Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 14

Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Arngrúnur Gíslason málari Myndlíst Bragi Ásgeirsson Ætli það séu margir sem vita það í þessum mikla flaumi list- sýninga á síðari árum, að það eru einungis 99 ár síðan fyrsta mál- arastofa á íslandi var byggð? Hún var að vonum hvorki stór né reisuleg og reist við kot er nefnd- ist Gullbringa og var hjáleiga frá Tjörn í Svarfaðardal. Húsfreyjan á Halldórsstöðum 1871. Hér var að verki sjálflærður málari er Arngrímur Gíslason hét og var fæddur 1 Skörðum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu hinn 8. janúar árið 1829 og andaðist hinn 21. ferúar árið 1887. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Arngríms í Listasafni íslands og er hún haid- in í tilefni útkomu bókar um hann, sem dr. Kristján Eldjárn ritaði, en hann varði löngum tíma í að rannsaka list og æviferil Arngríms. Ævi og ferill Arngríms Gísla- sonar er lýsandi dæmi þess hve listræn tilfinning var næm meðal þjóðarinnar, þótt ytri skilyrði héldu henni niðri um aldir, að rit- málinu undanskildu. Það má með réttu álfta að hún hafi einungis legið i dvala um aldir og beðið eftir ytri skilyrðum til að rísa upp úr öskustó, dafna og þroskast Sjálfsmynd, gerð með blýanti, eftir Arngrím Gblason. á ný. Sú staðreynd, að alsendis ólærður maður í myndlist hafi náð þeim árangri, sem sjá má f myndum Arngríms Gíslasonar, rennir fullkomlega stoðum undir þann framslátt. Arngrímur býr lengstum i afskekktu héraði og eina tilsögn hans i myndlist eru strjál bréfaskipti við Sigurð Guð- mundsson málara frá 1862—68. I bréfunum leitar hann tilsagnar Sigurðar, svo að telja má þetta eins konar bréfaskóla, en slikir geta aldrei leyst nema takmark- aðan vanda, jafnvel þótt þeir væru skipulagðir á nútímavísu. Hér ræður eðlisgáfan öðru frem- ur ferðinni og hana hefur Arn- grímur haft rika, svo sem margar myndir hans eru til vitnis um. Einkum eru það andlitsmyndir af konum er athygli vekja, en þær virðast gerðar af annarri og dýpri tilfinningu en af kynbræðrum hans. Teiknari var Arngrímur og mjög lipur, en eðlilega er það auðsætt að það háir honum helst að hafa aldrei notið beinnar til- sagnar, — og þó er það um margt ávinningur, þvi að ella kæmi hin upprunalega gáfa hans ekki eins skýrt fram. Listamaðurinn var rikur i eðli Arngríms, hann vildi lifa lifinu lifandi ef þvf var að skipta, en sökkti sér niður f hugðarefni sin þess á milli af lífi og sál. Hann nam rennismíði og bókband, en hugur hans hneigðist snemma að því að rissa upp myndir og fékk í þeim tilgangi fólk til að sitja fyrir hjá sér. Þegar sá gállinn var á honum var hann hrókur alls fagnaðar og sóttist eftir félagsskap glaðværra kvenna og var á köflum veikur fyrir áfengi. Þetta eru að visu ekki frekar einkenni listamanna en margra annarra, en sköpun- argleðin vill leita útrásar í ýms- um umbrotasömum tiltektum, sé hún að öðru leyti hamin af ytri aðstæðum og nær ekki að dafna á eðlilegan hátt. Víst ættum við mikinn lista- mann í Arngrimi Gíslasyni ef að hæfileikar hans hefðu notið sín til fulls og enginn getur þá sagt hvernig list hans hefði þróast. En það sem islenska þjóðin á þó eftir Ung kona 1870. þennan mann er mikil og verð- mæt eign, jafnvel þótt ekki væri fyrir annað en hve lifandi dæmi maðurinn er um listræna hæfi- leika, sem blunduðu með þjóð- inni. Sem flestir þyrftu að skoða þessa sýningu vel og vandlega og svo er einungis að bíða eftir rit- verki okkar ástsæla þjóðhöfð- ingja um ævi og feril þessa merka sonar þjóðarinnar, Arngríms Gíslasonar. Bnini Möðruvallakirkju 1865. með forsjá Kapp Bókmenntir Erlendur Jónsson TOGARASAGA Magnúsar Run- ólfssonar skipsljóra. 186 bls. Guðjón l'riðriksson skráði. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. Rvík, 1983. »Draumur allra stráka var að komast á togara og það var ekkert annað en að ég var kominn í þessa fínu stöðu, aðeins 15 ára gamall,« segir Magnús Runólfsson. Magnús er Reykvíkingur, Vest- urbæingur. Þar var aðallinn í dentíð, þeir sem settu svip á bæ- inn. Fimm ár voru liðin af öldinni þegar Magnús leit fyrst þessa heims ljós. Það var fyrir tíma rennandi vatns og rafmagns. Margir voru svo fátækir að þeir geymdu matinn fremur en að borða hann. Magnús segir að þess konar sparnaður hafi ekki tíðkast heima hjá sér. Faðir Magnúsar vildi að hann yrði embættismaður — prestur eða sýslumaður. Þau áform runnu út í sandinn, Magnús varð togaraskipstjóri. Og togar- arnir voru í fyrstunni álitnir hrein tækniundur. Haldið var að þeir gætu ekki sokkið! Því miður hlutu stoðirnar að bresta undan þeirri trú, og það allhastarlega. Margur togaraskipstjórinn endaði starfsævi sína á fiska grund með allri áhöfn. Lífsbaráttan var Magnús Runólfsson mannskæð eins og stórstyrjöld. En Magnús lifði það af. Og nú rek- ur hann sögu sína, roskinn maður. Magnús segir á einum stað frá hávaðanum á gömlu togurunum þegar allt var í gangi. Menn urðu þá að hrópa fullum hálsi svo til þeirra heyrðist. Nærri má geta hvort þvílíkar aðstæður hafi örvað til málalenginga! Þó Magnús segi ekki sögu sína í roki og stórsjó á Ránar slóð er hann gagnorður og hlutlægur. Sumir sögumenn vilja skemmta. Aðrir vilja fræða. Magnús stendur nær síðar talda hópnum. Hann byrjar að lýsa göt- unni sinni, telja upp húsin og fólk- ið í húsunum. Hann lýsir fiskvinn- unni í landi. Og hann lýsir ná- kvæmlega vinnunni um borð í tog- ara. Það var auðvitað stanslaust erfiði. Þessir karlar höfðu alist upp við snör handtök. Og togara- pláss var eftirsótt, þrátt fyrir stritið. Þeir kipptu sér ekki upp við vökur og vosbúð, karlarnir. Togaraskipstjórar voru taldir bjargálnamenn og vel það. En þeir báru byrðar í samræmi við það. Magnús segir (tekur það raunar fram á tveim stöðum í bókinni) að frá fimmtán ára aldri hafi þriðja hver króna verið hirt af sér í skatta. Víða er minnst á skip í þessari bók. Þó nú væri! Magnús segir að það sé »þekkt staðreynd að skip, sem eru byggð nákvæmlega eftir sömu teikningu á sama stað og tíma, geta verið mjög ólík hvað sjóhæfni varðar.« Og Magnús seg- ist ekki vera »sammála fiskifræð- ingum um að sjórinn sé orðinn þurr af fiski því að miðin í kring- um ísland eru óhemjuflæmi.« Viðey tengdist mjög fyrstu ár- um togaraútgerðar á fslandi. Þar var talsverð byggð, austanvert á eynni. Og þar var Magnús stund- um búsettur með fjölskyldu sinni. Lindbergh flugkappi gisti í Viðey þegar hann kom hér við (þó sam- tímaheimildir segi að hann hafi sofið á Hótel Borg). Magnús var þá kvaddur á vettvang sem túlkur. Lindbergh var gefinn rauðgrautur sem þá var alþýðlegur sunnu- dagsmatur. Flugkappanum leist ekki meir en svo á rauðgrautinn og varð Magnús að útskýra fyrir honum hvers konar herramanns- matur þetta væri. Á miðjum aldri kaus Magnús sér hægara starf og gerðist hafn- sögumaður. Segir hann að það hafi þá talist til virðingarstarfa enda ekki valdir til starfsins nema reyndustu sjómenn. Og nú er Magnús búinn að draga nökkvann 1 naust. Endur- minningar hans eru fyrir margra hluta sakir athyglisverðar, en fyrst og fremst eru þær fróðlegar vegna nákvæmra lýsinga á at- vinnuháttum og vinnubrögðum sem einu sinni voru en eru ekki lengur. Það er saltlykt og tjöru- angan af þessari togarasdgu. Erlendur Jónsson Safnplata í sérflokki Hljóm nr;irm Sigurður Sverrir Pálsson Ýmsir listamenn Rás 3 Stcinar hf. Undanfarna mánuði og jafnvel undangengið ár hafa safnplötur verið það einasta, sem hreyfst hefur að einhverju marki í plötu- verslunum. Kannski ekki að undra í ljósi dýrtíðar og hins vegar í ljósi þess hvað er boðið upp á á slíkum plötum. Þar fá menn undantekningarlítið mikið fyrir peningana sína. Með niðurfellingu vörugjalds- ins illræmda hefur plötusala tekið góðan kipp og hann hefur að sjálfsögðu komið af stað enn aukinni sölu á safnplötum. Margar hafa komið og síðan fall- ið í gleymskunnar dá, en ég held að Rás 3 marki viss tímamót í gerð slíkra platna hér á landi. Ég fullyrði, að aldrei fyrr hef- ur verið boðið upp á jafn fersk lög og á þessari safnplötu. Þegar þetta er skrifað er hún búin að vera á markaðnum í nokkrar vikur og nokkrar vikur eru lang- ur tími í heimi poppsins. Á þeim tíma eru kannski einhverjir bún- ir að fá leið á sumum laga plöt- unnar, sem voru splunkuný er hún kom út. Karma Chameleon/Culture Club, Wings Of a Dove/Madness, Red, Bed, Wine/UB40, They Don’t Know/Tracey Ullmann, Safety Dance/Men Without Hats o.fl. lög voru öll ný af nál- inni við útkomu þessarar plötu. Á henni er líka að finna tvö ís- lensk lög, sem bæði mega hins vegar muna sinn fífil fegurri. Bæði Blindfullur og Take Your Time (endurhljóðblandað) hafa runnið sitt skeið á enda í eyrum íslenskra poppunnenda. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því, en á bak við út- gáfu safnplötu á borð við þessa liggur ótrúlega mikil vinna, sér- staklega þar sem lögin eru nær öll svona ný. Útgáfa sem þessi tekst aðeins vegna þess að í hlut á starfslið, sem kann sitt fag og hefur aflað sér traustra sam- banda á erlendri grundu. Ég held að plötufríkin ættu að hætta að amast yfir útgáfu safnplata en snúast þess heldur á sveif með hinum, sem fagna slíkum gripum. Þegar menn hafa safnplötu á borð við Rás 3 í höndunum er ekki hægt annað en að vera yfir sig ánægður með árangurinn. Þessi safnplata er eins og danskurinn myndi orða það „alle tiders".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.