Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 48
HOLiyWSOD Opiö öll kvöld LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Almenningur getur notað greiðslukort erlendis eftir 1. desember: Heimilt að kaupa fyrir 38 þús. með greiðslukorti Orkusóun við húshitun: 11.800 krónur á hús á ári Borgarnesi, 25. nóvember. ORKUNOTKUN húsa í Grundarfirði er að meðaltali 66% hærri en hún væri ef húsin væru einangruð í sam- ræmi við byggingarreglugerð frá 1979. Dæmi eru um að hús eyði 100 til 150% meira en skyldi. Arlegur kostnaöur húseigenda við þessa orkusóun nemur að meðaltali um 11.800 krónum og sambærilegur kostnaður ríkisins nemur um 8.000 krónur, ef tekið er mið af niður- greiösluhlutfalii ríkisins í gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins. Þetta kemur m.a. fram í könnun, sem húshitunarnefnd Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi, lét gera á 27 húsum í Grund- arfirði og Sturla Böðvarsson, for- maður nefndarinnar lagði fram á aðalfundi samtakanna í dag. í skýrslunni kemur einnig fram, að mikil þörf er á úrbótum og jafn- framt að líklegt sé, að ástandið sé síður en svo betra annars staðar á Vesturlandi, þar sem rafmagn er notað til húshitunar. Ýmsar sparn- aðaraðgerðir eru nefndar, sem sumar eru sagðar auðveldar í framkvæmd, og borgi sig fljótt með orkusparnaði, en aðrar erfiðari í framkvæmd og kostnaðarsamar. - HBj. Hæsta til- boð í Þór 10 milljónir 1»RÍR aöilar gerðu tilboð í varð- skipið l>ór, sem auglýst var til sölu fyrir nokkru. Nemur hæsta tilboð- ið röskum tíu milljónum króna, en hið lægsta rúmlega einni milljón króna. Tilboðin voru opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins í Reykjavík í gærmorgun. Asgeir Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Innkaupastofn- unarinnar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að hæsta tilboðið, 10,5 milljónir ís- lenskra króna, væri frá nokkr- um einstaklingum á íslandi og í Noregi. Næsthæsta tilboðið hljóðaði upp á um 2,2 milijónir íslenskra króna og var frá Sig- urði Þorsteinssyni, og hið þriðja, frá Jarðvinnsluvélum, hljóðaði upp á 1,3 milljónir króna. Hætt að verðjafna kartöflur FRAMLKIDSLURÁD landbúnaðar ins hefur ákveðið að fella niður verð- jöfnunargjald á kartöflum frá næstu áramótum að telja. Lækkar þá verð kartaflna í Reykjavík og nágrenni en hækkar víðast hvar úti á landi. Verðjöfnunargjaldið er nú 27 aurar á hvert kíló kartaflna og er lagt ofan á heildsöluverð þeirra. Lækkar verð kartaflna sem því svarar þar sem ekki þarf að. kosta til flutnings á þeim en allur flutn- ingskostnaður leggst á verð þeirra á þeim stöðum á landinu sem flytja þarf kartöflur til. { vetur verður Reykjavík og nágrenni líklega svo til eina svæðið sem kartöfiuverð lækkar vegna þess að mest allar kartöflur þarf að flytja inn vegna uppskerubrests hér innanlands í haust. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur að höfðu samráði við satn- starfsnefnd um gjaldeyrismál, að tillögu viðskiptaráðuneytisins, ákveðið að rýmka verulega reglur um notkun greiðslukorta erlendis. Nýju reglurnar munu öðlast gildi 1. desember nk., að því er segir í frétt viðskiptaráðuneytisins. Samkvæmt hinum nýju regl- um getur almenningur fengið greiðslukort til notkunar erlend- is, en til þessa hafa einungis ein- staklingar, sem vegna starfa sinna, fundahalda, eða almennra viðskiptaerinda hafa þurft á því að halda, getað fengið greiðslu- kort. Reglurnar gera ráð fyrir að út- tektir með greiðslukorti megi á hverjum tíma nema fjárhæð sem I svarar til 1.350 dollara, eða sem nemur um 38.000 íslenzkum | í OKTÓBERMÁNUÐI var mesta slátrun nautgripa sem verið hefur um margra ára skeið. Þann 1. nóv- ember voru því miklar birgðir nauta- kjöts. Birgðirnar 1. nóvember voru 645 tonn sem samsvarar hátt í 4 mánaða sölu nautakjöts, að sögn Gunnars Guðbjartssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Slátrað var grip- krónum. Þeir, sem vegna starfa sinna erlendis, viðskiptaferða eða fundahalda geta sýnt fram á um í október sem gáfu af sér 504 tonn en salan var jafnframt minni en oft áður. Með þessari miklu slátrun nautgripa í október virðist sú mikla aukning í kálfauppeldi sem vart hefur orðið um allt land á undanförnum mánuðum og ár- um vera farin að segja til sín. Ekki er heldur ótrúlegt að bændur séu að fækka gripum vegna lélegra heyja eftir sumarið. þörf fyrir hærri fjárhæð, geta þó fengið úttektarheimild, sem nemur allt að 3.000 dollurum, eða sem næst 85.000 íslenzkum krón- um, eftir reglum sem gilda um gjaldeyri til viðskiptaferða. Þá er sú nýjung í reglunum, að heimilt verður að nota greiðslu- kort erlendis til kaupa á hvers kyns vöru og þjónustu, annarri en þeirri sem korthafi hyggst í atvinnuskyni endurselja hér á landi. Sú rýmkun sem reglurnar hafa í för með sér mun gera greiðslu- kortafyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum eitt greiðslukort, sem unnt er að nota jafnt innanlands sem utan. Fiskiskip seld úr landi? Skuldirnar oft hærri en heimsmarkaðsverðiÖ segir Benedikt Sveinsson, hrl NOKKUR áhugi virðist vera í út- löndum á því að kaupa fiskiskip héðan. Hafa nýverið borist all- margar fyrirspurnir hingað til lands um möguleika á kaupum ís- lenskra skipa og m.a. spurt hvort hægt væri að fá tiltekin skip á ákveðnu verði. „Það er rétt, það eru að koma fyrirspurnir öðru hvoru,“ sagði Benedikt Sveinsson, hrl., sem um árabil hefur flutt inn mörg fiski- skip og hefur undanfarið kannað möguleika á að selja skip og báta úr landi. „En þetta hefur verið erfitt og er það ennþá, einkum vegna þess að verðhugmyndir okkar þykja háar. Það hafa kom- ið hir.gað menn til að skoða skip, t.d. alla leið frá Chile, en út úr því hefur ekkert komið ennþá. Ég býst við að ýmsir vilji selja ef viðunandi verð fæst fyrir skipin. Um innlenda smíði þýðir ekkert að ræða í þessu sambandi, verð á slíkum skipum er allt of hátt.“ Benedikt sagðist ekki vita til þess að þessa dagana væru að fara skip úr landi. „Vandinn er sá, að það hvílir allt of mikið á þeim skipum, sem menn væru kannski fúsir til að selja. Skuld- irnar eru oft meiri en svokallað heimsmarkaðsverð. Þannig er til dæmis ekki nokkur leið að selja t.d. þau tíu skip, sem mest skulda í Fiskveiðasjóði, fyrir nema hluta af því, sem þau skulda," sagði Benedikt. „Það hafa farið nokkur skip úr landi á undanförnum árum, flest í skiptum þegar menn hafa verið að yngja upp, en einnig nokkur í beinni sölu. Þetta er vitaskuld vaxandi vandi þegar aflinn minnkar stöðugt en menn eru oft bjartsýnir á Islandi og þannig hafa margir komist fram úr sín- um erfiðleikum. Hátt verð á lýsi og mjöli hefur heldur ýtt undir áhuga manna í útlöndum og fjölgað fyrirspurnunum, því snurpuskipin eru hentug til bræðsluveiða, en enn sem komið er hefur ekkert orðið úr sölum,“ sagði Benedikt Sveinsson, hrl. Miklar birgðir nautakjöts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.