Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
272. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mörg hundruð sovéskra lið-
hlaupa á leið til V-Evrópu
Tveir þeir fyrstu þegar komnir til Bríissel frá Afganistan
Afganskir frelsissveitarmenn standa sigri hrósandi á sovéskri þyrlu, sem þeir
skutu niður.
Lundúnum, 25. nóvember. AP.
AÐ SÖGN breska blaðsins Daily
Mail í morgun hafa tveir liöhlaup-
ar úr sovéska innrásarhernum i
Afganistan komist til Briissel eftir
þaulskipulagt ferðalag þeirra á
vegum frelsissveitanna. Að sögn
blaðsins eru þessir tveir aðeins
þeir fyrstu í röð hundruða lið-
hlaupa, sem bíða þess að komast
til V-Evrópu.
Blaðið hefur eftir heimildar-
mönnum sínum, að þennan
straum liðhlaupa megi rekja til
þess, að frelsissveitirnar eru
hættar að taka alla fanga, sem
þær ná, af lífi. Fyrsta skrefið hjá
liðhlaupunum er því að gangast
frelsissveitunum á hönd. Fjöl-
margir þeirra hafa tekið mú-
hammeðstrú og berjast við hlið
meðlima frelsissveitanna gegn
sínum fyrri félögum.
Blaðamaðurinn Nicholas
Bethell segist í frásögn sinni
hafa rætt við liðhlaupana tvo,
Nikolai Ryzhkov og Alexander
Voronov í Brússel í gær. Segir
hann þá hafa skýrt sér frá mik-
illi upplausn í liði innrásarhers-
ins. Segja þeir fæsta hermenn-
ina trúaða á að sigur vinnist
nokkru sinni gegn frelsissveitun-
um.
„Við gerðumst liðhlaupar
vegna þess að við gerðum okkur
grein fyrir því, að við værum alls
ekki að verja land okkar. Við
gerðum okkur grein fyrir því, að
það vorum við, sem vorum að
reyna að berja Afgani til undir-
gefni. Frelsissveitirnar eru að-
eins að verja land sitt rétt eins
og Rússar gerðu í innrás Þjóð-
verja í síðari heimsstyrjöldinni.
Fjölmargir félagar okkar hafa
gert sér þetta ljóst og bíða nú
eftir því að komast til V-Evr-
ópu.“
Að sögn blaðamannsins var
það eina, sem Ryzhkov og Vor-
onov vildu ekki skýra frá, hvern-
ig þeim hefði tekist að komast til
Brússel. Belgía er aðeins áfanga-
staður. Þaðan munu þeir halda
áleiðis til New York á mánudag
og byrja nýtt líf.
(í*rr>
kasparov
Jafntefli í
3. skákinni
Lundúnum, 25. nóvember. AP.
GARRY Kasparov og Victor
Korchnoi gerðu jafntefli í aðeins 18
leikjum í þriðju einvígisskák sinni í
undanúrslitum áskorendakeppninn-
ar um heimsmeistaratitilinn í skák.
Kasparov hafði hvítt í skákinni,
en tókst ekki að færa sér það í nyt
fremur en í fyrstu einvígisskák-
inni, sem Korchnoi vann. Annarri
skákinni lauk einnig með jafntefli
þannig að Korchnoi hefur nú 2
vinninga gegn 1 að þremur skák-
um loknum.
Victor
Korchnoi
Samkomulagi heilsað
með vopnahlésbroti
Damaskus, Trípólí og Tel Aviv, 25. nóvember.
Utanríkisráðherrar Saudi-Arabíu
og Sýrlands tilkynntu í morgun, að
þeir hefðu komist að samkomulagi,
sem miðaöi að því að binda enda á
átök Palestínumanna í norðurhluta
Líbanon. í samkomulagi þeirra er
jafnframt gert ráð fyrir, að Yasser
Arafat, leiðtogi PLO, og stuðnings-
menn hans verði fluttir frá Trípólí
innan tveggja vikna.
í fjögurra liða samkomulagi
ráðherranna tveggja er m.a. að
finna ákvæði um skilyrðislaust
vopnahlé í og við Trípólí. Vilja
ráðherrarnir að nefnd stjórnmála-
og trúarleiðtoga í Líbanon, undir
forsæti fyrrum forsætisráðherra
landsins, hafi yfirumsjón með
framkvæmd vopnahlésins.
Aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að tilkynningin um sam-
komulagið í Damaskus barst var
vopnahlé hina stríðandi fylkinga í
Trípólí rofið. Brutust út harðir
bardagar, þar sem beitt var létt-
um sprengjuvörpum. Þá geisuðu
bardagar í alla nótt skammt frá
bækistöðvum bandarísku gæslu-
liðanna við alþjóðaflugvöllinn í
Beirút.
Að sögn talsmanns stuðnings-
manna Arafats var skotið á búðir
AP.
þeirra, að því er virtist í þeim til-
gangi einum að kanna hver við-
brögðin yrðu. Skotunum var um-
svifalaust svarað og í kjölfarið
fylgdi 90 mínútna orrahríð.
Frá Tel Aviv bárust þær fregnir
í dag, að þarlendir ráðamenn
hefðu í hyggju að leysa 6 hermenn,
sem taldir eru vera í fangelsi hjá
Palestínumönnum, til viðbótar úr
prísundinni á svipaðan hátt og þá
6, sem fengust í skiptum fyrir
4.600 Palestínumenn í gær. Að
sögn dómsmálaráðuneytisins í
ísraei eru enn um 2.700 Palestínu-
menn innan fangelsisveggja í
landinu.
Einn talsmanna PLO sagði sam-
tökin aðeins hafa tvo ísraelska
fanga og þeir myndu krefjast
lausnar 2.250 Palestínumanna í
skiptum fyrir þá. ísraelska varn-
armálaráðuneytið telur hermenn-
ina í haldi hjá PLO hins vegar
vera þrjá, auk þriggja, sem Sýr-
lendingar eru taldir hafa. Tæplega
300 Sýrlendingar eru í haldi í
ísrael.
Helmut Kohl og Francois Mitterrand á fréttamannafundi í gær.
Símamynd AP.
Erich Hönecker um fjölgun sovéskra flauga í A-Þýskalandi:
„Ekkert gleðiefiii, en nauð-
svnlegar gagnráðstafanir
Ái
Bonn, Bríissel og Berlín, 25. nóvember. AP.
„EF ÚT í það er fariö er okkur þetta
ekkert gleðiefni, en þetta er engu að
síður nauðsynleg gagnráðstöfun,"
sagði leiðtogi a-þýska kommúnista-
flokksins, Erich Hönecker, í dag og
vitnaði þá til nýrra meðaldrægra sov-
éskra eldflauga, sem verið er að koma
fyrir í A-Þýskalandi.
Engu að síður skýrði Hönecker
Enginn gat keypt fíðluna
Lundúnum, 25. nóvember. AP.
ÞRÁTT fyrir tilboð upp á 140.000
sterlingspund (5,8 milljónir ís-
lenskra króna) var 284 ára gömul
Stradivarius-fiðla ekki seld á upp-
boði hjá Southeby's í gær. Skýring-
in var einfaldlega sú, að eigandinn
vildi fá hærri upphæð fyrir þennan
kjörgrip.
Fiðlan, sem hér um ræðir var
smíðuð árið 1699, og er sögð vera
í ótrúlega góðu ásigkomulagi.
Þetta tiltekna eintak hefur verið í
eigu þriggja aðila, nú síðast
ónefnds manns á meginlandi Evr-
ópu.
Að sögn talsmanns Southeby’s
var verðið, sem eigandinn vildi fá,
of hátt. Ekki var gefið upp hvers
hann krafðist, en það var talið
vera á bilinu 200—250 þúsund
pund (8,4—10,5 millj. ísl. króna).
Metverð fyrir Stradivarius-fiðlu
er 145.000 sterlingspund (rúml. 6
millj. ísl. króna).
frá því, að staðsetningu nýrra
SS-20-flauga yrði hraðað sem mest
mætti í A-Þýskalandi í samræmi við
kröfur Yuri Andropovs. Hvatti leið-
toginn jafnframt til áframhaldandi
viðræðna austurs og vesturs þrátt
fyrir að viðræður stórveldanna í
Genf virtust hafa farið út um þúfur.
„Við höfum aldrei verið fylgjandi
vígbúnaðarkapphlaupinu og verðum
það aldrei," sagði Hönecker.
Helmut Kohl, kanslari V-Þýska-
lands, og Francois Mitterrand,
Frakklandsforseti, sem átt hafa við-
ræður í vikunni, hvöttu Sovétmenn
eindregið til þess í dag að setjast
aftur að samningaborði með Banda-
ríkjamönnum í Genf.
„Við hörmum þessa ákvörðun
Andropovs. Það er í þágu allra, þar
með talið Sovétmanna, að viðræð-
urnar um meðaldrægar eldflaugar
haldi áfram. Hverjar afleiðingar
þessarar ákvörðunar Andropovs
verða er ekki vitað, en þær verða
alfarið á ábyrgð Sovétmanna," sagði
m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu
þeirra.
Paul Nitze, formaður bandarísku
viðræðunefndarinnar í Genf, sagði á
fundi með fréttamönnum i höfuð-
stöðvum NATO í Brússel í dag, að
hann harmaði þá ákvörðun Sovét-
manna að fjölga SS-20-flaugum sín-
um í Evrópu nú þegar þeir hefðu
slitið viðræðunum. Sovétmenn hafa
undanfarin ár komið fyrir ntiklum
fjölda meðaldrægra flauga í Evrópu.
„Við getum aðeins vonað að þeint
snúist hugur,“ sagði Nitze.