Morgunblaðið - 22.11.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
41
Eigendur Boltamannsins og verslunarstjóri Sigurður Þorsteinsson, Asgeir
Ingvason og Halldór Ingvason.
Boltamaðurinn í nýtt húsnæði
Boltamaðurinn sf. flutti nýlega í
nýtt húsnæði að Laugavegi 27, en
verslunin Boltamaðurinn hefur
starfað í rúmlega 7 ár og var fyrra
húsnæði hennar orðið of þröngt.
Stækkar verslunarplássið tífalt
með þessum flutningi.
Athugasemdir vegna
texta í sjónvarpi
Þegar Berglind Stefánsdóttir
kom fram í fréttatíma sjónvarps-
ins miðvikudaginn 9. nóvember
1983 ásamt Sigurði Skúlasyni leik-
ara var tal Sigurðar ekki textað en
texti fylgdi táknmáli Berglindar.
Þannig var það, að þeir sem eru
heyrnskertir eða heyrnarlausir
skildu bara það sem Berglind
sagði, en þeir sem heyrðu skildu
allt sem sagt var þarna. Gerir
sjónvarpið ráð fyrir að allir heyri
á íslandi eða voru ekki peningar
til að texta tal Sigurðar og frétta-
mannsins? En þó hafði sjónvarpið
ráð á að texta tal Berglindar.
Sjónvarpið er mjög öflugur fjöl-
miðill, um það eru allir sammála.
Heyrnarlausir hafa gaman af og
gætu haft ótrúlega mikið gagn af
sjónvarpinu væri allt sjón-
varpsefni með texta.
Erlendar bíómyndir eru alltaf
með texta og það er fínt, en sjald-
an fræðslumyndir og aldrei inn-
lent efni. Við minnumst örfárra
fræðslumynda sem á var texti t.d.
„Tölvurnar" og „Furður veraldar".
Ætli íslendingum flestum þætti
ekki súrt í broti væru fræðslu-
myndir, bíómyndir, o.fl. með
þýsku eða frönsku tali?
Oft finnst okkur sem við séum
útlendingar í okkar eigin landi,
einkum þegar verið er að sýna
myndir sem ekki eru með texta.
Við heyrum ekki og verðum því að
geta okkur til um hvað um er að
vera. Við gætum lært ótrúlega
mikið af sjónvarpinu bæði í sam-
bandi við orðaforða og almennan
málskilning, en til þess að svo
megi verða, þurfum við texta á
skjáinn.
Við viljum líka benda á að eng-
inn texti er með enskukennslu-
þáttunum. Þetta olli okkur mikl-
um vonbrigðum. Benda má á að
með kennslumyndinni dönsku,
„Hildi", sem var sýnd í fyrra var
texti þegar myndin var endursýnd
(á miðvikudögum).
Kannski finnst mörgum að nóg
sé nú gert fyrir svo fámennan hóp.
Það er úrdráttur úr fréttum og
fréttaágrip á táknmáli. Við erum
auðvitað mjög þakklát fyrir það
og gleðjumst í hvert sinn sem við
horfum á táknmálsfréttirnar. En
þetta er okkur ekki nóg. Við þurf-
um endilega að fá texta á allt inn-
lent efni og erlenda fræðsluþætti.
Við bíðum í ofvæni eftir svari frá
sjónvarpinu.
Með kærri kveðju.
F.h. heyrnarskertra og
heyrnarlausra,
Kristinn Jón Bjarnason,
S. Margrét Siguröardóttir.
Þýsk
bókasýning
ÞÝSK bókasýning var opnuð að
Kjarvalsstöðum 11. nóvember síð-
astliðinn og stendur hún til 30. nóv-
ember. Eru þar til sýnis 1.600 bæk-
ur og tímarit sem sýnishorn af ný-
legri framleiðslu 150 þýskra bóka-
forlaga. Samhliða þessari sýningu
er sýnt safn 250 titla á bæjarbóka-
safninu á Akureyri.
Sýningin nær yfir umfangs-
mikið svið þýskrar bókaútgáfu. Á
sýningunni er að finna bækur um
Sambandslýðveldið Þýskaland,
svo og þýskar þýðingar íslenskra
höfunda, verk sigildra höfunda
og nútímabókmenntir, nýútkom-
in rit á sviði tækni, vísinda og
lista, auk tungumálanámsbóka.
Hinn 24. nóvember, kl. 20.30
les Reiner Kunze úr verkum sin-
um, en rithöfundur þessi flutti
burt frá Alþýðulýðveldinu
Þýskalandi.
Frá 11. til 13. nóvember verða
haldnir tónleikar Grube-tvíleik-
aranna (píanó/ fiðla). Tónleik-
arnir hefjast í hvert sinn kl.
20.30 í sýningarsölum Kjar-
valsstaða.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
BETRA VERÐ
Kr.595,-
Stæröir: 36—44.
Litur: Millibrúnt.
Sími 21678.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
,-r&
w
GOLFPARKET
GERIR HFTMTT.rD GLÆSILEGT
Fyrirliggjandi gæðaparket frá Junkers og Tarkett
í öllum algengum gerðum
HÚSASMIÐJAN HF.
Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík, sími 84599