum finnst eflaust vanta karla og kerlingar“ Spjallað við Ragnar Lár um sýningu hans „Það má líkja mér við bassa- söngvarann sem fer yfír í tenór. Sá stfll sem er í myndum mínum núna er eðlilegt framhald á því sem ég hef gert til þessa, þó einhverjum finnist eflaust vanta karla og kerl- ingar í myndirnar," sagði mynd- listarmaöurinn Ragnar Lár þegar blaðamaður leit inn á sýningu hans í Gallerí Lækjartorg. „Hér eru 40 málverk, 21 unnið í olíu og 19 gvass-myndir. 16 verkanna eru seld nú þegar og það held ég að þyki nokkuð gott. Myndirnar vann ég allar á und- anförnu ári, flestar í Danmörku, en þar hafði ég góða vinnuað- stöðu í rólegu umhverfi. Að mála er ekkert annað en vinna, en það er yndislegt að geta helgað sig þeirri vinnu og unnið samfellt að myndum sínum. Enda þykist ég þess viss að heildarsvipur sýn- ingarinnar beri vott um slík vinnubrögð. Aðsóknin hefur veriö góð, þó Ragnar Lár myndlistarmaður. að ég hafi furðað mig á að sjá ekki nema einn gagnrýnanda frá blöðunum. Ég hélt að þessir menn kæmu á sýningar og fylgd- ust með því sem væri að gerast í myndlist, hvort svo sem þeir skrifuðu um þær eða ekki. Þegar sýningin hér er afstaðin hygg ég á tveggja ára fri frá málverkasýningum og ætla að helga mig vinnunni. Ég hef feng- ið boð um að fara aftur til Dan- merkur og vinna þar í nokkra mánuði á næsta ári og býst við að taka því boði,“ sagði Ragnar Lár að lokum. Sýningu hans í Gallerí Lækjartorg lýkur kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Ljósm. Mbl. Matthías G. Pétursson. Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, kynnti „leikhúsveislur" á blaða- og fréttamannakynningarveislu nýverið. Þjóðleikhúsið býður upp á nýbreytni: Matur, leiksýn- ing og dansleik- ur í einum „leik- húsveizlupakkau ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á „Leikhús- veizlu “ á föstudags- og laugardagskvöldum. Geta nú hópar, tíu eða fleiri, fengið fyrir eitt gjald máltíð í Leikhúskjallaranum, leiksýningu á stóra sviði Þjóðleikhússins, eftirrétt í hléinu og dansleik í kjallaranum á eftir. Þá munu Flugleiðir, Arnarflug, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, Akraborg, hótel og sérleyfishafar greiða götu utanbæjarfólks með viðráðanlegum kjörum fyrir „leikhúsveizlu“-hópa. Þjóðleikhúsið bauð blaða- og fréttamönnum til „leikhúsveizlu"- kynningar nýverið. Þjóðleikhús- stjóri, Gísli Alfreðsson, kynnti þetta nýja tilboð og sagði m.a. að þarna væri verið að koma til móts við unnendur leiklistarinnar úti á landi sem og á höfuðborgarsvæð- inu. Að nokkru er gert ráð fyrir að þetta komi í staðinn fyrir Kjallarakvöldin, sem Gísli sagði að hefðu notið mikilla vinsælda, en á þeim voru kabarettdagskrár fyrir matargesti Leikhúskjallar- ans. Þá sagði Gísli þetta augljóst hagræði fyrir þá sem lengra væru að komnir, að geta pantað skemmtikvöld í höfuðborginni í einum „pakka". Á kynningarfundinum voru auk Gísla fulltrúar þeirra fyrirtækja sem að framan greinir. Kom fram í máli þeirra að „leikhúsveizlu“- hópar myndu fá verulegan afslátt á ferðum til og frá Reykjavík. Á stóra sviði Þjóðleikhússins er um þessar mundir verið að sýna „Skvaldur“ eftir Michael Frayn og „Eftir konsertinn", eftir Odd Björnsson. Þann 10. nóvember frumsýnir Þjóðleikhúsið „Návígi" eftir Jón Laxdal. Skák: ^ Jón L. Árnason lenti í 5.—6. sæti JÓN L. Árnason hafnaði í 5.-6. sæti á sterku skákmóti í Júgóslavíu sem lauk fyrir nokkru. Hann hlaut S'k vinning ásamt júgóslavneska stórmeistar- anum Velimirovic. Sovétmaðurinn Agzamow og Júgóslavinn Simic urðu jafn- ir og efstir með lOVi vinning. Ivkov frá Júgóslavíu hafnaði í 3. sæti með 9'Æ vinning og Adorjan frá Ungverjalandi í 4. sæti með 9 vinninga. Síðan komu þeir Jón L. og Vilimirovic með 8'k vinning, Ivanovic, Júgóslavíu, hlaut l'k vinning, Jajkovic, Júgóslavíu, 7, De Firmian, Bandaríkjunum, og Horvath, Ungverjalandi, hlutu S'k vinning, Gosanovic Júgóslavíu, og Tringoff, Búlgaríu, hlutu 6 vinn- inga, Indic, Júgóslavíu, 4, Doljan- in, Júgóslavíu, 3 og Skoko, Júgó- slavíu, 2 vinninga. Jón teflir nú á alþjóðlegu móti í Bor í Júgóslavíu. Áð loknum sjö umferðum er hann í öðru sæti með 4 vinninga og biðskák. Kurajica er efstur með \'k vinning. Tukmak- ov, Sovétríkjunum, Ikov, Búlgaríu, og Ambramovic, Júgóslavíu, hafa 4 vinninga. Aðalskrifstofa fjármálaráðherra: Framreiknaður kostn- aður 1982 87% hærri en fjárlagatalan SAMKVÆMT rauntölum ríkisreikn- ings 1982 var kostnaður við aðal- skrifstofu fjármálaráðuneytis, sem þá laut forsjá Ragnars Arnalds, kr. 12.180.000.-. Sé þessi tala framreiknuð á verðlag ársins 1983 verður hún kr. 22.777.000.-. Fjárlög fyrir árið 1983 gerðu hins vegar aðeins ráð fyrir kr. 12.875.000.- útgjöldum. Framreiknaður raunkostnaður fyrra árs er þvf 87% hærri en áætluð útgjöld, skv. fjárlögum ársins. Samkvæmt ríkisreikningi 1982 var kostnaður við aðalskrifstofu heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis, sem laut forsjá Svavars Gestssonar, kr. 7.404.000.-. Framreiknuð á verðlag ársins 1983 yrði þessi tala kr. 13.845.000.-. Áætlun fjárlaga var hins vegar aðeins kr. 7.135.000.-. Þessi tvö dæmi annars vegar um framreiknaðan raunkostnað aðal- skrifstofu tveggja ráðherra Alþýðu- bandalags 1982, til samræmis við verðlag 1983, hins vegar um áætlað- an kostnað samkvæmt fjárlögum 1983, sýna ljóslega, hve óraunhæf fjárlagagerðin var. Fjárlög 1983 byggðu á 42% tilkostnaðarhækkun- um milli áranna 1982 og 1983, en verðlag 1983 hefur reynzt 87% hærra að meðaltali en á fyrra ári. Allur samanburður við svo óraun- hæfar fjárlagatölur er því meira en hæpinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.