Morgunblaðið - 22.11.1983, Side 29

Morgunblaðið - 22.11.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, T>RIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 37 HA6KAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík FRAMTIOIN FRAMTÍÐIN I'/nm Jólin 1983 Jólin 1983 FBAMTÍÐIN FRAMTIÐIN JTS Jólin 1983 Jólm 1983 Kvenfélagið Framtíðin: Jólamerkið komið út JÓLAMERKI krenféUgsins „Fr»mtíðin“ i Akureyri er komið úL Er það gert *f Lisel Mmlmquist og er prentað f prentverki Odds Björns- aonnr. Merkin ern til söhi f Frímerkjamiðstöðinni og Frfmerkjahúsinu f Reykjavfk og i póststofunni á Akureyri. Allur ágóði af sölu merkisins rennur f Elliheimilissjóð félagsins. Siglaugur Brynleifsson Klaus Mann: MEPHISTO Translated from the German by Robin Smyth. Penguin Books 1983. Klaus Mann skrifaði þessa skáldsögu, sem var þriðja skáld- saga hans, i útlegð 1936. Skáldsag- an kom fyrst út f Amsterdam, hef- ur síðan komið út f Austurrfki, Sviss, Júgóslavfu og nú síðast f Frakklandi. Bókin kom út í Þýska- landi á sjötta tug aldarinnar og varð tilefni lengstu málaferia f þýskri útgáfusögu, tók 10 ár. Loks kom sá úrskurður hæstaréttar að bókin skyldi bönnuð. Fimm dóm- arar stóðu gegn fjórum. Ástæðan var sú að kjörsonur Gustafs Grundgens, sem er aðalpersóna sögunnar og nefnist Hendrik Höfgen, hóf mál, þar sem hann taldi augljóst að Klaus Mann væri beinlínis að skrifa um kjörfbður sinn. Gustaf Gnindgens var kunn- ur leikari á dögum Weimar-lýð- veldisins og var talinn róttækur ef ekki kommúnisti. Hann kvæntist systur Klaus Manns, Eriku, en hjónabandið stóð stutt eins og kemur fram í sögunni. Erika, faðir hennar Thomas Mann og skyldulið flúði land þegar nasistar náðu völdunum, en Grúndgens sneri aftur til Þýskalands og fyrir áhrif Emmy Sonnemann, konu Görings, hlaut hann starf við þýska ríkis- leikhúsið í Berlín. Frægasta hlut- verk Grúndgens var Mefistófeles i Faust Goethes. Göring varð yfir sig hrifinn af túlkun hans og eftir það stóðu honum allar dyr opnar í Þriðja ríkinu. Hann var skipaður leikhússtjóri þjóðleikhússins og mótaði alla leikstarfsemi upp frá því. Þessi ferill Grúndgens, þ.e. Höfgens, er rakinn i sögunni. Sagan hefst í samkvæmi 1 óper- unni í Berlín 1936. Þar er haldið upp á afmælisdag flugmarskálks- ins Görings. Flest fyrirfólk Þriðja ríkisins er þarna samankomið, ásamt öllu snobbinu og sendiherr- um erlendra ríkja. Höfgen er þarna, maðurinn sem allir dá um þessar mundir fyrir að hafa öðlast náð fyrir augum marskálksins og baðar sig nú í fé og frægð. Síðan hefst frásögnin af streði Höfgens. Hann byrjar feril sinn sem ókunnur leikari, af lágum stigum, sem smátt og smátt nær tökum á vissri leiktækni, sem hann nær fullkomnu valdi á og verður kunnur eftir að frægur þýskur leikritahöfundur, Theophil Marder, heimtar að hann setji upp leikrit sitt (Carl Sternheim, gæti einnig verið Karl Kraus). Marder er skemmtilegasta persóna sög- unnar, sér Höfgen í gegn og hæðir hann og fyrirlítur. Hann veit hvað er á seyði i samfélaginu og hvers vænta má þegar snemma á dögum Weimar-lýðveldisins. Hendrik kynnist Barböru (Eriku), sem er dóttir Bruckners (Thomasar Mann) leyndarráðs. Höfundur dregur upp eftirminnilegar mynd- ir af samskiptum fjölskyldu Barb- öru og Höfgens, sem er „parvenu". Leikarahæfileikar hans gagnast honum ekki í viðskiptunum við Bruckner gamla og vinahóp fjöl- skyldunnar, það er af allt öðru sauðahúsi en Höfgen átti að venj- ast. Fjöldi persóna kemur við sögu og má þekkja flestalla sem fólk úr listaheimi Þýskalands frá þessum árum. Dora Martin, fremsta leik- kona Þýskalands, gæti verið Eliza- beth Bergner eða Marlene Diet- rich, sér hvaða maður Höfgen er, hún flyst úr landi þegar eftir valdatöku Hitlers. Vinkona Mar- dens, Violetta von Niebuhr, síðar eiginkona hans, minnir á Mari- anne Hoppe, seinni konu Höfgens. Það má finna samsvara fjölda annarra persóna sem koma fyrir í skáldsögunni. Fyrrverandi rót- tækir kunningjar Höfgens lenda margir í fangabúðum. Höfgen ger- ir vanburða tilraunir til að fá tvo látna lausa, en það tekst ekki. Annar þeirra er skotinn á flótta. Lotte Lindenthal átti sinn þátt í þvi að Höfgen náði góðu sambandi við yfirvöldin. Lýsingin á henni bendir til Leni Riefenstahl. Hún verður kvenleg hliðstæða Höfgens, smjaðrar og smýgur eins og hann. Munurinn á þeim er sá að hún hef- ur aldrei fundið sér jafn sérhæft hlutverk og Höfgen fann í Mef- istófeles, þess vegna byggist öll leikarafrægð hennar á áróðri og lygi. Þannig er um flesta þá sem gengu til þjónustu við valdhafana. Vegur þjóðleikhússtjórans eykst. Hann gerist málvinur marskálksins og hlýtur allt það sem hugurinn girnist. Hann leikur Mefistófeles af sömu snilldinni, en þegar hann á að leika Hamlet, bregst allt honum. Hann á samtal við Danaprinsinn, sem segir við hann: „Þú getur ekki leikið Haml- et.“ Svo kemur maður á gluggann hjá Höfgen eina nóttina, maður- inn sem Höfgen sveik, hluti hans sjálfs, og það samtal endar með því að Höfgen flýr til móður sinn- ar og grætur. Hann spyr: „Af hverju eru allir á móti mér?“ „Mephisto“ er snilldarverk sem flettir ofan af og lýsir illsku, ræf- ildómi smjaðrarans og valdahroka sorplýðsins. Erlendar bækur Skáldvélinni nauðgað Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson magnúz gezzon: SAMLYNDI BAÐVÖRÐURINN (ástarljóð) Myndir: Jóhamar. Útg. tungl og blöðrur 1983. magnúz gezzon (Magnús Gests- son) hefur sent frá sér dálítið ljóðakver með nærbuxnableikum blöðum, en á slfkan pappfr prent- uðu menn hér áður fyrr eldheit og magnþrungin ástarljóð. Samlyndi baðvörðurinn (heitið sótt til Fræbbblanna) hefur reyndar und- irtitilinn (ástarljóð), erfitt mun þó að tengja ljóðin ástamálum. magnúz gezzon er eitt hinna ungu skálda sem gefin eru fyrir tilraunir. Hann hefur áður gefið út Ijóðabók í samvinnu við önnur skáld. Nú verður hann höndlaður í samlynda baðverðinum. Ljóðin í samlynda baðverðinum eru frem- ur ruglingsleg og eiga að öllum líkindum að vera það. Skáldið hef- ur engan áhuga á að skapa sam- fellda heildarmynd sem um mætti segja: Svona eru þessi ljóð eða þarna er skáldið, þetta meinar það. Hvað segir til dæmis ljóð eins og dreginn okkur: elska öndunarvélar nauöga skáldvélinni & ríkið tætist Þessi hnitmiðaða yfirlýsing seg- ir okkur reyndar margt þegar bet- ur er að gáð. Fyrsta línan er eins konar formáli. Eftir hana hefst ljóðið í alvöru. Við getum ímyndað okkur að skáldið vilji segja að með því að misbjóða hefðbundnum leiðum í skáldskap hrynji samfé- lagið. Byltingin fer fram í gegnum skáldskapinn, ljóðið hefur gildi. Með þetta í huga hljótum við að líta svo á að skáldskapur sé afar mikilvægur. Lítum á annað ljóð sem lýsir vanmætti, tunglskini nefnist það: ég get ekki meira j)ó kvöldið lengist & endurtaki fjallið þá er það svona Hvílík örvænting er ekki fólgin í síðustu línunni. gasklefamúsík er enn til marks um ráðleysi, ofnæmi fyrir umhverfinu: allan daginn án þess að skilja stend ég við símann í samlynda baðverðinum erum við leidd inn í flókinn heim án vonar. Það er myrkt yfir þessari samtímalýsingu. Ljóðin eru sein- tekin, en hafa í sér vissan galdur sem telst höfundinum til tekna. jóhamar hefur dregið upp skyndimyndir óþolsins og þær eru í anda ljóðanna. Mefistofeles

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.