Morgunblaðið - 22.11.1983, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
AUÐBERGUR INORIÐASON
fré Á»i,
Hraunbæ 152,
andaöist aö kvötdi sunnudags 20. nóvember.
Jaröarförin auglýst siöar.
Margrét Jónsdóttir
og dætur.
t
Elskulegur faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
KRISTMANN GUÐMUNDSSON,
ríthöfundur,
lést aöfaranótt 20. nóvember.
Randi Sellevold, Warren Sellevold,
Vildís Kristmannsdóttir, Árni Edvinsson,
Hrefna Krístmannsdóttir, Helgi Björnsson,
Ninja Kristmannsdóttir Fine, Philip Fine,
Ingilín Kristmannsdóttir,
Kaðlín Kristmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín.
er látin.
+
UNNUR MAGNÚSDÓTTIR,
Gunnar Guöjónsson.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
VALDIMAR SIGURDSSON,
Hringbraut 52, Hafnarfiröi,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfíröi þriöjudaginn 22.
nóvember kl. 1.30.
Blóm og kransar vlnsamlega afbeöin, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Hjartavernd.
Ásdis Þóröardóttir,
Þóröur Valdimarsson, Svanhildur ísleifsdóttir,
Sigríöur Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason,
Ragna Valdimarsdóttir, Edvald K. Edvalds
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
TÓMAS GUÐMUNDSSON,
skéld,
Egilsgötu 24,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24.
nóvember kl. 13.30.
Bertha María Guömundsson,
Guömundur Tómasson,
Tómas Tómasson,
Helga Jónsdóttir,
Jón Bertel Tómasson.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ALFREO GUNNAR SÆMUNDSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. nóv-
ember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindravinafélag Islands,
Ingólfsstræi 16.
Þóra Stefénsdóttir
og börn.
+
Útför eiginmanns míns og föður,
ÞÓRHALLS KARLSSONAR,
flugstjóra,
Rauöahjalla 11,
fer fram frá Kópavogskirkju í dag 22. nóv. kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarna-
félag íslands.
Aöalheióur Ingvadóttir,
Þórhildur Þórhallsdóttir,
Elías Þórhallsson,
Hrafnhildur Þórhallsdóttir.
Minning:
Kristjón Orn
Kristjónsson
Fæddur 8. desember 1959.
Diinn 12. nóvember 1983.
Nú er góður vinur horfinn, össi
er dáinn.
Sviplegt fráfall hans vekur upp
minningar og okkur verður hugsað
til áranna 1975—1978, hér í Ár-
bæjarhverfi, en margs er að minn-
ast frá þeim tíma. Þá kynntumst
við Össa og tókst með okkur góð
vinátta. Við hittumst nær daglega.
Eftir skóla settumst við einhvers
staðar niður og spjölluðum um
heima og geima. össi var 3 árum
eldri en við. Hann var okkur sem
bróðir, og það var okkur ómetan-
legt á þessum mótunarárum að
hafa mann sem hann til að ráðg-
ast við, því þá voru vandamálin
mörg og stór en ekkert var honum
óviðkomandi.
Eftir að Össi flutti ofan af
Geithálsi og skólagöngu okkar
lauk hér i hverfinu urðu samskipti
okkar minni. En alltaf þegar við
hittumst var eins og við hefum
síðast talað saman í gær.
Við vottum aðstandendum
okkar innilegustu samúð.
Fari okkar elskulegi vinur í
friði.
Anna, Ella, Herdís og Sigrún.
Dáinn horfínn. — Harmafregn.
Hvílik orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir
það er huggun harmi gegn.
(J. Hallgrímsson)
í dag kveðjum við hinstu kveðju
vin okkar Kristjón örn. Það var
eins og kaldur gustur léki um
okkur þegar fréttin um hið svip-
lega fráfall Össa barst okkur að
morgni 12. þessa mánaðar. Við
slík þáttaskil verður maður svo
óendanlega lítill. Minningarnar
leita á.
össi var aðeins 23 ára gamall.
„Dáinn", þetta er ekki sanngjarnt.
Það er erfitt að trúa þvi að hann
sé farinn frá okkur. Fráfall hans
skilur eftir sig stórt skarð fyrir þá
sem þekktu hann. Maður stendur
sem þrumu lostinn yfir þessum at-
burði, en fyllist jafnframt þakk-
læti fyrir að hafa borið þá gæfu til
að kynnast honum og þeim per-
sónuleika er hann hafði að geyma.
Honum kynntumst við best þegar
við dvöldumst saman í 3 vikur í
sumarfríi síðastliðið sumar. Á
slíkri stund sem þessari streyma
minningarnar fram og eitt eiga
þær sameiginlegt, að ylja manni
um hjartarætur.
Það eru ekki nema nokkrir dag-
ar síðan við sátum nokkur saman
eina kvöldstund og spjölluðum,
hver hefði trúað því þá að það
væri í síðasta sinn sem össi væri
með okkur. Maður á besta aldri
sem átti svo miklu ólokið, og átti
allt lífið fram undan, að þvi er
virtist. Góður drengur er fallinn í
valinn og er hans sárt saknað.
Þvílík sorg, já, sorgin er sárari en
nokkur orð geta lýst. Kæru að-
standendur. Guð gefi ykkur öllum
styrk og huggun. Þið hafið misst
mikið en þið eigið líka mikið eftir,
þvf minningarnar um góðan dreng
getur enginn frá ykkur tekið.
,Flýt þér vinur, í fegri heim,
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.“
(J. Hallgrímsson)
Drottinn gef þú dánum ró, hin-
um líkn sem lifa. Blessuð sé minn-
ing hans.
Dedda og Stína
í dag verður til moldar borinn
Kristjón Örn Kristjónsson.
Með trega kveð ég æskuvin
minn sem var svona skyndilega
hrifinn á braut frá okkur. Kallið
var komið og hann aðeins 23 ára
gamall, fæddur 8. desember 1959.
Össi, eins og hann var kallaður,
kenndi sér einskis meins fyrr en
aðeins fyrir tveimur vikum er
+
Útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur og afa,
RAGNARS PÉTURSSONAR,
Greniteig 24, Keflavlk,
fer fram frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 22. nóvember kl. 2 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitir og Slysa-
varnafélag Islands.
Jóna Ingimundardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIR,
verður jarösungin fra Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember
kl. 15.00.
Þeir sem vildu mlnnast hennar vinsamlega láti Kristniboösfélag
kvenna eöa aörar liknarstofnanir njóta þess.
Lea Kristjénsdóttir, Jónatan Guömundsson,
Hjörvar Kristjénsson,
Vilhelm Heiöar Lúövíksson, Kristín Pélsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og jarðarför
KJARTANS ERLENDSSONAR,
vélstjóra.
Sérstakar þakkir til björgunar- og leitarmanna.
Erlendur Jóhannsson, Jóhann Erlendsson,
Höskuldur Erlendsson, Ásta Kröyer
og brasörabörn.
hann veiktist skyndilega og
nokkrum dögum seinna var hann
allur.
Ég minnist Össa sem sérstak-
lega glaðværs og ljúfs drengs. Við
ólumst upp í sama húsi og vorum
góðir leikfélagar. Það var mikið og
gott samband á milli fjölskyldna
okkar og hefur haldist æ síðan.
Við Össi höfðum ekki mikið sam-
band síðustu árin en fréttum allt-
af hvort af öðru í gegnum mæður
okkar. En þessi fáu skipti sem við
hittumst síðustu árin, fannst mér
alltaf jafn auðvelt að ræða við
hann um líðandi stund og liðna
tíð. Já, það var eins og við hefðum
hist í gær. Össi lærði til þjóns og
starfaði á Hótel Sögu.
Össi er farinn frá okkur og það
er erfitt að sætta sig við það. Hans
er sárt saknað. Það er þó huggun
harmi fullvissan um endurfundi
að leiðarlokum.
Sólveig mín, Hreinn og Ásta, ég
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigríður Ástvaldsdóttir.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niðu’r i gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin bezta lífsins gjöf?
Svo spyrjum vér, en vonum
þó vísdóm Drottins á
og hugsum sæl hjá honum
vor hjartkær börnin smá.
Þótt hrelling herði’ að brjósti,
vér huggumst við þá trú,
í beztu föðurfóstri
þau falin séu nú.
Það friði’ og firri harmi
þá foreldra sem hér
sér barma’ á grafar barmi,
er barnið dáið er;
og fyrirheit vors Herra
þeim hjartans græði sár,
það heit, að hann mun þerra
á himnum öll vor tár.
Já, sefist sorg og tregi,
þér saknendur við gröf,
því týnd er yður eigi
hin yndislega gjöf:
Hún hvarf frá synd og heimi
til himins — fagnið því, —
svo hana Guð þar geymi
og gefi fegri’ á ný.
Björn Halldórsson frá Laufási.
Okkur langar til að skrifa litla
minningu um góðan vin, Kristjón
Örn eða Össa eins og hann var
alltaf kallaður. Við kynntumst
Össa fyrir rúmum sjö árum og
ávallt síðan hefur hann svo sann-
arlega reynst góður vinur og
skemmtilegur félagi. Við komum
til með að sakna Össa mikið, geta
ekki hringt til hans eða skotist í
heimsókn.
En fyrir okkur er Össi ekki end-
anlega dáinn, heldur er hann nú á
sviði þar sem hann býr ekki yfir
efnislegum líkama og getur því
ekki lengur haft bein samskipti
við okkur.
Þar sem eitthvað verður aldrei
að engu og ekkert verður aldrei að
einhverju vitum við að össi er ein-
ungis farinn yfir á annað tilveru-
svið. Þar sem það tilverusvið sem
Össi er á núna er ekki byggt upp
af sama þunga efni og líkamlegu
skynfæri okkar og tjáningartæki
eru, er okkur einungis kleift að tjá