Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Banki Wr Bústaöa: Qiensáscg Rjssvqgs- hvon Réttarholtsútibú Iðnaðarbankansá mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa pg þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Mnaðariiankinn Réttarhottsútibú, Réttarhoftsvegi 3, sími 85799 Bladburóaifólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti og Neöstaleiti Beraslaðastræti Þingholtsslræti_______________ fHiOírutmlMaíjiiiifo AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Ítalíæ Fyrstu 100 dagar Craxis eru liðnir — en vandamálin eru óleyst FYRSTU 100 dagar Bettino Craxis sem forsætisráðherra Ítalíu eru liðnir. Miðað við sumar aðrar stjórnir landsins kann það að vekja athygli eitt út af fyrir sig, að stjórnin skuli hafa lifað þessa 100 daga af. Þau vandamál, sem þessari stjórn var ætlað að leysa, eru hins vegar enn við lýði og ekkert líklegra en að þau eigi eftir að lifa lengur en stjórnin. Hin miklu efnahagsvandamál landsins eru enn fyrir bendi og lausn þeirra virðist litlu eða engu nær en áður. Mörgum fannst sem þátta- skil hefðu orðið í ítölsk- um stjórnmálum, er Craxi komst til valda. Persónuleiki hans bar með sér fyrirheit um nýjan stjórnarstíl og nær allt í fasi þessa renglulega 49 ára gamla stjórnmálamanns boð- aði eitthvað nýtt. Hann er enn tiltölulega ungur — að minnsta kosti miðað við venjulegan ald- ur ítalskra forsætisráðherra — og sósíalismi hans, reynslu- leysi hans í stjórnarstörfum, jafnvel flegnar bindislausar skyrtur hans, öllu þessi mátti jafna við eins konar byltingu. Hann stofnaði strax innra ráðuneyti með 9 ráðherrum í því skyni að flýta fyrir ákvarð- anatöku, sem svo gjarnan hef- ur verið allt of seinfara og þunglamaleg hjá ítölskum rík- isstjórnum sökum þess, hve margir stjórnmálaflokkar hafa venjulegast staðið að þeim. Og frískleg og atkvæðamikil fram- koma hans, sem einu sinni ávann honum uppnefnið „II Te- desco" eða Þjóðverjinn, virtist eiga eftir að setja sitt mark á stjórnarstefnuna. Craxi hefur vissulega sýnt mikinn áhuga á breytingum, en hann hefur mátt komast að raun um, að þar er honum þröngur stakkur skorinn og svigrúmið naumt. Sem jafnað- armaður og forsætisráðherra fyrir fimm flokka ríkisstjórn, þar sem kristilegir demókratar ráða mestu, þá hefur hann orð- ið að leita málamiðlunar við lausn fjölmargra mála. Afleið- ingin hefur orðið lítill árangur enn sem komið er. Þá gætir þegar nokkurrar óþolinmæði í vinstra armi jafnaðarmanna- flokksins, því að það fyrir- finnst ekki minnsti snefill af sósíalisma í stjórnarstefnunni. Stórfelld efnahags- vandamál Þegar stjórnin tók við völd- um í ágúst lýsti hún því strax sem megintakmarki sínu að leysa efnahagsvandann. Frá upphafi var einkum lögð áherzla á tvennt í þessum til- gangi, annars vegar að lækka verðbólguna úr 15,6% niður í 13% fyrir áramót og síðan enn niður í 10% á næsta ári. Hitt markmiðið var að draga úr sí- vaxandi halla ríkissjóðs, sem á þessu ári verður ekki undir Bettino Craxi, forsætis- ráðherra Ítalíu. 17% af heildarþjóðarfram- leiðslu ársins. Aðferðirnar, sem nota skyldi við að ná þessum árangri, voru kunngerðar í fjárlagafrum- varpi stjórnarinnar í septem- ber sl. og fólust fyrst og fremst í lækkandi opinberum útgjöld- um, einkum minni framlögum til heilbrigðismála, trygg- ingamála og eftirlauna en jafn- framt í ákveðnari stefnu í launamálum, sem miðaði að því að halda niðri launahækk- unum. Jafnframt lýsti stjórnin yfir því markmiði sínu að halda halla ríkissjóðs undir 15% af þjóðarframleiðslunni á næsta ári. Margir fjármálamenn og embættismenn halda því hins vegar fram, að enn hafi stjórn- in ekki náð miklum árangri í viðleitni sinni og að betur megi, ef duga skal. Með sama áframhaldi sé sú hætta enn fyrir hendi, að Italía dragist aftur úr og verði nánast skilin eftir í þeirri efnahagssókn og efnahagsbata, sem vonast er eftir víða í Vestur-Evrópu á næsta ári. Mörgum finnst sem lagafrumvörp stjómarinnar varðandi einstakar efnahags- aðgerðir hennar hafi verið allt of lengi í meðferð þingsins og að forsætisráðherrann verði sjálfur að beita sér miklu meira að tjaldabaki í þingsöl- um til að flýta fyrir nauðsyn- legum þingmeirihluta til þess að koma efnahagsaðgerðum sínum fram. Sjálfur hefur Craxi gætt þess að hreykja sér ekki um of af neinum ímynduðum árangri stjómar sinnar. Hann, sem áð- ur þótti gjarnan úr hófi marg- orður, þykir nú stilla máli sínu meira í hóf í þingræðum og á fréttamannafundum. Það er helzt á vettvangi utanríkis- mála, sem ákafinn hefur hlaupið með hann í gönur. Craxi hefur sjálfur haft þar mikil afskipti og ferðast í þeim tilgangi til London, París, Bonn, Washington og Haag. Hann hófst handa um „friðar- frumkvæði" í Líbanon, eins og það var orðað, sem engan árangur hefur borið og á með- an hann var í Bandaríkjunum, gerði hann tilraun til mála- miðlunar í eldflaugamálinu, sem hefur enn ekki leitt til neins, en kann að hafa það í för með sér, að hann fari innan tíðar til Búdapest. Heldur fast við eldflaugaáætlunina Craxi hefur haldið fast við þá ákvörðun að koma fyrir 112 stýriflaugum á Ítalíu. Samtím- is hefur hann gefið það í skyn, að hann sé reiðubúinn til þess að eiga frumkvæði að mála- miðlun gagnvart stjórnvöldum í Moskvu í þessu máli. Þannig var Ítalía eina NATO-ríkið að þessu sinni, sem sendi sendi- herra sinn til hátíðahaldanna vegna bolsévíkabyltingarinnar 1917. Sjálfur mætti Craxi til móttökuathafnar í sovézka sendiráðinu á Ítalíu af sama tilefni. Sumum samstarfsaðilum Craxis innan stjórnarinnar hafa mislíkað mjög þessir til- burðir hans gagnvart sovézk- um stjórnvöldum. Þá hafa sumir andstæðingar forsætis- ráðherrans óspart gefið í skyn, að með þessu sé hann fyrst og fremst að draga athygli al- mennings frá því, að ekki gangi sem skyldi að leysa vandamál- in heima fyrir. Reagan Bandaríkjaforseti dró hins vegar ekki úr lofsam- legum ummælum sínum um ít- alska forsætisráðherrann, er sá síðarnefndi heimsótti Bandaríkin í síðasta mánuði, en þá kallaði forsetinn Craxi „einn fremsta stjórnmálamann heims“. Eftir aðeins 100 daga við völd er þó hætt við að flest- um ítölum finnist rétt að bíöa aðeins, áður en svo hástemmt lof er notað. (Heimildir: The Wall Street Journal o.fl.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.