Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
35
Sextugur sl. sunnudag:
Pálmi Pétursson
verkefna, í þá farvegi, sem þau
teldu að brýnast væri og skyn-
samlegast með tilliti til eðlilegrar
byggðaþróunar og betra mannlífs
í viðkomandi landsfjórðungi. Til
stuðnings í þessu starfi hefðu hin-
ir kjörnu fulltrúar sjónarmið, til-
lögur og samþykktir frá sveitar-
stjórnarmönnum í viðkomandi
landshluta, er fram kæmu við
hina almennu umræðu í upphafi
þingsins og áður er um getið.
Tökum dæmi:
I einum landsfjórðungi þykir
t.d. vera brýn nauðsyn til að leysa
ákveðna þætti samgöngumála,
umfram það, sem fjármagn er
veitt til í fjárlögum ríkisins eða
vegaáætlun, og þá gætu fjórðungs-
þing veitt viðbótarfjármagn til
þess. Sama er að segja um lík til-
vik í menntamálum, heilbrigðis-
málum, málefnum aldraðra, æsku-
lýðs- og íþróttamálum o.s.frv.
í öðrum landshluta er e.t.v. erf-
itt ástand í atvinnumálum, jafnvel
atvinnuleysi og í stað þess að láta
fólk vera á atvinnuleysisbótum frá
ríkiskerfinu vildi fjórðungsþingið
þar veita fjárhagslegan stuðning
til atvinnumála umfram það sem
fengist eftir öðrum leiðum. Það
gæti t.d. gerst með því að koma á
fót nýjum atvinnugreinum, nýta
ónotaða möguleika til lands eða
sjávar og skapa þannig ný at-
vinnutækifæri í fjórðungnum.
í þriðja landsfjórðungnum er
e.t.v. svo mikil húsnæðisekla á til-
teknum stöðum að það stendur
þessum byggðarlögum beinlínis
fyrir þrifum. Það vantar fólk til að
vinna hin ýmsu störf í atvinnulíf-
inu til að skapa meiri verðmæti f
þjóðarbúið, verðmæti, sem eru
bundin við þessa tilteknu staði, og
því vantar íbúðarhúsnæði fyrir
fleira fólk. í þessu tilviki gæti
fjórðungsþingið ráðstafað fjár-
magni til nýbyggingar íbúðar-
húsnæðis til viðbótar því, sem
fengist frá hinu almenna lána-
kerfi til húsnæðismála, eða beitt
sér fyrir slíkri lausn fyrir milli-
göngu bankakerfisins í fjórðungn-
um. Kæmi þá eins til greina
stuðningur við byggingarfyrir-
tæki.
í fjórða landshlutanum er e.t.v.
erfitt ástand í orkumálum eða
hitakostnaður íbúðarhúsnæðis
óeðlilega hár, en þar er hins vegar
næg atvinna, nægilegt framboð af
íbúðarhúsnæði og samgöngur eftir
atvikum í lagi. Þá gæti fjórðungs-
þingið þar tekið ákvörðun um að
ráðstafa fjármagni í þessu skyni
umfram það, sem kæmi gegnum
ríkiskerfið, svo sem til að greiða
niður upphitunarkostnað, bora
eftir heitu vatni o.s.frv.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi,
en fjölmargt fleira mætti auðvitað
nefna.
Með þessu móti gætu fjórðungs-
þingin sjálfstætt og óháð ríkis-
valdinu tekið ákvarðanir og unnið
að lausn mála í hverjum lands-
fjórðungi með tilliti til sérað-
stæðna á hverjum stað og vilja
heimamanna.
Með þessu móti kæmist í fram-
kvæmd dreifing hins þjóðfélags-
lega valds og ákvarðanatöku í því
sambandi og jafnframt dreifing
ábyrgðar, sem hvort tveggja skipt-
ir greinilega miklu máli í nútíma
þjóðfélagi og í framtíðinni.
í þessu felst aukið lýðræði í
reynd og jafnframt ákveðin festa í
héraðsstjórn, sem færir ákvörðun-
Harpa með
nýja merki-
miða
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá málningarverksmiðj-
unni Hörpu hf.
í Morgunblaðinu þann 13. nóv-
ember sl. birtist frétt um lélega
varúðarmerkingu hættulegra upp-
lausarnefna innlendra málningar-
framleiðenda. Sem betur fer er
þetta ekki almenna reglan um is-
lenska framleiðslu. Málningar-
verksmiðjan Harpa hf. hefur nú
nýverið tekið í notkun nýja
merkimiða t.d. á granít-þynni, þar
artökuna nær hinum almenna
borgara.
Síðast en ekki síst ættu fjórð-
ungsþingin að hafa alfarið með
höndum stjórn byggðamála í
hverjum landsfjórðungi. Það á að
leggja Framkvæmdastofnun ríkis-
ins niður f núverandi mynd og
skipta starfsemi hennar að
byggðamálum niður á landsfjórð-
ungana. Verkefni, sem lúta að
byggðamálum, á að leysa heima í
héraði undir stjórn kjörinna full-
trúa fólksins í viðkomandi lands-
hluta og ráðunauta þeirra, en ekki
undir stjórn „pólitískra spekúl-
anta“ í höfuðborginni, sem með
vinnubrögðum sínum í mörgum
tilvikum eru búnir að koma óorði
á byggðastefnu og eðlilega og
þjóðfélagslega hagkvæma upp-
byggingu út um landið, svo sem í
upphafi var stefnt að með tillög-
um framsýnna hugsjónamanna.
Það er hvort sem er fólkið úti á
landsbyggðinni, sem á að vera að-
njótandi þess, sem að er stefnt
með stuðningi við byggðaþróun út
um landið.
Til þessara mála ætti Alþingi að
ráðstafa ákveðinni fjárhæð árlega
og skipta niður á landshluta. Síð-
an veldur hver á heldur.
Öll þessi störf ættu hin kjörnu
fjórðungsþing að vinna í nánu
samstarfi við sveitarstjórnir í
fjórðungnum, svo sem áður er að
vikið, forystumenn byggðarlag-
anna og frammámenn í atvinnu-
lífinu. Eg hugsa mér að fjórðungs-
þingin í þessari mynd tækju við af
því byrjunarstarfi, sem samtök
sveitarfélaga í kjördæmum hafa
þegar unnið í þessa átt með árleg-
um þinghöldum og margvíslegri
starfsemi í þágu byggðarlaganna,
m.a. í samstarfi við alþingismenn
kjördæmanna. Það er hvort sem
er óhjákvæmilegt, ef í alvöru er
ætlunin að flytja vald í héraðs-
málum út á land og koma á vald-
dreifingu, eins og ég hefi rætt hér
að framan, að með það vald fari
stofnanir, sem kosið er til í al-
mennum kosningum, þ.e. sæki um-
boð sitt beint til kjósenda.
Með framkvæmdastjórn fyrir
landsfjórðunga og fjórðungsþing-
in færi sérstakur embættismaður,
hann gæti kallast amtmaður og
væri hann æðsti embættismaður
fjórðungsins. Staða hans væri
hliðstæð stöðu ráðherra.
Hann mundi sækja vald sitt til
fjórðungsþings, vera kjörinn til
þessa embættis af þinginu fyrir
eitt kjörtímabil í senn. Einnig
kæmi til greina að kjósa slíkan
embættismann almennri beinni
kosningu í fjórðungnum og þá til 6
ára.
Sumum kann að finnast tillögur
um fjórðungsþing róttækur upp-
skurður á kerfinu, en ljóst er að
eitthvað í þessa veru þarf að
koma.
Þá kann einhver að segja sem
svo, að með þessu væri aðeins ver-
ið að bæta við óþarfa millilið inn í
stjórnkerfið. Svo er ekki að mínu
áliti, og þarna mega menn ekki
láta blekkjast. Menn verða að líta
alvarlegum augum á heildarmynd
þessara mála og gera sér grein
fyrir því hvað það er sem byggð-
arlögin þarfnast í framtíðinni. Er
það áfram óbreytt stefna og
miðstýring úr höfuðborginni, eða
eru það stjórnsýslueiningar með
vissa sjálfstjórn í eigin málum?
Fjórðungsþing og sjálfstæði
sem skaðsemi innihaldsins er lýst
auk þess sem alþjóðleg varúðar-
merki eru sýnd.
Það er von forráðamanna
Hörpu hf. að þessar merkingar
megi koma í veg fyrir misnotkun
efnisins.
landsfjórðunganna er eitt brýn-
asta mál fyrir hinar dreifðu
byggðir landsins um ókomna
framtíð. Ég hugsa mér fjórðungs-
þingin sem mótvægi gegn þeirri
röskun, sem fyrirsjáanlega verður
í valdahlutföllum á Alþingi á
næstunni og því meir sem lengra
líður og um leið sem lið í dreifingu
hins pólitíska valds f landinu. Það
verður að segjast eins og er, að hið
samþjappaða og samtryggða póli-
tíska flokkavald í ríkiskerfinu í
höfuðborginni hefur ekki gefið
góða raun. Aðgreina þar skýrar
handhöfn löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds.
Með fjórðungsþingunum fengju
fámennu umdæmin úti á landi,
sem einu sinni voru sérstök kjör-
dæmi til Alþingis, kjörinn fulltrúa
á fjórðungsþing, sem færi með
flest þau héraðsmál, sem mestu
máli skipta fyrir fólkið í þessum
byggðarlögum. Jafnframt mundi
þungu fargi vera létt af alþingis-
mönnum vorum, sem þá þyrftu
ekki bráðnauðsynlega að sitja í
nánast hverri nefnd eða ráði í
stofnunum ríkiskerfisins í höfuð-
borginni, sem hefur með úthlutun
peninga að gera, heldur gætu þeir
af því meiri djörfung og snerpu
einbeitt sér að sjálfu löggjafar-
starfinu á hinu háa Alþingi og
æðstu stjórn landsins. Það er hlut-
verk þeirra nr. 1, enda ærið verk-
efni og krefjandi starf.
Ég vil eindregið beina því til
sveitarstjórnarmanna um land
allt að taka þessi mál, málefni
héraðanna, til rækilegrar skoðun-
ar og knýja á um lausn, sem verða
má til viðreisnar og framfara.
Sagan segir okkur, að öll góð mál
á þessu sviði kosta baráttu. Sú
barátta verður að eiga upphaf sitt
heima í héraði og mótast af skoð-
unum heimamanna sjálfra, ef vel
á til að takast, en að því hljóta
allir að stefna.
Jóhannes Arnason er sýslumaður
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
í raun eru allir dagar tímamót,
þó sumir dagar séu meiri tfma-
mótadagar en aðrir. Sá dagur í lífi
manns sem fyllir sextugan hér-
vistarbikar telst án efa til efri
bekkjar tímamótareglunnar.
Þrátt fyrir ágæti reglunnar læð-
ast þó þau boð gegnum hugsana-
verkið, að lítil tilskrif til læriföður
og vinar með almennum góðum
dag- og lukkuóskum um lífið og
tilveruna hefði mátt gera fyrr og
einnig seinna. Það kann að virðast
dulítið skondið þegar rígfullorðið
fólk, komið undir fertugt, setur sig
f fyrirbftlastellingar og sendir
kennara sínum frá í barnaskóla
afmæliskveðjur á þrykki. En fyrir
þá sem það gera er hluturinn
sjálfsagður og eðlilegur, því með-
almaðurinn gleymist, en sá meiri
ekki.
Pálmi var í raun aldrei kennari
okkar í þeirri flötu merkingu þess
orðs, hann var leiðbeinandi og fé-
lagi, og því varð einatt námið að
leik, og leikurinn að námi. Það er
gjöf og kúnst að vera miðpunktur
í barnahópi og laða fram elju til
starfs, félagskennd og samstöðu
og gefa þó hverjum einstaklingi
frelsi til eigin mótunar. Sá hópur
sem við tilheyrðum var samansafn
af spóaleggjum, madonnumynd-
um, órabelgjum og furðufuglum,
en út úr barnaskóla ungaðist þetta
sem samstæður hópur og ef marka
má einkunnir komust allir til
nokkurs þroska, hvað sem síðar
varð. Veganestið var gott, þvf það
var veitt af alúð og skilningi á því
að til var manneskja, jafnvel í
10—12 ára krakkayrðlingum, og
sá sem leiðbeindi kunni flestum
betur að miðla og rækta kfmni og
kátínu og það jafnvel svo að sum
okkar brosa enn af og til.
Samkvæmt venju um prúðar og
skikkanlegar afmælisgreinar á að
rekja æviferil og afrek afmælis-
barns í leiðinlegum simskeytastfl.
Við teljum nú samt, með fullri
virðingu fyrir hefðinni, að þitt
litrfka lífshlaup eigi skilið betri og
skemmtilegri umfjöllun en innan
þessa stúfs rýmist.
Við sem þetta ritum mátum það
svo að fyrir hönd okkar gamla en
nú dreifða hóps, gætum við öll
sameinast í að senda þér stuttar
en einlægar vinarkveðjur á þess-
um timamótum.
Pálmi, taktu kveðjum okkar,
þær eru sendar með sama hugar-
fari og þú veittir okkur veganest-
ið.
Ungviðið úr 12 ira D,
Laugarnesskóla 1958.
Snorrabraut s. 13595 Glæsibæ s. 34350 Miðvangi s. 53300 Hamraborg s. 46200