Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 18
\ L i 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 ískyggileg skuldastaéa þjóéarbúsins: Eyðsluskuldasöfiiun- inni verður að linna — eftir Lárus Jónsson alþingismann Fyrir rúmu ári lét þáverandi fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, svo um mælt að „þjóðin væri að sökkva i ískyggilegar skuldir erlendis". Þá voru horf- ur á að skuldastaða þjóðarbús- ins á árinu 1982 færi í fyrsta sinn yfir 40% af þjóðarfram- leiðslu. Síðar var gert ráð fyrir því við afgreiðslu lánsfjárlaga sl. vor að þessi „ískyggilega" skuldasúpa færi um og yfir 50% af þjóðarframleiðslu. Nú eftir framkvæmd lánsfjárlaga fyrrv. ríkisstjórnar er áætlað að þetta hlutfall verði hvorki meira né minna en um 60%. (Sjá með- fylgjandi súlurit.) Iskyggilegast er þó að erlend skuldasöfnun hefur keyrt svo um þverbak eftir mestu góðæri í sögu landsins, þegar fjárfesting hefur dregist fremur saman en hitt. (Sjá meðf. súlurit.) Þetta sýnir ásamt öðru að eyðslan á þjóðarheimilinu um- fram efni hefur verið gífurleg. Kaupmætti hefur verið haldið uppi með því að slá eyðslulán erlendis jafnvel í metaflaárum. Ef slíkri gengdarlausri eyðslu- skuldasöfnun linnir ekki fer ein- faldlega svo að erlend lán verður ekki unnt að fá jafnvel til arð- bærustu verkefna, en slík lán- taka er mikilvægur hornsteinn framfara. Hér verður að gera þjóðarátak og spyrna við fótum, þótt það kosti verri lífskjör um sinn en sýndarkjör síðustu ára. Verri aflahorfur en verið hafa „Kaupmætti hefur verið haldið uppi með því að slá eyðslulán erlendis jafnvel í metaflaárum. Ef slíkri gengdarlausri eyðsluskulda- söfnun linnir ekki fer ein- faldlega svo að erlend lán verður ekki unnt að fá, jafn- vel til arðbærustu verkefna, en slík lántaka er mikilvæg- ur hornsteinn framfara. Hér verður að gera þjóðarátak og spyrna við fótum, þótt þaö kosti verri lífskjör um sinn en sýndarkjör síðustu ára.“ um árabil auka á vandann en jafnframt er lífsnauðsynlegt að við honum sé brugðist. Orsakir þróunarinnar Augljóst er á súluritinu um fjárfestingu að ekki er að finna skýringu á vaxandi skuldasöfn- un í því að auka erlendar lántök- ur hafi verið nauðsynlegar vegna orkuframkvæmda eða annarrar arðbærrar fjárfest- ingar. Fjármunamyndun hefur oft verið miklu meiri hér á landi og fór fremur minnkandi á framangreindu tímabili. Vextir voru háir á alþjóðamarkaði og þjóðarframleiðsla minnkaði. Þar er að finna hluta skýringar- innar. Helzta orsökin er þó geigvænlegur og vaxandi við- skiptahalli, þrátt fyrir minnk- andi fjárfestingu. Þetta sést glöggt á meðfylgjandi töflu, sem sýnir stöðu erlendra lána við árslok hvert ár og viðskiptahall- Lárus Jónsson * ann á hverju ári á föstu verðlagi. (Meðalgengi 1983.) Á þessari töflu' og framan- greindum súluritum koma eftir- farandi „ískyggilegar" stað- reyndir í ljós: 1. Staða erlendra lána snar- versnar svo mjög eftir 1980 að hlutfall heildarskulda (langra erlendra lána) hækk- ar úr 34,4% af þjóðarfram- leiðslu í 60%. 2. Erlendar skuldir hafa meira en tvöfaldast á föstu verðlagi (í erlendri mynt) frá 1978. 3. Viðskiptahallinn hefur orðið Jólabazar vinahjálpar Bazarinn verður að Hótel Sögu á morgun sunnudag- inn 27. nóvember kl. 2.00 Fallegar jólaskreytingar og handavinna. Glæsilegt happdrætti. Stjórnin. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 26. nóv- ember veröa til viötals Hilmar Guölaugsson og Margrét S. Einars- dóttir. Margrét Hilmar Blat5burðarfólk óskast! U-S iiTcívV^ Austurbær Ármúli Ingólfsstræti og Neðstaleiti Þingholtsstræti éi. tOö,- fai. 2$$r ISLENSPR VORUR ODYRARI! / síðustu verðkönnun Verðlagsstofnunar (verðkynning nr. 17)- voru íslensku vörurnar yfirleitt ódýrari en þær erlendu. ísumum tilvik- um var verð erlendu vörunnaralltað þrefalt hærra en þeirraríslensku. Þannig er hægt að spara með því að bera saman verð. Taktu íslenskarvörurmeð í samanburðinn, þá ertþú viss um lægsta verð. Oqenneitt: Pú skapar atvinnu í landinu þegar þú velur íslenskt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.