Morgunblaðið - 22.11.1983, Síða 40
’ uflLLyuuoas J
V/SA 1 1 wmnnvuwiv 13WF/s.
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Stjórnkerfisnefnd:
Tillögur um að ráðu-
neytum verði fækkað
„Stjórnarflokkarnir hafa nú
tii athugunar áfangaskyrslu
stjórnkerfisnefndar. Ýmsar
mjög athyglisverðar og róttækar
hugmyndir um breytingar á lög-
unum um Stjórnarráð íslands
koma fram hjá nefndinni,"
Egilsstaðir
Músafár
— veit á harðan vetur
segja þeir öldnu
Egilsstöðum, 21. nóvember.
ÓVENJUMIKIÐ hefur borið á
músagangi hér á Egilsstöðum
það sem af er vetri — einkan-
Íega í þeim hluta þorpsins sem
nefnist Tún.
Mýsnar hafa notað hverja
glufu til að komast inn í hús
búendum til lítils fagnaðar. í
nokkrum tilfellum hafa
mýsnar komist inn á milli
þils og veggjar í húsum og
látið þar svo ófriðlega að
næturþeli að búendum hefur
vart komið dúr á auga og
orðið vansvefta.
Þeir sem hafa komist í ná-
vígi við mýsnar og borið sig-
urorð af þeim segja , ð hér
séu ekki hreinræktaðar
hagamýs á ferð heldur ein-
hvers konar kynblendingar.
Gömlu mennirnir hér um
slóðir segja hins vegar að
músagangur þessi viti á
harðan vetur.
— Olafur
sagði Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, við blm.
Mbl. í gærkvöldi. Stjórnkerfis-
nefnd skilaði áfangaskýrslu í
síðustu viku, en nefndin var
skipuð í samræmi við stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar um
endurskoðun stjórnkerfisins.
„Af fjölmörgum athyglis-
verðum tillögum má nefna
fækkun ráðuneyta. Nefndin
hefur og skilað tillögum um að
ríkisendurskoðun. skuli lögð1
undir Alþingi og að Hagstofa
íslands verði sjálfstæð stofn-
un. Þetta eru aðeins örfáar af
mörgum athyglisverðum til-
lögum nefndarinnar sem
starfa mun áfram, en ekki er
hægt að skýra í einstökum at-
riðum frá tillögum hennar. Ég
hef afhent Geir Hallgrímssyni
skýrslu nefndarinnar og
stjórnarflokkarnir hafa þær
nú til athugunar," sagði Stein-
grímur Hermannsson.
Grunnur vatnspökkunarverksmiöjunnar á athafnasvæðinu á Sauðárkróki. Grunnurinn er framan við skrifstofuhús-
næði ÍJtgerðarfélags Skagfirðinga hf. á myndinni. Morgunbladiö/ Friðþjófur.
Vatnspökkunarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Hafskip og Hagkaup
með í fyrirtækinu
ÍJTLIT er fyrir að fyrirtækin Hafskip
og Hagkaup í Reykjavík gangi inn í
vatnspökkunarverksmiðjuna, sem
verið er að reisa á Sauðárkróki.
Stefnt er að því að verksmiðjuhúsið
verði fokhelt fyrir áramótin og að út-
flutningur vatns geti hafist næsta
haust, að því er Hreinn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri á Sauðárkróki,
sagði í samtali við blm. Morgunblaðs-
ins nýlega.
Björgólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hafskips, sagði í
samtali við blaðamann Mbl., að út-
lit væri fyrir þátttöku fyrirtækis-
ins. „Við höfum lýst áhuga okkar á
aðild að þessu fyrirtæki enda
myndum við annast flutninga á
vatninu á markað erlendis. Það eru
flutningarnir, sem við höfum að
sjálfsögðu mestan áhuga á en und-
anfarin tvö ár eða svo höfum við
tekið þátt í ýmsum útreikningum á
þessu dæmi og rætt þetta fram og
til baka. Við höfum t.d. komið
Hreini í samband við erlenda aðila
en að sjálfsögðu hefur undirbún-
ingurinn hvílt á hans herðum. Það
má segja að okkar þáttur í þessu
hafi verið markaðsathugun," sagði
Björgólfur.
Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra:
Fráleitt að sleppa heilum
tímabilum úr íslandssögu
— Tel að taka eigi upp samfellda sögukennslu
„l'ETTA er hluti af breytingu sem
ákveðin var 1977 og komin er til fram-
kvæmda og það er farið að kenna
bækur um þetta efni. Þetta er þáttur í
víðtækari breytingu sem unnið hefur
verið að undanfarinn áratug. Ég tel
fráleita þá skoðun að sleppa eigi heilu
tímabilunum úr íslandssögu og hætta
eigi að fjalla um atburðarásina," sagði
Kagnhildur Helgadóttir, menntamála-
ráðherra, í samtali við Mbl., er hún
Krístmann Guðmundsson látinn
KRISTMANN Guðmundsson, rithöfundur, lézt í Landakotsspítala sunnudag-
inn 20. nóv. sl. Hann var á sínum tíma einn víðþekktasti rithöfundur landsins
og í fremstu röð íslenzkra skáldsagnahöfunda. Hann hefur undanfarin ár,
eða frá 1977, búið á dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfiröi, Hrafn-
istu, en veiktist skyndilcga fyrir helgi og var þá fluttur í Landakotsspítala,
þar sem hann lézt. Banamein hans var heilablóðfall.
Kristmann Guðmundsson var 83
ára að aldri, fæddur 23. október
1901 á Þverfelli í Lundar-
reykjadal, Borgarfjarðarsýslu.
Hann ólst upp á Snæfellsnesi,
stundaði nám við Samvinnuskól-
ann, en fluttist 1924 til Noregs og
lagði stund á nám þar og víðar
erlendis. Hann dvaldist í Noregi,
Kaupmannahöfn og Vínarborg til
1939, þegar hann hvarf aftur heim
til íslands. Fyrst framan af átti
hann heima í Reykjavík og Hvera-
gerði, þar sem hann ræktaði fræg-
an biómagarð, en fluttist svo aftur
til Reykjavíkur.
Fyrsta bók Kristmanns var ljóð,
Rökkursöngvar 1922, en skáldsag-
an Brúðarkjóllinn, sem hann
samdi á norsku, kom út 1927, síðan
Ármann og Vildís 1928, Morgunn
lífsins 1929 og síðan rak hver
skáldsagan aðra, smásagnahefti,
ljóð og endurminningar í fjórum
bindum 1959—1962.
Bækur sínar skrifaði Kristmann
fyrst á norsku og varð um tíma
einn þekktasti höfundur þar í
landi, en frægð hans barst víða um
lönd, enda voru bækur hans þýdd-
ar á fjölmörg tungumál. Krist-
mann og aðrir hafa þýtt bækur
hans á íslenzku og síðustu bækur
sínar hefur hann frumskrifað á
móðurmálinu. Kristmann Guð-
mundsson hefur óefað verið í hópi
víðlesnustu íslenzkra rithöfunda.
Kristmann Guðmundsson var í
bókmenntaráði Almenna bóka-
félagsins um nokkurt skeið og fé-
Iagið gaf út ritsafn hans í átta
bindum 1978.
Kristmann Guðmundsson var
bókmenntagagnrýnandi við Morg-
unblaðið og skrifaði fjölmargar
greinar í blaðið, bæði um menn-
ingarmál, bókmenntir og þjóðfé-
lagsmál. Blaðið þakkar honum
gott samstarf um margra áratuga
skeið, og um leið og það minnist
þessa íslenzka rithöfundar látins,
sendir það börnum hans og ástvin-
um öllum innilegar samúðarkveðjur.
★
IJtför Kristmanns Guðmunds-
sonar fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju klukkan 10.30 á föstudag-
inn.
var innt álits á þeirri ráóstöfun að fella
niður langan tíma f íslandssögu og
takmarka námsefni við aðeins 120 ár.
Ragnhildur sagði að breytingar á
sögukennslu og hluta samfélags-
fræði hefðu verið gerðar samkvæmt
námsskrá sem út var gefin árið
1977. „Ég er þeirrar skoðunar að sú
breyting sem þarna hefur verið gerð
sé ekki til góðs og það er mín per-
sónulega skoðun að það eigi að taka
upp samfellda sögukennslu. Ég tel
að það sé nauðsynlegt og óttast það
að þessi aðferð leiði til þess að al-
menn þekking verði ekki næg —
þekking á staðreyndum. Ég tel að
þekking á staðreyndum sé mikil-
vægust í miðlun fræðslunnar, því
hvernig á að miðla þekkingu ef hún
er ekki byggð á staðreyndum?"
sagði Ragnhildur.
Ragnhildur sagði að í þessu máli
væri óhjákvæmilegt að gera faglega
úttekt og unnið væri að slíkri úttekt
og sagðist hún vonast til þess að hún
yrði fljótlega tilbúin. Ljóst væri að
nauðsynlegt væri að breyta stefn-
unni, en spurningin væri hvernig
ætti að gera það. „Ég tel að það sé
gengið of langt í breytingunni, ef
það er gert á kostnað þekkingarinn-
ar,“ sagði Ragnhildur.
„Ég tel mjög jákvætt að Morgun-
blaðið skuli hafa fjallað allrækilega
um þetta efni, því ég tel einmitt
þessi efni vera þess eðlis að það sé
nauðsynlegt að fram fari nokkuð al-
menn umræða í þjóðfélaginu um
þau, því þetta er hlutur sem snertir
ekki aðeins kennarana, ráðherrana
og þá nemendur sem vinna með
þetta efni, heldur hefur þetta efni
almenna þýðingu og eðlilegt að fólk
hafi á því skoðun. En það sem mér
finnst athyglisverðast í þessu öllu er
að fólki skuli ekki hafa verið kunn-
ugt um þetta fyrr en núna,“ sagði
Ragnhildur Helgadóttir.