Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Aðalfundur Landverndar: Stækkun þjóðgarðs á Þingvöllum - verndun landnáms Ingólfs Aðalfundur Landverndar var haldinn í Reykjavík dag- ana 12. og 13. nóv. Auk venju- legra aðalfundarstarfa voru gerðar breytingar á lögum Landverndar og kosin ný stjórn. En aðaldagskrármál fund- arins var skipuleg landnýting og verndun landnáms Ingólfs. Útgáfu- og fræðslumál voru nú í ár stór þáttur í starfi Landverndar, þar má fyrst telja 8. rit Landverndar, Fugla. í því er fjallað um íslenska fugla eða fuglategundir sem verpa hér á landi. Þetta rit er mjög vandað og vel úr garði gert til að auka og bæta þekk- ingu á fuglalífi landsins. Arn- þór Garðarsson ritstýrði þess- ari fuglabók en hún er rúmar 200 blaðsíður með mörgum myndum. Veggspjald kom út í vor og hefur komið út á hverju ári síðan 1970. Þá kom einnig út myndflokkur sem heitir Gróður og landnýting, 32 lit- skyggnur. Síðastliðinn vetur hélt Landvernd ráðstefnu um um- hverfisfræðslu í skólum, en þar kom m.a. fram að fræðsla í þessu efni er mun minni hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ályktun aðalfundar um aukna umhverfisfræðslu í skólum er í framhaldi af þeirri umræðu sem orðið hefur. Aukin umhverfísfræðsla í skólum Aðalfundur Landverndar 1983 telur brýnt að auka um- hverfisfræðslu í skólum til þess að glæða skilning og þekkingu á náttúru landsins og stuðla þannig að skynsam- legri nýtingu á náttúrulegum auðlindum. Fundurinn telur einnig að koma þurfi upp ný- tímalegu náttúrugripasafni í Reykjavík og að grunnskólum verði gefinn kostur á land- spildum t.d. í opinberri eign til skógræktar eða annarrar landgræðslu. Fundurinn telur að við skipulagningu þéttbýlis þurfi að halda eftir vegna fræðslugildis opnum svæðum sem sýni náttúrulegt umhverfi og lífríki, svo sem fjörur, vot- lendi, tjarnir, holt og móa. Þá beinir fundurinn þeirri áskor- un til Sambands íslenskra sveitarfélaga að umhverfis- fræðslu verði sinnt í ríkara mæli í sumarstarfi barna og unglinga sem efnt er til á veg- um sveitarfélaga. Varað við rányrkju Landvernd hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á hóflega nýtingu landgæða og barist gegn hverskonar rányrkju til lands og sjávar. í þessu efni var samþykkt ályktun þar sem segir: Aðalfundur Landverndar 1983 varar við allir rányrkju eða ofnýtingu, hvort sem er á landi eða sjó. Hrun síldar- og loðnustofnsins og nú þorsk- stofnsins ásamt rýrnun land- gæða eru víti til varnaðar. Ofnýting landgæða stefnir af- komu þjóðarinnar í hættu. Fundurinn skorar því á stjórn- völd að herða enn á öllu eftir- liti með nýtingu hverskonar náttúruauðlinda og tryggja þannig viðgang fiskistofna og hindra alla frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs. Umhverfí og verklegar framkvæmdir Varðandi nýtingu auðlinda og ákvarðanatöku um verkleg- ar framkvæmdir hafa viðhorf til umhverfisverndar gleymst eða orðið lítils ráðandi. Því þótti fundarmönnum tíma- bært að álykta svo: Aðalfundur Landverndar 1983 krefst þess að sjónarmið umhverfisnefndar verði metin til jafns við hagrænar og tæknilegar forsendur þegar ákvarðanir eru teknar um verklegar framkvæmdir. Ein- ungis þannig er hægt að koma í veg fyrir afdrifarík mistök við hönnun mannvirkja og staðsetningu. Löggjöf um umhverfismál Frumvörp til laga um um- hverfismál hafa verið á borð- um alþingismanna síðan 1977 og er sannarlega kominn tími til að fá löggjöf í þessu efni. Aðalfundur Landverndar 1983 skorar á félagsmálaráð- herra að leggja hið fyrsta fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um umhverfismál svo það fái afgreiðslu á þessu þingi. Aðrar ályktanir Aðrar ályktanir sem sam- þykktar voru á aðalfundi Landverndar 12. ög 13. nóv- ember 1983: Aðalfundur Landverndar 1983 beinir þeim eindregnu til- mælum til Náttúruverndar- ráðs, að friðlönd í umsjá þess verði friðuð fyrir ágangi bú- fjár, þannig að þau standi undir nafni að þessu leyti. í sama skyni verði meiri áhersla lögð á góða umgengni manna um þessi lönd. Aðalfundur Landverndar 1983 ítrekar að gera þurfi ferðamönnum ljóst að taka náttúrugripa s.s. steina, eggja, fugla og jurta er óheimil á eignarlöndum og friðlýstum svæðum. Aðalfundur Landverndar 1983 skorar á dómsmálaráð- herra að setja nú þegar ákveðnar reglur um aksturs- íþróttir (rall- og torfæruakst- ur) á íslandi, þar sem tillit verði tekið til landverndar, eignarhalds á landi og al- mennrar umferðar. Aðalfundur Landverndar 1983 beinir þeirri áskorun til útvarpsráðs að útvarpað verði reglulega t.d. á rás 2 á sumrin upplýsingum um umgengni og tilkynningum um veður og færð til erlendra ferðamanna, á að minnsta kosti einu er- lendu tungumáli á ákveðnum tíma dags. Aðalfundur Landverndar 1983 lýsir yfir ánægju sinni með samþykkt Alþingis um að mótmæla ekki tímabundnu banni við hvalveiðum. Aðalfundur Landverndar 1983 skorar á stjórn Land- sambands hestamannafélaga að hún beiti sér fyrir því að hestamenn stilli fjölda hrossa á yfirreið um landið í hóf. Barátta fyrir náttúru- og umhverfisvernd er í eðli sínu friðarbarátta. Kjarnorkuvíg- búnaður stórveldanna er ógnun við allt líf. Því telur Landvernd nauðsyn að lýsa yf- ir fullum stuðningi við þá sem berjast fyrir friði á jörð. Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök ís- lands lýsa yfir fullum stuðn- ingi við baráttu fyrir friði um víða veröld. Kjarnorkuvopn eru ógnun við allt líf á jörð- inni. Því er sjálfsagt að um- hverfisverndarsamtök á borð við Landvernd skipi sér í raðir þeirra sem berjast gegn fram- leiðslu og dreifingu kjarnorku- vopna og fyrir friði á jörð. Framsöguerindi um dag- skrármálið skipuleg landnýting og verndun landnáms Ingólfs fjölluðu um það annars vegar hvernig við höfum notað land og landgæði, sem við höfum sýnilega gert af lítilli forsjálni og hinsvegar með hvaða hætti landgæði verði best tryggð og þar með þarfir og afnot þjóð- arinnar nú og í framtíðinni. Um þetta efni voru sam- þykktar tvær ályktanir: Aðalfundur Landverndar 1983 telur brýnt að þjóðgarð- urinn á Þingvöllum verði stækkaður og sett verði lög- gjöf um verndun Þingvalla- vatnssvæðisins hliðstæð við lög um verndun Mývatns og Laxár. Fundurinn telur sjálf- sagt að þjóðgarðurinn á Þing- völlum falli undir náttúru- verndarlög og verði undir sömu stjórn og aðrir þjóðgarð- ar landsins, þ.e.a.s. undir stjórn Náttúruverndarráðs. Aðalfundur Landverndar 1983 telur brýnt að unnið verði að alhliða verndun landnáms Ingólfs og hvetur sveitar- stjórnir og samtök þeirra á svæðinu að vinna skjótt að framgangi þessa máls. Tryggja þarf víðfeðm útivist- arsvæði, halda gönguleiðum opnum, koma í veg fyrir skipu- lagslítið efnisnám og akstur utan vega, stöðva gróðureyð- ingu, skipuleggja hóflega nýt- ingu og huga vel að þróun byggðar á svæðinu. Frásögn af umræðum Svanhildur Halldórsdóttir lagði áherslu á hin mannlegu sjónarmið. Hún taldi hags- muni þéttbýlisbúa best tryggða með því að útivistar- lönd verði vernduð og skipu- lögð með tilliti til ólíkra þarfa fólksins. Hér á suðvestur- kjálkanum býr 70% þjóðar- innar og við eigum að leggja áherslu á að fá þetta land fyrir okkur. Það á að sleppa fólkinu á landið — en girða af þau svæði sem grasbítum er beitt á og það á að hefja skipulega uppgræðslu á þeim svæðum þar sem gróðureyðing er. Svanhildur ræddi einnig um þjóðgarðinn á Þingvöllum og taldi mjög brýnt að hann verði stækkaður frá því sem nú er. Vernda þyrfti svæðið allt um- hverfis Þingvallavatn og þá jafnframt að breyta lögunum þannig, að þjóðgarðurinn heyri undir Náttúruverndar- ráð eins og aðrir þjóðgarðar en ekki undir sérstaka nefnd eins og nú er. Stefán Thors fjallaði um byggðaþróun og skipulag í landnámi Ingólfs. í máli hans kom fram: 1. Lýsing á því að hvaða leyti umrætt landsvæði er frá- brugðið öðrum m.a. með til- liti til íbúafjölda, atvinnu- mála og þéttleika byggðar. Á svæðinu býr u.þ.b. 60% þjóðarinnar og 99% þeirra búa í þéttbýli. 2. Lýsing á byggðamynstri innan svæðisins þ.e. skipt- ingu í sveitarfélög, þéttbýli og dreifbýli. 3. Þáttur samtaka sveitarfé- laga á svæðinu í svæðis- skipulagi og hvernig hann tengist eða getur tengst friðunarmálum á svæðinu. 4. Hlutverk og tilgangur svæðisskipulags: Svæðis- skipulag er stefnuyfirlýsing hlutaðeigandi sveitar- stjórna í þeim málaflokk- um, sem skipulagið nær til. Markmið með gerð svæð- isskipulags er að mynda samræmda stefnu hinna einstöku sveitarfélaga inn- an svæðisins. Við gerð svæðisskipulags skal jafnan gætt umhverfissjónarmiða og leitast við að vernda náttúru landsins eftir föng- um. Á svæðinu eru mörg stór svæði sem annað hvort eru vernduð á einn eða annan hátt eða stendur til að vernda eða friða. Þegar þessi svæði eru skoðuð kem- ur í ljós að þau mynda allt að því samhangandi belti frá Reykjanesi um Þingvelli í Hvalfjörð. Með samstarfi allra hlutaðeigandi aðila þ.e. einstaklinga, sveitarfé- laga, samtaka sveitarfé- laga, félagasamtaka og þjóðarheildarinnar ætti einmitt á þessu svæði, vegna ytri aðstæðna, að vera möguleiki á að auka enn og samræma friðunar- ráðstafanir. í erindi Hákonar Sigur- grímssonar kom m.a. fram, að 116 bændur á þessu svæði eru taldir hafa fulla atvinnu af búum sínum. Allmargir til viðbótar hafa nokkrar tekjur af sauðfjárrækt. Frá árinu 1965 hefur sauðfé á svæðinu fækkað um 35% en hrossum hefur aftur á móti fjölgað um 243%. Sauðfé hefur fækkað mest á þéttbýlissvæðunum við Faxa- flóa eða fast að því um helm- ing. Hákon taldi að megin markmið skipulegrar landnýt- ingar ættu að vera þau að taka frá og friða sérstaklega svæði sem henta til ræktunar eða undir skipulega byggð og tryggja hæfilega nýtingu ann- ars lands með ítölu. Benti hann í þessu sambandi á at- hyglisverðan árangur sem náðst hefur á Suðurnesjum þar sem lausaganga búfjár í heimahögum hefur verið bönnuð og einnig á áform um að girða af og friða allt nýt- anlegt láglendi allt frá Kjal- arnesi og til Hafnarfjarðar. Taldi Hákon að með slíkum aðgerðum mætti koma til móts við þarfir þéttbýlisins á þessu svæði fyrir afnot af landinu til ræktunar og tóm- stundaiðkana og tryggja jafn- framt rétt þeirra sem hafa framfæri sitt af nýtingu landsins til landbúnaðar ét svæðum sem til þess henta. Páll Sigurðsson fjallaði m.a. um Landnýtingarskipulag og sagði: Mikilvægt er, að allt það svæði, sem hér er til umræðu, komist sem allra fyrst undir allsherjarskipulag um land- nýtingu til hinna ýmsu þarfa þeirra manna, sem hagsmuna hafa að gæta eða sem til hags- muna kalla, — og þá má ekki gleyma þörfum almennings, þ.á m. veiðimanna, varðandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.