Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
5
Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga lagt niður:
Höfiiðstóllinn neikvæður —
óvíst um endanlega útkomu
- segir Hallgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Endurtryggingafélag Samvinnu-
trygginga, sem annast hefur endur-
tryggingar á erlendum markadi, hef-
ur verið lagt niður. Leyfum félagsins
hefur verið skilað og renna allir
tryggingasamningar félagsins út um
áramótin. Ákvörðun um þetta var
tekin í lok febrúar sl., að sögn Hall-
gríms Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra Samvinnutrygginga og Endur-
tryggingafélagsins.
„Sem stendur er höfuðstóll fé-
lagsins neikvæður en það þarf
ekki að vera endanleg niðurstaða
enda eru vátryggingafélög gerð
upp á allt annan hátt en önnur
félög,“ sagði Hallgrímur í samtali
við blm. Morgunblaðsins. „Vá-
tryggingafélög verða að vera
tryggð með meiri eignum en önnur
félög því inni í myndinni eru áætl-
anir um tjónagreiðslur, sem ekk-
ert er vitað hvort eiga eftir að
koma til útborgunar. Þetta gæti
allt eins tekið 10—15 ár. Þegar
samningarnir renna út um ára-
mótin á eftir að gera upp og þá
mun smám saman koma í ljós
hvað verður raunverulegt af áætl-
uðum tjónum."
Hallgrímur sagði að nú þrengdi
mjög að endurtryggingamarkaðin-
um í heiminum. Stór félög hafa
tapað verulega miklu. Hvað
Endurtryggingafélag Samvinnu-
trygginga varðaði þá hefði félagið
orðið fyrir tveimur áföllum, þar
sem skipt hefði verið við óheiðar-
lega aðila og væri annað málið í
sakamálarannsókn, hitt væri
skemmra á veg komið en á vegum
félagsins væri unnið að rannsókn
þess í London. „Þegar þetta kom á
daginn var ákveðið að hætta starf-
semi Endurtryggingafélagsins og
leggja það niður,“ sagði Hallgrím-
ur. Hann sagði að enn væri óvíst
hvort tap yrði á félaginu þegar
upp væri staðið — það gæti orðið
„lítið eða ekkert, en ég tel ekki
ástæðu til að flagga því á þessari
stundu um hve háa fjárhæð höfuð-
stóll félagsins er neikvæður.
Það er alls ekki svo, að félagið
hafi verið komið í greiðsluþrot.
Það hefur borgað allar kröfur
sjálft og á eftir að fá inn mikla
peninga á næsta ári. Samvinnu-
tryggingar hafa ekkert þurft að
leggja fram í þessu sambandi enn-
þá og það gæti vel farið svo, að
félagið muni greiða allar sínar
kröfur sjálft. Um það verður ekki
vitað fyrr en eftir fimm eða sex
ár,“ sagði Hallgrímur Sigurðsson.
Kolbeinn Pálsson
Flugleidir:
Kolbeinn Pálsson
ráðinn sölustjóri
KOLBEINN Pálsson hefur verið ráó-
inn sölustjóri Flugleiða á íslandi í
stað Karls Sigurhjartarsonar, sem tók
við stöðu framkvæmdastjóra hjá
Ferðaskrifstofunni Úrval.
Meðal verkefna sölustjóra Flug-
leiða er dagleg umsjón með sölu-
starfsemi millilandaflugs, skipu-
lagning leiguflugs og hópferða jafn-
framt því að vera tengiliður við um-
boðsmenn og ferðaskrifstofur.
Kolbeinn Pálsson er 37 ára gam-
all og hefur starfað hjá Flugleiðum
í liðlega sjö ár, þar af undanfarin
þrjú ár í markaðsdeild.
Þorsteinn Pálsson ræðir stjórnmálin:
I kvöld í Garðabæ - ann-
að kvöld á Hótel Esju
Sjálfstæðisfélögin víða um land
keppast nú við að efna til funda
með Þorsteini Pálssyni, nýkjöm-
um formanni Sjálfstæðisflokksins.
Fyrsti almenni fundur formanns-
ins á höfuðborgarsvæðinu verður í
Garðabæ í kvöld og annað kvöld
talar hann á fundi hjá Heimdalli,
félagi ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Á fundunum ræðir
formaðurinn um stjórnmálavið-
horfið að loknum landsfundi
sjál fstæðismanna.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar
og Bessastaðahrepps boðar til
fundar með Þorsteini Pálssyni
kl. 20.30 í kvöld, þriðjudags-
kvöld, í Félagsmiðstöðinni
Garðaskóla v. Vífilsstaðaveg.
Fundurinn er öllum opinn.
Heimdallur, félag ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík,
boðar félagsmenn sína til kvöld-
verðarfundar með formanni
Sjálfstæðisflokksins, annað
kvöld, miðvikudagskvöld, klukk-
an 19 að Hótel Esju.
Þorsteinn Pálsson
Ljóð á
Lúthersári
- ný Ijóðabók eftir Ingi-
mar Erlend Sigurðsson
ÚT ER komin hjá Víkurútgáfunni
Ijóðabókin „Ljóð á Lúthersári" eft-
ir Ingimar Erlend Sigurðsson. Bók-
in er 80 blaðsíður og í henni 64 Ijóð.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup
fylgir bókinni úr hlaði.
Ljóð á Lúthersári eru þannig
kynnt á bókarkápu:
í tilefni af því að liðin eru 500
ár frá fæðingu trúarhetjunnar
Marteins Lúthers gefur Víkur-
útgáfan út nýja ljóðabók eftir
Ingimar Erlend Sigurðsson, Ljóð
á Lúthersári. Ljóðabók hans
Helgimyndir í nálarauga, sem út
kom í fyrra, vakti verðskuidaða
athygli ljóðaunnenda, trúaðra
sem miður trúaðra.
Ljóð á Lúthersári inníheldur 64
trúarljóð tengd með beinum eða
persónulegum hætti þessari eld-
sál kristninnar, Marteini Lúther.
I ljóðunum gengur lesandi með
skáldinu á trúarvegi vörðuðum
sögulegum atvikum og sýnum úr
lífi og sál Lúthers, en á milli
varðanna, leiðarsteina, vakna á
trúargöngunni sárfættar eða
sigggrónar, tímabundnar eða við-
varandi lífskenndir varðandi til-
ganginn, brennandi tjáning
nútímaskálds um trú og líf.
Þegar tilkenndin er næmust
verður gangan — eldgangan,
jafnt á glóðum Marteins Lúthers
sem persónulegum trúarglóðum.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, bisk-
up, fylgir Ljóðum á Lúthersári úr
hlaði.
Hljómflutningstækín þín veróa aklrei betrí en hátalavamir
sem þú tengjrvið þau!
Það er næstum því sama hvað tækin þín heita
- Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips,
Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast
mest megnis upp á hátölurunum.
Auðvitað skiptirtalsverðu máli hversu
góð tækin eru, en þó er miklu mikilvægara
hvaða hátalara þú notar. Þess vegna ber öllum
„stærri spámönnum” saman um að verð
hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði
samstæðunnar.
Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose,
því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af
áhugamönnum sem atvinnumönnum.
Komdu og kíktu á okkur - og Bose
OTRÚLEG VERÐLÆK KUN
á Bose 501, Bose 601 og Bose 901 hátölurum.
Opið á laugardögum í Sætúni 8.
ÓSA
eimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.