Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 5 1929 V1LHJÁLMSSON hf.I F ! / lAlT 1983 Sm/ðjuveg/ 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 Bræla hamlar loðnuveiðum BRÆLA var á loðnumiðunum í gær og engir bátar á veiðum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Loðnu- nefnd eru nú komnar um 43.000 lestir loðnu á land og hefur mest- um hluta aflans verið landað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Sfldveiðin: 42.000 lestir komnar á land LÍTIL sfldveiði hefur verið að und- anfórnu vegna óhagstæðs veðurfars. Þó fengu nokkrir bátar smávegis afla á Stöðvarfirði á fimmtudag. Að sögn veiðieftirlitsins eru nú komnar 42.000 lestir af síld á land, 13.500 í reknet, 28.000 í hringnót og um 1.000 í lagnet. Veiðum í lag- net er nú lokið, en veiðar i önnur veiðarfæri mega standa til 15. des- ember. Upphaflegt aflamagn var 52.500 lestir, en nokkur viðbót gæti orðið á því vegna breytinga á aflamarki skipanna. Basarinn er í húsi Blindrafélagsins í frétt Morgunblaðsins í gær af basar Foreldra- og styrktarfélags blindra og sjónskertra misritaðist staðurinn, en basarinn hefst klukkan 14 í húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, Reykjavík. SVONA FÆRÐU 12 RÉTTA Nú vilja allir selja þér bíl, þess vegna er áríðandi að vanda valið og hitta á réttu úrslitin í bílagetrauninni. Við bjóðum þér FIA T, einn með örugga tólf rétta. Getraunasérfræðingar okkar mæla sér- staklega með UNO i þessari umferð, og nefna tólf ástæður fyrir þvíað hann er einmitt rétti bilinn fyrirþig. OPIÐ VIRKA DAGA TIL SJÖ - LAUGARDAGA 10.. 17 Unð! Tvennir góðgerðartón- leikar hjá Mezzoforte „Án aðstoðar Flugleiða er ég hræddur um að þessir tónleikar hefðu aldrei getað orðið að veru- leika,“ sagði Steinar Berg ísleifs- son, forstjóri Steina hf„ á fundi með blaðamönnum þar sem skýrt var frá tvennum tónleikum hljómsveitarinnar Mezzoforte þann 18. desember næstkomandi. Ákveðið hefur verið að fyrri tónleikarnir, sem haldnir eru í nafni Flugleiða, verði ætlaðiis ýmsum þjóðfélagshópum, sem alla jafna eiga þess ekki kost að sækja skemmtanir á borð við þessa. Síðari tónleikarnir, sem haldnir verða um kvöldið, verða svo ætlaðir til þess að afla fjár fyrir tónlistarskóla FÍH. Mezzoforte hefur ekki leikið hér á landi frá því snemma á þessu ári. Hljómsveitin hefur verið á stöðugum ferðalögum í tengslum við tónleikahald og kynningar á plötum sínum og stutt er nú í að fimmta hljóð- versplata hljómsveitarinnar líti dagsins ljós. Ber hún nafnið Yf- irsýn og er útgáfudagur hennar 1. desember. Útbúnaðurinn, sem fylgir Mezzoforte núorðið, er 6 tonn á þyngd. Ógerningur reyndist að koma með hann allan hingað, en hljómsveitin kemur þó með öll sín hljóðfæri hingað til lands vegna tónleikanna. Brugðið verð- ur á það ráð að byggja upp hljómflutningskerfi heima, eins og venjan hefur verið við komur erlendra hljómsveita Listasafn Alþýðu: Sýningu á verk- um Jóhanns Briem að ljúka UM ÞESSA helgi lýkur sýningu á verkum Jóhanns Briem, listmálara, í Listasafni Alþýðu. Sýningin hefur nú staðið yfir í eina viku og á henni eru verk frá 50 ára ferli listamannsins. Sýn- ingin er haldin í tilefni útgáfu bókar um list Jóhanns. Guðlaugs saga Gíslasonar BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út æviminningar Guð- laugs Gíslasonar, fyrrverandi al- þingismanns, og heitir bókin; Guð- laugs saga Gíslasonar — Endur- minningar frá Eyjum og Alþingi. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Tímabil Guðlaugs sem bæjar- stjóra 1954—1966 markar eitt mesta framkvæmda- og fram- faraskeið í sögu Vestmannaeyja. Þá var höfnin byggð upp, þá var lagður grunnur að vatnsveitunni, gatnakerfi bæjarins malbikað, stofnað Náttúrugripasafn og Stýrimannaskóla, þá kom Herjólfur og Lóðsinn og þá var veittur þriðjungsafsláttur af út- svörum. í endurminningabók sinni seg- ir Guðlaugur frá æskudögum sínum í Eyjum og dregur upp einkar geðþekka mynd af for- eldrum sínum og félögum og rek- ur hina hörðu baráttu sína fyrir því að þrauka föðurlaus með móður sinni og systkinum. Guð- laugur kom víða við áður en hann var atvinnustjórnmálamaður: var vélsmiður og kranastjóri, bæjargjaldkeri, kaupfélagsstjóri, kaupmaður og virkur þátttak- andi í fiskútflutningi í stríðinu. Þegar Guðlaugur settist á þing var Viðreisnarstjórnin í burðar- liðnum. Hann segir frá kynnum sínum af ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og fleiri stjórn- málamönnum og fjallar mjög opinskátt um andrúmsloftið og vinnubrögðin í þingflokki sjálf- stæðismanna 1959—1978. At- hyglisverðar eru frásagnir hans af átökunum um varaformanns- embættið í Sjálfstæðisflokknum 1971 og stjórnarmynduninni og ráðherravalinu 1974. Guðlaugs saga Gíslasonar er filmusett og prentuð í Prentstofu Guðmundar Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli. Sigurþór Jakobsson hannaði bókarkápu." FRAMHJÓLADRIFINN HÁÞRÓUÐ HÖNNUN RÚMBESTUR FIATER MEST SELDI BÍLL í EVRÓPU ÍTÖLSK FEGURÐ LÍKLEGUR SEM BÍLL ÁRSINS 1984 FRÁBÆRT VERÐ GALVANISERAÐUR BESTU KJÖRIN FIAT ENDURSOLU- ÖRYGGINÚMER EITT Stykkishólmur: Maður brenndist er eld- ur varð laus í Skipavík Slvkkishólmi 25 nóvpmhpr. ^ Stykkishólmi, 25 nóvember. ÞAÐ ÓHAPP varð hér fyrir hádegi í dag, að eldur braust út þar sem verið var að vinna við rafsuðu í skipa- smíðastöðinni Skipavík. Varð eldur laus er leki kom að súrefnisgeymum í stöðinni. sem orðið hefðu ef geymar hefðu sprungið. — Fréttaritari. Talsverður eldur braust út, en þó sprungu geymar ekki, og má telja mikla mildi. Einn maður, sem var við suðuvinnuna, brennd- ist nokkuð og var fluttur á sjúkra- hús, en líðan hans mun vera góð eftir atvikum. Hjá Skipavík vinna um 40 manns, og þarf ekki að hafa um það mörg orð, hve illa hefði getað farið fyrir atvinnulíf hér, hefði bruninn orðið mikill, en slökkviliði tóks að kæfa eldinn áður en hann olli verulegum skemmdum. Þá má einnig telja mestu mildi að ekki urðu alvarlegri slys á mönnum, SPARNEYTINN (3,7 L.) AFBURÐA AKSTURSEIGINLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.