Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Ljóam. Mbl. KEE Húsfyllir á tónleikum Kristjáns Kri.stján Jóhannsson, söngvari, hélt tvenna tónleika í Háskólabíói um helgina á vegum bókaklúbbsins Veraldar. Húsfvllir var báða dagana og var Kristján margoft klappaður upp. Maurizio Barbacini, kom til landsins ásamt Kristjáni og stjórnaði hann hljómsvcitinni. Á fimmtudaginn verða haldnir aðrir tónleikar í Háskólabíói og mun kona Kristjáns, Dorrie’t Kavanna, syngja með honum á þeim tónleik- um. Leiðrétting vegna birting- ar úr greinargerð um vinnslu stöðvar landbúnaðarins MORGUNBLAÐIÐ birti sl., fimmtudag, laugardag og sunnudag þrjá kafla úr greinargerð um vinnslustöðvar sauöfjárafurða eftir Þorvald Búason. Greinargerðin var ekki samin til birtingar í dagblaði enda fyrst og fremst talnadæmi. Morgunblaðið valdi því kafla úr greinargerðinni, þar sem nokkur aðalatriði koma fram, en töluvert vantar á, að heiileg mynd fáist af forsend- um, röksemdum og niðurstöðum, svo sem við er að búast við slíka styttingu. Smámistök urðu við birtingu þessara kafla, sem ástæða er til að lagfæra. 1) í fyrsta kaflanum, sem birt- o.fl., sem rakið er í fyrri köflum ist á fimmtudag, féll niður undir- fyrirsögn og hluti texta í miðjum fyrsta dálki á síðu 13. Hér fer á eftir þessi grein kaflans í heild sinni ásamt undirfyrirsögninni (það sem niður féll er með breyttu letri): Yfirlit yfir streymi fjármuna í vinnslustöð sauðfjárafurða Með hliðsjón af upplýsingum um afurðalán, niðurgreiðslur, sjóðagjöld, uppgjör við bændur, Ráðstefna Lífs og lands um „þjóð í kreppu“: Efiiahagskreppan smitar út frá sér KRKPPA í margvíslegri mynd var umræðuefni á ráðstefnu samtakanna Lífs og lands á Hótel Borg sl. laugar- dag. Flutt voru tuttugu erindi um kreppu í efnahagslífi, listaliTi, trúar- lífi, sálarlífi, skólalífi o.s.frv. Á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna, sem hófst klukkan tíu um morguninn og lauk um sexleytið. Fyrst voru öll erindin flutt, því næst sátu forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermannsson og fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson fyrir svörum, en ráðstefn- unni lauk með pallborðsumræðum þar sem reynt var að draga saman helstu niðurstöður erindanna. Öll er- indin hafa verið gefin út í bók af ísa- foldarprentsmiðju. „Ég tel að ráðstefnan hafi heppn- ast nokkuð vel,“ sagði Kristinn Ragnarsson arkitekt, en hann er formaður samtakanna Lífs og lands. „Þetta er mjög yfirgripsmik- ið þema sem tekið var fyrir og því erfitt að fá fulla yfirsýn á efnínu á ekki lengri tíma. En markmið okkar með því að velja þetta efni var að sýna fram á samtvinnun hinna ýmsu þjóðfélagsvandamála. Það er vitað að vaxandi atvinnu- leysi fylgja ýmis önnur félagsleg vandamál. Glæpir aukast, sjálfs- morð verða tíðari og áfengisneysla vex, svo dæmi sé tekið. Efnahags- kreppan spilar óneitanlega inn í mörg svið mannlífsins, hún smitar út frá sér.“ Samtökin Líf og Iand voru stofn- uð árið 1978 og eru félagar á þriðja hundrað. Alls hafa samtökin staðið fyrir tíu ráðstefnum um hin marg- víslegustu mál, síðast á undan „þjóð í kreppu" um ísland og friðarum- ræðurnar. Kristinn sagði að sam- tökin væru umhverfismálafélag í víðum skilningi þess orðs, þar sem reynt væri að skoða málin frá sem flestum sjónarhornum og „brjóta þannig skarð í einangrun sérhæfn- innar,“ eins og hann orðar það. Ekki er á dagskrá önnur ráðstefna fyrir jól. greinargerðarinnar má draga saman yfirlit yfir hreyfingar fjár- muna á föstu verðlagi. Þetta er gert í töflu XIV miðað við þá reglu, að gert sé upp við bændur í þremur greiðslum; 80% í nóvemb- er, 20% í apríl og verðbætur grei- ddar í nóvember ári seinna. Þetta er regla 1. í töflu XV er hins vegar gert ráð fyrir uppgjöri við bændur samkvæmt þeirri reglu, að færð sé inneign á viðskiptareikning, sem þeir síðan taka út jafnt og þétt á tólf mánuðum (svo og verðbætur í nóvember að ári), regla 2. í töflunum kemur það eitt nýtt fram, sem ekki hefur mátt lesa úr fyrri töflum, að feikn rúm lausa- fjárstaða verður til á vinnslustöð og þá sýnu meira ef fylgt er reglu 2 um greiðslur til bænda. Sé fylgt reglu I er lausafé meira en 1.100.000 (fyrir 1000 kg Dl) að meðaltali yfir árið. Sé fylgt reglu 2 er lausafé um 2.000.000 kr. að meðaltali yfír árið. Þetta er mjög athyglisverð niður- staða. Flestir atvinnuvegir eru í fjár- svelti, en vinnslustöðvar sauðfjáraf- urða virðast hafa gnægtir lausafjár. Á baksíðu Morgunblaðsins þennan sama dag var drepið á þau atriði, sem hér um ræðir og niður féllu. Það er megin niðurstaða greinargerðarinnar, að lausafé Kvikmynd um Kekkonen ÞRIÐJUDAGINN 22. nóvember kl. 20.30 verður sýnd í Norræna húsinu kvikmynd um Urho Kekkonen, sem gerð var f tilefni af 75 ára afmæli Kekkonens. Það var Finland Reklam TV, sem stóð að gerð myndarinnar. Hún er tekin í lit, 45 mín. og með ensku tali. Heiti myndarinnar er „Urho Kekk- onen — the inspiring statesman". Kvikmyndasýningin verður í sam- vinnu við finnska sendiráðið. Að- gangur er ókeypis. vinnslustöðva sauðfjárafurða hafi miðað við landið allt árið 1980—81 numið nær 1 milljarði króna (verðlag í nóvember 1983) sé regla 2 raunhæf, en u.þ.b. 540 milljónum króna að meðaltali sé miðað við reglu 1. 2) 1 þriðja kaflanum, sem Morgunblaðið birti sl. sunnudag, urðu víxl á setningum. í öðrum dálki efst á síðu 38 stendur: Tekj- ur af niðurgreiðslum hafa því orð- ið 159.142 kr. minni en áætlað í sept. 1980. Á móti koma niður- greiðslur á vaxta- og geymslu- gjaldi, sem fyrst og fremst stafar af ákvörðun stjórnvalda á þeim tima um hlutfallslega minnkandi niðurgreiðslur. í þeim köflum, sem birtust ... Hér átti hins vegar að standa: Tekjur af niðurgreióslum hafa því verið 159.142 kr. minni en áætlað í sept. 1980, sem fyrst og fremst staf- ar af ákvörðun stjórnvalda á þeim tíma um hlutfallslega lækkandi nið- urgrciðslur. Á móti koma niður- greiðslur á vaxta- og geymslugjaldi. í þeim köfíum, sem birtust hér í g*r...______ Siglufjörður: Styttist í 6000 tonnin Sigluflrði, 21. nóvember. ATVINNULÍFIÐ á Siglufirði hefur tekið kipp í dag og í gær. Landað hefur verið nær 4000 tonnum af loðnu og 1600—1700 tonn eru á leið í land. Eldborgin var að koma inn með 600—700 tonn og Víkingur er að sigla inn í höfnina með góðan afla. Súlan landaði 400 tonnum fyrr í dag. Skuttogarinn Stálvík kom inn með 105 tonn af góðum þorski. Aflinn fékkst á Strandagrunni, sama svæði og nú hefur verið lok- að. Ekki skilja allir vel hvernig stóð á þeirri lokun þegar tekið er tillit til hversu góður fiskurinn var. Bræðslan hjá SR gengur vel enda nóg hráefni. — Matthías. Heimsmeistararnir í dansi, David Sycamore og Denis Weavers. Heimsmeistarar í dansi skemmtu á Broadway HEIMSMEISTARARNIR í dansi, David Sycamore og Denis Weavers, skemmtu dansáhugafólki í Broadway um helgina, á föstudags- og sunnu- dagskvöld og á milli tvö og fjögur á laugardag. Þau komu hingað í boði Danskennarasambands íslands, sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Auk heimsmeistaranna dönsuðu nemendur úr skólum innan DSI. Heiðar Ástvaldsson danskenn- ari sagði að hátíðin hefði tekist mjög vel. „Sérstaklega vöktu þau Sycamore og Weavers hrifningu, enda eru þau ekki heimsmeistarar fyrir ekki neitt. Þau hafa unnið heimsmeistaratitilinn í svokölluð- um tíu-dansa dansi síðastliðin tvö ár og hyggjast verja hann nú í Múnchen á næstunni. Tíu-dansa dans samanstendur af fimm „ball room“-dönsum, sem við nefnum svo vegna skorts á íslensku heiti, og fimm Suður-Amerískum döns- um. „Ball room“-dansarnir eru: Vínarvals, enskur vals, quick- stepp, tangó og foxtrott. Þeir suður-amerísku eru, rúmba, sam- ba, jive, paso-doble og cha-cha- cha. Þau dönsuðu tvisvar á hverri sýningu, ýmist „ball room“ eða Suður-Ameríska dansa." Tískublaðið Líf fær nýtt nafn: Nýtt líf skal það heita „A ÞRIÐJA þúsund manns hafa haft samhand við okkur og komið með tillögur að nýju nafni. Það læt- ur nærri að tillögurnar séu í kring- um sex þúsund, langflestar einhvers konar samsetningur með orðinu „lír*. Margir stungu upp á heitinum „Nýtt IÍF‘, sem var reyndar fyrsta hugsun Bryndísar Schram ritstjóra, þegar hún frétti af úrskurði Hæsta- réttar. Eftir vandlega íhugun var ákveðið að velja það nafn,“ sagði Magnús llreggviðsson stórnarfor- maður Frjáls framtaks hf„ en sem kunnugt er kvað Hæstiréttur nýlega upp dóm í máli sem Time Incorpor- ated höfðaði gegn Frjálsu framtaki vegna notkunar fyrirtækisins á nafninu „LíF‘ á einu tímarita fyrir- tækisins, en Time Incorporated gef- ur út blaðið Live. Meirihlhluti Hæstaréttar, þrír dómendur af fimm, töldu að Frjálsu framtaki bæri að hætta að nota oðið „LíF‘ á því nafni hérlendis og var forsenda dómsins m.a. sú, að talin var hætta á því að fslendingar rugluðust á nöfnunum „LÍF‘ og „Live“. „Við þökkum af heilum hug þeim fjölmörgu sem lögðu málinu lið, fyrir áhuga þeirra og tillög- ur,“ sagði Magnús. „Þar sem jóla- blaðið var komið á lokastig í vinnslu þurfti að hafa skjót við- brögð að finna blaðinu nýtt nafn. Við ákváðum að leita til almenn- Morgunbladid/Frjðþjófur. Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks hf. og Bryndís Schram ritstjóri Lífs og nú Nýs lífs. ings eftir tillögum. Undirtektir fólks voru frábærar, tillögum rigndi yfir okkur, jafnframt því sem fólk lýsti furðu sinni á niður- stöðu Hæstaréttar." Þau Magnús og Bryndís sögðu að um 80% tillagnanna hefðu ver- ið með orðinu „Iíf“, svo sem Mannlíf, Þjóðlíf, Heilbrigt líf, Ykkar líf o.s.frv. Einn stakk upp á skammstöfuninni L.Í.F., fyrir Lifi frjálst framtak. Þá var nafnið „Víf“ mikið nefnt. Um þessar mundir er verið að sýna kvik- myndina Nýtt líf, sem er fram- leidd af samnefndu fyrirtæki. Sagði Magnús að forráðamenn þess fyrirtækis hefðu ekki í hyggju að gera athugasemd við notkun Frjáls framtaks á nafninu „Nýtt líf“. Nýtt líf kemur út á næstu dög- um og verður gefið út framvegis sex sinnum á ári eins og Líf var.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.