Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
23
tveimur mótum ó meóan á heim-
sókninni stendur.
Fyrsta daginn sem dvaliö veröur
í Sao Paulo mun hópurinn fara á
völlinn og sjá leik meö Flamengo
en heimavöllur liösins er sá
næststærsti í heimi. Daginn eftir
fer hópurinn til Ubatuba sem er
baöstrandarbær í um 170 km fjar-
lægö frá Sao Paulo. Þar fer fyrra
mótið fram, en síöara mótiö fer
fram í Rio Claro sem er skammt
frá. Tíu til fimmtán lið frá átta þjóö-
um taka þátt í mótunum. Þegar
síöara mótinu lýkur mun allur hóp-
urinn fara til Rio de Janeiro og
dvelja þar í þrjá daga og skoöa sig
um. Eins og sjá má eiga Vals-
drengirnir mikla ævintýraferö fyrir
höndum. Öll feröalög og upplhald
innan Brasilíu eru Valsmönnum al-
veg aö kostnaöarlausu, en eins og
skýrt hefur veriö frá fengu Vals-
menn boö um aö koma í þessa
ferö þegar þeir kepptu á ungl-
ingamóti úti í Svíþjóö á síöasta ári.
Mbl heimsótti Valsdrengina á
æfingu fyrir skömmu, og þar skein
mikill áhugi út úr hverju andliti.
Þjálfari liösins, Sævar Sigurösson,
sagöi aö hann myndi reyna aö láta
liöiö æfa úti viö eins lengi og aö-
stæöur leyfðu. Og væri mikill hug-
ur í liöshópnum aö standa sig vel í
keppnisferöinni. Sævar sagöi aö
hann væri meö góöan hóp í hönd-
unum aiit strákar sem hefðu mikla
buröi til þess aö ná langt í knatt-
spyrnuíþróttinni ef þeir legöu sig
fram.
— ÞR.
ÞAD ER EKKI á hverjum degi
sem íslenskir íþróttahópar ráöast
f það stóra verkefni að fara í
keppnisferö til S-Amerfku. En í
mars á næsta ári fer 22 manna
hópur úr 3. flokki Vals til Brasilíu
og tekur þar þátt í unglingamóti í
knattspyrnu. Valsmenn hafa und-
irbúið sig af kappi fyrir ferðina,
ekki aðeins með því að æfa held-
ur líka með því aö vera duglegir í
fjárðflun því að svona ferð kostar
mikla peninga, þrátt fyrir mjög
hagstæð fargjöld sem fást með
góðri aðstoö feröaskrifstofunnar
Utsýnar. Valsmenn munu fara
utan 24. mars og fljúga þá til Sao
Paulo frá Kaupmannahöfn. En
gert er ráð fyrir því aö hópurinn
komi heim 12 aprfl. Gert er ráð
fyrir þv( að Valsmenn taki þátt í
• Þriðji flokkur Vals sem fer í keppnisferð til Brasilíu í mars. Efri röð
frá vinstri: Bragi Bragaaon, Þóröur Bogason, Björn Bragason, Guð-
mundur Sigurðsson, Egill Þorsteinsson, Einar Páll Tómasson, Arni H.
Ólafsson, Sveinn Sveinsson, Sævar Sigurösson, þjálfari. Neðri röð frá
vinstri: Jón Þór Sigurgeirsson, Magnús Rafnsson, Davíö Garðarsson,
Jón Þór Andrésson, Einar Aron Pálsson, Jón Helgason og Andrés
Davíösson. Ljósm. Þórarinn Ragnarsson.
Jabbar skoraði
sitt 30.000 stig
KAREEM Abdul-Jabbar, körfu-
knattleiksmaöurinn kunni hjá Los
Angeles Lakers, skoraði sitt
30.000. stig ( NBA-deildinni um
helgina er Lakers sigraöi Port-
land 117:110 í Portland.
Hann varö þar meö annar leik-
maöur sögunnar til aö ná þessum
áfanga, hinn er Wilt Chamberlain,
sem skoraöi 31.419 stig á þeim 14
árum sem hann lék í NBA. Þetta er
15. áriö sem Jabbar leikur ( deild-
inni.
Hann skoraöi 11 stig ( fyrsta
fjóröungi leiksins (f Bandaríkjunum
eru leiknar fjórum sinnum tólf mín-
útur) en hann þurfti 13 stig til aö ná
30.000. stiginu. Hann skoraði svo
úr tveimur vítaköstum er 5:07 sek-
úndur voru eftir af þriöja hluta
leiksins og bætti síöan viö sjö stig-
um þaö sem eftir var. Eftir aö hann
haföi „sett vítaskotin niöur“ var
gert hlé á leiknum, og aöalfram-
kvæmdastjóri Los Angeles Lakers,
Jerry West, sem er sjötti stiga-
hæsti leikmaöur í sögu NBA, færöi
Jabbar keppnisboltann aö gjöf.
Jabbar hélt honum hátt á loft
(þ.e.a.s. boltanum ekki West) meö
annarri hendi meöan 12.666 áhorf-
endur hylltu hann vel og lengi.
m
ím
• Áhuginn or mikill hjá þessum ungu mönnum og þoir æfa af miklu kappi til þoss að standast nú brasilísku
strákunum snúning þogar á knattspyrnuvöllinn er komið. Ljósm. Þórarinn Ragnarsson.
Völsungur sigraði ÍS
— Skautafélagið kemur á óvart
• Kareem Abdul Jabbar til hægri roynir að stöðva hinn frábæra Mos-
es Malono (nr. 2).
AÐEINS einn leikur var (1. deild
karla á fslandsmótinu í blaki um
heigina, en Fram vann Víking
3—2 í spennandi leik. Kvennalíð
Völsungs fékk ÍS í heimsókn og
sýndu þær á ótvíræðan hátt
hverjar það eru sem eru meö
besta liöið (ár, öruggur 3—0 sig-
ur Völsungs. f 2. deild karla lék
KA við Skautafélagið á Akureyri,
en þar eru aöeins menn eldri en
fertugir. Þrátt fyrir 3—0 sigur KA
þá áttu „öldungarnir" góðan leik
og stóðu vel (sér yngri mönnum.
Leikur neöstu liöanna ( 1. deild,
Fram og Víkings, fór fram á sunnu-
daginn og þurfti aukahrinu til aö
knýja fram úrslit. Liöin skiptust á
um aö vinna hrlnurnar, Fram á
fyrstu síöan Víkingur en úrslit í
hrinunum uröu þau aö fyrsta end-
aöi 15—9, sú næsta 15—8 fyrir
Víking síöan 15—11 Fram í vil en
Víkingar unnu síöan fjóröu hrinuna
15—10. Oddahrinan var spenn-
andi og var jafnt á flestum tölum
uppí 8—8 en þá tókst Fram aö
síga frammúr og sigra 15—12.
Hjá Fram átti Kristján Már
ágætis kafla, svo og þjálfari þeirra,
Sveinn Hreinsson, en mest kom á
óvart góö frammistaöa Þorvalds
Sigurössonar en hann kom inná í
þrlöju hrinu og stóö hann sig meö
mikilli prýöi, baröist eins og Ijón og
var einstaklega góöur í lágvörn.
Hjá Víkingum var Arngrímur best-
ur og Siguröur Guömundsson átti
einnig ágætan dag.
I 1. deild kvenna var einn leikur
fyrr i vikunni en þá áttust viö UBK
og Víkingur og lauk þeirri viöur-
eign meö 3—0 sigri Breiöabliks
15—8, 15—8, og 15—12. Víkingar
léku síðan um helgina við Þrótt og
ekki biés byrlega fyrir hiö unga liö
Víkings í upphafi því Þróttur sigr-
aði í fyrstu tveimur hrinunum
15—4 og 15—3. Víkingar gáfust
þó ekki upp og unnu næstu tvær
hrinur 15—11 og 15—13 og virt-
ust Þróttarar þá vera aö reyna nýtt
leikkerfi en í síöustu hrlnunni gripu
þeir til gamla kerfisins og sigruöu
þá 15—9.
Stúdinur brugöu sér norður (
land um helgina og léku fyrst viö
Völsung og síöan viö KA. Fyrri
leikurinn var algjör einstefna hjá
Völsungi enda léku iS-dömur eins
og byrjendur í íþróttinni og sem
dæmi má nefna aö um 40% upp-
gjafa þeirra fór í súginn. Öruggur
sigur Völsungs 15—2, 15—4, og
15—6 og hafa þær ekki enn tapaö
hrinu á mótinu í vetur. Síöari leik-
urinn sem var viö KA vannst auð-
veldlega 15—8, 15—8, og 16—14.
í 2. deild karla voru tveir leikir
um helgina og báöir í noröur riölin-
um. Reynivík — sameiginlegt liö
frá Reyni Árskógsströnd og Dalvík
— sigraöi KA-b 15—2, 15—5, og
15— 0, og er gaman til þess aö vita
aö ný liö í mótum standi sig svona
vel. A-liö KA mátti hafa sig allt viö
til aö sigra „öldungana" í Skauta-
félaginu 15—9, 16—14, og
16— 14 uröu lokatölur leiksins.
— sus.
Ungmennafélagið
Austri — Eskifirði
óskar aö ráöa knattspyrnuþjálfara fyrir næsta sumar.
Alla flokka.
Umsóknarfrestur til 10. des. nk.
Upplýsingar gefur Benedikt í síma 97-6463,
vinnusími 97-6124.
Valsmenn á leið
til Brasilíu