Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Kjarvalsstaðir: „CRAFTS USA“ sýningunni lýk- ur um helgina SÝNINGIN CRAFTS USA á nútíma handverkslist í Bandaríkjunum, hef- ur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur, en henni lýkur á sunnudagskvöld, þann 27. nóvember. Um fimm þús- und manns hafa séð sýninguna og tekið þátt í vinnunámskeiðum víðs vegar um Reykjavík og á Kjarvais- stöðum. Sýning þessi er stærsta sýning á Matvælasýning- in í París ALÞJÓÐLEGA matvælasýningin SIAL, sem árlega er haldin í París, mun á na sta ári haldin í júnímán- uði. Ástæðan breytts sýningartíma sú að sýning þessi hefur sífellt verið að stækka og færa út kví- arnar og erfitt að koma henni fyrir. En sýningarstaður verður sem fyrr Porte de Versailles í suð- urhluta Parísar. Þessi sýning hef- ur verið árlegur viðburður i meira en 20 ár og hafa íslendingar nokkrum sinnum haft þar sýn- ingarbás. Stækkunin hefur verið jöfn og þétt, úr 12 þús. ferm. á árinu 1964, 30 þús. ferm. 1974 og í 55 þúsund ferm. sýningarsvæði 1982. En nauðsynlegt sýningarrými fyrir þátttakendur árið 1984 verður 65—70 þús. ferm. Verður sýn- ingarrýminu skipt þannig að er- lendir sýnendur hafa 24 þúsund ferm. en franskir aðilar 46 þúsund ferm. bandarískri handverkslist sem nokkurn tíma hefur verið haldin utan Bandaríkjanna, en hún var sérstaklega sett upp fyrir Island og mun ekki verða sýnd annars staðar. Aðgangseyrir er kr. 100 og fylgir með myndskreytt 120 blað- síðna sýningarskrá auk þess sem veggspjald sýningarinnar verður á boðstólum. Þeir aðilar sem keypt hafa verk á sýningunni ber að sækja þau milli kl. 10.00 og 24.00 sunnudag- inn 27. nóvember eða milli kl. 10 og 12 mánudaginn, 28. nóvember. Verk sem ekki verða sótt né seld verða endursend til listamann- anna í Bandaríkjunum að sýningu lokinni. Skemmtun í Garða- skóla í kvöld BEKKJARRÁÐ 9. bekkjar í Garðaskóla stendur fyrir skemmt- un í félagsmiðstöðinni „Garða- lundi" á milli klukkan níu og eitt í kvöld, laugardagskvöld. Margt verður til skemmtunar, meðal annars fara fram úrslit í fegurð- arsamkeppni skólans, en síðar meir er fyrirhuguð keppni vinn- ingshafanna í Garðalundi og ann- arra skóla og félagsmiðstöðva. AKALL Stund meö Gunnari Kx/aran œllóleikara Æ Gunnar Kvaran, sellóleikari, á plakati sem Hjálparstofnun kirkjunnar og útgáfan Skálholt hafa látið gera. Tónleikar á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar: Gunnar Kvaran leikur á selló í Keflavíkurkirkju HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar gengst nk. sunnudag fyrir tónleikum með Gunnari Kvaran. sellóleikara, í Keflavíkurkirkju kl. 20.30. Gunnar mun leika nokkur einleiksverk eftir Baeh og fleiri þekkt tónskáld. Kirkjukór Keflavíkurkirkju syngur einnig á tónleikunum undir stjórn Siguróla Geirssonar, organista kirkj- unnar. Sl. sumar gaf útgáfan Skálholt út hljómplötu með sellóleik Gunn- ars. I tengslum við útgáfuna stóð Hjálparstofnunin að tónleikahaldi með Gunnari á 15 stöðum víða um land. Öll vinna við hljómplötu- gerðina var gefin í þágu hjálpar- starfs kirkjunnar og rennur sölu- andvirði hennar til hjálparsjóðs kirkjunnar. Með hljómplötuútgáfunni og tónleikahaldinu vill Hjálparstofn- unin kalla fólk til umhugsunar um neyðina í heiminum og þörfina á hjálp. Sunnudaginn 4. des. leikur Gunnar Kvaran í Selfosskirkju kl. 17. Á báðum tónleikunum mun sr. Bragi Friðriksson, prófastur. flytja stutt erindi um hjálparstarf kirkjunnar. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum og allir eru hjart- anlega velkomnir. Skagaleikflokkurinn sýnir Eðlisfræðingana Sagaleikflokkurinn sýnir leikrit- ið Eðlisfræðingarnir eftir Friedrich Durrenmatt í Þjóðleikhúsinu nk. mánudag, þann 28. nóvember. Er sýningu á vegum Friðarsamtaka listamanna, en leikstjórn er í höndum Kjartans Ragnarssonar. f frétt frá Friðarsamtökum listamanna segir m.a.: Fá leikhúsverk eru tímabær- ari einmitt nú en Eðlisfræð- ingarnir þrátt fyrir það að liðin eru 20 ár frá því að það var frumflutt (í Zúrich 21. febrúar 1962). Enda fjallar það um víg- búnaðarkapphlaupið, hugsanleg endalok mannkynsins og ábyrgð eðlisfræðinga í framleiðslu gjör- eyðingatækja þeirra sem til þess verða notuð. Þrír úr hópi helstu eðlisfræð- inga heims eru samankomnir á „lúxus" geðveikrahæli í Sviss af mjög svo sérstæðum ástæðum og framtíð mannkynsins alls tvinn- ast saman við einkahagi þ eirra. Nýlega birtu 14.000 helstu eðl- isfræðingar heims áskorun til stjórnmálamanna um að láta af framleiðslu gjöreyðingavopna. Einn af íslenskum fulltrúum þessa hóps mun ávarpa leikhús- gesti á undan sýningu. Fiskiþing hefst á mánudaginn 42. FISKIÞING hefst mánudaginn 28. nóvember 1983, kl. 14.00 í húsi Fiskifélagsins, Höfn við Ingólfs- stræti, og verður sett af Þorsteini Gíslasyni fiskimálastjóra. Áætlað er að þingið standi til föstudagsins 2. desember. Frá fjórðungssamböndum og deildum Fiskifélagsins munu 24 fulltrúar sitja þingið og frá sér- samböndum sjávarútvegsins 11 fuLltrúar, en auk þess á fiskimála- stjóri sæti á þinginu. Fulltrúar þessir eru alls staðar af landinu og úr. öllum greinum sjávarútvegsins. Sjávarútvegsráðherra, Halldór LIONSKLÚBBURINN Freyr í Reykjavík og fleiri Lionsklúbbar í nágrannabæjunum og víðast hvar um landið hafa þegar hafið hina árlcgu sölu á jóladagatölum. Hér um að ræða dagatöl með súkku- laðimola fyrir hvern dag desem- bermánaðar til jóla. Þetta er ellefta árið, sem klúbbarnir bjóða svona dagatal, og er það orðið fastur þátt- ur í jólahaldi margra heimila. Auk þess að gleðja börnin eru kaupendur að styrkja klúbbana Ásgrímsson, mun ávarpa þingið. Mörg mál verða lögð fyrir þing- ið og má þar helzt nefna: Stjórnun fiskveiða, gæði á ferskum fiski og sjávarafurðum, nýir möguleikar á veiðum og vinnslu, gengis- og verðtryggingamál, öryggismál, fræðslumál og skýrslur hinna ýmsu starfsdeilda Fiskifélags ís: lands. Fyrsta Fiskiþing var haldið 1913 og hafa þau verið haldin reglulega síðan. í byrjun voru þau haldin annað hvert ár, stóðu í tvær vikur, en seinni ár hafa þau verið haldin árlega og standa eina viku. ríflega til að sinna fjölþættu og viðamiklu hjálparstarfi. Stærst- um hluta ágóða af sölunni fyrir síðustu jöl ráðstafaði Lions- klúbburinn Freyr til eins vist- rýmis á hjúkrunardeild Hrafn- istu í Hafnarfirði, en auk þess lagði klúbburinn mörgum öðrum aðilum lið, svo sem Styrktarfé- lagi vangefinna vegna nýs fjöl- skylduheimilis að Háteigsvegi 6, íþróttafélagi fatlaðra, Skála- túnsheimilinu og ýmsu einstakl- ingum og félögum. Úr kvikmyndinni „Val Sophie". Meryl Streep, (fyrir miðju) hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Laugarásbíó sýnir „Val Sophie“ LAUGARÁSBÍÓ hefur nú tekið til sýninga bandarísku myndina „Sophies Choice“, eða „Val Sophie“, eins og hún nefnist á íslensku. I tilkynningu frá kvikmynda- húsinu segir að myndin hafi verið tilnefnd til sex Oskarsverðlauna og hafi Meryl Streep hlotið verð- launin sem besta leikkonan. I sömu tilkynningu segir ennfremur að myndin fjalli um mann, Natan, sem segist vera líffræðingur, en síðar komist kunningi hans að því að hann sé geðveikur. Natan býr með konu, Sophie, sem er af pólsk- um ættum og lenti í útrýmingar- búðum nasista í Auswitz. Upp úr sambúð þeirra slitnar og þá von- ast kunningi þeirra, Stingo, til að geta fengið hana til að giftast sér. Fjögur skip selja erlendis ÞRJÚ skip seldu erlendis sl. mið- vikudag. Erlingur GK seldi í 106 tonn í Grimsby. Söluverð 3.171,2 þúsund, meðalverð 29,93 krónur. Breki seldi í Cuxhaven 191,4 tonn fyrir 4.748,6 þúsund, meðal- verð 24,81 króna. Vestmanney seldi í Bremerhaven 142,6 tonn fyrir 3.734,1 þúsund, meðalverð 26,18. f fyrradag seldi Ýmir afla sinn í Hull 84,3 tonn fyrir 1.935,4 þús- und, meðalverð 22,95 krónur. Tvö skip selja erlendis í dag. Sólberg ÓF í Grimsby og Viðey í Cuxhaven. Börn Freysfélaga aðstoða feður sína við pökkun og merkingu á dagatölun- um. Sala hafin á jóladagatöl- um Lionsklúbbsins Freys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.