Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
45
Minningarorð:
Valdemar Baldvins-
son, stórkaupmaður
okkur nú með okkar fíngerðustu
tjáningartækjum.
Á meðan Össi er að læra að fóta
sig á hinu nýja tilverusviði sínu og
sætta sig við aðskilnaðinn frá öll-
um þeim sem honum þótti vænt
um, munum við tjá okkur gagn-
vart honum með því að senda hon-
um styrkjandi og jákvæðar hugs-
anir.
Það skulum við hafa í huga sem
eigum eftir að sakna Össa, að
dauði úr hinum efnislega heimi er
fæðing inn í hinn andlega heim.
Kata Guðbjörg og Jónína
„Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskorin.
Hann er brauð þitt og arineldur.
Þú kemur til hans svangur og í leit að friði.“
(Kahlil Gibran.)
Þessar ljóðlínur úr Spámannin-
um leita sterkt á hugann við and-
lát góðs vinar, sem erfitt er að sjá
á bak.
Ég kynntist Össa, eins og hann
var oftast kallaður, á Hótel Sögu
fyrir um það bil fimm árum, þar
sem við vorum bæði við fram-
reiðslunám og síðan starfandi sem
þjónar. Össi var alltaf glaður og
hress. Hann var hjálpfús og vildi
hvers manns vanda leysa. Af
þessu leiddi að hann átti alls stað-
ar vini og kunningja og undi hann
sér best í þeirra hópi.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að kynn-
ast honum og eignast vináttu
hans.
Ég flyt móður hans, stjúpföður
og systkinum hans mínar dýpstu
samúðarkveðjur, og bið honum
blessunar á eilífðar brautum.
Sigga
Kveðja frá samstarfsfólki Hótel
Sögu.
I dag kveðjum við ungan vin
okkar og samstarfsmann, Kristjón
Örn, en hann lést 12. þ.m. eftir
stutta sjúkdómslegu, langt um
aldur fram eða tæplega 24 ára.
Vorið 1978 hóf Örn nám í fram-
reiðsluiðn á Hótel Sögu og lauk
hann því árið 1981 með góðum
vitnisburði. Á námsferli sínum
var hann góður og ósérhlífinn
nemandi. Að loknu námi hóf hann
störf í Súlnasal og Grilli hótelsins.
Örn var lipur og þægilegur fram-
reiðslumaður gagnvart gestum
sínum og samstarfsfólki.
Um haustið 1982 hóf hann störf
í Veitingahúsinu Torfan og starf-
aði þar til 1. nóvember 1983 er
hann hóf störf aftur á sínum fyrri
vinnustað. Var hann velkominn af
sínum gömlu vinnufélögum, mun-
andi það að þar var góður drengur
og félagi. Á þessum stutta tíma í
starfinu var hann bjartsýnn á
framtíðina. En skyndilega dró ský
fyrir sólu og dvölin varð styttri en
nokkurn óraði fyrir, maðurinn
með ljáinn var kominn.
Við þökkum Erni samfylgdina,
minningin um góðan dreng mun
geymast og varðveitast í hugum
okkar.
Við vottum móður, stjúpföður
og aðstandendum okkar einlæg-
ustu samúð.
Starfsfólk Hótel Sögu.
Að morgni laugardagsins 12.
nóvember sl. lést vinur okkar og
vinnufélagi Kristjón Örn.
Það er ekki laust við það að
manni finnist lífið vera tilgangs-
laust og tómlegt, þegar svona ung-
ur og hraustur drengur í blóma
lífsins skuli vera tekinn frá okkur.
Það er með söknuði að við kveðj-
um hann, sem horfinn er okkur að
eilífu, og aðeins minningin ein er
eftir um, en hún mun í hugum
okkar allra lifa áfram um langan
tíma.
Foreldrum og fjölskyldu hans
vottum við okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Fæddur 14. september 1921
Dáinn 1. nóvember 1983
Með trega kveð ég vin minn og
félaga Valdemar Baldvinsson. Þó
var það ljós í myrkrinu að fá að
sjá hann og tala við hann áður en
ég kvaddi þennan heim.
Kynni okkar hófust fyrir 33 ár-
um, eftir að ég fluttist til Akur-
eyrar og hóf störf þar. Þá starfaði
Valdemar sem deildarstjóri í Skó-
deild KEA og fór orð af honum
fyrir lipurð við afgreiðslu og þekk-
ingu á þeim vörum sem hann var
að selja. Það lá svo fyrir honum,
eftir að hann hætti störfum hjá
KEA, að standa að og reka alls-
konar fyrirtæki og að lokum að
reka sitt eigið fyrirtæki, Heild-
verslun Valdemars Baldvinssonar
sf., sem hann gerði með svo mikl-
um dugnaði og myndarbrag að eft-
irtekt vakti.
Valdemar var starfsamur og
fylgdi fast eftir þeim verkefnum
sem hann vann að. Það var oft
gaman, þegar maður hitti hann
þar sem hann var að velta fyrir
sér hugmynd sem hann vildi koma
í framkvæmd. Þá komu útskýr-
ingar og hugmyndir hratt og hug-
urinn tók flugið og maður hreifst
ósjálfrátt með, svo allt í einu sett-
ist hann brosandi niður og sagði:
„Hvernig líst þér á þetta vinur?“
Valdemar var mikill trúmaður
og fannst að trúin ætti að vera
kjölfesta hvers manns, öðruvísi
gætu menn ekki ræktað með sér
kærleika og frið manna á milli.
Hann var ákveðið þeirrar skoðun-
ar, að við fæddumst ekki hér á
jörð bara til að deyja. En á jarð-
vistardögum okkar þyrftum við að
ná eins miklum andlegum þroska
og við gætum áður en við kveddum
þessa jarðnesku vistarveru og svo
héldi lífið áfram á öðrum sviðum,
þar sem enn væri von um frekari
þroska og kærleika.
Valdemar fæddist 14. september
1921 í Hrísey. Þar ólst hann upp
með foreldrum sínum, Baldvini
Bergssyni og Elínu Valdemars-
dóttur, sem bæði voru af atorku-
sömum og traustum stofnum
eyfirskra byggða. Má að gamni
geta þess, af því að Valdemar
hafði mikinn áhuga á allskonar
ræktun og þar á meðal skógrækt,
að forfaðir hans, Þorlákur í Skriðu
í Hörgárdal, var frumkvöðull að
allskonar ræktun og þar á meðal
trjárækt og fyrir forustuhlutverk
sitt var hann sæmdur Danne-
brogsorðu og var það mikil viður-
kenning á þeim tíma.
Valdemar átti sér draum um
fagran lítinn lund, sem hann hefði
ræktað sjálfur, sér og fjölskyldu
sinni til yndisauka. Hann hófst
handa af sínum alkunna krafti og
gróðursetti tré og runna í hund-
raða eða þúsunda tali og þegar
vinir og vandamenn komu í heim-
sókn varð að sýna þeim árangur-
inn: „Það er fallegur árssproti á
þessari, þessi ætlar að verða
laufmikil og þessi runni verður
fallegur en þessi er með einhvern
kyrking." Það var eins og hann
væri að gæla við barn. Það leyndu
sér ekki erfðaeiginleikarnir í
ræktuninni þó þessir eiginleikar
væru búnir að ganga í gegn um
nokkrar kynslóðir.
Valdemar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristjönu Hólmgeirs-
dóttur Þorsteinssonar frá Hrafna-
gili, þann 12. maí 1945. Valdemar
sagði eitt sinn við mig: „Það er
mikil gæfa að eiga góðan og
traustan lífsförunaut og ég get
aldrei fullþakkað forsjóninni fyrir
að gefa mér Kristjönu." Enda mat
hann hana mikils sem eiginkonu,
móður og félaga. Kristjana bjó
manni sínum og börnum hlýtt og
fagurt heimili, en þó held ég að
Valdemar hafi metið mest þá um-
hyggju, ást og kærleika sem hún
veitti honum til hinstu stundar.
Valdemar og Kristjana áttu
fjögur börn, þau eru: Valgerður
Élín íþróttakennari, gift Baldri
Guðvinssyni viðskiptafræðingi.
Þórhildur Steinunn verslunar-
maður, gift Þorsteini Þorsteins-
syni skipasmið. Hólmgeir kaup-
maður, kvæntur Birnu Björns-
dóttur snyrtifræðingi, og Baldvin
nemandi í viðskiptafræði kvæntur
Evu Laufeyju Rögnvaldsdóttur
bankastarfsmanni. Áður en hann
kvæntist eignaðist hann Sigrúnu,
gifta Ingólfi Ingólfssyni slökkvi-
liðsmanni.
Valdemar var mjög starfssamur
maður eins og áður er sagt, hvort
sem var við rekstur fyrirtækja eða
við störf að félagsmálum. Hann
gekk ungur í Oddfellow-regluna og
starfaði þar af svo miklum eld-
móði og félagsþroska að hann var
fyrirmynd þeirra sem á eftir
komu. Oddfellow-reglan var hon-
um afar kær og hann gladdist yfir
hverri stund, sem hann gat unnið
að málum hennar. Þess vegna
kveðja Oddfellow-bræður þennan
mikla foringja sinn með virðingu
og þökk.
Valdemar hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og velti þeim mikið
fyrir sér, ræddi þau við vini og
félaga og stundum hitnaði honum
í hamsi þegar honum fannst logn-
mollan og værðin vera að draga
kjark úr hverjum þeim sem hafði
þor til sóknar og athafna.
Valdemar var mikill hugsjóna-
maður um öll framfaramál í bæj-
arfélagi sínu og gladdist yfir
hverju framtaki er miðaði fram á
veginn. Hann var frumkvöðull að
stofnun nokkurra fyrirtækja á
Akureyri, svo sem Norðlenskrar
Tryggingar hf. og Tollvörugeymsl-
unnar hf. svo og Heildverslunar
Valdemars Baldvinssonar sf.
Hann veitti umboði Olíuverslunar
íslands forstöðu um nokkurt skeið
og framkvæmdastjóri SANA hf.
var hann í nokkur ár óg sýndi þá
fram á að heilbrigð samkeppni í
verslun er til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Flutti hann þá inn ýmsar
fóðurvörutegundir, sem hann seldi
bændum á mun hagstæðara verði
en áður hafði verið gert. Eins var
það með hjólbarða sem henn seldi
í miklu magni á mjög hagstæðu
verði. Svona viðskipti áttu við
Valdemar og hann gladdist yfir að
geta boðið viðskipavinum sínum
slík gæðakjör.
Margar minningar frá fyrri
samverustundum sækja að er
maður sest niður og hugsar um
þennan kæra vin. Við hjónin eig-
um ótal kærar minningar frá
heimsóknum í Byggðaveg 105 og
síðar í Ásveg 27, þar sem tekið var
á móti okkur og börnum okkar af
svo mikilli hlýju og gleði af þeim
hjónum, Kristjönu og Valdemar,
svo að maður varðveitir þessar
minningar eins og gullperlur. Ör-
lögin höguðu því svo að við hjónin
höfum orðið að vera fjarri heimili
okkar á Akureyri um þriggja ára
skeið, en komið heim um hátíðir.
Eitt mesta tilhlökkunarefnið var
að heimsækja Kristjönu og Valde-
mar að Ásvegi 27 eða í sumarhúsið
í lundinum góða. Ég minnist
heimsóknar síðsumars í sumarhús
þeirra. Kvöldið var eins og það
getur best orðið í Eyjafirði, lognið
svo mikið að fjöllin spegluðust í
ánni, sólin settist, fuglarnir þögn-
uðu, kyrrðin var algjör. Þetta
kvöld og þessa nótt nutum við
gestrisni þeirra hjóna, margt var
spjallað um áhugamál okkar og
margar minningar raktar, tíminn
leið of fljótt. Og það voru þakklát
hjón með lífið og tilveruna sem
kvöddust er morgunn reis.
Að lokum viljum við hjónin
biðja Kristjönu og börnunum
Guðs blessunar.
„Hafðu þökk fyrir allt og allt.“
„Flýt þér, vinur, í fegri heim,
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.“
(J. Hallgrímsson.)
Jón M. Jónsson
t
Innilegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og samúö viö andlát og
útför
ÞÓRDAR GUÐMUNDSSONAR
fró Gerðum.
Inga R6»a Þóröardóttir, Guömundur Steingrimsson,
Berglind Ró» Guömundsdóttir,
Sunna Björk Guömundsdóttir,
Þóröur Ingi Guömundsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Lokað
í dag vegna útfarar ÁSU M. AÐALMUNDARDÓTTUR,
Þórsgötu 25, verður Málflutnings- og fasteignastofan
(Fasteignaval), Garöastræti 45, lokuð í dag þriöju-
daginn 22. nóv.
Jón Arason og
Margrét Jónsdóttir.
Lokað
í dag frá kl. 13.00 til 16.00 vegna jaröarfarar
VALDIMARS SIGURÐSSONAR.
Skipasmíöastööin Dröfn hf.
Lokað
Fyrirtæki mitt veröur lokaö í dag eftir hádegi vegna
jarðarfarar ÞÓRHALLS KARLSSONAR, flugstjóra.
Eóvarö R. Guðbjörnsson,
löggiltur rafverktaki.
Lokað
í dag frá kl. 13 til 15.30 vegna jarðarfarar KRIST-
JÓNS ARNAR KRISTJÓNSSONAR, framreiöslu-
manns.
Stefánsblóm,
Barónsstíg.
Kveðjukaffi-
Hlýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju
og ættarmót.
Uppiýsingar og pantanir í síma 11633.
L Ki/oóinni.
Café Roaanbarg.
Vinnufélagar í Súlnasal.