Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
25
Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbanka íslands:
Vænlegra er að
auka innlán en
takmarka útlán
— Raunvextir innlána eru of lágir
„BANKARNIR hafa í raun um tvo
kosti að velja. Annars vegar hina
hefðbundnu aðferð, að takmarka út-
lánin eins og nú hefur verið tekin
ákvörðun um og hins vegar, að auka
innlánin og standa þannig undir
eðlilegum útlánum. Sá kostur er að
mínu mati mun vænlegri þegar til
lengri tíma er litið,“ sagði Valur
Valsson, bankastjóri Iðnaðarbanka
íslands, í samtali við Mbl., er hann
var inntur álits á því samkomulagi
innlánsstofnana og Seðlabanka, að
takmarka útlánin á næstunni til að
koma lausafjárstöðu innlánsstofn-
ana í viðunandi horf, en hún er mjög
slæm um þessar mundir.
„Yfirdráttarskuldir viðskipta-
bankanna í Seðlabankanum, sem
Valur Valsson
koma fram í lakari lausafjárstöðu,
koma í raun til, þegar bankarnir
lána meira, en innistæður eru
fyrir. Það má í raun líkja því við,
þegar einstaklingar yfirdraga
ávísanahefti sín,“ sagði Valur.
Valur sagði að allir aðilar hefðu
alltof lengi einblínt of mikið á „út-
lánavandamálið". „Útlánin sjálf
eru alls ekki slæmur hlutur, held-
ur af hinu góða. Um 80% af útlán-
um innlánsstofnana fer í raun til
að fjármagna atvinnustarfsemina
í landinu, sem síðan tryggir lands-
mönnum atvinnu."
bankarnir sjálfir sem geta ákveðið
hversu mikið þeir vilja lána
hverju sinni. Þeir hafa hins vegar
mun minni stjórn á þróun innlána.
Vextir eru algerlega ákvarðaðir af
stjórnvöldum, án þess að bankarn-
ir fái þar nokkru um ráðið. Það er
jafnvel gengið svo langt í vaxta-
ákvörðunum stjórnvalda, að
ákveða hvaða innlánsform bank-
arnir fá að bjóða hverju sinni.
Það er í raun búið að ganga eins
langt í þá átt að koma algerlega í
veg fyrir alla samkeppni bank-
anna á þessu sviði. Það sem þarf
að gera, er að greiða sparifjáreig-
endum þá vexti, sem þeir telja
eðlilega. Innlánsvextir í dag eru
engan veginn nægilega háir, þeir
hvetja ekki til nægilegs sparnað-
ar. Það þarf að sjálfsögðu að
lækka vexti af óverðtryggðum inn-
lánum samfara minnkandi verð-
bólgu. Það fer hins vegar ekki á
milli mála, að raunvextir eru of
Iágir. Stjórnvöld hafa reyndar við-
urkennt það með því að bjóða
verðtryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs með 4,16% vöxtum á sama
tíma og bankarnir geta ekki boðið
nema 1% vexti.
Reyndar tel ég 4,16% raunvexti
ekki nægilega háa. í viðtölum við
nokkra duglega unga menn í
Morgunblaðinu sl. sunnudag, sem
hafa skapað hér nýjan frjálsan
fjármagnsmarkað, kemur fram að
raunvextir á almennum markaði
eru í raun mun hærri en umrædd-
ir vextir af spariskírteinum ríkis-
sjóðs. Reynslan hefur sýnt okkur
að stjórnvöld hafa ekki tilfinningu
fyrir eðlilegum markaðsvöxtum.
Það eru ýmsir hlutir sem blandast
þar inn í. Hið rétta væri að láta
bönkunum sjálfum eftir vald til að
ákvarða markaðsvexti hverju
sinni, en það þyrfti reyndar sam-
fara að tryggja eðlilega sam-
keppni þeirra í millum um sparifé
almennings," sagði Valur Valsson,
bankastjóri Iðnaðarbankans að
síðustu.
Ljósm. Mbl.: RAX.
„Maöur og kona eru eitt. Við Dóra höfum staðið lengi saman í blíðu og stríðu. Mitt er þitt og þitt er mitt,“ sagði
Olafur við konu sína, Dóru Guðbjartsdóttur, er hann fletti upp á brúðkaupsmyndinni af þeim í Ólafsbók. Með
þeim á myndinni er dóttursonur þeirra, Guðbjartur Jón Einarsson.
Ólafsbók, afmælisrit Ólafs Jóhannessonar komin út:
Ekki sestur á friðarstól — á
vafalaust eftir að marka spor
DR. ÓLAFI Jóhannessyni, fyrrver-
andi forsætisráðherra, var afhent
fyrsta eintak Ólafsbókar af rit-
nefnd hennar á heimili Ólafs og
eiginkonu hans Dóru Guðbiarts-
dóttur að Aragötu 13 í gær. Olafs-
bók er gefin út til heiðurs dr. Ólafi
í tilefni af sjötugsafmæli hans, sem
var 1. mars sl. I bókinni eru grein-
ar eftir ýmsa samferðamenn Olafs
og fjalla þær um Olaf sjálfan og
störf hans, einnig um efni úr lög-
fræði og samtíðarsögu, sem tengist
fræða- og stjórnmálastörfum hans.
Þá segir Olafur sjálfur frá bernsku
sinni og skólaárum í viðtali við
Gylfa Gröndal.
f inngangsorðum ritnefndar
segir m.a. um Ólaf, að hann
standi ennþá í fremstu fylkingu
þeirra, sem stríða á vettvangi
stjórnmálanna. „Þó hann sé því
ekki sestur á friðarstól og eigi
því vafalaust eftir að marka
spor, hefur vinum hans og sam-
starfsmönnum þótt vel við eiga
að senda honum virðingarkveðju
með þeim hætti, í tilefni afmæl-
isins, að tileinka honum þetta rit
og að víkja þar að ýmsu úr ævi-
ferli Ólafs."
Þór Vilhjálmsson, forseti
Hæstaréttar, afhenti ólafi og
eiginkonu hans, Dóru Guð-
bjartsdóttur, fyrsta eintakið
fyrir hönd ritnefndarinnar.
Hann sagði m.a., að bókin væri
helguð Ólafi sjötugum og væri
hún því afmælisgjöf, þó síðbúin
væri. Hann sagði það ekki sitt
hlutverk að dæma um efni bók-
arinnar en hitt gæti hann full-
yrt, að hugarfarið að baki gjaf-
arinnar væri gott. Hann sagði
einnig að auk þeirra sem rituðu
bókina og ritnefndarinnar stæðu
1.800 einstaklingar að útgáfunni
en nöfn þeirra eru rituð fremst í
bókinni. Þá þakkaði Þór Ólafi
góð kynni allt frá stúdentsárum
og áralangt samstarf í lög-
mannsstörfum.
Ólafur hóf þakkarorð sín á að
fagna góðum gestum. Hann
þakkaði ritnefndinni sérstaklega
og sagðist meta mikils það vina-
hót sem sér væri sýnt. Hann
kvað bókina ekki beint ævisögu,
enda væri erfitt að rita ævisögu
fyrr en öll væri. Hann kvaðst
áreiðanlega hafa gaman af lestri
bókarinnar, ýmislegt væri þar
fróðlegt, þó sumt væri áreiðan-
lega í afmælisgreinastíl.
„Kannski hugsa ég, þegar ég fer
að kalka meira: Anzi hefur þetta
verið góður karl,“ sagði ólafur
og brosti sínu velþekkta brosi.
„Ævisagan verður rituð síðar,“
sagði hann ennfremur, „og ég
held að ég sé búinn að finna heiti
á henni. Það verður: Karlinn
sem vildi ekki hætta." Ólafur
ítrekaði síðan þakkir sínar og
sagði orðtakið um að hægt væri
með litlu að gleðja aldraðan
mann, eiga hér vel við.
í ritnefnd bókarinnar eru auk
Þórs þeir Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttardómari, Halldór E.
Sigurðsson fv. ráðherra, Leó E.
Löve lögfræðingur og Steingrím-
ur Jónsson bókavörður, sem
jafnframt er ritstjóri. Bókin er
519 blaðsíður og prýdd rúmlega
100 ljósmyndum. Útgefandi er
ísafoldarprentsmiðja hf.
Ný heilsugæzlustöð í Garðabæ
Morgunblaðid/KÖE.
Bæjarstjórinn í Garðabæ, Jón Gauti Jónsson, býður læknana tvo, sem starfa
munu í nýju heilsugæslustöðinni, velkomna til starfa. Þeir eru Sveinn Magn-
ússon (t.v.) og Bjarni Jónasson.
„íslendingar búa í raun alls ekki
við útlánakreppu, eins og sumir
vilja orða það, heldur er mun rétt-
ara að segja, að við búum við inn-
lánakreppu. Það er gífurlegt nauð-
synja mál, að auka innlendan
sparnað. Þá á ég ekki bara við til
að standa undir auknum útlánum,
heldur einfaldlega vegna þess, að
nauðsynlegt lánsfé til að halda at-
vinnulífinu gangandi verður ekki
tekið erlendis á næstunni, eins og
gert hefur verið í of miklum mæli,
heldur verður lánsfjármögnunin
að eiga sér stað innanlands. Það
ætti því að vera forgangsverkefni
allra þeirra, sem að þessum mál-
um starfa, að koma á verulega
auknum innlendum sparnaði í
formi aukinna innlána.
í þessu sambandi er ekki óeðli-
legt að spurt sé hvort eitthvert fé
sé til, eða hvort almenningur al-
mennt sé aflögufær. Ég tel að svo
sé, jafnvel þótt að landsmenn hafi
þurft að þola kjaraskerðingar
vegna minnkandi þjóðartekna.
Þrátt fyrir áföll undanfarinna
missera fer það ekki á milli mála,
að íslendingar eru ein efnaðasta
þjóð heimsins," sagði Valur.
„Annars er í sjálfu sér ekki
óeðlilegt, að viðskiptabankarnir
grípi til útlánatakmörkunar, þeg-
ar harðnar á dalnum. Þar ráða
þeir að mestu um framgang mála.
Að vísu eru afurðalán Seðlabank-
ans algjörlega sjálfvirk. Það eru
„UM ÁRABIL hefur heilbrigðis-
þjónusta fyrir Garðbæinga farið
fram í Hafnarfirði, í samvinnu við
nágrannasveitarfélögin. Með til-
komu hins nýja húsnæðis Heilsu-
gæslunnar í Garðabæ, verður hægt
að koma allri þessari þjónustu fyrir
á einum stað, innanbæjar, sem aug-
Ijóslega er til verulegra hagsbóta
fyrir bæjarbúa,“ sagði Jón Gauti
Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, en
í gær var formlega tekin í notkun
heilsugæslustöð fyrir íbúa Garða-
bæjar, að Garðaflöt 16—18.
Hér er um að ræða 240 fer-
metra húsnæði á einni hæð með
aðstöðu fyrir þrjá lækna. Hús-
næðið keypti sveitarfélagið af
SASÍR, Samtökum sveitarfélaga
í Reykjaneskjördæmi, og hefur
verið unnið að innréttingum þess
frá því í mars sl. Heildarkostnað-
ur, húsnæðið með innréttingum,
er í kringum 7 milljónir króna.
Fyrst um sinn munu aðeins
tveir læknar starfa við nýju
Heilsugæsluna, sem svo er nefnd,
þeir Bjarni Jónasson og Sveinn
Magnússon. Sagði Jón Gauti að
Heilsugæslan ætti auðvelt með
að sinna Garðbæingum, en þar
búa nú um 5.600 manns. Lækn-
arnir munu starfa eftir svoköll-
uðu númerakerfi, þ.e.a.s. þeir
koma til með að annast rekstur-
inn sjálfir og fá greitt fyrir hvern
sjúkling sem skráir sig. Að sögn
Jóns Gauta sparar þetta fyrir-
komulag ríkinu um 21% af kostn-
aði og bæjarfélagið rúmlega 80%,
með þeim fyrirvara þó að innan
tíðar má búast við endurskoðun á
launasamningum númeralækna,
sem kemur sennilega til með að
draga úr þessum sparnaði. „En
sparnaður bæjarsjóðs byggist
auðvitað á því að bæjarbúar skrái
sig hjá þessum læknum," bætti
Jón Gauti við. Þeir íbúar Garða-
bæjar, sem ætla að notfæra sér
þessa nýju þjónustu, þurfa að
skipta um samlagslækni nú í des-
ember. Til einföldunar fyrir þá
bæjarbúa, sem hyggjast skipta
um lækni, liggur frammi á bæj-
arskrifstofunni eyðublað til út-
fyllingar. Eyðublaði þessu þarf
að skila til bæjarskrifstofunnar
aftur sem fyrst, en bæjarbúum
verða síðan send ný sjúkrasam-
lagsskírteini.
Það kom fram í máli Jóns
Gauta, að vegna viðræðna við
heilbrigðisráðuneytið, væri ekki
enn búið að taka ákvörðun um,
hvenær önnur þjónusta Heilsu-
gæslunnar, mæðravernd, ung-
barnaeftirlit og heimilishjúkrun
tæki til starfa. Það verður þó gert
fljótlega, að sögn Jóns Gauta.
I dag, laugardag, og á morgun,
gefst bæjarbúum kostur á að
skoða Heilsugæsluna að Garða-
flöt 16—18, en húsið verður opið á
milli klukkan 14 og 17 báða dag-
ana.