Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 16

Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 16
Tískustefnur eru vaxtarsprotar nýrrar hugsunar Rœtt við Hörð Ágústsson listmálara í tilefni yfirlitssýningar hans í Listasafni íslands Yfirlitssýning á verkum Harðar Ágústssonar listmálara stendur þessa dagana í Listasafni íslands við Hringbraut, og getur þar að Ifta 144 verk listamannsins; teikningar, olíu- málverk, gvassmyndir og límbanda- myndir. Hörður er fyrir löngu lands- kunnur fyrir list sína, og gerist ekki þörf á að kynna hann hér sérstak- lega. — Miklu fremur knúði blaða- maður dyra hjá honum til að heyra hann í orðum segja nokkuð af list sinni og viðhorfum til listarinnar, og einnig barst viðtalið inn á hin merku brautryðjendastörf Harðar að rannsóknum og varðveislu ásamt endurbyggingu gamalla húsa hér á landi. Þau viðfangsefni hafa raunar tekið hug listamannsins allan síð- ustu ár, og á engan er hallað þótt fullyrt sé, að engir íslenskir fræði- menn hafi á síðari árum opnað í eins ríkum mæli sýn til húsakynna lands- manna á liðnum öldum. Því ánægju- legri eru þessar rannsóknir Harðar fyrir íslendinga, að hann hefur sýnt fram á að hér bjuggu ekki alla tíð hnípnir menn í vanda í lekum torf- kofum, heldur byggðu forfeður okkar í mörgum tilvikum stærri og íburðarmeiri hús en annars staðar þekktust. Ætíaði alltaf að verða arkitekt og málari „Ég satt að segja man ekki eftir mér öðru vísi en ég ætlaði að verða arkitekt og málari," sagði Hörður, þegar hann var spurður hvort listamannsferill hans hafi verið fyrirfram ákveðinn og skipulagð- ur, eða hvort þar hafi tilviljanirn- ar ráðið mestu eins og oft vill verða. „Tilviljanir held ég því að hafi litlu ráðið hér um,“ hélt hann áfram, „enda hvöttu foreldrar mínir mig óspart í þessu efni. Fað- ir minn var ákaflega listelskur, og meðal fyrstu bernskuminninga minna er þegar ég fór með honum á listsýningar. Aldrei var því dregið úr mér að fara inn á þessar brautir. — Það varð svo enn til að hvetja mig til dáða, að Björn Björnsson sem kenndi mér teikn- ingu í gagnfræðaskóla og Finnur Jónsson, sem þá kenndi í mennta- skólanum, hvöttu mig báðir til að leggja rækt við myndlistina. Þetta var mér að sjálfsögðu mikil upp- örvun, og til Finns leitaði ég í upp- hafi með ýmis atriði í list minni Þorpið, mynd frá 1950. og mætti þar aldrei nema góðvild og hlýju.“ — En hvað með arkitektúrinn, var hann ekki einnig á dagskrá hjá þér? „Jú, það stóð til að fara utan í arkitektúr, en þá kom stríðið og Evrópa lokaðist og til Bandaríkj- anna vildi ég ekki fara. Ég fór því í verkfræði hér heima í háskólan- um og gekk um leið í einkatíma hjá Einari Sveinssyni arkitekt og var í Myndlista- og handíðaskól- anum. — Að loknu stríðinu fór ég svo á Akademíuna í Höfn og síðar til London, París og ítaliu. Ég sagði víst hér á undan, að ekki hefði það verið tilviljun að ég lagði út á þessa braut, en tilviljun réði því þó — ef hægt er að kalla stríð tilviljun — að ég varð ekki arki- tekt. Arkitektúrinn hefur hins vegar alltaf staðið mér nærri og haft áhrif á mig sem listmálara, enda verður arkitektúrinn ekki svo auðveldlega skilinn frá mynd- listinni." Þá fyrst leyfi til að fara með liti... „Af sömu ástæðu er það vafa- laust, að ég er fyrst og fremst „formalisti“ í myndlistinni en ekki „colouristi". Myndlistin er ofin saman af skynsemi og tilfinning- um, en formið er fulltrúi skyn- seminnar. Mér fannst alltaf að fyrst yrði ég að ná valdi á teikn- ingunni, fyrr hefði ég varla leyfi til að fást við liti. Þetta kann mörgum að virðast einstrengings- leg afstaða. Ég ætlast ekki til þess að aðrir hafi hana, og kannski hef- ur þetta háð mér. En ég hef verið í aðra röndina varfærinn í listinni — þó ekki íhaldssamur held ég — því ég haf alltaf hrifist af flestum nýjum straumum í myndlist." — Þú segist hafa hrifist af tískustraumum og nýjum stefn- um. Svona eftir á að hyggja, voru þessar tískur þér til góðs, og skilar það myndlistinni áleiðis að fara sífellt út í slíkar nýjungar, sem svo oft eða oftast hverfa aftur að fáum árum liðnum? „Já, vitaskuld hefur það gert mér gott, og það gerir öllum lista- mönnum gott að reyna eitthvað nýtt, bæði með því að fara eftir nýjum „tískulínum" og með því að feta alveg ótroðnar slóðir. Án þess væri engin framþróun í listinni. Vitanlega þurfa menn að læra undirstöðuatriðin og menn eiga að læra af því sem áður hefur verið gert, en mikilvægast er þó að vera frjór og opinn fyrir því nýja. Hin jákvæða hefð, sem ég kalla svo, er í raun ekki annað en samlagning tískustefna. Ég minnist f þessu sambandi fyrirlesturs, sem Guð- mundur Kamban flutti, til varnar tískunni. Hann sagði þær vera vaxtarsprota nýrrar hugsunar, enda er það staðreynd, að í listum sem á öðrum sviðum geta menn ekki alltaf verið að kyrja sama sönginn, það gerist aðeins þar sem kúgun og ofbeldi klippir á vaxt- arsprotana. Eftirtektarvert er til dæmis að kynna sér þessa þróun í Rússlandi á sínum tíma. Þar gerð- ist margt mjög athyglisvert eftir byltinguna, eftir kúgun keisara- stjórnarinnar. Þetta frelsi ríkti fram eftir valdatíma Lenins, en með Stalín lagðist dauð hönd á listina. Hið sama gerðist í Þýska- landi á tíma Hitlers. í hinu kapít- alíska hagkerfi fær listin nokkurn veginn að vera í friði, hitt er svo annað mál að lögmál markaðarins eru ekki þau heppilegustu lögmál, fyrir listsköpun að mfnu mati. Heimspeki myndlistar heillar mig mest, heimspekina f öllum sínum margbreytileik tek ég fram yfir flest annað, tel hana göfug- asta greina. Myndlistin verður aldrei skilin ein og sér, það þarf að huga að henni f viðu samhengi, ekki síst því þjóðfélagslega. Að loknu striðinu 1944 ríkti mikil bjartsýni um alla Evrópu og hún náði vissulega hingað til lands. Stofnun lýðveldis á íslandi vakti miklar vonir hjá þeim, sem þá voru að vaxa úr grasi, ekki síst sterka þjóðerniskennd. Ég fór ekki varhluta af þessum straumum, og þegar ég fór utan, ætlaði ég að taka með mér íslenskan andblæ og fslenskan veruleika og koma hon- um til skila í myndlist." Þingeyrarklaustur eins og Hörður Ágústsson telur það hafa litið út árið 1684, blaðsýn. Teikningu þessa byggir Hörður á heimildum sem varðveist hafa, en víða má finna greinargóðar lýsingar á því hvernig hér var húsað fyrr á öldum. Sú hlaðmynd, sem hér blasir við, er að öllum líkindum sú sama og verið hafði allt frá síðari hluta miðalda. Lengst til vinstri er stafkirkja og um hana hringlaga kirkjugarður, en lengdin frá kirkjunni og alveg út að vinstri hluta myndinnar er um 100 metrar. Þar af er skálinn ásamt búri á miðri mynd um 40 metra langur. Enginn kotungsbragur hefúr því verið á húsakosti hér á þessum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.