Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 47 Hart deilt um utanríkismál á landsfundi Alþýðubandalagsins: Svavar reynir að beita hús- bóndavaldi með Kremlarsvip - eitt einkenna „Kalbletts“ Alþýðu- bandalagsins, sagði Vigfús Geirdal „ÞETTA er svona eins og hálfgerður kalblettur á Alþýðubandalag- inu sem kemur svolítið fram í því viðhorfi, þegar Svavar fór að gera sig Kremlarlegan í framan og reyna að beita einhverju húsbónda- valdi til að berja niður tillöguna sem Erling kom með. Það er ekki einu sinni rétt sem hann er að segja að það hafi verið sjálfsagt að hafa erlend samskipti af flokksins hálfu,“ sagði Vigfús Geirdal landsfundarfulltrúi Alþýðubandalagsins m.a. í hörkudeilum sem urðu á landsfundi Alþýðubandalagsins vegna tillagna sem fram komu í umfjöllun um utanríkismál á fundinum. Deilurnar urðu um tillögu Erl- ings um að Alþýðubandalagið tæki upp samskipti við sósialista- flokka í nágrannalöndunum, sem hefðu sömu grundvallarskoðanir og Alþýðubandalagið. Einnig voru stór orð látin falla um breytingar- tillögu Hauks Más Haraldssonar o.fl. við drög að ályktun starfs- hóps fundarins um utanríkismál hvað varðar innrásina í Afganist- an og ástand mála í Austurlönd- um nær. Þá krafðist Hjörleifur Guttormsson þess að inn í drög starfshóps fundarins yrðu teknir á ný kaflar úr því umræðuplaggi sem unnið var fyrir fundinn og lá fyrir starfshópnum. Kaflar þessir fjalla m.a. um fordæmingu á Sov- étstjórnina vegna „útrýmingar- styrjaldarinnar á hendur Afgön- um“ og sovéskt stjórnkerfi, „stjórnkerfi sem nærist á því að skerða persónufrelsi almennings og styrkist á því að troða á sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða verður ekki með sanni kennt við sósíalisma", eins og segir orðrétt í téðum máls- greinum. Hjörleifur sagði m.a. í ræðu sinni, er hann lagði til að þessar málsgreinar yrðu teknar inn á ný: „Ég vil reyndar taka það fram, að ég tel að Austur-Evrópu- ríki verðskuldi ekki það heiti að teljast sósíalísk ríki, þannig að enginn fari í grafgötur um mína afstöðu í þeim efnum." Þá lagði Hjörleifur einnig til að tillögunni um að samskipti yrðu tekin upp við sósialistaflokka yrði vísað frá. Guðrún Helgadóttir sem veitti starfshópnum á fundinum for- stöðu sagði er hún fylgdi niður- stöðum hópsins úr hlaði, að síðari málsgreinin hefði verið felld út þar sem menn hefðu verið sam- mála um að þó margt ljótt mætti segja um Sovétríkin þá hefðu þeir talið þetta ofsagt. Tillaga Hauks Más Haraldsson- ar til breytinga á drögum starfs- hópsins fjallaði m.a. um að í stað orðanna „í 3 ár hefur Sovétstjórn- in háð stórstyrjöld í Afganistan", kæmi: í 3 ár hefur verið háð blóð- ug styrjöld í Afganistan. Sovétrík- in eru ekki nefnd á nafn í breyt- ingartillögu Hauks, en lokaorð, í stað kröfu í drögum starfshópsins um að sovéskur her hverfi brott frá Afganistan, eru: „Fundurinn bendir á að slík þróun er frum- forsenda þess að hægt sé að byggja upp það þjóðfélag félags- legs réttlætis og jöfnuðar sem hin sósíalíska bylting i landinu stefnir að“. Svavar Gestsson formaður flokksins var harðorður er hann hóf umræður um framkomnar til- lögur. Hann sagði Alþýðubanda- lagið hljóta að fella tillögu Hauks Más og vitnaði þar sérstaklega til lokaorða hennar um Afganistan. Að lokinni ræðu Svavars dró einn af þremur meðflutningsmönnum Hauks Más, Margrét S. Björns- dóttir, stuðning sinn til baka. í framhaldi af ræðu Svavars urðu miklar umræður. Þorbjörn Broddason og Hjörleifur Gutt- ormsson tóku undir orð Svavars um að tillögunum yrði vísað frá. Þorbjörn benti sérstaklega á að engin sósíalísk bylting ætti sér stað í Afganistan, heldur ætti sér þar stað innrásarstyrjöld. Þá sagði hann tillögu Erlings ekki geta átt að vera á fundinum, þar sem hún ylli misskilningi. Aðrir ræðumenn t.d. Vigfús Geirdal gerði skoðanamun manna sérstaklega að umræðuefni, sem hann sagði vera hálfgerðan kal- blett á Alþýðubandalaginu. Hann sagði ákveðinn hóp manna halda uppi þóknunarstefnu við Sovétrík- in, en annan hóp virðast hafa þörf fyrir að þvo af sér einhvern stimp- il. Hann kvaðst fulltrúi þeirrar kynslóðar flokksins sem teldi sig hvorugt þurfa. Hann hvatti ein- dregið til að tillaga Erlings um að tekin yrðu upp samskipti við er- lenda flokka yrði samþykkt og sagði Svavar Gestsson fara með rangt mál hvað varðar það að er- lend samskipti af flokksins hálfu hefðu aldrei verið bönnuð. Hann sagðist ekki vita betur en fram- kvæmdastjórn flokksins hefði bannað þátttöku í fundi SF í Nor- egi. Hann sagði í framhaldi af því: „Þessi heimóttaskapur, þessi ein- angrunarstefna sem hefur ein- kennt Alþýðubandalagið hvað varðar erlend samskipti er ástæða þess að lengi vel voru íslendingar ekkert inni í þeirri baráttu sem fór fram um kjarnorkulaus Norð- urlönd." Bergþóra Gísladóttir tók í sama streng og Vigfús vegna til- lögunnar um erlend samskipti. Hún sagði m.a. : „Hvers vegna haldið þið að friðarhópum hingað og þangað úti í bæ gangi svo vel að vinna og séu búnir að skáka Al- þýðubandalaginu í sambandi við friðarvinnu. Það er vegna þess að þeir fá hugmyndir og hafa skipu- lega samvinnu við erlenda aðila“. Einn ræðumanna sem starfaði í umræðuhópi fundarins, Sveinn Rúnar, gerði breytingatillögur Hjörleifs að umræðuefni og sagði m.a. að það þýddi lítið „að standa í þessum handaþvotti", eins og hann nefndi það. Hann sagði m.a.: „Þótt Morgunblaðið haldi áfram að ljúga því að Alþýðubandalagið hafi stutt innrásina í Tékkó- slóvakíu; að Hjörleifur eða ein- hverjir aðrir séu ábyrgir fyrir ein- hverri frelsisskerðingu og þvi stjórnræði sem ríkir í Sovétríkj- unum og þeirra afbrot á alþjóða- vettvangi sem við gagnrýnum, þá þýðir ekkert fyrir okkur að lenda í hinum skurðinum, að ætla að fara út í eins glórulaust ofstæki sem Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JltorijímMíifcíh Hluti landsfundarfulltrúa. við töldum ráðlegt að skera niður“. Sveinn Rúnar kom síðan með breytingartillögu þar sem ít- rekuð eru mótmæli Alþýðubanda- lagsins við innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Hiti var orðinn mikill í umræð- unni á sunnudag og margir á mæl- endaskrá, er gert var hlé til að miðstjórnarkjör gæti farið fram. Að kjörinu loknu gerði ólafur Ragnar Grímsson grein fyrir tveimur dagskrártillögum, annars vegar um að öllum breytingartil- lögum yrði vísað frá, þar með til- lögu Hjörleifs Guttormssonar um fordæmingu á Sovétríkin. Hins vegar að tillögunni um samskipti við erlenda sósíalistaflokka yrði vísað til miðstjórnar til frekari umfjöllunar. Tillögur þessar voru síðan samþykktar og umræðu með því lokið. HENNA 'ÍVERV Vale of Health er nýr flokkur náttúruefna, sem Vale og Health Organic Products Company hefur þróaö, og stuðlar að heilbrigði húðar og hárs. Hvíta matt-flaskan frá Vale of Health er full af gæðum ómengaðrar náttúru. Leitið því í versluninni að hvítu flöskunni, sem á stendur „Vale of Health". Vandaður litprentaður upplýsingabæklingur á íslensku liggur frammi á öllum útsölustöðum. Heildsölubirgðir: Friðrik Björnsson heildv. Sími77311 r f ^HealtlJ/ riMie o m / * híHBAL SHAMPOO | WHKVITAMWE KEKXTMí CONNTIO^ wim viiMÍm E j? SATIN "W6 ntlMHOSE OH ***0 VTMMIN l ’HatuvU HENNA nMKnMm SpNDtriONER OONDITIONí* SHAMPOO AEKATIM ii *H*ABUTTE* MVUAIWMO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.