Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 39 Haustmót TS hafiÓ 1-0 HAUSTMÓT Taflfélags Seltjarn- arness hefst í Valhúsaskóla þriðju- daginn 1. nóvember. Tefldar veröa níu umferðir eftir Monradkerfi, allir þátttakendur í einura flokki og fer keppnin fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30 og laug- ardögum kl. 14. Mikil gróska er í starfsemi Taflfélags Seltjarnarness, en það átti nýlega fimm ára af- mæli. Meðal starfsemi félagsins má nefna reglulegar æfingar fyrir unglinga og fullorðna, skákkennslu, fjöltefli, útgáfu fréttabréfs og síðast en ekki sízt heldur TS úti þremur sveitum í deildarkeppni Skáksambands fs- lands, einni í hverri deild. Um þessar mundir er A-sveitin í öðru sæti í fyrstu deild en á fyrsta borði hennar teflir Hilm- ar Karlsson, núverandi íslands- meistari í skák. Nýlega hélt TS árlega firma- keppni sína í hraðskák og urðu úrslit sem hér segir: 1. Verkamannabústaðir (Kepp- andi Jóhannes Gísli Jónsson) 12 v. af 14 mögulegum. 2. Rakarastofa Jörundar (Jón Pálsson) 10 V4 v. 3. Utvegsbankinn í Hafnarfirði (Gunnar Gunnarsson) 9 v. 4. Búnaðarbankinn, B (Guð- mundur Halidórsson) 9 v. 5. Formprent (Sólmundur Kristjánsson) 8 v. 6. Málarafélag Reykjavíkur, B. (Guðni Harðarson) 8 v. 7. Blikksmiðja Gylfa (Snorri Bergsson) 7% v. 8. Pípulagnir Tómasar (Þröstur Bergmann) 7V4 v. 9. Karl Cooper verzlun (Ingólfur Hjaltalín) 7V4 v. Þátttaka í keppninni var sér- lega góð, en 85 fyrirtæki voru með. Sum fyrirtæki sendu starfsmenn sína, en önnur fengu lánaða skákmenn og voru eins og gengur misheppin. Bikarmót TR að hefjast Bikarkeppni Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 13. nóvember kl. 14. Umhugsun- artími er Vfe klukkustund á skák og falla keppendur úr leik eftir fimm töp, en jafntefli gildir sem hálft tap. Teflt er á miðvikudög- um kl. 20 og sunnudögum kl. 14. Öll starfsemi Taflfélags Reykjavíkur fer fram í Skák- heimilinu, Grensásvegi 44—46. Að auki er rétt að minna skák- unnendur á reglulega starfsemi félagsins sem felst t.d. í æfing- um á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum sem standa öllum opnar. Æfingar fyrir börn og unglinga eru á laugardögum kl. 14. Útvegsbankamenn sigruöu ísfirð- inga og Bolvík- inga naumlega Skáksveit Útvegsbankans lagði nýlega land undir fót og háði spennandi keppni við sam- einað lið fsfirðinga og Bolvík- inga. Lauk henni með sigri bankamanna sem hlutu fimm vinninga gegn fjórum. Einstök úrslit urðu þessi: Björn Þorsteinsson — Ásgeir Överby 1—0 Gunnar Gunnarsson 0-1 1-0 0-1 1-0 — Guðmundur Gíslason Jóhannes Jónsson — Arinbjörn Gunnarsson Bragi Björnsson — Magnús Sigurjónsson Lárus Ársælsson — Smári'Haraldsson Jakob Ármannsson — Gísli Hjaltason Baldur Fjölnisson — Jóhannes Ragnarsson Vfe — Vfe Jens V. Óskarsson — Hallur P. Jónsson 0—1 Jóhann Jónsson — Guðmundur Einarsson lk — lk Útvegsbankinn naut þess að hafa tvo fyrrverandi Islands- meistara á efstu borðunum, þá Björn Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson, forseta Skáksam- bandsins. í hraðskákkeppni náðu heima- menn hins vegar að koma fram hefndum og sigruðu með 94 vinningum gegn 68. Beztum ein- staklingsárangri náði Björn Þorsteinsson sem hlaut 16 v. af 18 mögulegum. Skákdæmi Þetta dæmi eftir Rúss- ana F. Bondarenko og A. Kakovin samiö 1957, sýnir aö þó biskup valdi ekki uppkomureit hornpeðs er staöan samt ekki alltaf dautt jafntefli. Hvítur leikur og vinnur. Sigurvegararnir I firmakeppni Taflfélags Seltjarnarness. Fri vinstri Guðmundur Halldórsson sem tefldi fyrir Búnaðarbankann, Gunnar Gunnarsson, Útvegsbankanum í Hafnarflrði, Jóhannes Gísli Jónsson, Verkamannabústöðunum, og Jón Pálsson sem tefldí fyrir rakarastofu Jörundar. n»* • 7 \ 1 / M . ^fl Útsölumarkaöurinn í kjallara Kjörgarðs, Laugavegi 59, sími 28640 aðeins 99 kr. stk. Yfir 2.000 titlar FATNAOUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA — SÆNGURFATNAÐUR — HANDKLÆÐI — BARNAFATNAÐUR — LOPA- PEYSUR — LEIKFÖNG — GJAFAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI. FALKIN N Hljómplötur innlendar og erlendar frá Fálkanum á sprenghlægilegu verði Þaö borgar sig að líta inn Góðar vörur á stórlækkuðu verði -ap* ST0R UTSÖLUMARKAÐURINN í kjallara Kjörgarðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.